Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Hlaupið gegn hungri í Hyde Park:
„ Við getum öll haft áhrif á
þennan heim sem við lifum í“
Allt að einni milljón Breta tók þátt
í íþróttaviðburði aldarinnar
Lundúnum. Frá Hildi Helgu Sigurðardótt-
ur, blaðamanni Morgunblaösins.
AP/Símamynd
Poppstjörnurnar Sirnon Le Bon og Sting létu sig ekki vanta í Hyde
Park á sunnudaginn. Þarna eru þeir ásamt brautryðjanda Live
Aid-herferðarinnar, Bob Geldof, og sundmanninum Duncan Good-
hew.
„Við skulum senda kveðju til
Indlands og Ástralíu þar sem
allir eru úti að skokka um hánótt
og til þurrkasvæða Afríku, þar
sem hitinn er of brennandi til
þess að nokkrir geti hlaupið,"
sagði Bob Geldof, eða „heilagur
Bob“ cins og fjölmiðlar hér eru
famir að kalla hann, bæði í
gamni og alvöru, í þann mund
sem 250 þúsund manns lögðu upp
í Live Aid-hlaupið mikla í Hyde
Park í London klukkan fjögur
eftir hádegi að staðartíma á
sunnudaginn.
Hyde Park, stærsti lystigarður
Engíands í hjarta Lundúna, var eitt
iðandi mannhaf í góða veðrinu og
hundruðir þúsunda skriddust hvít-
um skyrtubolum með áletruninni
„I ran the World“, í óbeinni þýðingu
„Eg hljóp fyrir heiminn".
Talið er að alls hafi um milljón
Englendinga víðs vegar um landið
tekið þátt í hlaupinu gegn hungri
á sunnudag. Þátttaka í hlaupinu í
Hyde Park fór fram úr björtustu
vonum aðstandenda, en þess má
get.i til samanburðar að um það
bil tíu þúsund manns taka þátt í
árlegu maraþonhlaupi í London.
Vonir standa til að þegar upp verður
staðið hafi enn meira fé safnast en
þær 48 milljónir sem voru afrakst-
urinn af Live Aid-tónleikunum í
fyrrasumar.
Það var litríkur hópur, sem þarna
iagði sinn skerf að mörkum. Meðal
annars ákvað hópur af nunnum í
Brighton að hlaupa nokkra hringi
um klausturgarðinn og innan múra
Dartmoor fangelsisins skokkaði
bankaræninginn Rory Dale ásamt
fangaverði sínum, en þeir kumpán-
ar vonuðust til þess að ná saman
að minnsta kosti 300 pundum fyrir
málstaðinn. Aðrir létu sér nægja
að hlýða kalli Geldofs og skokka
kringum húsið heima hjá sér. Og
peningamir streymdu inn í söfnun-
ina hér í Englandi, líkt og í hinum
löndunum 78 sem tóku þátt í þessu
umfangsmesta íþróttaframtaki
allra tíma.
Stemmningin í Hyde Park var
með ólíkindum góð. Það lá við að
sumir viðstaddir þættust sjá friðar-
dúfur blaka vængjunum í háloftun-
um yfír Lundúnaborg og næsta
ótrúlegt hvað mikil rósemi hvíldi
yfír þessum mikla mannfjölda.
Hvergi vottaði fyrir pústrum eða
Fossvogur
Ca 35 fm einstaklingsíbúð við
Snæland. V. 1,3 m.
Garðabær
Ca 80 fm glaesil. 3ja herb. íb.
m. bílsk. í fjórbh. v. Brekku-
byggð. Verð: Tilboð.
Gaukshólar
Ca 80 fm 3ja herb. í lyftuh.
S-svalir. V. 1950 þús.
Nýbýlavegur Kóp.
Ca 85 fm 3ja herb. íbúð á 1.
hæð i fjórbýli með aukaherb. í
kj. Bílskúrsr. V. 2,2 m.
