Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
29
Persaflóastríðið:
Iranir gerðu
loftárás á
v-þýskt skip
Manama, Bahrain. AP.
ÍRANSKAR herþotur gerðu ný-
lega árás á vestur-þýskt gáma-
flutningaskip á Persaflóa, að þvf
er starfsmenn sjóslysavama í
Bahrain sögðu í gær.
Þeir sögðu enn fremur, að árásin
hefði bersýnilega verið gerð í hefnd-
arskyni fýrir eldflaugaárás íraka á
olískip með íranska hráolíu innan-
borðs.
Sögðust starfsmennimir hafa
heyrt Qarskiptasendingar, þar sem
greint hefði verið frá árásinni, en
engar frekari upplýsingar gefnar.
Pólland:
í hungnrverkfalli
í rúma sjö mánuði
AP/Símamynd
Abdel Salma Jalloud, næstæðsti valdamaður Libýu, (t.v.), tekur hér
i höndina á Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, á
flugvellinum í Moskvu.
Gorbachev ræðir við
hægri hönd Khadafys
Varaforseti Sýrlands í Moskvu
Varsjá. AP.
SAKSÓKNARI hersins í Pól-
landi hefur lagt fram kæru á
hendur Czeslaw Bielecki, ein-
um leiðtoga verkalýðshreyf-
ingarinnar Samstöðu. Hann
gaf út ólöglegt blað og hefur
verið í hungurverkf alli í fang-
elsi frá þvi í október á síðasta
ári. Hann er ásakaður um að
hafa haft valdarán í hyggju.
Bielecki, sem er 38 ára gamall,
var handtekinn af lögreglu í aprfl
á síðasta ári, en hóf hungurverk-
fallið 13. október til að knýja á
um kröfur þess efnis að hann fengi
sérstaka meðferð, sem fangi af
samviskuástæðum. Fæðu hefur
verið neytt ofan í Bielecki og hefur
heilsufar hans ekki versnað, að
sögn Jerzy Urbari talsmanns ríkis-
stjómarinnar. Áður hafði hann
verið lagður inn á sjúkrahús eftir
að hafa lést um rúm 30 kfló vegna
hungurverkfallsins.
Ef Bielecki verður fundinn
sekur þá á hann yfír höfði sér
eins til tíu ára fangelsi.
Moskvu. AP.
MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, ræddi í gær við
Abdel Salam Jalloud, næstæðsta
valdamann Líbýu, í Kreml. Abdel
Halim Khaddam, varaforseti
Sýrlands, kom i gær til Moskvu.
Talið er að stefna Bandaríkja-
manna i Miðausturlöndum verði
Veður
víða um heim
Lœgst H«ost
Akureyri 6
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berifn
Brússel
Chicago
Dublln
Feneyjar
Frankfurt
Ganf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Kaupmannah.
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Lúxemborg
13
11
11
26
15
13
10
16
Malaga
Mallorca
Miami
Montreal
Moskva
NewYork
Osló
Parfs
Peking
Reykjavfk
RfódeJaneiro 18
Rðmaborg 16
Stokkhólmur 10
Sydney 10
Tókýó 13
Vínarborg 9
Þórshöfn
28
24
25
22
18
11
25
27
27
16
29
25
22
27
23
17
26
18
24
30
29
26
19
25
14
26
27
10
30
31
17
21
23
20
10
skýjað
vantar
helðskfrt
hátfskýjað
heiðskírt
skýjað
skýjað
rigning
heiðskfrt
heiðskfrt
skýjað
skýjað
heiðskírt
skýjað
heiðskfrt
heiðskfrt
heiðskfrt
heiðskfrt
heiðskfrt
rigning
heiðskfrt
léttskýjað
skýjað
skýjað
heiðskfrt
skýjað
skýjað
skýjað
heiðskfrt
skýjað
skýjað
heiðskfrt
heiðskfrt
heiðskfrt
skýjað
heiðskfrt
skýjað
gagnrýnd á fundi þremenning-
anna.
Gorbachev varaði Bandaríkja-
menn og ísraela við því á mánudag
að gera árás á Sýrland, Líbýu eða
Frelsissamtök Palestínu (PLO).
