Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
41
Þúsund blóm blómstri
eftir Bryndísi Schram
Flestir vita núorðið að aðalmál
Alþýðuflokksins þessar borgar-
stjómarkosningar eru kaup/leigu-
íbúðir handa launafólki og þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða.
Nú þegar líður að lokum kosn-
ingabaráttunnar og flestir játa að
A-listanum vex óðum fylgi, er óm-
aksins vert að kynna ýmis önnur
stefnumál okkar jafnaðarmanna.
Sannleikurinn er sá að stefnu-
skráin er full af nýstárlegum hug-
myndum, sem vert er að gefa gaum
og taka afstöðu til. Þessar hug-
myndir eru nýstárlegar fyrst og
fremst vegna þess, að borgarstjóm
Reykjavíkur virðist ekki vera ýkja
hugkvæm. Borgarstjómaríhaldinu
virðist eitthvað annað betur gefíð
en að koma auga á það smáa og
fagra í tilverunni, sem gefur lífínu
gildi.
Lftum á nokkrar hugmyndir:
• Atvinnumál
Við viljum
að borgin komi á fót þróunar-
sjóði, sem kaupi hlut { nýjum
fyrirtækjum, og selji síðan,
þegar þeim vex fiskur um
hrygg,
að borgin starfræki upplýsinga-
og ráðgjafarþjónustu fyrir
smá og meðalstór fyrirtæki,
að komið verði á fót sérstökum
iðnaðarsvæðum fyrir nýjar
iðngreinar og leitað lagabreyt-
inga til þess að efla nýjar iðn-
greinar með „fríiðnaðarkjör-
um“,
að aðbúnaður fyrir ráðstefnu-
hald í borginni verði bættur,
sem liður í aukinni ferða-
mannaþjónustu,
að boigin beiti sér fyrir því að
Reykjavík verði aðsetur al-
þjóðastofnana.
íslendingar hreyfðu fyrstir tillög-
um um eftirlitsstofnun 'með lax-
veiðum á N-Atlantshafí. Stofnunin
var sett upp í Edinborg á Skotlandi,
en væri betur komin í Reykjavík.
Bryndís Schram
„Sannleikurinn er sá að
stefnuskráin er full af
nýstárlegum hugmynd-
um, sem vert er að gefa
gaum og taka afstöðu
til. Þessar hugmyndir
eru nýstárlegar fyrst
og fremst vegna þess,
að borgarstjórn
Reykjavíkur virðist
ekki vera ýkja hug-
kvæm.“
Hvemig væri að borgin reyndi
að fá tii sín þá stofnun, sem setja
á upp skv. hafréttarsáttmálanum
til þess að hafa eftirlit með nýtingu
auðlinda á hafsbotninum?
• Jafnréttismál
— Dagvistarmál
Við viljum
að ráðnar verði fleiri konur í
stjórnunarstörf hjá Reykjavík-
urborg,
að sem jöfnust tala karla og kvenna
sitji í nefndum, stjómum og
ráðum borgarinnar.
í samræmi við þetta er auðvitað
fulltjafnræði með konum ogkörlum
á A-listanum, þótt konur séu að vísu
fjölmennari í efstu sætum.
Við höfum sett fram nýjar hug-
myndir um dagvistarmál, sem
fleiri taka nú undir. Við viljum
að foreldrar geti valið um aðstöðu
fyrir böm á dagvistarheimili eða
greiðslu sem samsvarar rekstr-
arkostnaði við dagvistar-
pláss, ef foreidrar kjósa það
heldur,
að borgin styðji rekstur dagvistar-
stofnana á vegum fyrir-
tækja, í tengslum við vinnu-
staði, enda verði kröfum borg-
arinnar um uppeldishlutverk og
starfsmannahald fullnægt,
að gerð verði tilraun með rekstur
dagvistarstofnunar í tengslum
við dvalarheimili aldraðra,
svo að öldruðum, sem þess óska,
gefist kostur á að nýta reynslu
sína af uppeldismálum.
Hvemig lízt þér á þetta?
• Skóla-og
fræðslumál
Við viljum
að gefinn verði kostur á skólamál-
tíðum $ grunnskólum,
að fullorðinsfræðsla verði efld
verulega og þess gætt að
námsgjöldum vegna fullorðins-
fræðslu verði stillt í hóf,
að skólamir verði betur nýttir til
framhalds- og endurmenntunar
fullorðinna og starfsemi öld-
ungadeilda og námsflokka
Reykjavíkur njóti meiri stuðn-
ings en hingað til,
að borgin beiti sér fyrir öflun
fræðsluefnis á myndböndum
til útlána á borgarbókasafni og,
með notkun sjónvarps,
að borgin komi upp kerfi til dreif-
ingar á sjónvarpsefni, þ.á m.
