Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLABIÐ, MIÐVTKUÐAGUR 28. MAÍ 1986 49 Minning: * Ami Jóh. Bærings- son Patreksfirði Fæddur 26. janúar 1913 Dáinn 21. maí 1986 Ámi var einn af níu börnum þeirra Jóhönnu Guðbjargar Áma- dóttur og Bærings Bjamasonar er þá bjuggu í Keflavík í Rauðasands- hreppi. Fjölskyldan fluttist svo til Örlygshafnar í sömu sveit árið 1920. Þaðan til Patreksfjarðar 1930. Jóhanna og Bæring, foreldrar Áma, vom bæði dugnaðarmann- eskjur, enda ekki aukvisum hent að búa í Keflavík í nábýli við Látra- bjargið háir flallgarðar á þijá vegu og úthafið fyrir víkurmunnanum, enda ein harðbýlasta bújörð á landinu. Bæring kynntist ég ekki. Hann var dáinn þegar ég fór að vera á Patreksfirði. Jóhönnu kynnt- ist ég hins vegar vel. Hún var ekki stór kona vexti, að öðm leyti hefði maður vel getað ímyndað sér að hún væri stigin beint út úr Látra- bjarginu sjálfu. Þvílíkur var svipur- inn og festan að fomeskju líktist. Um afrek hennar við að bjarga sér og sínum svo sem best mátti verða gengu kynngimagnaðar sögur. Það skerpir þessa mynd af móður Áma, að hún var fríð kona sýnum og mátti á gamals aldri kalla laglega, sem afkomendur hennar bera með sér. Ámi byijaði snemma að vinna. Daginn eftir ferminguna réðst hann til sjóróðra þjá Sigurbimi í Hænu- vík. Næstu fimm árin stundaði hann sjó; á vetrarvertíð í Sandgerði, á síldveiðum fyrir Norðurlandi og þilskipum frá Patreksfírði þess á milli, en þá var skútutímabilið að renna út. Árið 1932 réðst Ámi til vinnu við hið landskunna fyrirtæki Vatns- eyrarbræðra á Patreksfirði. Móður- fyrirtækið var verslunin Ó. Jóhann- esson sem gerði út tvo togara, þá rak hún beinamjölsverksmiðju, fyrsta flokks vélaverkstæði, neta- gerð og myndarlegasta frystihús á landinu. Einnig átti hún marga vömbfla sem Ami sá um ásamt því að vera bifreiðastjóri á einum þeirra lengst af. Af þessum at- hafnamönnum hreifst Ámi svo að vinátta myndaðist og hélst þar til fyrirtækið hætti rekstri. Svo sem oft má verða með slík fyrirtæki þá var gjaman dregið fram í dagsljósið það sem miður fór og blásið út. Áma þótti þetta mjög miður og sagði að minna væri eftir tekið og um rætt sem vel væri gert. Nefndi hann í því sambandi þá hefð til margra ára að fyrirtækið lét færa einstæðu og fátæku fójki í byggðarlaginu jólapakka, sem Áma og öðm starfsfólki var falið að út- búa án íhlutunar þeirra bræðra. Síðan var það hlutverk Áma að færa fólkinu pakkana á aðfanga- dagskvöldjóla. Fyrir eða um 1940 stofnaði Ámi fyrirtæki sem gerði út tvo mótor- báta. Meðeigendur hans vom for- menn bátanna, Ágúst Pétursson og Gísli Snæbjömsson, miklir myndar- og dugnaðarmenn. Ámi sá um þetta fyrirtæki þeirra félaga í landi. Það gekk fram til 1950, að þeir hættu rekstri. Eftir það gerði hann út um nokkum tíma mótorbátinn Freyju með nýjum meðeigendum, en þeir vom Siguijón bróðir hans og Ingi- mar Jóhannesson. Mun það eins- dæmi að ekki skyldu verða hags- munaárekstrar því á sama tíma var hann eins og fyrr segir fastur starfsmaður hjá Vatnseyrarbræðr- um, en slík staða hefur orðið mörg- um manninum að falli. Svona var Ámi traustur maður. Hann var síð- asti maður á launaskrá í fyrirtæki Vatnseyrarbræðra er því var slitið. Patreksfjörður var hans orrustu- völlur hvað atvinnu snerti. Þannig var hann bifreiðaeftirlitsmaður um árabil, en því starfí svo sem öllu öðm skilaði hann af þeirri sam- viskusemi sem blóð forfeðranna hafði látið honum svo ríkulega í té. Ámi fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og efaðist aldrei um ágæti þess flokks. Hann deildi hart þegar pólitík bar á góma og var í meira lagi rökfastur. Hann lifði og hrærðist í stjómmálum nú síðustu dagana og var sérlega umhugað um gott gengi Davíðs Oddssonar, boigarstjóra í Reykjavík, og taldi að af þeirri útkomu myndu lands- málin ráðast. Það var 20. nóvember 1943 sem Ámi giftist eftirlifandi eiginkonu, Jónu Jóhönnu Þórðardóttur frá Innri-Múla á Barðaströnd, systur undirritaðs, og var það sem annað heimili bræðra hennar um margra ára skeið. Þau hjón eignuðust átta böm, öll mikið myndarfólk. Nú seinni árin, eftir að Ámi missti heilsuna og hafði ekkert umleikis sjálfur, fylgdist hann með athafna- semi bama sinna og tengdabama, sem hann hafði verið ekki minni lærifaðir en faðir og heldur þar áfram hagsýni og atorka í þriðja ættlið og það svo að í sumum tilfell- um með ólíkindum er. Fyrir það sem hann fann og sá í bömum sínum lifði hann margar og stórar gleði- stundir. 