Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Regína og Edda
Bergmann (í
stólnum): „Við fórum
7 kmí
Reykjavíkurmaraþon-
hlaupinu og erum
alltaf að keppa. Það
var mjög gaman að
þessu og núna förum
við í sund og syndum
4 km“.
Morgunblaðið/Einar Falur
Morgunblaðið/Julíus
Þær létu sig ekki vanta stúlkurnar sem tóku þátt í Fegurðarsamkeppni íslands og ungfru Alheimur
lét sitt ekki eftir liggja.
„Ánægjulegt að heimsbyggðin
skuli sameinast í hollri hreyfingu,
vináttu o g góðgerðarstarfi“
Á MEÐAL' þátttakenda i Afríku-
hlaupinu í Reykjavík á sunnudag-
inn voru stúlkurnar sem tóku
þátt í Fegurðarsamkeppni ís-
lands með Ungfrú heim í farar-
broddi.
Þær lögðu saman af stað, sungu
á leiðinni og skemmtu sér konung-
lega. Þremur þeirra fannst hraðinn
of lítill og komu á undan hinum í
mark, sem héldu hópinn alla leiðina.
Ungfrú heimur, Hólmfríður
Karlsdóttir, sagðist aldrei hafa
hlaupið í svona fjöldahlaupi, en
„þetta var ekkert erfitt og æðislega
gaman, enda skemmtilegur hópur,"
sagði Hólmfríður. Nýkjörinn feg-
urðardrottning Islands, Gígja Birg-
isdóttir, var þreytt en ánægð að
hlaupinu loknu. „Þetta var mjög
gaman, en erfitt. Ég hef aldrei
hlaupið svona langt áður, en
kannski geri ég meira af því í fram-
tíðinni," sagði Gígja. Þóra Þrastar-
dóttir, fegurðardrottning Reykja-
víkur, sagðist aldrei hafa tekið þátt
Morgunblaðið/Börkur
Magnús L. Sveinsson: „Þetta var svolítið erfitt. Ég syndi 1000 m
reglulega, en fór ekki i sund í morgun, svo það var ágæt æfing í
staðinn að hlaupa 4 km“.
í hlaupi fyrr, en væri mikið á hest-
um. „Þetta var ekki eins erfítt og
ég átti von á, og það er gaman að
geta styrkt gott málefni," sagði
Þóra. Margrét Jörgens sagði að
hlaupið hefði verið „æðislega hress-
andi og skemmtilegt, en mér fannst
það ekki erfitt, enda er ég í góðri
þjálfun." Rut Róbertsdóttir sagði
að hlaupið hefði verið meiriháttar.
„Ég hefði verið til í að hlaupa leng-
ur, því þetta var svo gaman og það
er ánægjulegt að heimsbyggðin
skuli sameinast í hollri hreyfíngu,
vináttu og góðgerðarstarfí." Kol-
brún Jenný Gunnarsdóttir hleypur
reglulega og fannst hlaupið^ekki
erfitt. „Þetta var æðislega gaman
og hressandi og hópurinn er ein-
stakur." Hlín Hólm var sama sinnis,
„Ég hef skokkað áður, en aldrei
tekið þátt í svona hlaupi, en ég er
alveg til í að gera þetta oftar." Evu
Georgsdóttur fannst hlaupið hress-
andi. „Það var gaman að sjá hvað
þátttakan var mikil, fólk á öllum
aldri. Ég er í ágætri æfíngu, enda
vön að hlaupa Tjamarhringinn."
Margrét Guðmundsdóttir hafði
gaman að hlaupinu eins og hinar
stúlkumar. „Þetta var frábær hug-
mynd og ætli þetta verði ekki til
þess að maður fari að drífa sig í
Karen _ Rut Gísladóttir; Hvann-
eyri: „Ég hef keppt mikið i fijáls-
um íþróttum og sundi, en aldrei
hlaupið í Reykjavík fyrr. Ég
lagði af stað með pabba og
mömmu og tveimur systrum mín-
um og þau hljóta að koma í mark
fljótlega. En þetta var ekkert
erfitt og bara æðislega gaman“.
skokkgallann og íþróttaskóna og
hlaupa meira.“ Kristjana Geirs-
dóttir, skemmtanastjóri í Broad-
way, hljóp með fegurðardrottning-
unum og sagði að það hefði ekkert
verið erfitt að hlaupa. „Ég finn
ekki fyrir þreytu. Eg hef aðeins
hlaupið í kringum blokkina heima,
en þetta var æðislega hressandi og
gaman að hlaupa með svona mörgu
fólki."
Afríkulilaupið
gekk mjög’ vel
um 5 milljónir króna söfnuðust
Þátttaka í Afríkuhlaupinu, sem fram fór um
allt land á sunnudaginn, var meiri en
bjartsýnustu menn þorðu að vona. Að sögn
Ingólfs Hannessonar, sem var í
framkvæmdanefnd hlaupsins, tóku um 8 til 9
þúsund manns þátt í hlaupinu í Reykjavík, á
Akureyri hlupu um 2.000 manns og 25% íbúa
á Ólafsfirði eða um 250 manns svo dæmi séu
tekin. Alls er reiknað með að milli 15 og 20
þúsund manns haf i tekið þátt í hlaupinu á
íslandi. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir,
en Ingólfur sagði að samkvæmt áætlun sem
gerð hefði verið í gær, hefðu safnast um 5
milljónir króna, en takmarkið var 3 milljónir.
Framkvæmdanefnd hlaupsins, fyrir hönd
munaðarlausu barnanna í Eþíópíu, vildi koma
á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra
hundruða sem sáu um skipulagningu
hlaupsins um allt land og til þeirra þúsunda
sem tóku þátt og studdu og styrktu hlaupið
á einn eða annan hátt og nefndin hvetur alla
að skila af sér sem fyrst. Morgunblaðið
fylgdist með hlaupinu og tók nokkra
þátttakendur tali.
Morgunblaðið/Einar Falur
Oddný Þorbergsdóttir: „Ég hef
aldrei hlaupið áður, aldrei stund-
að íþróttir, en það var mjög
gaman að taka þátt í þesu
hlaupi.“
Guðmundur Magnússon: „Ég hef
aldrei tekið þátt í svona hlaupi
fyrr, en synti lOOO m þrisvar í
viku í fyrra. Ég er ekki í góðri
æfingu núna og fór því rólega,
en ætli ég verði ekki með harð-
sperrur á morgun".