Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
59
Fólk á sjálft að
ráða líkama sínum
Humarvertíðin byijar vel á Eyrarbakka:
Helmingnr kvótans
í fyrstu lönduninni
annarra kosta völ. Þar var íyrir
skömmu lesin saga, sem er eitt
það andstyggilegasta sem ég hef
heyrt. Eins er um söguna sem nú
er verið að lesa á þeim tíma — ég
hef engan hitt sem hefur gaman
af henni. Væri ekki hægt að fá
eitthvert skemmtilegra efni og
lesara sem getur komið því þannig
til skila, að við gamla fólkið njót-
um þess?“
Utvegsbank-
inn gerður
að stjórnar-
ráðshúsi
Reykvíkingur hringdi:
„Ég hef gengið með ákveðna
hugmynd dálítinn tíma. Nú þegar
Útvegsbankinn rambar á barmi
gjaldþrots og líkur á að hann fari
veg allrar veraldar, finnst mér
tilvalið, að ríkisstjómin hlutist til
um, að hús bankans við Lækjar-
torg verði gert að stjómarráðs-
húsi. Nú er leigt undir ráðuneytin
út um allan bæ. Nú, þegar alltaf
er verið að predika spamað og
skynsamlega ráðstöfun almann-
afjár, fínnst mér, að stjómvöld
ættu að taka þessa hugmynd til
alvarlegrar athugunar. Húsið
stendur vel, er fallegt og vel byggt
og yrði rfkinu til sóma, auk þess
sem Stjómarráðið er hinum megin
götunnar."
Kveðjur til
starfsfólks
Hrafnistu
Sveinn hringdi:
„Ég er í sambýli á Hrafnistu
með konu sem heitir Helga Jóns-
dóttir og er komin á tíræðisaldur.
Okkur langar bæði til að senda
virkilega góða kveðju til alls
starfsfólks Hrafnistu, hás og lágs.
Allir em okkur dásamlega góðir
og Helga, sem er góðu vön, vill
ekki fara héðan. Veran hér hefur
verið okkur báðum til yndis og
ánægju og við viljum senda öllum
hér bestu kveðjur, öllum undan-
tekningarlaust. Þá viljum við færa
öllu fólki sem býr héma okkar
innilegustu hjartans kveðjur og
þökkum því hjartanlega fyrir
samvemna."
Velvakandi góður.
Mér datt í hug að stinga að þér
smá athugasemd um algjört smá-
mál. Ekki er óalgengt að maður
sjái notað orðið „dollaragrín" um
stóra, ameríska bíla sem kosta yfir-
leitt skildinginn. Mig gmnar að
þama sé á ferðinni e.k. þýðing á
orðasambandinu „dollar grin“. Ef
svo er þá er hún ekki hámákvæm,
því grin á ensku merkir glott og
vísar þannig til „andlits" bflsins
(grillsins), sem er þá væntanlega
lfkt breiðu glotti og skín í margar
stórar tennur! Þetta mætti því kalla
„dollaraglott" á íslensku. Vera kann
að þessi hugdetta mfn sé ekki á
rökum reist og leiðrétti mig þá
einhver sem veit betur.
Úr því ég er byijaður að skrifa,
langar mig að drepa á tvennt sem
mér hefiir lengi verið fleinn í eyra.
Hið fyrra er misnotkun orðasam-
bandsins „að ósekju". Þetta er nær
undantekningarlaust rangt notað í
ijölmiðlum, notað þar sem rétt
væri að segja „að skaðlausu". Meira
Kæri Velvakandi.
Ég fór í tvo stóra uppskurði 1982
og 1983 og eftir það var ég alltaf
slöpp, náði mér ekki nægilega,
þannig að ég þurfti að leggjast fyrir
daglega eftir hádegi. Það leist mér
ekki á og þráði aftur minn eðlilega
lífskraft.
