Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
Sá eini sanni
Imorgunútvarpi mánudagsins
efndu umsjónarmenn til síma-
tíma þar sem rætt var um þá
ákvörðun forráðamanna íslenska
sjónvarpsins að kaupa hér til sýn-
ingar í beinni útsendingu 29 leiki
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spymu er senn hefst í Mexíkó. Að
sjálfsögðu var Bjami Felixson
mættur, en hann virðist nánast
einvaldur á sínum heimavelli, þann-
ig skildist mér að Bjami ætti að lýsa
allri leikjasúpunni. Er slíkt á færi
eins manns? Nú, ekki er að orð-
lengja það að margir ákafir knatt-
spymuunnendur hringdu þama f
Bjama og lýstu ánægju með að ríf-
lega þremur milljónum króna hefði
verið varið til að fylla dagskrá sjón-
varps af fótbolta næsta mánuðinn
eða svo. Auðvitað eru menn kampa-
kátir með að áhugamál þeirra skuli
þannig hafa forgang í sjónvarpi til
allra landsmanna. Ágætur knatt-
spymuáhugamaður lýsti því meira
að segja yfir að hann talaði fyrir
hönd hins þögla meirihluta. Ekki
skal ég dæma í því máli enda þekki
ég ekki langanir og þrár hins þögla
meirihluta. Þó minni ég á að rétt
fyrir lok símatímans hringdi annar
ágætur maður er taldi að hinn þögli
meirihluti horfði ekkert endilega á
knattspymu lon og don, þannig
hefði komið í ljós í rannsóknum að
aðeins 7—8% áhorfenda kysu sér-
staklega að horfa á fótbolta í sjón-
varpinu. Ég býst nú við að þetta
hlutfall sé töluvert hærra þegar líð-
ur að heimsmeistarakeppninni enda
svaraði Bjami einni gagnrýnisrödd-
inni á þann veg að... þú skalt
bara horfa út um gluggann hjá
þegar leikimir fara fram og þá
sérðu hve margir verða á götunum.
Vafalaust er þetta rétt hjá þér,
Bjami, að eitthvað fækkar bílum á
götum borga og bæja þegar leikimir
hefjast í sjónvarpinu, enda eru þeir
sýndir rétt fyrir kvöldmat. En það
er svo aftur spumingin hvort bílum
fækkar á götum vegna þess að
menn límast fyrir framan skjáinn
eða snúa spaða í potti, en eins og
þú veist, Bjami, þá er ákaflega
erfitt að stýra bfl þegar menn og
konur, afsakið ég verð auðvitað að
gæta jafnréttis, eru önnum kafin
við matseld og bamastúss. Þó
kunna að finnast menn eða konur
er geta ýtt hvorutveggja til hliðar
á stórhátíðum, jafnvel þótt slíkar
hátíðir standi yfir dögum og vikum
saman.
Hlutur sjómanna
Ég hjó eftir því þama í síma-
spjallinu að sjómenn voru afskap-
lega óánægðir með hversu útsend-
ingaigeisli sjónvarpsins berst
skammt á haf út og vildi einn fækka
leikjum en nota þess í stað hluta
af þeim peningum er renna til Pósts
og síma vegna heimsmeistara-
keppninnar til að efla geislann. Hér
held ég að-sé snert á mjög mikils-
verðu máli er má ekki falla í þagnar-
djúp. Aðstaða sjómannanna okkar,
þessara hafsins hetja er færa okkur
lífsbjörg í bú, er oft á tíðum lftt
öfundsverð. Þessir menn em gjam-
an langdvölum Qarri heimili og
bömum og þeirri kviku þjóðlífsins
er við landkrabbar horfumst í augu
við dag hvem á skerminum. Ég er
viss um að sjómenn fyndu síður
fyrir þeirri einangmn er hafið býr
þeim ef forráðamenn Pósts og síma
tækju sig nú til og efldu sjónvarps-
geislann þannig að hafsins hetjur
horfðust í augu við veröldina á sama
andartaki og við landkrabbar. Sjón-
varpið okkar er nú einu sinni eign
allra landsmanna og mega starfs-
menn þess aldrei gleyma þeirri
frumskyldu að þjóna sem jafnast
öllum landsins bömum, en ekki
bara ákveðnum hagsmunaöflum
eða þiystihópum. Þetta markmið
næst helst með því að efla dreifi-
kerfíð að mun og haga dagskránni
þannig að sem flestir fái eitthvað
fyrir sinn snúð líka, sá þögli meiri-
hluti er horfír ofan í potta eða
framan í krfmug böm þá lfður að
ÓlafurM.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Fjallað verður um börn og umhverfi þeirra f þættinum í dagsins önn, sem er á
dagskrá eftir hádegi í dag.