Hringbraut
Ca 75 fm 3ja herb. íbúð á 3.
hæð. Laus strax. V. 1,9 m.
Æsufell
Ca 90 fm 3ja herb. íbúð á 4.
hæð í lyftuhúsi. V. 1,9 m.
Asparfell
Ca 95 fm 3ja herb. mjög falleg
ib. ílyftuh. S-svalir. V. 2,2 millj.
Seljabraut
Ca 115 fm 4ra herb. íbúð á 1.
hæð m/bílskýli. V. 2,5 m.
Háaleitisbraut
Ca 120 fm 4ra herb. íbúð
m/bílskúr. V. 2,8 m.
Grundarásraðhús
Ca 175 fm á þrem pöllum með
tvjjföldum bílskúr. V. 5,2 m.
Smáíbúðahverfi
Ca 170 fm parhús á þrem
hæðum m/bílskúr v. Hliðar-
gerði. V. 4,2 m.
Hafnarfjörður einbýli
Ca 100 fm m/bilskúr á miklum
útsýnisstað í bænum. Húsið er
allt meira og minna ný standsett
meðfallegum garði. V. 3,7 m.
Kvöld- og helgarsími 28902.
Klapparstíg 26, sími 28911.
ólátum, enginn tróð öðrum um tær.
Það kom greinilega ekki annað til
mála en að gera þennan dag að
atburði, sem allir gætu minnst með
stolti. „Þetta er stórkostlegt, ég á
eftir að muna þennan dag svo lengi
sem ég lifí,“ sagði ungur maður,
sem var meðal þáttakenda og bætti
við: „Af hvetju hefur engum stjóm-
málamanni tekist að hrinda af stað
nokkru í líkingu við þetta?" Sem
nsést einu Lundúnabúarnir er létu
sér fátt um finnast virtist vera fið-
urféð á Serpentine-vatninu í Hyde
Park, það svamlaði um værðarlegt
að vanda og myndaði mótsögn við
iðandi mannhafið allt um kring.
Eitt vinsælasta tákn borgarinnar,
tvílyftu rauðu strætisvagnarnir,
settu svip sinn á útjaðra Hyde Park,
en í þeim höfðu ýmsir hópar verið
selfluttir á staðinn. Lundúnalög-
reglan vakti hins vegar athygli með
ijarveru sinni, að minnsta kosti sást
ekki einn einasti lögregluþjónn á
svæðinu og einhvem veginn ýtti það
undir þá tilfinningu manns að
óhugsandi væri að allt myndi ekki
fara vel og friðsamlega fram. Þar
með er ekki sagt að engin löggæsla
hafí verið á staðnum, en sú ákvörð-
un yfirvalda að láta sem minnst
fyrir henni fara átti vel við stað og
stund.
Áður en „Saint Bob“ gaf start-
kallið höfðu ýmsar aðrar stórstjöm-
ur sýnt sig á sviðinu, spjallað við
fjöldann og tekið þátt í upphitunar-
æfingum. Meðal annarra Elaine
Page og Cliff Richard, sem sagðist
dags daglega ekki nenna að hlaupa
með hundinum sínum úti í garði,
hvað þá meira. Á gríðarstóm kvik-
myndatjaldi, sem komið hafði verið
fyrir nálægt sviðinu, gaf að líta í
beinni útsendingu fólk að skokka
víðs vegar um heimsbyggðina;
undir miðnæturhimni í Nýju Delhí,
kvöldroða í Búdapest, og miðdegis-
sól á breiðstrætum New York-
borgar.
Sjálft hlaupið hófst síðan í þann
mund er sást á tjaldinu hvar súd-
anski hlauparinn Omar Khalifa hóf
kyndilinn sem hann lagði upp með
í súdönskum flóttamannabúðum á
loft fyrir framan höfuðstöðvar
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Um leið var þúsundum flugelda
skotið á loft í London og það var
stórfengleg sjón að sjá mannfjöld-
ann í Hyde Park fara skipulega á
hreyfingu eins og straumhart stór-
fljót í miðri stórborginni; flestir
væntanlega með lokaorð Geldofs í
huga. „Við getum öll haft áhrif á
þennan heim, sem við lifum í.“
Vantareignir
Vegna mikillar sölu undanfarið bráðvantar okkur
allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá !
