Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986
17
Atvinnuástandið
aldrei verið betra
Ibúum Reykjavíkur hefur fjölgað um
5.000 á þessu kjörtímabili
eftir Magnús L.
Sveinsson
Óhætt er að fullyrða, að atvinnu-
ástandið í Reykjavík hefur ekki um
langt árabil verið betra en tvö síð-
astliðin ár.
íbúum hefur fjölgað um 5 þúsund
í Reykjavík á þessu lqortímabili og
hafa allir fengið vinnu, auk þess
sem hundruð manna utan af landi
sækja vinnu til Reykjavíkur.
Við lok kjörtímabils stjómar
vinstri manna í Reykjavík 1982 var
atvinnuástandið mjög ótryggt og
atvinnuleysis gætti í mörgum grein-
um. Að hluta til mátti rekja það
ástand til samdráttar, sem varð á
ýmsum sviðum á þessum tfma
vegna ósamkomulags vinstri flokk-
anna í flestum málaflokkum, sem
leiddi til stöðvunar og fram-
kvæmdaleysis. Má í því sambandi,
t.d. nefna sinnuleysið og ósam-
komulagið í skipulagsmálum, sem
leiddi til lóðaskorts og mikils sam-
dráttar í byggingariðnaðinum.
Eins og menn hafa séð hafa orðið
mikil umskipti að þessu leyti á þessu
kjörtímabili. Mikil fjölgun atvinnu-
tækifæra varð í byggingariðnaði
eftir að nóg framboð varð af lóðum.
Það hefur einnig leitt til margra
nýrra atvinnutækifæra í öðrum
greinum eins og verzluh og þjón-
ustu.
Sköpun nýrra
atvinnutækifæra
Atvinnumálanefnd borgarinnar
hefur á þessu kjörtímabili lagt
áherzlu á að vinna að sköpun nýrra
atvinnutækifæra. í því sambandi
hefur sérstaklega verið horft til
rafeindaiðnaðarins, en í þeirri grein
binda menn miklar vonir við mögu-
leika á sköpun nýrra atvinnutæki-
færa.
Borgin hefur með fjárframlögum
stutt við uppbyggingu fyrirtækja í
rafeindaiðnaði. 1984 er talið að um
120 manns hafi unnið við þennan
iðnað í landinu og er gert ráð fyrir
að sú tala geti fjórfaldast á 4—5
árum.
Samstarf viö Háskóla
Islands
í því sambandi má t.d. nefna að
1983 gerðu atvinnumálanefnd
Reykjavíkur og Háskóli íslands með
sér samstarfssamning með því
markmiði að hraða eflingu háþróaðs
iðnaðar í Reykjavík og á íslandi og
efla tengsl háskólans við atvinnulíf-
ið til að nýta betur þekkingu og
starfsreynslu visindamanna og sér-
fræðinga háskólans til hagnýtra
rannsókna og nýsköpunar á sviði
vöruþróunar. Var Jón Hjaltalín
Magnússon, verkfræðingur, ráðinn
til að vinna að þessu markmiði í
Magnús L. Sveinsson
„Borgin hefur með
fjárf ramlögum stutt við
uppbygginffu fyrir-
tækja í rafeindaiðnaði.
1984 er talið að um 120
manns hafi unnið við
þennan iðnað í landinu
og er gert ráð fyrir að
sú tala geti fjórfaldast
á 4—5 árum.“
hlutastarfí, sem ráðgjafi nefndar-
innar og háskólans.
Á fúndi atvinnumálanefndarinar
15. þ.m. skilaði Jón Hjaltalín Magn-
ússon starfss'kýrslu yfír þau verk
sem unnið hefúr verið að á þessu
sviði á árunum 1983—85. Þar
kemur fram að unnið hefur verið
að Qöldamörgum verkeftium á
þessu sviði.
Enginn vafi leikur á því, að
samstarf Reykjavíkurborgar og
Háskóla íslands á grundvelli um-
rædds samnings hefur þegar borið
árangur á ýmsum sviðum.
Stofnun fyrirtækja
I marz 1985 gengust atvinnu-
málanefnd Reykjavíkur og Háskóli
íslands fyrir sameiginlegum kynn-
ingarfundi um stofnun fyrirtækja
og nýrra rekstrardeilda undir kjör-
orðum „Háskójamenntun og at-
vinnurekstur". Óhætt er að fullyrða,
að fundurinn hafí tekist afar vel.
Færri komust að en vildu og var
sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað
margt ungt fólk tók þátt í kynning-
arfundinum. Erindin sem flutt voru
voru gefín út og hafa þau verið
notuð við kennslu í Háskóla íslands
og á alls konar námskeiðum og
ráðstefnum, sem tengjast atvinnu-
lífínu á einhvem hátt.
Líftækniiðnaður
Borgin hefur einig stutt, með
fjárframlögum, rannsóknir á sviði
líftækniiðnaðar, sem miklar vonir
eru bundnar við, varðandi ný at-
vinnutækifæri í framtíðinni.
Borgarstjóm hefur samþykkt að
afhenda Háskóla íslands að gjöf
hús fyrir tiiraunaframleiðslu á sviði
líftækni- ogefnaiðnaðar, sem byggt
verður á þessu ári í landi Keldna.
Eins og að framansögðu má sjá
hefur ekki í annan tíma verið unnið
jafn skipulega að því, að skapa ný
atvinnutækifæri í Reykjavík fyrir
framtíðina.
Höfundur skipar 2. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjómarkosningar í
Reykjavík.
IJIf Gudmundsen
Ný ljóða-
bók eftir Ulf
Gudmundsen
ZEN er sagen heitir ljóðabók
eftir Ulf Guðmundsen sem Morg-
unblaðinu hefur borizt og er
nýkomin út hjá forlaginu Hrym-
faxe í Danmörku. Ulf Guðmund-
sen er blaðamaður og rithöfund-
ur. Hann hefur skrifað
ferðabækur og sent frá sér all-
margar Ijóðabækur. Fyrir ljóða-
gerð sína hefur hann hlotið
margvíslegar viðurkenningar í
Danmörku. Ljóð hans hafa mörg
verið þýdd á íslenzku og ýmis
fleiri tungumál.
I ZEN er sagen eru þijátíu ljóð.
Ort er um ógnir og styijalda, djass,
dauðann og ýmis ljóðanna em frá
framandi stöðum sem skáldið hefur
sótt heim. í tilkynningu forlagsins
segir að Ijóð Ulfs séu sum einföld
að gerð, en önnur hafí í sér súrreal-
iska ljóðrænu. Ljóð hans séu í senn
angurvær og full af glettni — þótt
hún sé á stundum kaldhæðnisleg.
H
'H''
Illlli' ,IIIW ‘III_.
Villllll' •iilill' *lllá
élinlll,,‘ -////'—^
Sjálfstæðismenn, gretðum heimsenda gíróseðla.
happdrætdsins í Valhöll er opin alla daga
Aðeins dregið úr seldum miðum.
DREGIÐ 27 MAI 1986
Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,-
3 fólksbifreiðir:
Nissan Cheriy GL 5 dyra, Corolla 1300 5 d}rra
og Suzuki Swift 5 dyra.
14 glæsilegir ferðavinningar
S JÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN