Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 , 61
Futre er talinn besti
leikmaður Portúgals
Gerðist atvinnumaður aðeins
Frá Þorstaini Stephensen, fréttaritara Morgunbla&aina í Portúgal.
• Futre sóst hér i fullri ferð með knöttinn í leik með liði sfnu Porto
f Portúgölsku deildarkeppninni. Þarlendir binda miklar vonir við hann
f Mexfkó.
PAULO Jorge dos Santos Futre,
tvrtugur leikmaður með Porto
Footbal er talinn besti leikmaður
Portúgals í dag af flestum spark-
frœðingum. Þann 28. febrúar
varð Futre tvftugur. Tveimur
mánuðum seinna var hann orðinn
meistari með liði sínu Porto
annað árið í röð. Futre hefur
þegar náð því að vera þekktur á
alþjóðavettvangi þó svo að hans
stærsta kynning só enn ekki hafin
— heimsmeistarakeppnin f Mex-
fkó.
Fyrir 9 árum fór Futre í sína
fyrstu ferð erlendis sem fulltrúi
Portúgals. Eftir þá ferð gerðist
hann atvinnumaður. Fleiri en 40
landsleikir fylgdu í kjölfarið þar til
hann klæddist A-landsliðspeys-
unni í fyrsta sinn, þá aðeins 17 ára
gamall. Hann varð þar með yngsti
portúgalski leikmaðurinn til að
hljóta þann heiður.
Sem sonur fyrrverandi leik-
manns hefur Futre lifað mest allt
sitt líf með tuðruna á tánum og
hefur þroskað þá hæfileika sem
honum eru gefnir. Æfingasvæðið
var grasfiöt á bak við bensínstöð
í Monhjo-hverfinu þar sem hann
var fæddur og uppalinn. Futre
vakti fyrst almenna athygli þegar
hann var fyrirliði portúgalsks pilta-
úrvals sem tók þátt í móti í Frakk-
landi. Liðið stóð sig vel og þó sér-
staklega Futre, sem var kosinn
besti maður mótsins. Við komuna
til Lissabon beið hans Aurelio
Pereira, sem framleitt hefur ótal
góða leikmenn fyrir Sporting C.P.
Erindi hans var að bjóða Futre að
koma og leika með unglingaliðum
Sporting. Þetta var árið 1978,
Paulo Futre var tólf ára og framtíð
hans var ráðin. í upphafi fékk hann
einungis miða á leiki (í stæði) og
fyrir strætó á æfingarnar en þegar
hann varð „Junior“ 14 ára (í Port-
úgal er flokkunum skipt í juvenis —
junior — senior) skrifaði hann undir
sinn fyrsta samning og varð þar
með yngsti atvinnumaðurinn í
Portúgal og örugglega einn sá
yngsti í Evrópu. f unglingaliði
Sporting öðlaðist hann reynslu,
vann marga titla og lék marga
landsleiki. Aðeins 15 ára gamall
var hann orðinn fyrirliði unglinga-
landsliðsins, hann var miðpunktur
athygli og mikils var vænst af
honum. Futre var leikmaður fram-
tíðarinnar, á því lék ekki nokkur
vafi.
Futre hóf ungur að æfa með
aðalliði félagsins en keppnistíma-
bilið 1983—'84 sannaði að hann
gæti staöið undir þeim vonum sem
við hann voru bundnar. Hann lék
21 af 32 leikjum Sporting í 1. deild-
ar keppninni og allt í allt lék hann
yfir 100 ieiki, bæði með unglinga-
liðinu og aðalliðinu. Hann var
kosinn efnilegasti leikmaðurinn í
lok tímabilsins og kom það engum
á óvart þó svo að fleiri ungir menn
væru ítoppbaráttunni.
Sporting gerði samning viö
Futre sem átti að tryggja að hann
yrði hjá félaginu til 1988, en sumar-
14áragamall
ið 1984 var líflegt og leikmenn
gengu kaupum og sölum. Futre var
hluti af þessari hreyfingu og þann-
ig fór að hann var sendur norður
til Porto í skiptum fyrir Jaime
Pacheco og Sousa.
Forráðamenn Sporting gáfu
vonsviknum áhangendum þá skýr-
ingu að Futre hafi ekki verið
nægilega sterkur andlega, en
fæstir tóku mark á því. Sannleikur-
inn var sá að Futre hafði tekið
miklum framförum undir stjórn
Johns Toshack og það vissu allir.
