Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. elntaklö.
_ ••
Enn um Olfusvatn
Allir andstöðuflokkar sjálf-
stæðismanna og
Dagblaðið-Vísir (DV) hafa sam-
einast um að gera kaupin á jörð-
inni Ölfusvatni að helsta árásar-
efni á meirihluta sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Er gerð krafa
til þess, að kjósendur hafni meiri-
hlutanum í höfuðborginni vegna
þeirrar ákvörðunar að kaupa
þetta land við suðurenda Þing-
vallavatns fyrir Hitaveitu Reykja-
víkur. Það er síður en svo eins-
dæmi, að andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýni hann
vegna kaupa á jörðum til framtíð-
arafnota fyrir Reykvíkinga.
Reynslan sýnir, að þessir gagn-
rýnendur falla jafnan á eigin
bragði; þeir reyna að nota sér
jarðakaup til að sverta einstakl-
inga í hita kosningabaráttu.
Einmitt þetta hefur gerst nú.
Strax að kosningunum loknum
munu vinstrisinnar og DV vona,
að borgarbúar gieymi Ölfusvatni
sem fyrst og þeim óhróðri, sem
ausið var vegna þess.
Eins og bent var á í Reykjavík-
urbréfí Morgunblaðsins á sunnu-
dag, fer ekki hjá því, að allir
skynsamir menn, sem kynna sér
hagsmuni Reykvíkinga og raunar
allra, sem njóta Hitaveitu Reykja-
víkur, og það verð, sem gefíð var
fyrir Ölfusvatn, hljóta að átta sig
á því, að hér er síður en svo um
óráðsíu að ræða. Hvort unnt er
að rugia menn í ríminu með því
að æsa upp í þeim öfundina, skal
ósagt látið. Til hennar hefur að
sjálfsögðu verið höfðað af þeim,
sem stjóma Þjóðviljanum og er
furðulegt að sjá, hve vinstri
flokkamir og DV voru fljót að
bíta á það agn.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson,
sem var um áratugi einn af
frammámönnum Alþýðuflokks-
ins, bendir á það í Morgunblaðs-
S-ein í gær, að kaupverðið á
lfusvatni sé svipað og ca verð
5 einbýlishúsa. Hann minnir á,
að fyrir tæpum 60 ámm hafí
samsvarandi meirihluti í Reykja-
vík keypt hluta Elliðavatns fyrir
sambærilegt verð. Þá gat borgin
komið upp eigin rafvirkjun og
eignaðist vemlegan hluta Heið-
merkur. Þá segir dr. Gunnlaugun
„Eftirminnilegasta dæmið um
afglöp minnihlutaflokkanna í
bæjarstjóm Reykjavíkur fyrr og
síðar var þegar bærinn keypti
jarðhitasvaeðið að Reykjum í
Mosfellssveit nokkm eftir 1930.
Þau kaup em eitt merkasta afrek
bæjarstjómar Reykjavíkur. Jarð-
hitasvaeðið að Reykjum hefur
verið meginundirstaða reksturs
Hitaveitu Reykjavíkur og blessun
borgarbúa. Það er sorglegt til
afspumar fyrir minnihlutaflokk-
ana og þó einkum Alþýðuflokk-
inn, sem þá var helsti minnihluta-
flokkurinn í bæjarstjóm Reykja-
víkur, hvemig þá var lagst gegn
þeim kaupum." Bendir greinar-
höfundur á, að jarðhitasvæðið að
Reykjum hafí kostað jafnvirði 4-5
einbýlishúsa.