Hússf&M
“ ® Aðalsteinn Pétursson
FASTEIGNASALA Langhottsvegi 115 Bergur Guðnason hdl.
(Bæ/arleiðahúsinu) Sími:681066 Þorlá kur Einarsson
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL
Til sýnis og sölu auk fjölda annarra eigna:
5 herb. sérhæð við Goðheima
Neðri hæð 121,3 fm netto. Allt sér (hiti, inng., þvottah.). Svalir. Bílsk.
30,2 fm netto. Skuldlaus. Ræktuð lóð. Skipti mögul. ó einbhúsi t.d.
í Smáíbhverfi.
Stór og góð við Hraunbæ
3ja herb. íb. á 3. hæð 84,4 fm netto. Sólsvalir. Ágæt sameign. Mikið
útsýni. Sanngjarnt verð. Ákv. sala.
Séríb. í gamla bænum
Efri hæð í tvibhúsi. 4ra herb. Sér inng., sér hiti. Ný teppi, mikið út-
sýni. Verð aðeins kr. 1,9 millj.
Miðsvæðis í borginni
Óskast til kaups 4-5 herb. góð íb. með bilsk. eða bflskrétti. Afhending
1. sept. nk. Mikil og góð útb.
Góð 3-4 herb. íb óskast
á 1. hæð i' vesturborginni.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
V.
Ml7 Fasteignasalan Einir
Skipholti 50c S: 688665
Reykás
2 herb. íb. nær fullbúin. Gott útsýni. Verö 2 millj.
Norðurás
2-3ja herb. íb. með risi. Möguleiki á 2 herb. í risi. Samtals um
120 fm. ib. afh. tilb. undir tróverk. Fullfrág. sameign með
sameiginlegu saunabaði. Frábært útsýni. Skemmtileg eign.
Verð2,1 millj.
Hraunbraut
2-3 herb. sérhæð ítvíbýli. Gott útsýni. Falleg eign. Verö2,1 millj.
Borgarholtsbraut
3 herb. íb. fullfrág. nýleg m. góðu útsýni. S-svalir Falleg eign.
Möguleiki á bílsk.Verð 2,2 millj.
Álftahólar
4 herb. íb. 120 fm. Góð eign.
Suðurhlíðar
Einbýli i smíðum 286 fm á þrem pöllum með tvöf. bílskúr ca
45 fm. Afh. fokhelt í júní.
Álftanes
Til sölu lóð á norðanveröu Álftanesi.
Vegna eftirspurnar vantar allar gerðir eigna á skrá.
n %
Omar
Khalifa
áMan-
hattan
^.. i
Þessi mynd var
tekin á sunnu-
dag, er súd-
anski hlaupar-
inn Omar Khal-
ifa tekur loka-
sprettinn í
„Afríkuhlaupi"
sínu á Manhatt-
an-eyju í New
York á leið
sinni til aðal-
stöðva Samein-
uðu þjóðanna,
þar sem tendr-
aður var eldur
Sport Aid-
hreyfingarinn-
ar. Helmingur
ágóðans af
söfnunarstarfi
Sport Aid
gengur til verk-
efna á vegum
Barnahjálpar
samtakanna.
Um 10 miljjónir
manna í 79
löndum tóku
þátt í Afríku-
hlaupi Sport
Aid og var
þátttakan víð-
ast hvar Hfleg
nema í Banda-
ríkjunum. Þá
tóku að sögn
aðeins 2000
Danir þátt í
hlaupinu.
Abm Helgi H. Jonsson,
Solum. Horður Binrn.TSon