I dagsins önn:
Um börn og umhverfi þeirra
■■■■■ Þátturinn í
"t Q 30 dagsins önn er á
1 ð “ dagskrá rásar
eitt eftir hádegið í dag og
er þar fjallað um böm og
umhverfi þeirra. Umsjón-
armenn em þær Anna G.
Magnúsdóttir og Lilja
Guðmundsdóttir. Þær
munu fá til viðræðu við sig
þau Gyðu Sigvaldadóttur
fóstru og Grétar Marínós-
son sálfræðing, sem ætla
að svara m.a. spumingum
um það hvort sjónvarpið
sé góð bamfóstra, hvort
böm skjmji sjónvarpsefni á
annan hátt en fullorðnir og
hvaða áhrif mikil sjón-
varpsnotkun geti haft á
hegðun þeirra. Ennfremur
flytur Hrafnhildur Ragn-
arsdóttir bamasálfræðing-
ur pistil um málþroska
forskólabama og áhrif
umhverfis þar á.
Draumur og veruleiki:
Hlutverk konunnar
í hjónabandinu
HBBBi Draumur og
QQ20 vemleiki, annar
Lí£í~~ þáttur af fjórum
um konur og bókmenntir,
er á dagskrá rásar eitt í
kvöld. Þátturinn er í umsjá
þeirra Þórannar Sigurð-
ardóttur og Hreftiu Har-
aldsdóttur. Þær ætla að Ifta
á hvemig gerð er grein
fyrir hlutverki konunnar f
hjónabandinu og skoða
skáldverk kvenna með það
í huga. Lesið verður úr
verkum Svövu Jakobsdótt-
ur, Ragnheiðar Jónsdóttur,
Mörtu Tikkanen, Þurfðar
Guðmundsdóttur og fleiri.
Lesari með þeim Þómnni
og Hrefnu er María Sigurð-
ardóttir.
Svæðisútvarp:
Framboðskynning
í Reykjavík
1 Framboðskynn-
QA 30 inK ' Reykjavík
hefst í Svæðis-
útvarpi Reykjavíkur og
nágrennis (sem útvarpar á
90,1 MHz) kl. 20.30 í
kvöld. Byijað verður á
ávörpum frambjóðenda
allra listanna og taka svo
við hringborðsumræður.
Inn í hringborðsumræðum-
ar verður fléttað innskotum
frá kosningaskrifstofum
allra listanna, rætt við fólk
sem þar er að störfum og
því gefinn kostur á að
leggja orð í belg. Að lokum
munu fulltrúar listanna
flytja ávörp hver um sig.
Kuggur — myndasaga eftir Sigrúnu Eldjárn er meðal
efnis í barnaþættinum Úr myndabókinni.
Úr myndabókinni
Úr myndabók-
1 Q 00 inni. bamaþátt-
' ur með innlendu
og erlendu efni, er á dag-
skrá sjónvarpsins í kvöld.
Meðal efiiis er Kuggur,
myndasaga eftir Sigrúnu
Eldjám. Fjallað er um
Klettagjá og Amaifyörð.
Þá em ferðir Gúlívers,
sögulok, og loks Raggi
ráðagóði og Lalli leirkera-
smiður. Umsjón þáttarins
er í höndum Agnesar Jo-
hansen.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
28. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veöurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku
8.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund bam-
anna: .I afahúsi" eftir Guð-
rúnu Helgadóttur
Steinunn Jóhannesdóttir les
(3).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Siguröur G. Tómasson
flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesiðúrforystugreinum
dagblaðanna.
10.40 Land og saga. Ragnar
Ágústsson sér um þáttinn.
11.10 Norðurlandanótur. Ólaf-
ur Þóröarson kynnir.
12.00 Dagskrá. Ttlkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn - Börn
og umhverfi þeirra
Umsjón: Anna G. Magnús-
dóttir.
