Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 23 Skipulag sjúkrastofnana og hjúkrunarfræðingar Landlæknisembættið hefur gefið út rit um þetta sama efni, þar sem þessum málum eru gerð mjög góð skil og bent á leiðir til úrbóta. Fundur hjúkrunarforstjóra, sem haldinn var 9.-11. maí sl., sam- þykkti tillögu, þar sem m.a. var skorað á heilbrigðisyfirvöld að gera gangskör að því að kynna hjúkrun- arnám fyrir þeim sem standa frammi fyrir vali á ævistarfi. Margt annað nytsamlegt til lausnar vand- anum var rætt á þeim fundi. Menntamálaráðherra hefur nefnt það sem eina lausn, að setja af stað nám í hjúkrunarfræði við væntan- legan háskóla á Akureyri. Svo sannarlega er það gott framlag til lausnar þessum vanda, en þá má ekki gleymast að þama á að mennta hjúkrunarfræðinga og til þess þarf vel menntaða kennara á því sviði. Þá er komið að mjög mikilvægu atriði. Það verður að fjölga stöðum fastra kennara við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Þegar svo tilfinnanlegur skortur er á einni starfsstétt eins og nú er t.þ.a. hlúa að menntunarleið þeirra. Og að lokum. Hérlendar rann- sóknir og erlendar hafa sýnt að vel menntaðir hjúkrunarfræðingar skila sér betur til starfa, að því tilskyldu að þeir fái mannsæmandi laun. Fiskvinnsluskólinn útskrifar fiskiðnaðar- menn og fisktækna FIMM fiskiðnaðarmenn og fimm fisktæknar útskrifuðust frá Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfirði 16. maí sl., en þá var jafnframt lagður hornsteinn að verknáms- húsi skólans. Fjöldi gesta var við skólaslitin og bárust margar árnaðaróskir og gjafir. Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna færði skólanum að gjöf tölvu af gerðinni IBM, system 34, ásamt fylgibúnaði. Marel hf. afhenti skólanum til eignar tölvu- og gagnaskráningarkerfí fyrir físk- vinnslu. Var þama um að ræða pökkunarvog, millivop' saltfisl— safnstöð og ýmis forrit, skjá, prent- ara og lyklaborð. Baader-þjónustan gaf hausingavél af gerðinni „IS 01“ fyrir saltfísk og skreiðarverkun, en vél þessi er íslensk, bæði hvað varðar hugvit og smíði. Tíu ára físktæknar, sem em úr hópi þeirra nemenda sem fyrst hófu nám við skólann, haustið 1971, færðu skól- anum ræðupúlt. Þessi sami árgang- ur hafði áður gefið skólanum IBM-PC-tölvu. Sölusamtök fískiðn- aðarins, SH, SÍS og SÍF, gáfu einn- ig bækur til að heiðra þá nemendur skólans sem best höfðu staðið sig Höfundur er hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarfnunkvæmdastjóri & Landakoti. eftirKatrínu Pálsdóttur Eins og heilbrigðisþjónustunni er háttað í dag er full ástæða fyrir alla að hafa áhyggjur af framtíð- inni. Við óbreytt ástand verður erfítt að veita lágmarks heilbrigðis- þjónustu hvað þá meir. Grein þessari verður skipt í þijá aðalflokka; I. Stjómskipulag sjúkrastofnana II. Skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. III. Leiðir til úrbóta. I. Stjórnskipulag’ sjúkrastofnana í stuttu máli sagt er stjómskipu- lag sjúkrahúsa hér á landi orðið úrelt og úr sér gengið. Ekki er lengur forsvaranlegt að segja að svona hafí þetta verið í mörg ár og sé þess vegna fullgott áfram. Mig langar að nefna örfá dæmi máli mínu til stuðnings. Á síðustu ámm hafa 8-10% af þjóðartekjum farið í rekstur sjúkra- stofnana. Það sýnir mikilvægi þess að gerðar séu kröfur um að stjóm- endur sjúkrastofnana hafi stjómun- amám og stjómi eftir nútíma að- ferðum. Á slíku er mikill misbrest- ur. Nútíma stjómun gerir kröfu um að stjómað sé eftir markmiðum og að þar fari fram gæðamat, sem tryggi neitandanum hámarksgæði og þeim sem greiðir fyrir þjón- ustuna öryggi fyrir því að fjármun- um hans sé ekki sólundað. Ekkert hinna þriggja stærstu sjúkrahúsa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er markmiðsstýrt. Eg vil ganga svo langt að segja að þar hafí ríkt og sé enn við lýði fmm- skógarlögmál og of mikið um skammtíma- og geðþóttaákvarðan- ir. Þá komum við að gæðamati. Það er merkilegt, að þar sem svo stór hluti þjóðartekna fer til heilbrigðis- mála, sé ekki gerð nokkur krafa til sjúkrahúsanna um gæðatryggingu. í fiskiðnaði þykir sjálfsagt að gera kröfu um gæðamat og er það vel. En á sjúkrahúsum, þar sem um heilbrigði og jafnvel líf skjólstæð- ingsins er að ræða, er sú krafa ekki fyrir hendi. Skjólstæðingurinn er sjaldnast í því ásigkomulagi að geta tryggt sér þau gæði, sem hann á rétt á samkvæmt lögum. Margt fleira gæti ég nefnt um úrelt stjórn- skipulag, en læt þetta nægja að sinni. II. Skortur á hjúkrun- arf ræðingum til starfa Hjúkrunarfræðingum hefur verið legið mjög á hálsi fyrir að hafa viljað að allt grunnnám í hjúkrunar- Katrín Pálsdóttir „I stuttu máli sagt er stjórnskipulag sjúkra- húsa hér á landi orðið úrelt og úr sér gengið. Ekki er lengur forsvar- anlegt að segja að svona hafi þetta verið í mörg ár og sé þess vegna fullgott áfram.