Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Raufarhafnarbúar vilja ráða sér sjálfir eftir Halldór Blöndal Hver staður á sína sögu. Hér á landi hafa atvinnuhættir verið ein- hæfir og sjávarplássin hvert öðru lík að uppbyggingu og eðli, hér um bil öll. Nokkur hafa sérstöðu og þar þekki ég best til Raufarhafnar. Fram undir 1970 var hún dæmigert sildarpláss og flestar stöðvamar í eigu aðkomumanna. Tilraun var gerð til að reka þar sjálfstætt kaupfélag á „félagslegum grunni" en endaði með skelfingu. Jökull hf. reis upp úr rústunum með rekstri frystihúss og alhliða fiskverkun, sem hefur að mestu leyti byggst á afla togarans Rauðanúps síðan 1973. Verkamenn og -konur lögðu sinn skerf fram til uppbyggingar- innar með því að vinnulaunum var breytt í hlutafé. Nokkrir einstakl- ingar hafa barist í því að halda uppi sjálfstæðum rekstri. Baráttan hefur m.ö.o. snúist um það, að heimamenn næðu tökum á atvinnu- byggingunni, þó svo að Síldarverk- smiður ríkisins hafi áfram verið annar helsti burðarásinn í atvinnu- lífinu. Uppbyg'gingin var erfið Frystihús Jökuls var byggt af vanefiium. Þegar áætlun var gerð um samræmt átak um uppbyggingu frystihúsa á síðasta áratug vorum við sjálfstæðismenn þeirrar skoðun- ar, að Raufarhöfn ætti að vera inni í þeirri mynd. Aðrir réðu ferðinni og því fór sem fór. Afleiðingin varð sú, að brátt seig á ógæfuhliðina hjá Jökli og þekkja Raufarhafnar- búar þá sögu. Ég tek ekki undir áfellisdóm Framsóknarfélags Rauf- arhafnar og sér í lagi Gunnars Hilmarssonar sveitarstjóra yfir þeim Bimi Hólmsteinssyni, Karli Ágústssyni og Ólafi Kjartanssyni í því sambandi. Allir þessir menn vildu vinna Jökli og Raufarhöfn vel, en þeir trúðu því, að þeim tækist að styrkja Ijárhagslegan grundvöll Jökuls með því að nýta út úr þeirri fjárfestingu, sem fyrir var, áður en ráðist yrði í nýja. Ekki má heldur gleyma því sem þessir menn hafa vel gert og er ástæða til að geta sérstaklega um foiystu Karls við kaup beggja skuttogar- anna, Rauðanúps og Stakfells. Hitt er rétt hjá sveitarstjóranum og Framsóknarfélagi Raufarhafnar að stundum dróst úr hömlu að verkafólk fengi laun sín greidd. Ég man ekki betur en einn alþingis- maður, Stefán Valgeirsson, hafi verið á kafi í því öllu saman. Og svo má ekki gleyma því, að físk- vinnslufyrirtæki hafa víðar en á Raufarhöfn lent í svipuðum erfíð- leikum, eins og t.d. nú SÍS-fyrir- tækin í Keflavík og á Suðureyri við SúgandaQörð. Sem betur fer skilaði Jökull umtalsverðum hagnaði á síðasta ári, sem ég vænti að gefi tilefni til að gefa út jöfnunarhlutabréf og greiða arð til hluthafa. Þessi góði árangur er sumpart að þakka ytri skilyrðum og sumpart dugnaði og þekkingu hins nýja framkvæmda- stjóra, Hólmsteins Bjömssonar. Það er Raufarhafnarbúum ánægjuefni, hve vaskur hann hefur reynst í starfi. Nýtt frystihús Nýtt frystihús er nú í byggingu á Raufarhöfn og hefur verið stofnað um það hlutafélag, en meirihlutinn er í höndum tveggja kaupfélaga, sem hafa höfuðstöðvar á Kópaskeri og Þórshöfn. Ég hef ekki farið dult með, að mér hefur fundist þetta uppgjöf. Heimamenn eiga sjálfir að ráða sínu frystihúsi og eiga ekki að þurfa að fara í næstu pláss til að spyija, hvort þeir megi gera þetta eða hitt. Slík íjarlægðarstjóm hefur hvergi gefist vel, heldur er hitt sannmæli, að sjálfs er höndin hollust. Þetta mál var sótt af óskilj- anlegu kappi en lítilli forsjá. Fram- haldið hefiir orðið eftir því. Bygg- ingunni lýkur naumast fyrr en á næsta ári og allt hefur orðið dýrara en sagt var í upphafí. Auðvitað Ilalldór Blöndal „Sem betur fer skilaði Jökull umtalsverðum hagnaði á síðasta ári, sem ég vænti að gefi tilefni til að gefa út jöfnunarhlutabréf og greiða arð til hluthafa. Þessi góði árangur er sumpart að þakka ytri skilyrðum og sumpart dugnaði og þekkingu hins nýja framkvæmda- stjóra, Hólmsteins Björnssonar. Það er Raufarhafnarbúum ánægjuefni, hve vaskur hann hefur reynst í starfi.