17. apríl 1980 varð heimilið fyrir þeirri þungbæm sorg að elsta dótt- irin, Jóhanna Bærings, lést eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm frá fjórum bömum. Hún hafði ráð- stafað yngri bömunum þremur til fjölskyldu sinnar, vissi sem var að þar yrði kappkostað um gott atlæti og uppeldi. Eldri dóttirin sá um sig að nokkru sjálf. Hjónaband þeirra Áma og Jó- hönnu var farsælt og mat hann konu sína mikils. Ámi var af óvenju hraustu og traustu fólki kominn, eins og lýsing- in af móður hans sýnir. Hann var ekki meira en meðalmaður á hæð, en hvergi annars staðar var hægt að nota um hann meðalmennskuvið- miðunina. Líkamsburðir vom meira en í meðallagi og vitsmunir einnig. Hann stóð föstum fótum í fortíðinni og gömlum uppeldisháttum, þó var hann fljótur að tileinka sér nútíma- tækni og jafnvel nýja siði, svo lengi sem þeir vom sæmd hans samboðin og ekki slitnir úr samhengi við fomar dyggðir. Hann var í besta lagi glaðvær, prúður og í alla staði gagnmerkur maður. Ég votta eigin- konu og aðstandenum öllum dýpstu samúð. Júlíus Þórðarson Nokkur kveðjuorð til mágs míns Áma Jóhannesar Bæringssonar bfl- stjóra og útgerðarmanns á Patreks- fírði. Ámi var fæddur 26. janúar 1913, í Keflavík í Rauðasandshreppi, 5. í röð níu systkina og em fjögur þeirra dáin. Á þeim áram heijaði fátækti" sem mest á okkur íslendinga. Þes vegna vissi Ámi að lífíð var engim dans á rósum og þurfti þvf að far. með skynsemi og ráðdeild með sit eigið fé og annarra. Ámi var fulltrúi Sjálfstæðis flokksins í stjómun hreppsins un árabil. Hann vann hjá þeim sæmd armönnum Vatnseyrarbræðmm un tugi ára og virtur þar fyrir dugnai og samviskusemi. Hann rak útgerc með Ágústi Halldórssyni og Gísla Snæbjömssyni og fleiram um árabi' á Patreksfírði og tókst vel til. Á þeim ámm varð útgerðarmaðurinr að gera út án þess að geta hlaupié í það opinbera og heimtað styrk. Nú síðustu árin þegar heilsan var búin hafði hann yndi af að fylgjast með sonum sínum sem gera út bát af miklum myndarbrag. Ámi kvæntist eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Þórðardóttur og eignuðust þau 8 böm en misstu eina dóttur fyrir nokkmm ámm 35 ára gamla. Hún átti 4 böm sem fóm til afa og ömmu, nema hvað Hug- rún systir hennar tók að sér yngsta bamið. Ami var einn af þeim mönnum sem öilum vildi hjálpa ef til hans var leitað. Það segi ég af minni eigin reynslu því ég kom til þeirra hjóna sem ungur maður. Bæði reyndust mér eins og ég væri einn af þeirri Qölskyldu og fyrir það vil ég nú þegar leiðir okkar Áma skilja í bili þakka af heilum hug, því þegar hann kemur til ósýnilega landsins fær hann þakkir fyrir þann dreng- skap sem hann sýndi öllum sem hann var samvistum við á lífsleið- inni. Til marks um þann mann sem hann hafði að geyma má nefna að um árabil ók hann því fólki sem yfírgaf þetta líf á Patreksfirði síð- asta spölinn til grafar án greiðslu. Ámi var alla tíð sjálfstæðismaður og trúði á frelsi og athafnir einka- framtaksins sem hann taldi þjóðinni fyrir bestu. Að endingu bið ég góðan Guð að styrkja ástvini hans í þeirri sorg sem hefur barið að dymm hjá þeim en við lifum í minningunum um góðan dreng. Blessuð sé minninghans. Karl Þórðarson Akstur á kjördag Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða á bifreið til aksturs á kjördegi, laugardaginn 31. maí nk. Upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 frá kl. 09.00—22.00 og frá kl. 13.00—18.00 um helgar. mammmnamammmmmi Sjálfstæðisflokkurinn ■■■ indola loftræstiviftur 4 FALKINN SUCURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 4 METS0LUB0KI seldist upp á svipstundu Ný prentun kemur í vikunni Mál og menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.