“ fræði færi á háskólastig og þar af leiðandi gert vandann meiri. Ég vil vísa því alfarið á bug. í fyrsta lagi væri það léleg stétt, sem ekki berðist fyrir því námi, sem hún teldi best tryggja gæði þeirrar þjónustu, sem henni er ætlað að veita þjóðfélagsþegnum. Starf og ábyrgðarsvið hjúkrunarfræðinga hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Kemur þar margt til, sem dæmi má nefna, að þeir sem koma inn á sjúkrahúsin núna eru yfírleitt með flóknari og alvarlegri vandamál heldur en áður var. Er það m.a. vegna þeirrar þjónustu sem býðst fyrir utan sjúkrahúsin. Vísindunum hefur fleygt mjög fram síðustu ár, sem leiðir til þess að fólk lifir leng- ur, sem krefst markvissrar hjúkrun- ar. Almenningur, sem leitar til heilsugæslustöðvanna, er miklu betur upplýstur en áður var og kallar það að sjálfsögðu á betur menntað starfsfólk. Alþjóða heil- brigðisstofnunin, sem ísland er aðili að, hefur samþykkt að stefna að „Heilbrigði öllum til handa árið 2000“. Til þess að géta unnið að þessu markmiði verðum við að hafa vel menntað starfsfólk innan heil- brigðisstéttanna. Svo sannarlega eigum við það og við gætum náð mjög langt með góðri samvinnu og sameiginlegu átaki. í öðru lagi hafa hjúkrunarfræð- ingar margoft farið fram á það við yfirvöld að gerð yrði áætlun um þá þörf, sem yrði fyrir hjúkrunarfræð- ingana í komandi framtíð. Yfirvöld- um hlýtur að hafa verið ljóst að manna þarf allar þær stofnanir, sem hafa verið byggðar á síðustu árum. Það hlýtur að vera á ábyrgð stjóm- valda að hugsa fyrir því, en ekki fagfélaga. III. Leiðir til úrbóta Yfirvöld sem stýra skattpening- um almennings verða að gera kröfu um að þar sé beitt nútíma stjómar- háttum. Gerð verði langtíma mark- mið í stað skammtíma. Með því geta þeir tryggt að fjármunum sé eytt skynsamlega og að gæði séu tryggð. Hjúkmnarfræðingar hafa bmgð- ist á mjög ábyrgan hátt við vandan- um, um skort á hjúkmnarfræðing- um til starfa. Á ráðstefnu sem haldin var á vegum hjúkmnarfræð- inga 7. febrúar sl. var fjallað um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Eftir þá ráðstefnu sömdu félögin greinargerð, sem skipt er í þijá kafla. Þeir em: I. Aðgerðir til að auka vinnu- framlag hjúkmnarfræðinga. Þar var bent á þtjú atriði til þess: 1. Veruleg hækkun fastra launa. 2. Sveigjanlegt vaktafyrir- komulag. 3. Aukinn fjöldi dagvistarrýma. II. Aðgerðir sem stuðla að betri nýtingu á störfum hjúkmnarfræð- inga. Þar var bent á að: 1. Yfirstjóm hjúkmnar á hverri stofnun hafi ákveðið ráðstöf- unarfé. 2. Auka starfsánægju hjúkr- unarfræðinga. 3. Bæta vinnuskilyrði hjúkr- unarfræðinga. III. Aðgerðir til að fjölga hjúkmn- arfræðingum. Þar var bent á mörg nytsamleg atriði og verður komið að nokkmm þeirra síðar. Pað er alveg sama eftir hverju þú sækist í sumarleyfinu - þú finnur það allt í Róm: Gott veður, frábæran mat, æðislega flott föt, glæsilegar byggingar, fornminjar, fjörugt næturlíf, fjölskrúðugt götulíf, stórkostleg söfn og skemmtilegt fólk við hvert fótmál. Svo er líka örstutt á úrvals baðströnd. Vikcin á 1. jhkks hóteli knstar adeinsjrá kr 30.930.-á mann Brottfarir eru alla mánudaga og föstudaga. Flogið er samdægurs til Rómar með við- komu í Luxemborg. I Róm stendur valið um fjögur frábær hótel og verð fyrir viku er frá kr. 30.930,- í tvíbýli. Innifalið erflug, gisting í 7 nætur í Róm og morgunverður. Sérstök hóþferö 20. ]úní Flogið er samdægurs i gegnum Lúxemborg til Rómar. Þartekurfararstjóri á móti hópn- um og ekur honum á Hotel Mondial, sem er mjög gott 3ja stjörnu hótel á besta stað - rómað fyrir góða þjónustu. I boði eru fjöl- breytilegar skoðunarferðir. Verð í tvíbýli er kr. 31.690,-. í einbýli kr. 36.060,-. Innifalið er flug, gisting i 7 nætur ( Róm, morgunverður og íslensk fararstjórn. Á heimleið er gist eina nótt í Luxemborg (ekki með í verði), og þar er hægt að framlengja dvölina að vild. Ríflegur barnaafsláttur. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og um- boðsmenn um land allt. FERÐOSKRIFSTOON ÚRVAL —— Ferdaskrifstofan Úrvat v/Austurvöll. Simi (91) 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.