Toshack gaf ekki mikið út á þessi
skipti en Arthur Jorge fram-
kvæmdastjóri FC Porto reyndi ekki
að leyna ánægju sinni með strák-
inn sem undir eins varð lykilmaður
í hinu sterka blá-hvíta liði. Porto
lék með eindæmum vel þetta tima-
bil. Þeir urðu öruggir meistarar,
töpuöu aðeins einum leik en uröu
að þola tap fyrir stóra bróður úr
borg Ijósanna, Benfica, í úrslitum
bikarsins. Þetta tímabil var mikill
sigur fyrir Porto og ekki síður fyrir
Futre sem lék mjög vel og var
kosinn maður mótsins aðeins 19
ára gamall. Þegar tímabilinu lauk
fengu forráðamenn Porto að finna
smjörþefinn af því sem koma
mundi. Stóru liðin höfðu þefað
piltinn uppi og vorú mætt með
tékkheftin. Atletico de Madrid
komst næst því að hremma bráð-
ina en svo fór þó að Porto hélt í
strákinn. Áhugi Spánverjanna og
vaxandi áhugi á Paulo Futre er-
lendis hefur gert fólki það Ijóst aö
líkurnar á að Futre ílendist í Port-
úgal eru hverfandi. Ólíkt Belganum
unga, Enzo Scifo hjá Anderlecht,
fékk Paulo Futre ekki tækifæri til
að sýna hvað hann gat í Evrópu-
keppninni í Frakklandi fyrir 2 árum.
Hans staða í liöinu var frátekin
fyrir hinn frábæra Chalana. Futre
gerði sér þaö vel Ijóst að það þýddi
ekki að svekkja sig á þessu. Hann
hafði reyndar stolið þeim heiðrí
frá Chalana að vera yngsti leik-
maðurinn sem klæddist landsliðs-
peysunni, það gerði hann í leik við
Finna í október 1983, en á þessum
tíma var Chalana hreint ótrúlega
vinsæll í Portúgal. Chalana lék frá-
bærlega vel í Frakklandi. Futre
fylgdist með af bekknum ef þolin- •
mæði, vitandi að hans tími kæmi.
Meiðslu Chalana gulltryggja sæti
Futre í landsliðinu. Hann er ákveð-
inn ungur maður og í Mexíkó ætlar
hann að sanna að hann cé cem
einn af þeim bestu. Hvort það
tekst kemur í Ijós fljótlega. Portú-
galskir knattspyrnuáhangendur
bíða eftir aö sjá hann rekja boltann
í gegnum bestu varnir heims. —
Þeir segja að hann sé sá besti og
þeirelska hann.
Markakóngur Portúgals
ekki með í Mexíkó
— deilt hart á Torres iandsliðsþjálfara
Fri Þorstelni Stephensen, fréttaritara MorgunbiaAaina í Portúgal.
ÞANN 11. þessa mánaðar flaug
Josó Torres landsliðsþjálfari
Portúgals til Mexfkó ásamt þeim
22 leikmönnum sem hann valdi.
Með í förinni voru að sjálfsögðu
læknar, sálfræðingar, vatnsberar
og allt það fylgdarlið sem þarf f
annan eins viðburð og heims-
meistarakeppnin er. Eins og við
var að búast olli valið á landsliðs-
hópnum töluverðu umtali og
fjaðrafoki. í hópnum eru eftirtald-
fr leikmenn: Bento, Diamantino,
Carlos Manuel, Rui Aguas og
Oliveira frá Benfica; Comes,
Andre, Futre, Joao, Pinto Inacio
og Magalhaes frá F.C. Porto;
Damas, Pacheco, Sousa og Mor-
ato frá Sporting; Josó Antoni,
Jorge Maria og Jaime frá Belen-
enses; Rafael og Frederico frá
Boavista og loks Bandeirinha frá
Academica.
Það sem mesta athygli vekur
er að Manuel Fernandes, marka-
hæsti leikmaður deildarinnar og
einn markahæsti maður Evrópu,
er ekki í hópnum. Fernandes skor-
aði í vetur 30 mörk í 32 leikjum
fyrir lið sitt, Sporting. Það verður
að teljast gott og þykir því ýmsum
að portúgalska liðið hafi ekki efni
á að skilja hann eftir heima. Manu-
el Fernandes er ef til vill enginn
heimsklassa leikmaður, en það er
ekki hægt að neita því að hann
• Pacheco frá Sporting verður með f Mexfkó og binda menn nokkrer vonir við að hann skori mörk fyrir
landið en hann er mjög marksækinn framherji.
hefur leikið vel í vetur, þrátt fyrir
árin 34.
