Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 64
Sterkt
bensín
til Shell
og Esso
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur M.
(Shell) og Olíufélagið hf. (Esso)
eiga von á farmi af sterku bens-
ini til landsins um helgina. Bens-
ínið er 98 oktan og munu félögin
bjóða það til sölu á bensínstöðv-
uin sínum á næstunni. Sterka
bensínið verður selt heldur dýr-
ara en það bensín sem hér hefur
verið til sölu.
Ámi Ólafur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Skelj-
ungs, sagði í samtali við Morgun-
__t blaðið að þetta bensín væri svokall-
að „premium“-bensín, með öllum
þeim eiginleikum sem það ætti að
hafa. Hann vildi ekki líkja því við
97 oktan bensínið sem Olís hóf
nýlega að selja á sínum bensín-
stöðvum, sagði að það væri ekki
sambærilegvara.
Sagði Ámi að ekki væri búið að
ákveða verðið á sterka bensíninu
en það þyrfti að vera eitthvað hærra
en venjulega bensínið sem hér væri
til sölu. Hann sagði að ekki væri
^ ^ óalgengt að „premium" bensínið
^væri 15% dýrara í innkaupum, og
sagði að ekki væri ólíklegt að
munurinn í útsöluverði yrði af þeirri
stærðargráðu.
Mikill áhugi virðist vera á Listahátíð. Biðröð myndaðist strax og miðasalan opnaði á laugardaginn og það sama gerðist einnig á
sunnudaginn og í gær.
Nærri uppseltá Fröken Júlíu
MIKIL SALA hefur verið á aðgöngumiðum að ýmsum atriðum Listahá-
tíðar. Aðgöngumiðasalan hófst á laugardaginn og í gær var nærri
uppselt á báðar sýningar Dramaten á Fröken Júlíu eftir Strindberg í
uppfærslu Ingmars Bergmann. Einnig voru fáir miðar eftir á tónleika
píanóleikarans Claudios Arrau.
Að sögn Salvarar Nordal framkvæmdastjóra Listahátíðar myndaðist
löng biðröð við miðasöluna strax og hún var opnuð á laugardaginn
og einnig á sunnudaginn og í gær. Hún sagði að gífurlegur áhugi
væri á sýningunum á Fröken Júlíu sem verða 7. og 8. júní og tónleik-
um Claudios Arrau. Fólk virtist einnig hafa mikinn áhuga á að sjá
ungu listamennina, píanóleikarann Cecile Licad, en hún leikur á opnun-
artónleikunum í Háskólabíói næstkomandi laugardag, og sænska
barritónsöngvarann Thomas Lander. Salvör sagði að sala á miðum
að öðrum atriðum Listahátfðar væri jöfn og góð.
Hvítt nautgripakjöt á
markaðinn í sumar?
NÆSTU mánuði má búast við að á markaðinn hér komi ný
tegund af nautgripakjöti, ljóst eða jafnvel hvítt kálfakjöt. Vitað
er að nokkrir bændur sem sjá fram á að klára mjólkurkvótann
,_*Jöngu áður en framleiðsluárið er úti hafa sett á kálfa og alið
á mjólk í stað þess að hella mjólkinni niður eins og útlit var
fyrir að þeir þyrftu annars að gera.
Ólafur E. Stefánsson ráðunautur
Búnaðarfélags íslands í framleiðslu
kjöts af nautgripum segir að hvergi
sé til yfírlit yfír það hvað bændur
séu að ala af kálfum og öðrum
nautgripum tii kjötframleiðslu.
Hann sagðist hafa haft áhuga fyrir
að koma af stað framleiðslu á þessu
kjöti, en ekkert gert í því vegna
þess að Framleiðnisjóður hefði farið
SAMKVÆMT könnun, sem Fé-
lagsvísindastof nun Háskólans
gerði fyrir Morgunblaðið um
helgina, hyggjast 57,6% þeirra
kjósenda, sem afstöðu hafa tekið,
greiða Sjálfstæðisflokknum at-
kvæði í borgarstjórnarkosning-
unum í Reykjavík á laugardag-
inn. 18,2% ætla að kjósa Al-
þýðubandalagið, 12% Alþýðu-
. ^flokkinn. 6,5% Framsóknar-
að heita bændum verðlaunum fyrir
að slátra ungkálfum. Hann sagði
að þrátt fyrir verðlaunin hefði tölu-
vert verið sett á af kálfum. Hann
sagði að það væri e'.:ki óskjmsam-
legt að ala þá á mjólk og slátra
síðan eftir 3-6 mánuði. Með því
móti fengist stórkostlega gott kjöt
sem myndi örugglega seljast fyrir
gott verð. Væri þetta allavega betra
flokkinn, 5,3% Kvennalistann og
0,4% Flokk mannsins.
