Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 t GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á MS-fólag íslands. Albert Eiðsson, Örn Eiðsson, Sveinn Rafn Eiðsson, Berta Eiðsdóttir Raii, Bolli Eiðsson, Kristmann Eiðsson, Ragnhildur Eiðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Frænka mín, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Norðurbrún 1, verður jarðsungin í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 13.30. Athöfnin fer fram í nýju kapellunni í Fossvogi. F.h. aðstandenda Eygló Viktorsdóttir. t ÁRNI JÓHANNES BÆRINGSSON, Patreksfirðl, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. maíkl. 14.00. Jóhanna Þórðardóttir og börn. Hallfrfður Freysteinsdóttir, Gyða Ingólfsdóttir, James Rail, Klara Sigvaldadóttir, Kristfn Þorsteinsdóttir, t GUÐBRANDUR BÚI EIRÍKSSON, írabakka 34, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 3.00 eftir hádegi fimmtu- daginn 29. maí. Guðrún Stefánsdóttir og börn hins látna, foreldrar, systkini og fjölskyldur þeirra. t Bróðir minn, SIGFÚS KRISTJÁNSSON frá Innra-Leiti, Skógarströnd, Dvalarheimilínu Höfða, Akranesi, lést 16. þ.m. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Kristjana Kristjánsdóttir. t Útför SKAPTA JÓNSSONAR, skipstjóra frá Hrfsey, ferfram í Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 15.00. Margrét B. Hafstein og börn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför MARGIT EYLANDS. Vandamenn. t Þakka innilega samúð og vinarhug við fráfall dóttur minnar, UNNARJÓNSDÓTTUR frá Blönduhlfð. Kristjana Ingirfður Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar og bróður, GUTTORMS ÞÓRS BJARNASONAR, Heíðarvegi 31, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Þórey Sigfúsdóttir, Hanna Hlff Bjarnadóttir. Kveðjuorð: Þorsteinn Jónas- son frá Jörva Fæddur 9. maí 1896 Dáinn 2. maí 1986 Örlög réðu því að ég mátti ekki fylgja þessum aldna vini mínum síðasta spölinn, né heldur minnast hans á þessum vettvangi fyrr en nú. Með Þorsteini er fallinn frá einn af þeim samferðamönnum sem lifir örugglega í minningu þeirra, sem honum kynntust. Þorsteinn fæddist í Gröf í Mið- dölum, Dalasýslu 9. maí 1896. Faðir hans var Jónas Klemensson, hrepp- stjóri í Gröf en móðir hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá Múla- koti í Stafholtstungum í Mýrar- sýslu. Þorsteinn fluttist ungur með foreldrum sínum að Hamraendum í Miðdölum og þar dvaldist hann til sextán ára aldurs. Frá Hamra- endum lá leiðin að Villingadal og síðar Krossi í Haukadal. Það lætur að líkum að fátækt og kröpp kjör voru fylgifiskur allflestra Islend- inga á þeim árum. Snemma mun það hafa komið fram hjá Þorsteini að hann var bókhneigður og ég hygg að það hafi löngum fylgt honum að vera hneigðari til bóklest- urs heldur en búskapar. Allir vita þó að sú skoðun ríkti ekki á þeirri tíð að bókvitið yrði „látið í askana". Ég geng því ekki að því gruflandi að Þorsteinn hefir ekki verið hvatt- ur til náms. Frá tvítugsaldri stundar hann lausamennsku mikinn hluta ársins, en vegavinnu á sumrum og var þá flokkstjori um árabil. Það er ekki fyrr en 1925 sem hann hefir aflað sér þess farareyris að hann getur hafíð nám í Al- þýðuskólanum að Hvítárbakka og þar stundaði hann nám í tvo vetur. Þorsteinn hefði vafalaust lagt stund á langskólanám, ef þess hefði verið nokkur kostur, en slíkt var ekki mögulegt fyrir fátækan sveita- pilt. Sem dæmi um löngun hans til frekari menntunar má nefna að einn vetur sem hann dvaldi í Reykjavík fékk hann sérstakt leyfi til þess að sitja í íslenskutímum í norrænudeild háskólans. Að námi sínu loknu stundaði Þorsteinn bamakennslu í nokkra vetur og kenndi þá í farskóla í Haukadalshreppi, Hörðudal auk Skorradals og Lundarreykjadals- hreppi. Þorsteinn hóf búskap með eftir- lifandi eiginkonu sinni Margréti Oddsdóttur 1934 að Oddsstöðum í Miðdalahreppi en þaðan fluttust þau að Jörva í Haukadal 1941. Árið 1942 tók Þorsteinn við hreppstjóra- starfi í Haukadalshreppi og árið 1954 varð hann sýslunefndarmaður sveitarinnar og gegndi þessum Tryggingaskólanum slitið TRYGGINGASKÓLANUM, sem Samband íslenskra tryggingafé- laga starfrækir, var slitið 