Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Reykjanesbraut- in breikkuð Reykjanesbrautin verður opnuð til suðurs í haust og tengist þá þeim hluta braut- arinnar sem í daglegu tali nefnist Keflavíkurvegur. Vegna þessarar samteng- ingar er nú verið að breikka Reykjanesbrautina og verð- ur hún þijár akreinar í hvora átt. Fyrirhugað er að ljúka þessum framkvæmd- um í haust. ljós við 31 gatnamót og 20 gangbrautarljós. Þetta væru því mesta ijölgun sem orðið hefur á umferðarljósum á einu ári hingað til. Þá er nýlokið við að setja rafeindabúnað við umferðarljósin við Miklubraut og á næstunni verða umferðarljósin á gatna- mótum Laugavegs og Nóatúns, Suðurlandsbrautar og Grensás- vegar og Grensásvegar og Fellsmúla einnig endumýjuð. Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmdir eru hafnar við breikkun Reykjanesbrautar. Myndin er tekin skammt sunnan við Bústaða- veg. Fyrir miðri mynd eru hesthús Fáks. __ + Taka ber a málefnum Ut- vegsbankans umsvifalaust — segir Guðmundur Einarsson formaður Bandalags jafnaðarmanna Að sögn Guttorms Þormars verkfræðings verður eftir breyt- inguna komið fyrir umferðarljós- um við fimm gatnamót á Reykja- nesbraut, við Bústaðaveg, Smiðjuveg, Steklg'arbakka, Breiðholtsbraut og Nýbýlaveg. Gatnamótunum við Alfabakka verður lokað. í haust verða einnig sett upp umferðarljós við gatnamót Bæj- arháls og Hraunbæjar, en vegna mikillar umferðar að austan eiga íbúar Árbæjarhverfís oft í erfíð- leikum með að komast út úr hverfínu. Um sama leyti verða sett ugp umferðarljós við gatna- mót Ármúla og Vegmúla og einnig við gatnamót Kalkofns- vegar og Hafnarstrætis. Guttormur Þormar sagði að í Reykjavík væru fyrir umferðar- f FRAMHALDI af fréttatilkynn- ingu sem þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna sendi fjölmiðlum, hefur Guðmundur Einarsson formaður flokksins sent Matt- híasi Bjarnasyni viðskiptaráð- herra bréf. Þar áréttar hann skoðun þingflokksins um að Út- vegsbankinn verði seldur ef sýnt þyki að hann geti ekki spjarað sig af eigin rammleik og vill jafnframt benda á eftirtalin at- riði: Nauðsyn þess að taka á málefn- um Útvegsbankans umsvifalaust, því núverandi ástand veldur ein- staklingum og fyrirtækjum í við- skiptum við hann erfiðleikum og ^óni. Guðmundur bendir á að sameining við Búnaðarbankann án framlags frá ríkissjóði til að mæta Hafskipsskaðanum sé alvarlegt afbrot gegn öryggi og hagsmunum viðskiptavina Búnaðarbankans. Þá segir Guðmundur að ekki komi til greina að sameina Útvegsbankann öðrum bönkum eða selja hann án þess að fara rækilega ofan í saum- ana á stöðu hans, meta eignir hans og birta niðurstöður. Af Hafskips- málinu væri ljóst að bankinn veitti lán án nægra trygginga. Slík við- skipti hafa ekki verið einsdæmi hjá bankanum eins og fram kæmi í viðtali við Þórð Ólafsson forstöðu- mann bankaeftirlitsins í dagblaði þann 23. maí. Guðmundur telur að ríkisstjóm- inni sé skylt að upplýsa Alþingi um stöðu málsins. Þrátt fyrir að fjár- hags- og viðskiptanefndir Alþingis séu ekki starfandi yfir sumartímann telur hann rétt að kveðja saman þá alþingismenn, sem sátu í nefnd- unum sl. þing og gera þeim grein fyrir stöðu Útvegsbankans og áformum um hann. Sú meðferð málsins væri líkust samskiptum utnaríkisráðherra og utanríkis- nefndar Alþingis í gegnum árin. í niðurlagi bréfsins segir að almenningur sem á stærsta hluta bankakerfisins eigi heimtingu á að öll kurl verði komin til grafar þegar Útvegsbankanum verði ráðstafað. Bankann þurfi að gera upp og meta eignir hans í verðbréfum með tilliti til veða og trygginga. Guð- mundur telur að landsmenn hafi fulla ástæðu til að óttast að reynt verði að koma hirslum bankans í nýjar vörslur án þess að opna þær. „Slíkt má ekki gerast," segir hann. „Bankastarfsemi byggist á trausti. Samskipti Hafskips og Útvegs- bankans hafa rýrt það traust." Könnun Félags- vísindastofnunar HI: 65,3% á móti kaupum á Olfusvatns- landi SAMKVÆMT könnun, sem Fé- lagsvísindastofnun. Háskólans gerði fyrir Þjóðviljann um sið- ustu helgi, eru 65,3% kjósenda í Reykjavík, sem afstöðu tóku, fremur eða mjög mótfallnir kaupunum á jörðinni Ölfusvatni i Grafningi. 