Mikill ungæðisháttur setur
svip sinn á baráttu andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins. Hann og
ábyrgðarieysið er mest hjá kosn-
ingasveit Alþýðubandalagsins,
þótt Alþýðuflokkurinn hafí gert
sitt besta til að slá Alþýðubanda-
lagsmönnum við. Þessi bama-
skapur ræður ferðinni í Ölfus-
vatnsmálinu; andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins vilja ekki læra
af sögunni og verða því að reyna
það enn á ný, hveraig ekki á að
láta stjómast af skammsýni og
stundarhagsmunum við mat á
jarðnæði handa Reykjavík. Morg-
unblaðið gerir orð hins gamal-
reynda frammámanns Alþýðu-
flokksins að sínum: „Það er spá
mín varðandi þessi jarðakaup, að
innan örfárra ára muni hvert
mannsbam átta sig á að þessi
ráðstöfun hafí ekki aðeins verið
réttmæt heldur frábær og að þá
myndu ýmsir, sem nú fara villir
vegar, vilja geta státað af því að
hafa átt fmmkvæðið að þessum
þýðingarmiklu kaupum á jörðinni
Olfusvatni."
Samkeppni
olíufélaga
Hér hefur það verið gagnrýnt,
að olíufélögin kepptu ekki
sín á milli í sölu á bensíni og olíu.
Fundið hefur verið að þvf, að
vegna skorts á samkeppni ein-
kenndi hið sama olíufélögin og
bankana á sínum tíma, að leitast
er við að lokka viðskiptavini til
sín með glæsilegum útibúum en
ekki með því að veita þeim bætta
þjónustu við sölu á helstu söluvör-
unni.
Olís hefur reynt að feta nýjar
brautir í þjónustu við viðskipta-
vini sína. Nýlega varð dálítill
hvellur út af því, að Olfs hóf sölu
á gæðabensíni. Nú hafa keppi-
nautamir fylgt á eftir og segjast
raunar gera betur með því að
bjóða sterkt bensín, eins og það
er kallað.
Fyrir hönd viðskiptavina olíu-
félaganna fagnar Morgunblaðið
því merka skrefí, sem stigið er
með þeirri ákvörðun olfufélag-
anna að hefja innflutning á betra
bensfni; þetta gæti orðið upphaf
nýrra tíma í olíuverslun á íslandi,
ef rétt er á málum haldið.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
Eftir HALLDÓRU J. RAFNAR
Atak í holræsa-
gerð í Reykjavík
Hreinsun sjávar og fjöru við borgina verði lokið á 8 árum
MENGUN hefur verið fylgifiskur mannsins um aldaraðir.
Á síðustu árum hefurýmis konar tækni til þess að koma í
veg fyrir mengun fleygt fram jafnframt því sem áhugi
manna á hreinu umhverfi hefur vaxið. í borgarráði Reykja-
víkur var í aprílmánuði kynnt stórátak í holræsagerð, þar
sem gert er ráð fyrir að á næstu 8 árum verði fjara og
sjór við Reykjavík hreinsuð. í stað 35 útrása (holræsa), er
nú renna í sjó fram, komi 3 hreinsistöðvar og frá þeim
verði lögð plaströr langt út í sjó. Er áætlað að heildarkostn-
aður við þessa hreinsun verði 525 milljónir króna. Búið
er að bjóða út fyrsta áfangann sem tekur til holræsa við
Sætún og Skúlagötu, frá Ingólfsgarði út í Laugames og
eru framkvæmdir þar þegar hafnar.
Fyrsta holræsi í Reykjavík var skýrslu um þær haustið 1967.
lagt í Ægisgötu árið 1902, beint í
sjó fram, en um allan heim hefur
sá kostur að velja stystu leið til
sjávar yfírleitt verið hagnýttur til
þess að losna við skolp. Með vaxandi
byggð jókst óhreinkun sjávarins og
jafiiframt því sem hreinlætiskröfur
urðu meiri var farið að endurskoða
og framlengja stærstu ræsin, þann-
ig að þau næðu fram í stórstraums-
flöru. Á árunum 1956-57 var leitað
til finnskra sérfræðinga um úr-
lausnir vegna óhreinkunar sjávar-
ins, þeir lögðu m.a. til að reistar
yrðu dælu- og hreinsistöðvar innst
í Fossvogi og við Gelgjutanga og
að lagðar yrðu langar trélagnir í
sjó fram út af Eiðsgranda, Örfirisey
og Laugamesi. Þessar hugmyndir
náðu ekki fram að ganga þar sem
þær þóttu of kostnaðarsamar. Upp
úr 1960, var tekin sú stefnumark-
andi ákvörðun að lagnir skyldu vera
tvöfaldar, önnur fyrir skolp, en hin
fyrir regnvatn, þannig að vatns-
magn það er hreinsa þyrfti minnk-
aði. Fossvogsræsið var lagt um
þetta leyti, en segja má að sú fram-
kvæmd hafi gert byggðimar í Foss-
vogi, Árbæ og Breiðholti möguleg-
ar.
