Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Á fyrsta degi veiðanna var kastað frá bryggjunni í Keflavík.
Voru flestir með þijá öngla á hverri linu og þótti veiðimönnunum
mikið til þess koma að oft var fiskur á þeim öllum. Þennan dag
veiddi hópurinn 374,6 kg í höfninni.
Her ræðir Jóhann Sigurðsson við Ron King í Hraunsvikinni. Jó-
hann var fararstjóri hópsins og vann að kynningum á veiðunum
með fyrirlestrum i Bretlandi siðastliðinn vetur.
„Veiðum meira á einum degi
hér en á einu ári við England“
— eonria hroelni háttt'ihaiidiimiír í ftrrotu ol_ ^ *
— segja bresku þátttakendurnir í fyrstu al-
þjóðlegu sjóstangveiðikeppninni í Keflavík
ÞESSA VIKU hefur staðið yfir í Keflavík og nágrenni, fyrsta
alþjóðlega sjóstangveiðimótið í Keflavík. í því taka þátt 34 Bret-
ar, frá suðurströnd Englands. Tilhögun mótsins er þannig að
veitt er fjóra daga, tvo daga af bát og tvo daga af strönd ef
veður leyfir, annars af bryggjunni í Keflavík. Þegar blaðamaður
gerði sér ferð til veiðimannanna voru þeir staddir í Hraunsvík
austur af Grindavík og reyndu sig þar á ströndinni. Ekki héldust
þeir lengi þar vegna versnandi veðurs, sandroks og öldugangs,
svo að þeir óku til Keflavíkur og luku keppni þar á bryggjunni.
Víkingaferðir í Keflavík halda þessa keppni og fararstjóri er
Jóhann Sigurðsson, umboðsmaður Flugleiða í London en hann
hefur mikla reynslu af strandveiði við ísland.
„Eg tengist þessu í dag nú á
þann hátt að fyrst kom ég hingað
með Breta 1960, gagngert til að
veiða lax og silung. Eitt sinn er
við vorum að borða í Naustinu
kom Bretinn þar auga á kort yfir
þá fiska sem finnast við strendur
Islands. Þar sá hann meðal annars
hámeri og það varð úr að hann
vildi ólmur reyna sig við hámera-
veiðar hér við ströndina," sagði
Jóhann. „Ég talaði við Örn John-
son sem var forstjóri Flugleiða á
þeim tíma og hann aðstoðaði
okkur við þetta. Við leigðum bát
sem var hentugur ogg rérum út
frá Grindavík. Við sáum nú há-
meri en hún bara vildi ekki taka,
en á meðan á eltingarleiknum við
hana stóð þá veiddum við á stang-
ir og veiddum þama tveir um
hálft tonn af fiski á hálfum degi.
Bretinn sem var með mér var
ekki lengi að segja að þetta
óhemju fiskerí væri auðvelt að
nýta með ferðamenn í huga.
Næstu ár á eftir kom ég svo með
hópa á sjóstangveiðimót í Vest-
mannaeyjum. Á sama tíma stofn-
uðum við svo nokkrir saman
SJÓR, Sjóstangveiðifélag Reykja-
víkur, og þá hófst sjóstangveiði
við ísland fyrir alvöru. Þessar
veiðar við Vestmannaeyjar gerðu
mikla lukku og það komu t.d.
Bretar, Frakkar og Svíar með
mér þangað og það tókst mjög
vel. Svo fór að verða erfiðara að
fá báta og þorskastríðin komu og
þau fældu frá. Því næst gerðist
ekkert í þessu hjá mér fyrr en í
fyrra að sjónvarpsmenn frá TVS
komu hingað til Keflavíkur með
tíu breska menn sem höfðu unnið
Ijöldan allan af sjóstangveiði-
keppnum við Bretland. Sú ferð
tókst það vel að ég byijaði á þessu
áný.
Það er mikill áhugi fyrir því
hér á svæðinu að koma upp ferða-
mannaþjónustu og miðað við
hvemig veiðarnar hafa gengið hér
þá væri hægt að koma töluverðum
fjölda ferðamanna hingað ef allt
gengur vel.
í haust hóf ég að halda fyrir-
lestra í borgum á suðurströnd
Englands, með aðstoð Víkinga-
ferða og þeirra Peter Baker og
Colin Agate, en þeir komu með
hópnum hér í fyrra. Við kveiktum
þarna í töluvert mörgum og nú
eru hér 34 Bretar og 45 koma í
næstu viku. Ferðaskrifstofa í
Bretlandi sem heitir Twickers
World kemur svo með 35 til 40
manns í tveimur hópum og ef að
þeirra reynsla verður jákvæð og
þeir bíta á agnið, þá koma þeir á
næsta ári með a.m.k. 150 manns
og sitt árlega sjóstangveiðimót.
