Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 28
M MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Suður-Afríka: Hreinsun haf in í Crossroads Crossroads, Jóhannesarborg. AP. AP/Ljósmynd Brynvarinn vagn lögreglunnar I Crossroads-fátækrahverf inu er átökin áttu sér þar stað í síðustu viku. Israel: Yfirmaður öryggisþjónust- unnar dreginn fýrir dóm? TetAviv.AP. YITZHAK Zamir, domsmálaráðherra Israels, sagði í gær, að hann væri ákveðinn í að draga yfirmann Oryggisþjónustu ríkisins fyrir dóm þrátt fyrir að hart hefði verið lagt að sér að láta málið falla niður. Yfirmanninum er kennt um að hafa hindrað, að skýrt yrði frá því, er ísraelskir hermenn börðu til bana tvo palestínska fanga, sem rænt höfðu israelskum strætisvagni. HREINSUN er nú hafin í Cross- roads-fátækrahverfinu í ná- grenni Höfðaborgar í Suður- Afríku, en átök blökkumanna Gengi gjaldmiðla Lundúnum. AP. GENGI Bandaríkjadals flökti nokkuð á gjaldeyrismörkuð- um í gær. Breska pundið hækkaði heldur frá þvi i fyrradag, kostaði 1,4965 frá 1,4950 á mánudag. Gengi nokkurra annarra helstu gjaldmiðla heims, var sem hér segir. Gengið frá því á mánudag innan sviga. Dalurinn kostaði 2,2860 vestur-þýsk mörk (2,2810), 1,8905 svissn- eska franka (1,8908), 7,2865 franska franka (7,2685), 2,5735 hollensk gyllini (2,5660), 1.566,50 ítalskar lírur (1.563,50), 1,3717 kanadíska dali (1,3716) og japanska yenið 169,68(169,75). Afganistan: Islamabad, AP. SKÆRULIÐAR hafa næstum daglega gert skyndiárás á skot- mörk i Kabúl og nágrenni, að sögn heimildrmanna, sem ekki vilja láta nafn síns getið. Hafa árásir þeirra afærst i aukana eftir að draga fór nær sumri. Það er einkum flugvöllurinn, hernaðarmannvirki Sovétmanna í ÞÚSUNDIR launþega í Noregi eru nú i verkföllum. Áhrif verk- fallanna eru þó ekki mikil, vegna þess að veittar hafa verið undan- þágur frá þeim í mörgum starfs- greinum. Ahrifanna gætir hvað mest hjá kennurum og i mörgum skólum liggur kennsla algerlega niðri af þessum sökum. Verkfall hefur verið boðað í flug- samgöngum, en undanþágur verða veittar þar, svo að væntanlega verður unnt að halda uppi venjulegu áætlunarflugi. í lok þessarar viku falla sjónvarpsútsendingar að mestu niður vegna verkfalls starfs- manna hjá norska ríkisútvarpinu, sem boðað hefur verið. Það á eftir að bitna á flestum dagskráratriðum sjónvarpsins, en þó standa vonir til, að almennar fréttaútsendingar haldist með eðlilegu móti. Þetta kann samt að hafa það í för með sér, að Norðmenn missi með öllu af því að sjá heimsmeist- arakeppnina í knattspymu, á meðan hún stendur yfir. í dag lagði yfir- maður sjónvarpsins hins vegar fram beiðni um undanþágu, svo að unnt verði að sýna leikina þaðan, en vitað er, að almenningur í Noregi hefur mjög mikinn áhuga á keppninni. Verkföllin hafa einnig bitnað mjög á íþróttalífi í Noregi sjálfum. Þannig fóru engir leikir fram í 1. deild norsku knattspymunnar um síðustu helgi. Það eru stéttarfélög starfsmanna ríkis og bæja, sem eiga í verkfalii. þar fyrir tæpri viku, lögðu stóran hluta hverfisins í rústir. Að minnsta kosti 44 blökkumenn létu lífið í átökunum og heimilis- lausir eru taldir vera á bilinu 2Ö—50 þúsund manns. Sumir ibúa hverfisins halda því fram að lögregla hafi skipulega unnið að því í átökunum að sem flest hús eyðilegðust, þar sem áætlun rík- isstjómarinnar gerir ráð fyrir að flestir íbúanna flytjist til annars