Þá komst ég í kynni við mann
sem hefur góða þekkingu á náttúm-
meðulum. Hann ráðlagði mér að
taka vítamín, auk „Sepía" og
„Nephrosolid", tvö náttúrumeðul
sem eru bönnuð á íslandi. Þar sem
þau voru samt fáanleg um tíma
fékk ég mér þessi efni og núna
eftir 7 mánuði er ég aftur eins og
ég var fram til ársins 1982, „ener-
gísk“ og frísk.
Ekki nóg með það. Fyrir u.þ.b.
hálfu ári hélt ég að ég þyrfti að fá
mér gleraugu enda orðin 45 ára
gömul og fannst því eðlilegt að ég
hefði orðið þörf fyrir þau. Samt var
ég ekki alveg sátt við það. Ég fékk
annað náttúrumeðal, „Euphrasias-
an“ (líka bannað), og er þrýstingur-
inn á augu mfn horfin. Sjónin er
skýrari og ég sé eins vel og fyrir
10 árum. Ég er útlendingur og hef
Þetta er reynd þeirra er prófað
hafa. Og þó eru ábyrgir menn sem
hafa valist í forystu til betra mann-
lífs á fullri ferð að veija kröftum
sínum til að koma á löggjöf um
bruggun áfengs öls hér á landi og
auka þar með á vandann og leggja
snörur fyrir æsku'ýðinn. Menn tala
um vægari drykki og að ölið muni
fá menn til að leggja hið sterkara
til hliðar. Þetta held ég þekkist
hvergi. Eins og reynslan sýnir
að segja annar ritstjóra Þjóðviljans
notaði þetta vitlaust í sunnudags-
grein um daginn. Átta menn sig
ekki á því að „að ósekju" merkir
„án sakar" eða „að vítalausu" án
þess að baka sér sök?
Hið síðara atriði er beyging orðs-
ins „Flugleiðir" í þolfalli, sem ís-
lendingar virðast aldrei ætla að
geta lært. Svo ég vitni aftur í Þjóð-
viljann, þá var þráfaldlega talað þar
um Flugleiði í ritstjómargrein; þó
gæti það verið að kenna slælegum
piófarkalestri. Ef menn hugsuðu
sig örlítið um sæju þeir að orðið
beygist auðvitað eins og leiðir
(kvk.), eða dytti nokkrum í hug að
tala t.d. um margar leiði í einhvem
stað? Annars er óskiljanlegt hvers
vegna svona villa kemur upp; eins
og ósjálffátt setur fólk orðið í karl-
kynsflokk með orðum eins og gestir
og staðir.
Þetta varð nú lengra en til stóð
í upphafi. Ég vonast svo bara til
að einhver gefí þessu gaum.
Steinn
verið á íslandi í 16 ár. Ég skil alls
ekki öll þessi bönn og þessa miklu
miðstjóm í svona litlu landi. Hvað
á t.d. að þýða að sjúklingur fái
ekki að vita aukaverkanir þeirra
lyfla sem hann tekur? Því megum
við ekki hjálpa ríkinu að spara
peninga með því að kaupa sjálf
náttúmdropa og „hómópatísk" lyf?
Margir læknar í Þýskalandi gefa
frekar „hómópatísk" lyf ef þau gera
sama gagn og kernísk lyf en eru án
aukaverkana. íslenskir læknar
hljóta að hafa kynnst þessum lyfj-
um í námi sínu erlendis og þekkja
virkni þeirra.
Eftir seinni uppskurðinn, sem var
gerður í Þýskalandi, fékk ég sent
lyf sem ég varð nauðsynlega að
taka. Þessi lyf voru gerð upptæk
af tollinum, bönnuð af lyfjaeftirlit-
inu. Það var prófessor á borgarspít-
alanum í Karlsmhe sem sagði mér
að taka inn þessi lyf í heilt ár. Ég
fór til Þýskalands til þess að sækja
þessi lífsnauðsynlegu lyf. Finnst
mér svona afskiptasemi full mikil
og óþörf og óska ég þess að fólk
fái að ráða sjálft yfir líkama sínum.
Ingrid Krilger.
annars staðar er ölið aðeins viðbót.