Umfangsmiklar straumrann-
sóknir og aðrar athuganir í Foss-
vogi og Skeijafírði hófust árið 1967,
til að kanna hvort óhætt væri að
leggja aðalholræsi út í fjörðinn, án
þess að skaða baðstaðinn í Naut-
hólsvík. Orkustofnun undir umsjón
Jónasar Elíassonar, prófessors, sá
um þessar rannsóknir og skilaði
Samið var við ráðgjafarfyrirtækið
„Isotopcentralen" í Kaupmanna-
höfn árið 1970 um samstarf við
mengunarrannsóknir í sjónum í
kring um borgarlandið vegna
ákvarðana um framtíðarlegu hol-
ræsaútrásanna frá höfuðborgar-
svæðinu. Þessar rannsóknir fóru
fram sumarið 1970 og skýrsla með
niðurstöðunum kom út síðsumars
1971. Rannsóknin sýndi ástand
sjávarins í kring um borgarlandið
og á grundvelli hennar var spáð um
ástandið árið 2000 miðað við að
engar ráðstafanir væru gerðar. (Sjá
kort.) í skýrslunni var bent á
nokkra kosti til lausnar mengunar-
vandan, sem velja mætti á milli,
eftir því hve strangar kröfur ætti
að gera. Næstu árin var unnið að
ýmsum rannsóknum og fram-
kvæmdum s.s. vegna bygginga á
Eiðsgrandasvæðinu og hreinsun við
Nauthólsvík og Elliðaárvog.
Miklar framkvæmdir
1982-1986
Eftir borgarstjómarkosningam-
ar 1982 hófust miklar framkvæmd-
ir f holræsamálum. Í júni ’82 sam-
þykkti borgaretjóm Reykjavíkur að
taka svokallað Grafarvogssvæði
undir nýbyggingar, þar sem sýnt
þótti m.a. að byggð við Rauðavatn
yrði kostnaðarsamari hvað holræsa-
gerð varðaði. Var þegar hafist
handa við skipulagningu og hönnun
hverfísins og þar sem voru móar
og melar fyrir 4 ámm er nú risin
um 1.000 íbúa byggð. Umfangs-
miklar rannsóknir vom gerðar og
flókin tölvuvinnsla unnin, er verk-
fræðistofan Vatnaskil annaðist, til
þess að hægt væri að gera sér grein
fyrir hvar bráðabirgðaútrásir út í
voginn myndu valda minnstri
mengun. Em þessar íslensku
gmndvallarrannsóknir merkilegt
framlag. Verður á þessu ári lokið
við holræsi er duga munu þremur
fyrstu byggingarsvasðunum f Graf-
arvogi og einnig gerð bráðabirgða-
útrás út af Gufuneshöfðanum, en
sfðar er reiknað með að aðalútrás
verði lögð langt í sjó fram út af
Geldinganesi. Mjög mikilvægt er
að vel verði að málum staðið á þessu
svæði, þar sem nú er áætlað að í
Eiðsvík verði starfræktar fiskeldis-
stöðvar.
Á þessu kjörtfmabili hefur einnig
verið lokið við hreinsun strandlengj-
unnar fyrir botni Elliðaárvogs.
Skolpdælustöð sem hönnuð var af
fslenskum tæknimönnum og reist á
Gelgjutanga var tekin í notkun árið
1985. Er hún fyrsta stöð sinnar
tegundar, en áður höfðu litlar dælu-
stöðvar verið byggðar í Breiðholti
og Selási. Tekur hún við skolpi frá
um 8.000 manna byggð, dælir því
upp um 9 metra og síðan rennur
það út í gegn um bráðabirgðaútrás
við Holtabakka. Áður hafði Ólafur
Guðmundsson, yfirverkfræðingur
gatna- og holræsadeildar, gert mjög
nákvæma útreikninga á því vatns-
magni, sem í gegnum stöðina fer.