34,7% eru hins vegar fremur eða mjög hlynntir kaup- unum. Könnunin náði til 800 Reykvik- inga á aldrinum 18—80 ára, en svarendur voru 615. Spurt van „í fyrra keypti Reykjavíkurborg jörð- ina Ölfusvatnsland vegna Hitaveitu Reykjavíkur fyrir 60 milljónir króna. Ertu hlynnt(ur) eða mót- fallin(n) þessum kaupum?" Niður- staðan varð sú, að 57 (9,3%) voru mjög hlynntir, 92 (15%) fremur hlynntir, 105 (17,1%) fremur mót- fallnir, 176 (28,6%) mjög mótfallnir, 7 (1,1%) neituðu að svara og 178 (28,9%) voru blendnir eða óvissir. Fundur um mannréttíndamál í Genf: Bandaríkj amenn neita að samþykkja lokasamþykkt Bem. Fri önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Sérfræðingafundur um mannréttindamál, sem haldinn var í Bern 14. aprfl til 26. mai, þótti takast mjög vel þangað til Bandaríkjamenn ákváðu á síð- ustu stundu að beita neitunar- valdi sínu og koma í veg fyrir að fundurinn sameinaðist um lokaskjal. Ákvörðun þeirra kom fulltrúm hinna rikjanna 34, sem sóttu fundinn, á óvart þar sem talið var að samkomu- lag hefði náðst um skjalið. Hlutlaus og óháð riki i Evrópu lögðu það fram á mánudags- morgun og fulltrúar Banda- ríkjamanna féllust á það á nefndarfundi. En Iokaskjalið þótti of almenns eðlis i Was- hington og þar var ákveðið að samþykkja það ekki. Bernarfundurinn var undir- búningsfundur fyrir þriðju Ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem hefst í Vín- arborg í nóvember. Ráðstefnumar eru haldnar til að fara yfir Hels- inki-sáttmálann og sérfræðinga- fundir hafa verið haldnir um hina ýmsu málaflokka sáttmálans til að undirbúa starfið í Vínarborg. Menningarþingi í Búdapest og sérfræðingafundi um mannrétt- indamál í Ottawa á síðasta ári lauk báðum án þess að samkomu- lag næðist um lokaskjal eða skýrslu til framhaldsfundarins í Vín. Mikill skoðanamunur austurs og vesturs á menningar- og mannréttindamálum kom skýrt í ljós á þessum fundum. Umræður voru harðar og oft hvassar en Rúmeníu og öðrum ríkjum Aust- ur-Evrópu er kennt um að ekki var hægt að komast að samkomu- lagi um lokaskjal á þeim. Bemarfundurinn flallaði um tillögur er varða tengsl og reglu- lega fundi á grundvelli Qölskyldu- banda, endursameiningu fjöl- skyldna og hjúskap milli ríkis- borgara ólíkra landa og um tillög- ur varðandi ferðalög af persónu- legum ástæðum eða vegna starfs, bætt skilyrði til ferðalaga ein- staklinga eða hópa, fundi ungs fólks, íþróttir og víkkun sam- skipta. Svisslendingar buðu til fundarins og sögðu í upphafi að það væri ekki aðalatriði að komast að samkomulagi um lokaskjal heldur væri mikilvægt að ræða þessi mál sérstaklega. Umræð- umar á fundinum vom opinskáar og andrúmsloftið benti til að þátt- takendumir gætu komið sér saman um skýrslu sem yrði lögð fyrir Vínarfundinn. Óháðu og hlutlausu ríkin í Evrópu, lögðu fram drög að loka- skjaii á sunnudag. Ríkisstjómir þátttökuríkjanna em hvattar til að standa við Helsinki-sáttmálann í skjalinu og bent á ákveðin atriði sem gætu einfaldað tengsl ein- staklinga og hópa milli þjóða. Miklar umræður, sem stóðu langt fram á nótt, fóra fram um þetta skjal en samkomulag náðist ekki. Sovétmenn gátu til dæmis ekki sætt sig við ábendingu um að vegabréfsáritanir yrðu afgreiddar á þremur dögum og brottfarar- lejrfi yrðu afnumin. Atlantshafsbandalagsríkin