Það er talað um að ölið sé ekki
hættulegt og skaði engann. Það er
lfka talað um ölæði og af hveiju
kemur þáð. Nei, öll þessi barátta
fyrir að koma öli og bjór um kverkar
æskunnar er af gróðasjónarmiðum
einum. Það skiftir sem sé mestu
máli að maður græði á því eins og
Steinn Steinarr orðaði það. Því
verður það aldrei nógu brýnt fyrir
þeim sem leiðsögu hafa að snúa sér
fremur að uppbyggingu mannsins
en niðurrifi. Það er ekki nóg að þvo
hendur sínar þegar ólánið er dunið
yfir. Ég hefi aldrei skilið þann laus-
ungarhátt sem ver sölumennsku
áfengis og annarra vímuefna. Það
getur ekki annað en mengað hugar-
far gert. Um leið og menn veljast
í lykilstöður þjóðfélagsins verða
þeir að gera það upp við sig hvort
þeir ætla sér að fylgja því eftir sem
uppbyggilegt er hreinu mannlífi eða
ekki. Það er hart ef þjóðin er komin
á það stig og forystuliðið telur það
til framdráttar fylgis að auka á
bjór og brennivín eða annað eitur.
Hitt er vitað mál að áfengisauðvald-
ið hefír allar klær úti og sjálfboða-
liða í hveiju homi. Auglýsingar og
gyllingar og greiðslur til hinna ólík-
ustu málefna sýna það og ekkert
er sparað til að koma þessum efnum
á markað. Þeir sem lenda svo í
neti freystinganna sleppa þaðan
ekki nema með laskaðan eða brot-
inn lífsbát. Þetta er saga allra alda.
Menn skoða aldrei endirinn í upp-
hafi. Hver er svo uppskeran. Skáld-
ið segin
Höfuðkvalir, mórall, maginn,
manngildisins töpuð völd.
Ef þú myndir morgundaginn
minnadiykkirþúíkvöld.
Erum við ekki sammála?
Ámi Helgason
Gyrarfoakka.
HUMARVERTÍÐIN er nú hafin
á Eyrarbakka. Fyrsti humarinn
barst á land fyrir helgina og í
gær, mánudag, lönduðu 7 bátar
samtals 22 tonnum af slitnum
humri. Lönduðu þeir ýmist í
Þorlákshöfn eða á Eyrarbakka.
MikiII afli virðist vera á öllum
humarmiðunum og þess eru
dæmi að bátar hafi komið með
helminginn af kvóta sinum úr
þessum fyrsta róðri. Allir sem
vettlingi geta valdið eru komnir
í humarvinnsluna hjá Suðurvör
Innilegar þakkir til þeirra sem heiÖruÖu mig-
meÖ komu sinni, gjöfum og kveÖjum á 75 ára
afmœlisdaginn minn, hvítasunnudag 18. maí
sl.
Haraldur Sæmundsson,
Karlagötu 1, Reykjavík.
Utankjörstaða-
skrifstofa
SJ ÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar 688322, 688953 og 688954.
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla
alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu-
dagakl. 14-18.
Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna
vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á
kjördegi 31. maí nk.
Söngskglinn í Rcykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist í
Söngskólanum í Reykjavík
veturinn 1986—1987 er til 2. júní nk.
Umsóknareyðublöð fást í bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar, á skrifstofu skól-
ans að Hverfisgötu 45, símar 21942 og
27366 daglega kl. 15—17.30 þar sem allar
nánari uppl. eru veittar.
Skólastjóri.
í Bðnabœ
i kvöld kl. 19.30.
Hœsti vinningur aö verömœti kr. 45.000,-
Heildarverömœti vinninga ekki undir kr. 180.000,-
Óvœntir hlutir gerast eins og venjulega.
Húsið opnar kl. 18.30.
Dollaragrín eða
dollar grin?
„Það er böl
að þjóra öl“
Þaðerböl, aðþjóraöl
þegarvölerbetraá
verðurdvölin vítiskvöl
varla svölun neina að fá.