Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 ► v- Elio de Angelis lést við kappakstursæfingu FORMULA 1-ökumaðurinn ít- alski, Elio de Angelis, lést á sjúkrahúsi ( Frakklandi fyrir viku eftir að hafa stórslasast á æfingu á Brabham-keppnisbfl sínum. Elio var 28 ára gamall og einn af fremstu kappakstursökumönn- um heims. Slysið varð þegar de Angelis var að prófa Brabham-bflinn á braut í Frakklandi. Missti hann stjórn á bflnum í beygju á mikilli ferð og skall á grindverki. Kviknaði í bflnum og tókst aðstoðarmönnum de Angelis ekki að ná honum strax út né slökkva eldinn vegna tækja- skorts. Leið langur tími þar til hann • ftalinn Eliode Angelis. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. náðist úr bflnum og var hann þá illa farinn af brunasárum og öðrum meiðslum, sem voru alvarleg. Björgunarþyrla flutti hann á sjúkra- hús og voru fengnir sérfræðingar frá Englandi og Ítalíu til aö annast hann. Um nóttina voru læknar bjartsýnir á aö tekist hefði að bjarga lífi de Angelis, en hann lést um morguninn. De Angelis er þriðji Formula 1-ökumaðurinn sem lætur lífið á tæpu ári. Þjóðverjarnir Stef- an Bellof hjá Tyrell og Manfred Winkelhoc létust báðir í fyrra, báðir þegar þeir óku Porsche-keppnis- bflum í þolaksturskeppni, ekki Formula 1. Mikiðummóthjá Golfklúbbi Reykjavíkur MIKIÐ hefur verið um golfmót hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að undanförnu og hór á eftir fara úrslit í helstu mótunum sem búin í hinni árlegu flaggkeppni vann Guömundur Jónasson en hann var 24 metra frá 20. holunni en Einar L. Þórisson fékk besta skorið í þessu móti, 74 högg. Hvítasunnumótið þar sem keppt er um Hvítasunnubikarinn fór að sjálfsögðu fram um hvítasunnu- helgina og þar vann Gunnar Árna- son Skarphéðin Sigursteinsson í hörkukeppni. MK-keppninni er einnig lokið en þar vann Úlfar Ormsson á 60 höggum. Vilhjálmur Andrésson sló 63 högg og Halldór Sigurðsson 67 högg í þriðja sætið. Þessar tölur eru þegar búið er að draga forgjöf- ina frá en ívar Hauksson náði besta skori í þessari keppni, 78 höggum. Öldungar Eitt opið öldungamót hefur þegar verið háð. Leiknar voru 18 holur með forgjöf og voru kepp- endur 35 talsins. Úrslit urðu þau að Rúnar Guömundsson vann á 66 höggum, Geir Þórðarson varð annar á 74 höggum og Svan Frið- geirsson þriðji á 76 höggum og eru þeir kappar allir úr GR. Besta skor keppninnar náði Rúnar Guö- mundsson, 83 högg. Unglingar Tvö mót hafa verið fyrir ungl- inga. Maímótið, sem er keppni fyrir 15 ára og yngri, var haldið fyrir skömmu og þar var keppt með og án forgjafar. í keppninni án forgjaf- ar sigraði Rúnar Guðmannsson en hann lék á 95 höggum. Ástráöur Þ. Sigurðsson lék á 97 höggum í annað sætið og Ingvi M. Pálsson á 103 í það þriðja. Ingvar Þ. Ólafs- son vann í keppninni með forgjöf með því að leika á 71 höggi nettó. Haukur Óskarsson varð annar með 73 högg. Um síðustu helgi fór fram punktakeppni unglinga í Grafar- holti og þar vann Jón S. Helgason með 42 punkta en fast á hæla honum kom Haraldur Reynisson með 41 punkt og í þriðja sæti varð Óskar E. Ingason með 39 punkta. MorgunblaðiS/Einar Falur • Augnabliksmenn við njósnastarf sitt á mánudagskvöldið. Mjólkurbikarinn: Víkingur leikur við Augnablik íkvöld 11 aðrir leikir ífyrstu umferðinni fkvöld Mjólkurbikarkeppnin hófst f gærkvöldi eins og sjá má á blað- sfðu 63 hjá okkur f dag. í kvöld verða margir leikir f keppninni og meðal annars leika Vfkingar við lið Augnabliks úr Kópavogi. Þeir Augnabliksmenn eru ekki vanir að ana að hlutunum og til