á fræðslu- og menningarefni,
að endurmenntun og starfsþjálf-
un fatlaðra verði efld.
# Skipulag —
umhverfi
Hefurðu vitað það betra?
Við kratar lýsum yfir afdráttar-
lausum stuðningi við tillögu
framsóknarmanna um nýjan mið-
bæjarkjama í Suður-Mjódd í Breið-
holti. Þetta gerum við auðvitað af
því að við meinum það. Svo munum
við auðvitað taka upp þessa till.,
þótt Framsókn falli út úr borgar-
stjóm.
En við viljum líka
að gerðar verði tilraunir með yfir-
byggingu verzlunar- og
göngugatna,
að umhverfi Tjamarinnar verði
fegrað og Tjömin hreinsuð og
dýpkuð,
að Hljómskálagarðurinn verði
stækkaður út í Vatnsmýrina, án
þess þó að tortíma því fiiglalifi,
sem þar er á summm. í garðin-
um viljum við koma upp húsi
með glerklæðningu og upp-
hitun, gróðri og veitinga-
sölu, sem drægi að borgarbúa
og ferðamenn.
Á stefnuskrá okkar er að finna
aragrúa annarra nýstárlegra og
skemmtilegra hugmynda, sem flest-
ar hverjar kosta ekki mikil útgjöld
í framkvæmd. Það er bara að láta
sérdettaþaðíhug.
Kynntu þér þessar tillögur betur.
En mundu: Kaup/leigufbúðim-
ar og nýjar leiðir til að fjár-
magna þjónustuíbúðir aldraðra
— það eru eftir sem áður aðal-
málin. Þau ein verðskulda stuðn-
ing þinn, þótt ekki komi annað
til. — Bryndís.
Höfundur skipar 2. sæti á fram-
boðslista AJþýðuflokks við borgar-
stjómarkosningar i Reykjavík.
Átakanlegt „átak
í heilsugæslu“
eftir Halldór Jónsson
Fyrir þann sem fylgst hefur með
framkvæmdum í heilsugæslu í
Reykjavík á síðustu 4 árum er það
sérkennilegt reynsla að sjá og heyra
sjálfstæðismenn stæra sig af því
hvemig staðið hefur verið að þess-
um málum.
Fyrir kosningamar 1982 var því
lofað af sjálfstæðismönnum að ef
þeir kæmust til valda yrði sett á
laggimar ein heilsugæslustöð á ári,
eins og það var kallað. Þetta kosn-
ingaloforð var ekki á auglýstum
verkefnalista borgarstjóra eftir
kosningar og virðist að mestu hafa
gleymst þar til nú fyrir kosningar.
Nú er talað um „átak í heilsu-
gæslu". í stuttu máli má segja að
efndimar hafa verið það sem hér
fer á eftir og er þá vísað til upptaln-
ingar sjálfstæðismanna sjálfra:
1. Heilsugæslustöð Miðbæjar var
opnuð 1983 { húsnæði Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur, í
næsta húsi við stærstu lækna-
stöð landsins. Þar starfar einn
læknir.
2. Grafín hefur verið gryfja í Breið-
holti III þar sem rísa á heilsu-
gæslustöð í framtíðinni.
3. Fengið var inni í heilsugæslustöð
í nágrannabyggðarlaginu Sel-
tjamamesi fyrir hluta af íbúum
vesturbæjar.
4. Gerður var samningur og undir-
ritaður fyrir nokkmm dögum við
Heilsugæsluna í Álftamýri 5 um
heilsuvemd og heimahjúkmn
fyrir Háaleitis- og Laugames-
„Átaks er þörf í heilsu-
gæslumálum Reykvík-
inga. Það vita allir, ekki
síst þeir sem hafa fylgst
með fréttatíma útvarps
síðustu daga.“
hverfi. Hann er til 7 mánaða og
eðlilega miðaður við byijunar-
rekstur. Það er því rangt að
halda því fram að það sé tiyggt
að íbúar í viðkomandi hverfum
geti notið þessarar þjónustu,
þótt svo verði vonandi í framtíð-
inni. Sem einn af aðstandendum
þessa samnings get ég upplýst
að fmmkvæði að honum var
ekki á neinn hátt í höndum
borgarinnar.