Slflct gæti haft „hrikalegar afleið-
ingar".
Denis Healey, talsmaður breska
Verkamannaflokksins um utanrík-
ismál, kvað Gorbachev hafa látið
orð þessi falla á fundi með breskum
þingmönnum í Kreml á mánudag.
Sovéska fréttastofan TASS
greindi ekki frá því um hvað viðræð-
ur Gorbachevs og Jallouds hefðu
snúist. Líbýumaðurinn ræddi einnig
við Nikolai I. Ryzhkov, forsætisráð-
herra í gær, en ekki er vitað hvað
þeim fór á milli. Þetta eru fyrstu
viðræður milli háttsettra embættis-
manna frá Sovétríkjunum og Lábýu
frá því Bandaríkjamenn gerðu árás
áLíbýu 15. apríl.
Eduard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra, tók á móti Khaddam,
varaforseta Sýrlands, og ræddu
þeir saman.
Vladimir Lomeiko, talsmaður
utanríkisráðuneytisins, sagði að
Tékkneskur
prestur
ofsóttur
Vín. AP.
TÉKKNESKA lögreglan réðist
inn á heimili mómælendaprests,
Jans Dus, sem undirritaði mann-
réttindayfirlýsinguna „Carta 77“
og leitaði þar i tuttugu klukku-
stundir 22. og 23. maí, að þvi er
haft er eftir tékkneskum útflytj-
anda.
Ofsóknimar á hendur Dus hófust
eftir að hann skrifaði Gustav Hus-
ak, forseta, bréf og kvartaði yfír
því að lögreglan sendi frá sér rang-
ar upplýsingar um mannréttinda-
hópinn. Þar hefði Dus einkum átt
við falsaða stefnuyfirlýsingu, sem
lögreglan birti til að rægja hópinn.
viðræðumar í gær myndu bæta
samband Líbýumanna og Sovét-
manna. Lomeiko kvað viðræður
Shevardnadzes og Khaddams tíma-
bærar nú þar sem aukin spenna
væri í Miðausturlöndum og við
Miðjarðarhafíð.
ERLENT
Líbanon:
Verða gíslarn-
ir myrtir?
Beirút. AP.
í NAFNLAUSU símtali var því
hótað í gær að drepa alla banda-
riska, breska og franska gísla,
sem eru í haldi hjá Jihad, samtök-
um múhameðstrúarmanna, að
sögn útvarpsstöðvar i Líbanon.
Það er ekki óvanalegt að útvarps-
stöðvar og aðrir fréttamiðlar fái
naftilaus símtöl, þar sem ýmsu er
haldið fram, sem síðan hefur ekki
reynst á rökum reist. Þannig var
þvi haldið fram á mánudag að
tveimur frönskum gíslum yrði
sleppt, en það hefur ennþá ekki
reynst vera sannleikanum sam-
kvæmt.
Ágreiningnr milli
leiðtoga Frakklands
Coetquidan, Frakklandi. AP.
FRANCOIS Mitterrand, forseti
Frakklands, staðfesti að hann
væri á öndverðum meiði við
Jaques Chirac, forsætisráðherra,
um geimvarnaáætlun Banda-
rikjamanna í ræðu í frönskum
herskóla í gær.
Mitterrand hefur frá upphafí
verið andvfgur tilraunum Banda-
ríkjastjómar til að fá Frakka til að
taka þátt í rannsóknum á geim-
vömum. Hann sagði við nema her-
skólans að Frakkar bæru aðeins
ábyrgð á eigin ákvörðunum og létu
ekki draga sig inn í áætlun sem
þeir hefðu ekki ákvörðunarrétt um.
Chirac sagði aftur á móti í síð-
ustu viku að Frakkar gætu ekki
fírrt sig ábyrgð á þessari fyllilega
réttlætanlegu áætlun.
ÞAÐ ER ENGH SPURNING,
HJÓLIN FFÁ ERNINUM
STANDA
UPPUR
— — Reiðhjólaverslunin_
ORNINN
Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888