þess að kynna sér lið Vfkinga sem best litu tveir þeirra á æfingu hjá Vfkingi á mánudagskvöldið. Augnabliksmennirnir voru vopn- aðir kvikmyndatökuvél og tveimur myndavélum en til öryggis skrifuðu þeir allt niður sem fram fór — ef myndavélarnar skyldu bila. Á myndinni hér að ofan má sjá Augnabliksmennina tvo fylgjast með Víkingsæfingunni á mánu- dagskvöldið og eins og sjá má þá dulbjuggu kapparnir sig í búninga félagsins þannig að Víkingarnir þekktu þá ekki. Að sögn Augnabliksmanna ætla þeir að taka tvo Víkinga úr umferð í leiknum í kvöld. Andri Marteins- son og Elías Guðmundsson eiga ekki að fá að koma við knöttinn í leiknum segja þeir, en eitt vanda- mál fylgir þessu. Þeir segjast ekki þekkja þá í sjón og því geti svo farið að allt aðrir menn verði teknir úr umferð. Leikur Víkings og Augnabliks hefst í Laugardalnum klukkan 18.30 en aðrir leikir í kvöld eru: Stjarnan — Leiftur kl. 20 Fylkir— Hafnir kl. 20 Víkverji — Skallagrímur kl. 20.30 Njarðvík — Árvakur kl. 20 Afturelding — Grindavík kl. 20 Grundarfjörður — HV kl. 20 Hveragerði — Selfoss kl. 20 Leiftur — Vaskur kl. 20 Völsungur —KA kl. 20 Tindastóll — Magni kl. 20 Valur Rf. — Hrafnkell kl. 20 • Sigurvegarar Flugleiðamótsins. ívar Arnarsson er lengst tll vinstri, þá eru Úlfar Jónsson, Tryggvi Traustason, Hannes Eyvindsson og mótsstjórinn Sigurður Héðinsson. Ulfar vann Hl-C Ulfar sigursæll Golfklúbburinn Keilir í Hafnar- firði hefur gengist fyrir þremur golfmótum það sem af er sumri. Um sfðustu helgi var háð hið ár- lega Flugleiðamót og voru þátt- takendur þar 71 talsins. Úlfar Jónsson sigraði í keppninni án forgjafar enda strákurinn á heimavelli og f mjög góðu formi þessa dagana. Úlfar lék á 138 höggum. Tryggvi Traustason úr GK varð f öðru sætí með 141 högg og Hannes Eyvindsson úr GR f þvf þriðja með 144 högg. í keppninni með forgjöf sigraði ívar Arnarsson úr GK á 129 högg- um, Tryggvi varð annar með 131 högg og Úlfar í þvf þriðja með 134 högg. í byrjun maí var Kays-keppnin háð og þar kepptu 129 kylfingar með og án forgjafar. Úlfar vann þetta mót einnig og að þessu sinni á 71 höggi. ívar Hauksson úr GR varð annar með 73 högg og jafn honum að höggafjölda varð félagi hans úr GR, Ragnar Ólafsson. í keppninni með forgjöf vann Jens Jensson GR á 65 höggum, Ög- mundur Ögmundsson úr GS varð annar á 67 höggum og í þriðja sæti varö Arnar ÓLafsson úr GK á 68 höggum. Panasonic-mótið var haldiö 19. maí og það var punktakeppni. Keppendur voru alls 105 og þeirra hlutskarpastur varð Sigurður Hólm úr GK með 42 punkta. Róbert McKee úr GK fékk 40 punkta og Guðlaugur Georgsson úr GK hlaut 38 punkta. Hjá Golfklúbbi Ness fór fram fyrir skömmu Hl-C mót í golfi og voru keppendur þar alls 103 og slógu alls 9.190 högg f keppninni. Fæst högg notaði Úlfar Jónsson úr GK, 72 talsins og er það jafnt pari vallarins. Friðrik Jónsson sigraði í keppn- inni með forgjöf, lék á 65 högg- um nettó. Sérstök aukaverð- laun voru fyrir að vera næst holu á öllum par 3 brautum vallarins. Þessi verðlaun hlutu þau Kristfn Þorvaldsdóttir, Marteinn Guðnason, Pétur Arason og Bjarni Andrésson. Kasco-mótið Á morgun, fimmtudag, fer Hámarksforgjöf er 24 Einnig fram opna kasco-mótið í Grafar- veröa veitt verðlaun fyrir besta holti. kasco er einkum þekkt skor. hérlendis fyrir golfbolta sína og Ræst verður út frá kl. 10.00 hanska. til 18.40. Skráning fer fram í Leiknar verða 18 holur, Golfskálanum í Grafarholti í sím- punktakeppni með 3/« forgjöf. um 82815 og 84735.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.