“ vegna þess að ekki var leitað hag- kvæmustu tilboða eins og hvarvetna er gert, þar sem menn fara með eigið fé en ekki annarra. Slík óráð- sía er afsökuð með því að kalla hana „félagslega framkvæmd", en bitnar að sjálfsögðu á byggðarlag- inu ef til lengri tíma litið og íbúum þess. Það hittist svo á, að stjóm Byggðasjóðs sat á fundi þegar frétt- ist um bmna frystihússins. Að mínu frumkvæði lögðu forstjórar þá þegar fram tillögu um að leggja til hliðar fé vegna byggingar nýs frystihúss á Raufarhöfn og kann ég ekki annað dæmi þess, að Byggða- sjóður hafi þannig riðið á vaðið á undan Fiskveiðasjóði og viðskipta- banka. Þetta fé hefur síðan verið til reiðu, þegar á hefur þurft að halda, en það sýnir ókunnugleika Gunnars Hilmarssonar sveitarstjóra á þessum málum, að hann hefiir í Raufarhafnartíðindum haldið hinu gagnstæða fram. Það má auðvitað segja að það sé óþarfa meinleysi hjá framkvæmdastjóra Byggða- stofnunar að svara ekki slíkum ósannindum, en fyrir Gunnari vakir ugglaust að stækka sig eitthvað svolítið í augum Raufarhafnarbúa og veitir sennilega ekki af. Það hefur líka legið fyrir, að ég var frá upphafi andvígur sölu Jök- ulseigna og vildi beita mér fyrir því, að Byggðasjóður legði fram hlutafé til byggingar frystihússins. Fyrir þessu var meirihluti í stjóm- inni, þar sem vomm við þrír fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Bjömsson útgerðarmaðu, fulltrúi Alþýðuflokks. Ég er enn sömu skoðunar og skyldi ekki standa á mér að leggja því lið, að Jökull gengi inn í hlutafjárloforð kaup- félaganna, enda liggur fyrir að annað þeirra, Kaupféíag Norður- Þingeyinga, er ekkí aflögufært eins og atvinnuástandið á Kópaskeri sýpir, en ég veit ekki hvar kaup- félagið hefur skyldur ef ekki þar. Hafnarfr amkvæmdir Miklar hafnarframkvæmdir em óhjákvæmilegar á Raufarhöfn eins og annars staðar í kjördæminu og raunar á landinu öllu. Sú niðurstað- an við afgreiðslu ijárlaga, að þessi liður var skorinn mjög niður og var það fullt samkomulag milli stjórar- flokkanna. Það hefur líka legið fyrir, að engar aukafjárveitingar verða veittar til hafnarfram- kvæmda á þessu ári. Þetta er öllum stjómarþingmönnum kunnugt. Með þetta í huga kom auðvitað ekki til greina, að við Bjöm Dag- bjartsson skrifuðum undir beiðni um aukafjárveitingu til hafnar- framkvæmda í Raufarhöfn. Við höfum gengið úr skugga um það áður, að slíkri beiðni yrði neitað, og það vissu þeir jafnvel Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðundur Bjamason. Með því að skrifa undir beiðnina vom þeir þess vegna ekki að leggja málinu lið, heldur gekk þeim annað til. Það er nauðsynlegt að fram komi, að Gunnar Hilmarsson sveit- arstjóri hefur hvorki rætt við mig um höfnina né neitt annað, sem Raufarhöfn varðar, nú á þessum vetri eða vori. Þannig em hans vinnubrögð. Það liggur vitaskuld fyrir, að dýpkun innsiglingarinnar er orðin mjög biýn og viðlegukantur við frystihúsið. Allt kemur þetta til athugunar, en á þessarí stundu liggur ekki fyrir, hversu miklu fé verður varið til hafnarframkvæmda á næsta ári. Ég get þó fullyrt, að þar verði um magnaukningu að ræða. Hlutdeild í síldarverksmiðjunni Síldarverksmiðjur i-fkisins em mikið fyrirtæki og ég hef þá trú að þeim hafi verið vel stjómað. Sérstaklega hefur mér skilist að vel hafi verið að verki staðið á Raufar- höfn. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að tími sé til þess kominn að brjóta fyrirtækið upp, þannig að heimaað- ilar hafí eitthvað um rekstur þess að segja á hvetjum stað. Ég vil því mjög gjama beita mér fyrir því, að leið verði til þess fundin, að Raufarhafnarbúar og útgerð- menn geti orðið eignaraðilar að verksmiðjunni á staðnum. Þetta er orðið langt mál, en þó aðeins stiklað á stóm. Ég taldi óhjá- kvæmilegt, að þessi sjónarmið kæmu fram, þar sem þau hafa verið afflutt og rangtúlkuð ótæpilega. Menn þurfa þá ekki lengur að vera í vafa um, hver mín afstaða er og hefur verið til atvinnumála á Rauf- arhöfri. Höfundur er alþingismaður Sjálf- rstæðisflokksins fyrir Norður- iandskjördæmi