Könnunin var framkvæmd 23. til
25. maí og var úrtakið 800 Reykvík-
ingar á aldrinum 18 til 80 ára.
Viðtöl voru tekin í gegnum síma
og fengust alls svör frá 615 manns
eða 77% úrtaksins. Af heildinni
ætluðu 59 (9,6%) að kjósa Alþýðu-
flokkinn, 32 (5,2%) Framsóknar-
en að stefna að framleiðslu nauta-
kjöts, því kjötið af þessum kálfum
kæmi annars eftir 2 ár inn á yfir-
fullan nautakjötsmarkaðinn.
Ólafur sagði að framleiðsla á
hvítu nautgripakjöti hefði verið
reynd hér fyrir mörgum árum og
gefíst vel. Þessi framleiðsla væri
einnig þekkt sumsstaðar erlendis.
Hann sagði að ræktun kálfanna
væri vandasöm og talsvert um
vanhöld, sérstaklega ef kálfamir
væru eingöngu aldir á mjólk. Ef
þeim væri gefíð hey með væri
áhættan minni og út úr því kæmi
ljóst kjöt sem einnig væri lostæti.
flokkinn, 282 (45,9%) Sjálfstæðis-
flokkinn, 89 (14,5%) Alþýðubanda-
lagið, 26 (4,2%) Kvennalistann og
2 (0,3%) Flokk mannsins. 29 (4,7%)
sögðust ekki ætla að kjósa, 16
(2,6%) ætluðu að skila auðu eða
ógilda atkvæði sitt, 41 (6,7%) neit-
aði að taka afstöðu og 39 (6,3%)
svöruðu „veit ekki“.
Ef miðað er við fyrri könnun
Félagsvísindastofnunar fyrir Morg-
landbúnaði því, að kjötið af kálf-
um verður hvitt sem kjúklinga-
kjöt? Myndin er af hvítum kálfi,
sem þó hefur ekki verið alinn
eingöngu á mjólk.
unblaðið, sem framkvæmd var
dagana 26. apríl til 5. maí sl., hefur
fylgi Alþýðuflokksins aukist um
helming, úr 6% í 12%. Fylgi Fram-
sóknarfiokksins hefur einnig aukist
lítillega eða úr 4,9% í 6,5%. Fylgi
Flokks mannsins er óbreytt, en
stuðningur við aðra flokka hefur
minnkað. Sjálfstæðisflokkur hafði í
fyrri könnun 60,9%, Alþýðubanda-
lagið 19,8% og Kvennalisti 8%.
Sjá nánar um könnunina
ábls. 37.
Spariskírteini
ríkissjóðs:
Vextir lækka
úr 9% í 8%
VEXTIR af spariskírteinum rík-
issjóðs lækka í byijun júnímánað-
ar úr 9% í 8% samkvæmt upplýs-
ingum Þorsteins Pálssonar fjár-
málaráðherra. Formlega ákvörð-
un þar að lútandi verður tekin í
dag eða á morgun.
„Þessi ákvörðun um vaxtalækk-
un á spariskírteinum ríkissjóðs er
tilkomin vegna þess að okkur sýnist
sem aform um framvindu efnahags-
mála gangi eftir eins og ætlað var,
og vextir geti þar af leiðandi lækk-
að,“ sagði Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið.
Hafskipsmálið:
Einn látinn laus
úr gæsluvarðhaldi
í GÆRKVÖLDI var einn af
stjórnendum Hafskips látinn laus
úr gæsluvarðhaldi að loknum
yfirheyrslum. Er það Sigurþór
Guðmundsson aðalbókari, en
hann var nýlega úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 11. júní, tveim-
ur vikum skemur en 5 aðrir
stjórnendur Hafskips.
Mennimir sex voru handteknir að
morgni 20. maí og að kvöldi þess
21. voru þeir úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í sakadómi Reykjavíkur,
grunaðir um aðild að auðgunarbrot-
um, rangan framburð og skjalafals.
Hæstiréttur hefur ekki tekið afstöðu
til áfrýjunar mannanna á gæsluvarð-
haldsúrskurði sakadóms.
Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar
rannsóknalögreglustjóra ríkisins er
áfram unnið við yfirheyrslur og
rannsókn vegna Hafskipsmálsins.
Síðasta skoðanakönnun á vegum Morgrmblaðsins fyrir borgarstjómarkosningarnar:
Fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík er 57,6%
Fylgi Alþýðuflokksins hefur tvöfaldast frá síðustu könnun