20. maí. Nemendur á námskeiðum skólans voru milli 50 og 60 á þeim þrem námskeiðum sem haldin voru á skólaárinu. Bjami Þórðarson formaður Sambands íslenskra tryggingafé- laga afhenti 7 nemendum sem hlot- ið höfðu ágætiseinkunnir á prófum, bókaverðlaun. Þessir nemendur eru Linda Robinson, Arinbjöm Sigur- geirsson og Lárus Erlendsson, öll frá Sjóvátryggingarfélagi íslands h.f., Elísabet Ingólfsdóttitr og Sus- an Martin, báðar frá Reykvískri endurtryggingu hf., Ólafur Jón Ingólfsson frá Almennum Trygg- ingum hf. og Sigurður Steindór Pálsson frá Samvinnutryggingum gt. Alls stóðust 43 nemendur prófið og hafa nú verið gefin út 601 próf- skírteini frá skólanum frá stofnun hans. Skólenefnd Tryggingarskólans sér um málefni hans og er formaður hennar Amljótur Bjömsson laga- prófessor. Tryggingaskólinn hóf starfsemi haustið 1962 en hefur verið rekinn í því horfi sem hann er nú frá 1966. Fræðslan er veitt í formi allviðamikilla námskeiða á sviði vátrygginga og vátryggingar- rekstrar og lýkur með prófum. Einnig em á vegum skólans haldnir fræðslufundir um afmörkuð mál- efni. (Ur fréttatilkynningu) t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS GUÐMUNDSSONAR, Straumi. Ólöf Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Sverrisson, Ásta Grfmsdóttir, Ólafur Sverrisson, Ósk Jóhannesdóttir, Þórdfs Sverrisdóttir, Einar Jakobsson, Hulda Sverrisdóttir, Egill Tyrfingsson, Bjarnfríður Sverrisdóttir, Snorri Þorgeirsson, Jón Sverrisson, Gunnar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin tii birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfúndar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. störfum báðum með sóma meðan hann hafði heilsu og þrek til. I dag minnist ég fjölmargra atvika frá kynnum okkar Þorsteins frá fyrstu tið. Ég minnist þess er hann hóf að kenna mér 10 ára gömlum eitthvað af því sem var nauðsynleg undirstaða og neisti að frekari menntun minni, en ég minnist þess að hann sagði mér að hann hefði góða trú á því, að það yrði nýtur maður úr mér og slíkt var ekki lítil uppörvun. Á seini ámm hefir það verið eitt af tilhlökkunarefnum mínum í sumarleyfinu að eiga von á því að hitta Þorstein og hina síungu konu hans Margréti. Ég minnist með þakklæti frásagna af löngu liðnum atburðum, sem vom dregnir svo skýmm dráttum með meitluðum orðum Þorsteins, að ekki varð það beturgert. Minni hans var svo óbrigðult að hann gat haft yfir orðréttar viðræð- ur manna fyrir 50—60 ámm. Þorsteinn var að mínu mati ein- hver besti fulltrúi þeirrar sagna- hefðar sem vafalítið hefir fylgt þjóð- inni frá ómunatíð og átt sinn þátt í því að halda stolti hennar og trú á sjálfa sig. Af fundi Þorsteins fór maður ætíð fróðari en áður. Einstakt var hvað hann var laus við beiskju gagnvart mönnum og málefnum og virtist honum vera sérlega lagið að setja sig á þann stall að horfa yfir hlutina frá málefnalegum sjónar- hóli. Þorsteinn var ömgglega ham- ingjumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist eins og áður sagði Mar- gréti Oddsdóttur Amgrímssonar, bónda á Hömmm, mikilli atorku og eljukonu, sem hélt uppi rausn og gleði á heimili þeirra, svo víða var rómað. Böm þeirra urðu þijú: Hún- bogi, skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneyti, kvæntur Erlu Ingadótt- ur, Álfheiður, gift Baldri Friðfínns- syni bónda í Bæ í Miðdölum og Marta, gift Guðbrandi Þórðarsjmi sem er starfsmaður Kaupfélags HvammsQarðar. Þá ól Þorsteinn upp Brynhildi dóttur Margrétar, en hún dó á besta aldri eftir langvar- andi sjúkdóm og þjáningar. Var það rómað að Þorsteinn hefði reynst henni sem besti faðir. Auk þessa dvöldust gjaman böm sumar- langt hjá þeim hjónum og undu sér sem þeirra eigin böm. Bamaböm þeirra hjóna munu nú vera 14, en bamabamabömin eru orðin 12, og allt er þetta myndarlegt atorkufólk. Með línum þessum sendi ég öllum afkomendum Þorsteins svo og Margréti mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég bið Guð að blessa minningu þessa dánumanns. Sjálfur er ég viss um að hann er þegar í því samfélagi sem hann trúði einlæglega á til hinstu stund- ar. Ingólfur Aðalsteinsson í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.