eystra. Skárri eru það nú efndimar eftir Kristínu Ólafsdóttur Sjálfstæðismenn í borgarstjóm beija sér á bijóst og segjast hafa efnt öll sín kosningaloforð, og gott betur. Þessi fullyrðing verður harla kyndug þegar rykið er dustað af plöggunum frá 1982. Á vinnustaða- fundi í Sjálfsbjargarhúsinu í síðustu viku vom t.d. Iesin upp ioforðin 10, sem sjálfstæðismenn gáfu um úr- bætur í málefnum fatlaðra. Fólk kannaðist ekki við efndimar. Ekki einu sinni inntak fyrsta og síðasta loforðsins, um víðtækt samstarf við samtök fatlaðra, á sér stoð í raun- vemleika kjörtímabilsins. Þar blasir við mikil afturför frá ámnum þar á undan. Heilsugæslan í höfn Annað kosningaloforð var um heilsugæslu. Sjálfstæðismenn ætl- uðu að koma á heilsugæslukerfi í Reykjavík og opna eina heilsu- gæslustöð á ári á kjörtímabilinu. Loforðið um að heilsugæslukerfi tæki við af heimilislæknaþjón- ustunni var reyndar ekki annað en fyrirheit um að sigla í höfn nær fullunnu verki. Vorið 1982 lá fyrir samkomulag Reylg'avíkurborgar, ríkisins og lækna um kerfisbreyt- inguna. Nú fjórum ámm síðar, hefur breytingin ekki átt sér stað. Það kom nefnilega í ljós, fljótlega eftir kosningar, að Davíð Oddsson var ekki ákafur fylgjandi heilsu- gæslunnar. Og þá máttu aðrir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins síns lítils, meira að segja þeir sem í krafti fagmennskunnar höfðu sann- fært kjósendur um kosti breyting- anna. Efasemdir höfðu læðst inn í koll borgarstjórans, þennan koll, sem annars er sagður hafa allt á hreinu ævinlega. Líklega passaði heilsugæsla ekki Reykvíkingum þótt landsbyggðin kynni að meta hana og landslög segðu til um slíkt. Davíð var farinn að hugsa öðmvísi en sjálfstæðismenn höfðu talað fyrir kosningar. Árleg frestun Og nú byijaði frestunarballið í borgarstjóm og heilbrigðisráði. í október 1982 samþykkir heilbrigð- isráð að koma kerfinu á og undir- búningur fjárhagsáætlunar fyrir 1983 er við það miðaður. En 3. janúar 1983 samþykkir meirihluti þess sama ráðs að fresta breyting- unni um heilt ár. 1. janúar 1984 skyldi hún eiga sér stað. Líður nú árið áttatíu og þijú, og stuttu fyrir áramót flytur borgar- stjóri ræðu við framlagningu fjár- hagsáætlunar. Em nú efasemdir lögfræðingsins orðnar stórar um að fólkið í heilbrigðisgeiranum sé að feta rétta stigu. Og frestunar- sagan endurtekur sig og hefur gert árvisst síðan. Er þetta allt hið hlá- legasta mál, ekki síst í ljósi þess að Alþingi hefur orðið að spila með og framlengja trekk í trekk undan- þáguákvæði heilbrigðislaga sem núverandi fyrirkomulag í Reykjavík starfar eftir. Þrátt fyrir harða bar- áttu Öddu Bám Sigfúsdóttur og fleiri fulltrúa minnihlutans við Kristín Óiafsdóttir. duttlunga borgarstjóra, hefur þessu málefni Reykvíkinga heldur miðað aftur á bak en fram á við frá kosn- ingum 1982. Ein stöð á ári Og hvað þá með heilsugæslu- stöðvamar flérar sem áttu að rísa á kjörtímabilinu? Sjálfstæðismenn fullyrða að þær séu svo sannarlega dæmi um vel efnd kosningaloforð. Uppi í Breiðholti er stærðar hola. Hún er við hliðina á Gerðubergi, en þar átti einmitt fyrsta heilsu- „Ég læt þessari sorgar- sögn um heilsugæslu í Reykjavik hér með lok- ið. Mönnum er að verða æ ljósara mikilvægi heilsugæslu og fyrir- byggjandi starfa heil- brigðisstéttanna. I umfjöllun ríkisfjölmiðl- anna síðustu daga hafa læknar lýst áhyggjum sínum yfir ástandi þess- ara mála í höfuðborg- inni. Vonandi verður heilsa Reykvíkinga ekki áfram látin gjalda fyrir trúarkreddu fijálshyggjupostul- anna.“ gæslustöðin að rísa, samkvæmt frá- genginni forgangsröðun. í mars 1985 var borgarstjóri á hverfafundi með Breiðhyltingum. Hann lýsti því yfir að framkvæmdir við heilsu- gæslustöðina yrðu settar í gang þá um sumarið, enda hafði framfarafé- lagið staðið í undirskriftasöfnunum og öðrum þrýstingi, meðal annars knúið á Alþingi um fjárveitingu. Ekki varð vart framkvæmda sumar- ið 86, en í fyrstu snjóum urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.