Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 1

Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 1
80 SIÐUR 115. tbl. 72. árg. Banda- ríkin virða Salt-II Washington. AP. BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að leggja tveimur Poseidon-kjarnorkukafbát- um í sumar til þess að upp- fylla ákvæði Salt II- samkomulagsins. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði að það færi síðan eftir þörfum bandarískra land- vama annars vegar og framferði Sovétmanna hins vegar hvort Bandarílqamenn héldu Salt II þegar fram Iiðu stundir. Speakes sagði samkomulagið gera ráð fyrir gagnkvæmni sem aldrei hefði átt sér stað. Hefðu Sovétmenn brotið hvað eftir annað ýms ákvæði þess og aðra samn- inga, sem gerðir hefðu verið um takmörkun vígbúnaðar. Útilokað væri að Bandaríkjamenn héldu einir samkomulagið, sem væri stór- gallað í ýmsum atriðum. Speakes sagði kafbátunum tveimur lagt af hagkvæmnisástæð- um. Hvor um sig er búinn 16 fjöl- odda eldflaugum. Salt II takmark- ar fjölda langdrægra Qölodda kjamaflauga við 1.200. í dag eiga Bandaríkjamenn 1.198 flaugar, en þegar kafbátunum tveimur hefur verið lagt og Trident-kafbáturinn tekinn í notkun verða þær 1.190. Iranskar þotur ráðast á orkuver __ Nikósíu. AP. ÍRANIR sögðu orrustuþotur sínar hafa valdið „stórtjóni“ er þær vörpuðu sprengjum á Dukan-orkuverið, sem er norðaustur af Sulaymaniyah í Irak í gær. Harðir bardagar hafa verið á þessum slóðum síðustu daga. íranir skýrðu frá hörðum bardög- um við Sumar og Mehran á mið- hluta víglínunnar og við Subeidat og Majnoon-eyjar í suðri. Þá sögð- ust íranir hafa fellt eða sært hundr- uði íraskra hermanna í leiftursókn á Faw-skaganum í írak á mánudag. Ennfremur sögðust íranir hafa stöðvað og skoðað 11 útlend flutn- inga- og olíuskip á Persaflóa í gær til að koma í veg fyrir hergagna- flutninga til írak. Engin hergögn hefðu fundist í skipunum og þeim verið leyft að halda för sinni áfram. Yfírvöld í _ Bagdað í írak létu yfirlýsingum írana ósvarað. STOFNAÐ1913 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins m AP/Sfnuunynd Tugþúsundir manna fögnuðu Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, i Ramat Gan, útborg Tel Aviv, í gær. Öryggisverðir áttu í erfiðleikum með að hemja mannfjöldann, sem vildi heilsa ráðherranum. Friðarviðræður í Miðausturlöndum: Thatcher vill ann- an valkost en PLO Jerúsalem. AP. TUGÞÚSUNDIR manna fögnuðu Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, í útborg Tel Aviv, Ramat Gan, í gær á lokadegi opinberrar heimsóknar hennar til ísraels. Thatcher sagði að í viðræðum við leiðtoga í ísrael hefðu komið fram ýmsar nýjar hugmyndir, sem komið gætu skrið á viðræður um frið í Miðaust- urlöndum. Lagði hún sjálf til að fundinn yrði nýr valkostur í stað PLO sem fulltrúi Palestínumanna i friðarviðræðum við ísrael. Thatcher sagðist þó ekki hafa neinar tillögur að færa Hussein Jórdaníukonungi frá ísraelum þegar Hussein kemur til Lundúna um miðjan næsta mánuð. Jafn- framt er ekki samstaða um með hvaða hætti friðarviðræður verði hafnar að nýju. ísraelar fögnuðu tillögu Thatcher um að fundinn yrði annar fulltrúi Palestínumanna en PLO, sem þeir segja vera hryðjuverkasamtök. Yfirlýsingar hennar eru taldar til marks um meiri velvild í garð ísraels í Evr- ópu. Thatcher hitti átta fulltrúa Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og hvöttu þeir hana til að fínna PLO aðild að friðarviðræðum. Thatcher ítrekaði við þá að fyrst yrði PLO að falla frá hryðjuverkum og viðurkenna ísraelsríki. Hátt í 30.000 manns voru saman komnir í miðri Ramat Gan til að fagna Thatcher er hún kom þangað í gærmorgun. Ramat Gan er vina- bær Finchley-hverfísins í Lundún- um, sem er kjördæmi Thathcer. Hún gekk á meðal mannfjöldans og heilsaði fólkinu með handa- bandi. Öryggisvörðum tókst naum- ast að halda fólkinu í skeíjum er það braust fagnandi fram og reyndi að komast í tæri við Thatch- er. Reglur um vegabréfaskoð- un valda spennu í Berlín AUSTUR-ÞJÓÐ VERJ AR sögðu í gær að nýjar reglur um vega- bréfaskoðun á mörkum Austur- og Vestur-Berlinar hefðu verið settar til að hindra hryðju- verkastarfsemi. Reglurnar hafa valdið spennu og gremju meðal Vesturveldanna, sem aðild eiga að Berlínarsam- komulaginu, en visað var á bug orðrómi þess efnis að þau hyggðust slíta stjómmálasam- bandi við A-Þýzkaland. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands sögðu nýju reglumar stangast á við sam- komulagið um stöðu Berlínar. Þær gera ráð fyrir að sendifulltrú- ar erlendra ríkja sýni vegabréf er þeir fara úr einum borgarhluta í annan. Ekki hefur reynt enn á þetta gagnvart bandarískum, brezkum og frönskum sendifull- trúum, en röðin kemur brátt, að þeim, að sögn heimildamanna í A-Berlín. Hafnar voru í gær samningaviðræður við Sovétríkin vegna málsins, sem er afar við- kvæmt. Reglumar gengu í gildi á mánudag og var þá dönskum, ít- ölskum og vestur-þýzkum sendi- fulltrúum í A-Berlín snúið til baka er þeir hugðust fara til V-Berlínar án þess að sýna vegabréf. Ákveðið hefíir verið að mál þetta verði tekið fyrir á fundi utanríkisráð- herra NATO-ríkja í Halifax í Kanada. Reynt verður að ná samkomulagi um sameiginleg viðbrögð. Bandarískir ráðamenn hafa sagst gmna að hryðjuverkamenn, sem aðsetur hefðu haft í A-Berlín, hefðu staðið á bak við tvö sprengjutilræði í V-Berlín. Eftir- litsleysi á landamærunum hefði gert þeim kleift að fremja ódæðin. Austur-Þjóðveijar segjast vera að koma á móts við gagnrýni og Sovétmenn segjast gáttaðir á þvf fjaðrafoki, sem nýju reglumar hafi valdið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.