14.00 Miódegissagan „Fölna
stjömur" eftir Karl Bjarnhof
Kristmann Guömundsson
þýddi. Arnhildur Jónsdóttir
les (3).
14.30 Miödegistónleikar.
á. „Wesendonk-Lieder".
Jessye Norman syngur með
Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna; Colin Davis stjórnar.
b. Forleikur að „Meistara-
söngvurunum" og Hátíð-
armars úr „Parsifal". Zoltan
Kocsis leikur á píanó.
15.16 Hvað finnst ykkur?
Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur-
eyri.)
15.46 Tilkynningar.Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
„Also sprach Zarathustra",
tónaljóð op. 30 eftir Richard
Strauss. Filharmoníusveitin
í New York leikur; Leonard
Bernstein stjórnar.
17.00 Barnaútvarpið. Meðal
efnis: „Snjór" eftir Andrés
Indriðason. Sigurlaug Jón-
asdóttir les (2). Stjórnandi:
Kristin Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulifinu - Sjáv-
arútvegur og fiskvinnsla.
Umsjón: Magnús Guð-
mundsson.
18.00 Á markaöi. Þáttur i
umsjá Bjarna Sigtryggsson-
ar.
18.15 Tónleikar.Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Frá rannsóknum há-
skólamanna. Einar Árnason
kynnir rannsóknir i stofn-
erfða- og þróunarfræöi.
20.20 Hálftíminn. Elín Kristins-
dóttir kynnir popptónlist.
20.25 „Síðdegis í þriöja þorp-
inu"
Smásaga eftir Ugga Jóns-
son. Höfundurles.
20.60 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
21.30 Þátturinn okkar
Umsjón. Pétur Eggerz og
Eria B. Skúladóttir.
Umsjónarmaður tónlistar:
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Draumurog veruleiki
Annar þáttur af fjórum um
konur og þókmenntir. Um-
sjónarmenn: Hrefna Har-
MIÐVIKUDAGUR
28. maí
10.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
12.00 Hlé
14.00 Eftirtvö
19.00 Úrmyndabókinni.
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Kuggur —
myndasaga eftir Sigrúnu
Eldjárn. Klettagjá, Amar-
fjörður, Ferðir Gúllivers —
sögulok, Raggi ráöagóði og
Lalli leirkerasmiður. Um-
sjón: Agnes Johansen.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Reykjavikurlag — Með
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR
28. maí
þinu lagi.
Fjórði þáttur.
20.60 Smellir — Mannæturn-
ar. Fine young canibals.
Umsjónarmenn: Shorri Már
Skúlason og Skúli Helgason.
21.26 Hótel
15. Árekstrar.
Bandarískur myndaflokkur í
22 þáttum.
Aöalhlutverk: James Brolin,
Connie Sellecca og Anne
Baxter.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.16 Ljós i myrkri — Bein út-
sending.
Þáttur um mannréttindamál
í tilefni þess að 25 ár eru
liöin frá stofnun mannrétt-
indasamtakanna Amnesty
Intemational. [ þættinum
kemurfram fjöldi listmanna.
Umsjón: Ögmundur Jónas-
son og Jón Gústafsson.
Stjórn útsendingar: Björn
Emilsson.
23.25 Fréttir í dagskrárlok.
aldsdóttir og Þórunn Sigurö-
ardóttir. Lesari með þeim:
Maria Sigurðardóttir.
23.00 Á óperusviðinu. Leifur
Þórarinsson kynnir óperu-
tónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
16.00 Núerlag
Gunnar Salvarsson kynnir
gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
16.00 Dægurflugur
Leopold Sveinsson kynnir
nýjustu dægurlögin.
17.00 Þræðir
Stjómandi: Andrea Jóns-
dóttir.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00og 17.00.
S VÆÐISÚTV ÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.16 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
20.30 Kosningadagskrá
Svæðisútvarps Reykjavikur
og nágrennis
Dagskrárlok óákveðin.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
22.00 Kosningadagskrá
Svæðisútvarps Akureyrar
og nágrennis
Umræðuþáttur með þátt-
töku fulltrúa listanna sem
verða í kjöri til bæjarstjórnar
á Akureyn.
Dagskrárlok óákveðin.