Fyrr í vetur var töluverður
ágreiningur milli Torres og Fern-
andes og lék Fernandes ekki einn
einasta landsleik í vetur. Fernand-
es sagði þó að fullkomnar sættir
hefðu tekist með sér og Torres
og að Torres hafi sagt sér að hann
myndi fara til Mexíkó. Fernandes
sagðist líka vera í góðu formi og
hann hafi ætlað sér að vera á
toppnum í Mexíkó og því væru
vonbrigöin mikil.
Blöðin hafa velt sér töluvert upp
úr þessu máli og virðast flestir
vera á því að Torres sé að gera
mistök. En það er fleira sem menn
eru ekki alveg sáttir við. Mario
Jorg og Litos, sem báðir eru hjá
Sporting, voru ekki heldur valdir.
Þeir eru með mikilvægustu mönn-
um í Sporting-liðinu og auk þess
léku þeir báðir leikinn gegn V-Þjóð-
verjum, leikinn em tryggði Portúg-
ölum farseðilinn til Mexíkó.
Portúgölum hefur ekki gengið
sem skyldi í síðustu landsleikjum.
Síðan þeir unnu V-Þjóðverja á úti-
velli í október 1985 hafa þeir leikið
3 vináttuleiki. f janúar var leikið við
Finna á heimavelli og endaði sá
leikur 1—1. Næst var það Lúxem-
borg í febrúar og þótt sá leikur
ynnist 2—0 voru gæði knattspyrn-
unnar slík að menn spurðu sjálfa
sig og aðra hvort annað þesara
liöa væri virkilega á leiðinni til
Mexíkó.
Seinna í sama mánuði mátti sjá
annan klassa af knattspyrnu, en
þá voru það A-Þjóðverjar sem
héldu uppi fjörinu með góðum leik.
Lokatölurnar 3—1 fyrir A-Þjóðverja
gefa engan veginn rétta mynd af
leiknum. Sigurinn (tapið) hefði
auðveldlega getað orðið enn
stærri.
Eftir þessa frekar slöku frammi-
stöðu eru portúgalskir knatt-
spyrnuáhugamenn að vonum
orðnir nokkuð áhyggjufullir. Þeir
telja sig hafa mannskap til að
mynda nokkuð sterkt lið og vissu-
lega er nokkuð til í því. Uðið or
biandað ungum, góðum leikmönn-
um og reynslumiklum leikmönnum
á besta aldri, leikmönnum sem
lóku í Frakklandi '84, en þar náði„
Portúgal sínum besta árangri cíð-
an í HM 1966. f markinu ctendur
Maunuel Bento. Hann er fyririiði
liðsins og sá elsti líka, en hann
verður 38 ára 3 dögum fyrir úrslita-
leikinn í Mexíkó. Miðverðir verða
líklega Morato frá Sporting, 21 árs
gamall og Oliveira frá Benfica.
Því miður verður félagi Morato frá
Sporting, Venancio, að sitja heima
og horfa á sjónvarpið því hann
hefur átt við meiðsli að striða og
það kostaði hann líka samning við
Anderiecht í Belgíu, en það er nú
önnur saga. Á miðjunni eru leik-
menn með mikla reynslu; Carlos
Manuel frá Benfica er 28 ára og
hefur leikið yfir 40 landsleiki, Ja-
ime, Pacheco og Sousa frá Sport- '
ing og svo járnkallinn frá Porto,
André. I framlínunni eru Futre og
Comes frá Porto. Comes hefur
tvisvar hlotið gullskóinn, sem veitt-
ur er markahæsta leikmanni Evr-
ópu, og er næst markahæsti leik-
maður portúgölsku deildarkeppn-
innar frá upphafi — á eftir Eusibio
aö sjálfsögöu. Futre er aðeins tví-
tugur að aldri og líklega vinsælasti
knattspyrnumaður Portúgals um
þessar mundir.
Fyrsti leikur Portúgals í Mexikó
verður 3. júní við Englendinga á
Technoligico-leikvanginum í Mon-
terrey, þeirri heitu borg. Portú-
galskir knattspyrnuáhugamenn
gera sér það vel Ijóst að sá leikur
verður erfiður og mikið má gerast
ef hann á aö vinnast. Nú er bara
að bíða og sjá.