og írland, sem vinna saman á RÖSE-fundum, ákváðu að lokum að leggja fram eigin drög að lokaskjali. Sovétmönnum blöskr- aði þessi framkoma, þeir hótuðu að leggja fram sitt eigið skjal næsta dag og gengu út af fundi. Sovéska skjalið var lagt fram í bítið á mánudagsmorgun og óháðu og híutlausu ríkin sömdu nýtt lokaskjal upp úr skjölunum þremur sem iágu fyrir. Orðalagið var almennara og nokkmm atrið- um sem Varsjárbandalagsþjóðim- ar gátu ekki sætt sig við var sleppt. En skjalið þótti þó enn þess virði að samþykkja það. Edouard Bmnner, aðstoðamtan- ríkisráðherra Sviss, sagði að það væri 40% betra en kafli Helsinki- sáttmála um mannleg samskipti og tengsl og 20% betra en sam- þykktin frá framhaldsfundinum í Madrid. Fulltrúar Bandarikjanna á Bem- arfundinum gengu að þessu loka- skjali, eins og áður segir, um há- degi en fengu síðan fyrirskipanir frá Washington að samþykkja það ekki. Bandaþjóðir þeirra reyndu að fá þá til að samþykkja skjalið og Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, hafði samband við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að reyna að ná samstöðu innan Alantshafsbandalagsins. En Bandarikjamönnum varð ekki haggað. Hjálmar W. Hannesson, sendi- fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, sat fundinn síðustu vikumar fyrir ís- lands hönd. Hann sagði að það væri leitt að Atlantshafsbanda- lagsríkin hefðu ekki náð sam- komulagi um afstöðu til loka- skjalsins. „Evrópubandalagið, en Vestur Þýskaland þó sérstaklega, lagði mikla áherslu á að lokaskjal- ið yrði samþykkt," sagði hann. „Það telur að skjalið geti hjálpað þúsundum manna sem hafa orðið viðskila við ættingja sína í Austur Evrópu og telur það framfarar- spor, þótt lítið sé, ef Sovétmenn fallast á nýja samþykkt um mannleg samskipti sem hægt er að veifa framan í þá þegar þeir bijóta í bága við áður gerðar samþykktir. Afstaða Bandaríkja- manna er þó skiljanleg. Þeir vildu leggja áherslu á mikilvægi þess að staðið yrði við fyrri samþykktir um mannréttindamál áður en nýj- ar samþykktir yrðu gerðar með henni." Virtur og mikilsmetinn maður, Michael Novak, sem er guðfræð- ingur og fræðimaður, var formað- ur sendinefndar Bandaríkja- manna á Bemarfundinum. Hann sagði á fréttamannafundi að honum loknum að sér þætti leitt að samkomulag hefði ekki náðst en orðalagið á lokaskjalinu hefði komið í veg fyrir að Bandaríkja- menn gætu gengið að því. Hann sagði RÖSE-þróunina of mikil- væga til að draga úr trú fólks á henni með því að samþykkja svo almennt skjal um málefni sem snertir líf stórs hluta bandarísku þjóðarinnar. Novak þótti standa sig mjög vel í umræðum á fundin- um en á mánudagskvöld heyrðust vangaveltur um hvort reynsluleysi hans í utanríkismálum og á RÖSE-fundum hefðu valdið mis- skilningnum varðandi lokaskjalið. Ýmsir vestrænir baráttuhópar fyrir frelsi einstaklinga í Austur Evrópu bundu vonir við Bemar- fundinn og vonuðu að hann gæti leitt til aukinna mannlegra sam- skipta milli þjóða í austri og vestri. Fulltrúar nokkurra ríkja sem býr í fjöldi fólks er hafa fjölda íbúa sem orðið hafa viðskila við ætt- ingja sína austan tjalds notuðu tækifærið í Bem til að semja beint við fulltrúa annarra ríkja um einstök tilfelli einstaklinga. Full- trúar Vestur Þýskalands áttu til dæmis tvíhliða viðræður við Aust- ur Þjóðveija og Sovétmenn lofuðu Bandarikjamönnum í sambandi við fundinn að kanna sérstaklega tilfelli 72 einstaklinga. Banda- ríkjamenn gáfu til kynna á mánu- dagseftirmiðdag að þeir gætu ekki samþykkt lokaskjalið meðal annars vegna þess að Sovétmenn hefðu ekki staðið við loforð um brottfararleyfi fyrir að minnsta kosti 36 þessara einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.