5. Tilbúin er til notkunar í fyrrver-
andi dæluhúsi Hitaveitunnar,
Heilsugæslustöð við Drápuhlíð
sem þjóna á hluta af Hlíðar-
hverfi. Sú stöð mun taka til
starfa á næsta kjörtímabili. Svo
mjög 14 á að opna stöðina fyrir
kosningar að yfírlæknir hennar
var skipaður án auglýsingar og
er það einsdæmi. Rétt er að taka
fram að þar er á ferðinni hinn
hæfasti maður.
Átaks er þörf í heilsugæslumál-
um Reykvíkinga. Það vita allir,
ekki síst þeir sem hafa fylgst með
fréttatíma útvarps siðustu daga.
Fyrst og fremst þarf að tryggja
uPPbyggingu heilsugæslustöðva í
hinum stóm úthverfum borgarinn-
ar.
Heilsugæslan við Álftamýri var
reist á 9 mánuðum. Sú skoðun hefur
komið fram að þar sé nú besta
aðstaðan fyrir heilsugæslustöð í
Reykjavík. Það er hægt að gera
átak í þessum málum á stuttum
tíma ef vilji er fyrir hendi. Reynslan
sýnir að það nægir ekki að sjálf-
stæðismenn fari með meiri hluta í
borgarstjóm og að Sjálfstæðis-
flokkurinn fari með heilbrigðismál
í ríkisstjóminni til þess að slíkt átak
sé gert.
Höfundur er starfandi heimilis-
læknir við Heilsugæsluna í Álfta-
mýri ogskipar 5. sæti á framboðs-
lista AJþýðuflokksins við borgar-
stjómarkosningar i Reykja vík.
Sauðárkrókur:
Alvarlegar horfur í atvinnumálum
VEGNA þess ástands, sem er að
skapast í atvinnumálum fisk-
vinnslufólks og skólafólks á
Sauðárkróki, hafa stjórnir Vmf.
Fram og Vkf. Öldunnar gert
eftirfarandi ályktun:
Hér á Sauðárkróki hafa skapast
alvarlegar horfur í atvinnumálum
nú næstu vikur og mánuði, sérstak-
lega að því er snýr að fiskvinnslu-
fólki, unglingum og öðm skólafólki.
Fyrirsjánlegt er, að vegna breytinga
á Drangey SKl og alvarlegrar vél-
arbilunar í Skafta KS3 er ólíklegt
að þessir togarar komi með fisk til
vinnslu fyrr en eftir 20. júlí nk.
Skafti muni þó komast í gagnið
eitthvað fyrr eftir nýjustu upplýs-
íngum.
Er því ekki annað að sjá en alvar-
legt atvinnuleysi fiskverkunarfólks
og unglinga verði hér a.m.k. næstu
2 mánuðina.
Stjómir Verkamannafélagsins
Fram og Verkakvennafélagsins
Öldunnar telja hér vera að skapast
svo ískyggilegt ástand, sem snertir
fjölda heimila í bænum, að einskis
megi láta ófreistað að skapa þessu
fólki vinnu. Fjölmargir unglingar
og skólafólk treystir á vinnu í fiysti-
húsum yfír sumarið og réttur þeirra
til atvinnuleysisbóta er í flestum
tilfellum enginn eða mjög takmark-
aður.
Jafnframt þvi sem félögin bjóða
fram alla sína aðstoð í þessum
efnum er skorað á Útgerðarfélag
Skagfirðinga, frystihúsin á staðn-
um, sem og bæjaryfírvöld, að vinna
að því svo sem mögulegt er, að
útvega skip í stað þessara tveggja,
eða gera aðrar þær ráðstafanir sem
duga til þess að koma í veg fyrir
það atvinnuleysi sem við blasir.
Einnig er þeirri áskomn beint til
sjvarútvegsráðherra og þingmanna
Norðurlands vestra að allt verði
gert á þeirra vettvangi til að koma
{ veg fyrir það alvarlega ástand,
sem hér er að skapast ef ekkert
verður að gert.
(Fréttatilkynning)
Rafmogns
oghand-
iyftarar
Liprir og
handhægir.
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitum fúslega
allar upplýsingar.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
71
SEGULROFAR
YFIRALAGSVARNIR
STJORNUÞRI-
HYRNINGSROFAR
TIMALIÐAR
ROFAHUS
gssðl
Hagstættverð
= HÉÐBENIN i=
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24Z60
L/V3ER-SÉRR4NTANIR-WÓNUSTA
BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI:672444
Allar stærðir fyrir allar
spennur. Festingar fyrir
DIN skinnur. 3
Gott verð. f
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
IZUMI
STÝRILIÐAR