Þetta eru erfiðar kringumstæður
sem við glímum við héma, en hér
hafa þessir drengir veitt meira en
nokkru sinni fyrr á æfinni og
því getum við séð að þetta er
mögulegt," sagði Jóhann Sigurðs-
son fararstjóri.
Hér sjást nokkrir keppendanna við veiðar í Hraunsvík, skammt austan við Grindavík. Gekk þeim
hálf illa þar, enda slæmt í sjóinn og veðrið slæmt, einungis veiddist þar einn marhnútur. Fremst
á myndinni er Fred Laker, en hann var aflahæstur á bátnum fyrri daginn.
Veðrið setti nokkurt strik í
reikninginn hjá veiðimönnunum.
Bræla var mestallan tímann sem
á veiðunum stóð og því varð
mestöll strandveiðin að fara fram
í vari { höfninni í Keflavík. En
þrátt fyrir það voru þeir allir
himinlifandi með veiðina og
Á laugardag iauk mótinu og verðlaun voru afhent. Aflahæsti
veiðimaður mótsins var Ron King og var hann jafnframt aflahæst-
ur í veiðum af bát, en Ron Farthing veiddi mest af ströndinni.
Við mótsslitin kom fram mjög almenn ánægja meðal bresku
veiðimannanna og höfðu margir þeirra á orði að koma aftur að
ári.
fannst það ótrúlegt hvemig þeir
gátu mokað fiskinum upp, kola,
marhnútum, ufsa og þorsk. I
mótinu verða bæði útnefndir
Kóngar stangveiðinnar og báta-
veiðinnar. Fyrsta daginn veiddust
374,6 kg í höfninni og sá afla-
hæsti var með 24 kg. Hann sagð-
ist hafa veitt meir á þeim degi
en á þremur árum frá strönd á
Bretlandi!
Ég ræddi við þá Fred Laker
og Ron King, en þeir voru afla-
hæstir eftir fyrri daginn á bátun-
um, miklar aflaklær. Þeir voru svo
sannarlega í skýjunum með ferð-
ina og sögðu veiðarnar hafa geng-
ið stórkostlega. „Við gætum
hvergi nokkurs staðar við Eng-
land veitt nærri því jafn mikið og
við gerðum á bátunum á miðviku-
daginn,“ sögðu þeir. Þeir sögðust
vita að þeir hefðu verið óheppnir
með veðrið en það fékk ekkert á
þá. King sagði veiðar sem þessar
mjög erfiðar og sagðist hann vera
með tak í bakinu eftir að hafa
mokað upp fiskinum undanfarna
daga. „Ég verð hér aðra viku með
næsta hóp og ég vildi jafnvel lifa
hérna,“ sagði Laker. „Bara að ég
kynni málið og ætti nóg af krón-
um. Fólkið hérna er alveg frá-
bært.“
Þeir félagar rómuðu mjög
gestrisnina og þær móttökur sem
þeir hafa fengið og þegar ég
spurði þá að lokum hvort að þetta
mikla fiskerí þeirra innan íslensku
landhelginnar kæmi ekki af stað
nýju þorskastríði, þá svöruðu þeir
því til að þeir vonuðu nú að til
þess kæmi ekki og að magnið af
fiskinum væri þvílíkt að það væri
nóg fyrir alla.
Það má því sjá að ef að vel
verður á þessum málum haldið
þá er góður möguleiki á því að
erlendir sjóstangveiðimenn fari að
streyma til Suðurnesja. Þegar
hefur eitt hótel verið opnað í
Keflavík og annað er í byggingu.
Veiðimennirnir hafa verið í fæði
í Glóðinni í Keflavík og vildu þeir
þakka Axel veitingamanni þar
stórkostlegar móttökur sem og
öðrum sem að ferðinni hafa stað-
ið. En framhaldið á þessum veið-
um ber framtíðin í skauti sér eins
og Jóhann Sigurðsson sagð': „Hér
höfum við fiskinn, hótel, veitinga-
hús, skemmtistaði, besta golfvöll
landsins, Bláa lónið og svo fram-
vegis, þar þarf bara að laða fólkið
að og vona það besta.“
Grein og myndir: Einar Falur
Ingólfsson