Hreinsuninni lokið
á 8 árum
Áætlunin um framtíðarlausn frá-
veitumála í Reykjavík sem kynnt
var í aprílmánuði sl. gerir ráð fyrir
að á næstu 8 árum verði lokið því
verki sem nú er hafið við hreinsun
sjávar og fjöru umhverfis borgina.
Áætlunin er unnin og undirbúin af
starfsmönnum gatnamálasljóra, en
ákveðinn þáttur hinnar flóknu
tölvuúrvinnslu í samvinnu við
Tækniháskólann í Þrándheimi og
verkfræðistofu þar. Til þess að
fullur árangur náist, þurfa sveitar-
félögin í nágrenni borgarinnar einn-
ig að gera átak í þessum málum
svo komið verði í veg fyrir mengun.
Leggja á niður þær 35 útrásir sem
nú eru notaðar í Reykjavík og
tengja þess f stað saman holræsa-
kerfið í þijár meginsafnleiðslur,
sem hver og ein rennur út í gegnum
hreinsistöð. Þar verður skólpið gróf-
hreinsað, þannig að frá stöðvunum
fer aðeins vökvi, er dælt verður í
plastlögnum út á verulegt dýpi, þar
sem sjávarstraumar blanda hann
og bera burt. Nútímatækni gerir
það að verkum að auðveldara og
ódýrara er að leysa þetta verkefni
en hingað til hefur verið og er nú
áætlað að framkvæmd þessi muni
kosta 525 milljónir króna. Miklar
framfarir í hugbúnaði tölva gera
alla útreikninga nákvæmari og
______________________________________________ öruggari, plastlagnir í útrásir neð-
Þessi mynd er tekin úr flugvél 4. apríl 1985 með fjölrófsskanna. Hún sýnir mengað útstreymi frá tveim ansjávar, sem nú eru á markaðnum
holræsum við Skúlagötu.
MENGUN SJAVAR
Ástandið 1970
eru til muna ódýrari en þær lagnir
er áður var reiknað með og botn-
vinna er mun minni. Staða borgar-
sjóðs er einnig góð um þessar
mundir og horfur í efnahagsmálum
almennt betri en verið hefur um
langt skeið. Því er eðlilegt að meiri-
hluti sjálfstæðismanna f borgar-
stjóm telji að nú sé lag til fram-
kvæmda.
Árin 1986-1988 er ráðgert að
tengja holræsin frá Geirsgötu að
Laugamesi, gera 2 dælustöðvar á
leiðinni, þar sem um mjög langa
safnleiðslu er að ræða og gera út-
rás með hreinsistöð í Laugamesi.
1988-1990 á að tengja ræsin við
Ægissfðu, gera þar dælustöðvar og
útrás út í Skeijaíjörð. 1990-1991
munu ræsin við Eiðsgranda-
Ánanaust tengd, gerðar dælustöðv-
ar og útrás í Orfirisey. 1991 verður
lokið við holræsi við Sundahöfn.
1992-1993 verður lagt holræsi frá
Sundahöfn í Laugames, gerð dælu-
stöð og viðbótarhreinsibúnaði kom-
ið upp í dælustöðinni þar. Ráðgert
er að hreinsibúnaði verði komið
fyrir við útrásimar í Skeijafirði og
Orfirisey. Hér er um mjög viðamikla
framkvæmd að ræða, en biýnt er
orðið að leysa fráveitumál RÍeykja-
víkur til frambúðar og raunar höf-
uðborgarsvæðisins alls. Því er full
ástæða til að vænta þess, að yfirvöld
í nágrannasveitafélögunum fylgi í
fótspor borgarstjómar Reykjavíkur
og gangi frá sínum fráveitumálum.
Dælustöðin á Gelgjutanga við Elliðavog. Þar er skólpinu dælt upp
um 9 metra.