hverfis. Fregnir þessa efnis hafa verið boraar til baka af lögreglunni. Ofgasinnaðir hvítir hægri menn hafa hert baráttu sína gegn öllum fyrirætlunum um að slakað verði á kynþáttastefnu ríkisstjómarinnar. Reyna þeir að virkja ótta fólks við breytingar á ríkjandi ástandi. í síð- ustu viku hleyptu hægri menn upp stjómmálafundi R.F. Botha, utan- ríkisráðherra, frá Afrikaner-flokkn- um, hinu ríkjandi stjómmálaafli í Suður-Afríku. Hafa þeir hótað framhaidi á slíkum aðgerðum. borginni og stjómarstofnanir sem orðið hafa fyrir barðinu á árásun- um. Að sögn eins vestræns sendi- ráðsstarfsmanns vom fregnir þess efnis á sveimi að skæruliðar hefðu gert 30 háttsettum starfsmönnum Kommúnistaflokksins fyrirsát og fellt þá er þeir vom á ferð í ná- grenni Kabúl í langferðabíl. Þau vilja ekki sætta sig við þá 8,35% launahækkun, sem boðin hefur verið. Þau hafa hins vegar ekki viljað lama þjóðfélagið með verkföllum, því að þá myndi ríkis- stjómin væntanlega þvinga fram lausn deilunnar með gerðardómi. ísraelska þjóðþingið hefur að undanfomu haft til meðferðar Qór- ar vantrauststillögur frá smáflokk- um úr stjómarandstöðinni og vom þessar tillögur bomar fram vegna óánægju með, hvemig stjómin hefur tekið á þessu máli. í viðtaii við ísraelska útvarpið komst Zamir svo að orði, að aldrei hefði verið reynt að beita sig jafn miklum þvingunum og í þessu máli, en hann myndi samt ekki láta undan. Zamir sagði þetta, eftir að ísraelsstjóm ákvað að víkja jrfír- manni öryggisþjónustunna ekki úr stöðu sinni að svo komnu. Nafn hans var ekki tilgreint, enda er nafn þess, sem gegnir þessu emb- ætti aldrei tilgreint í ísrael af ör- yggisástæðum. Mjög lítið er vitað um yfirmann þessarar stofnunar yfírleitt. Haft er eftir Isser Harel, fyrrverandi yfirmanni ísraelsku lejmiþjón- ustunnar (Mossad), að yfirmaður öryggisþjónustunnar hefði starfað með honum við brottnámið á stríðs- glæpamanninum Adolf Eichmann frá Argentínu 1960. Yfírmaðurinn á að hafa hvatt vitni til þess að segja ósatt frá fyrir rétti, er verið var að rannsaka dráp á tveimur Palestínumönnum, sem Nuuk, frá fréttaritara Morgunbladsins, FYRSTI japanski togarinn af sextán, sem fengið hafa leyfi til veiða í grænlenzkri landhelgi, er kominn til Nuuk. Hinir fímmtán koma næstu daga. Japönsku togaramir fá að veiða samkvæmt samningi, sem grænlenzka stjórain hefur gert við mjög stórt japanskt útgerðarfyrirtæki. Fyr- irtækið greiðir 25 miiy. d. kr. (tæpl. 125 millj. ísl. kr.) á þessu ári fyrir heimild til þess að veiða ýmsar fisktegundir en þó aðal- lega karfa. rændu strætisvagni í apríl 1984. Samkvæmt upplýsingum ísraels- hers dóu mennimir tveir af sárum sínum á leið í sjúkrahús, en síðari rannsóknir hafa leitt í ljós, að þeir voru barðir til dauða í yfirheyrslu. Af þessum sökum var háttsettur foringi í hemum víttur og tveir menn úr öryggisþjónustunni reknir úr starfi. Þessi fjárhæð er hámarksfjárhæð, sem er komin undir því, að veiðar Japana gangi vel. Landsstjómin hefur gert samninginn með skír- skotun til, að veiðifloti Grænlend- inga sjálfra hefur ekki getu til þess að veiða þennan afla, en jafnframt eiga Japanir að miðla Grænlending- um af þekkingu 'sinni og kunnáttu við fiskveiðar og hjálpa þeim við sölu á sjávarafurðum í Japan. Belgía: Kennarar í verkfalli Brussel, AP. ÞÚSUNDIR kennara í frönsku- mælandi hluta Belgíu lögðu nið- ur vinnu í gær til þess að mót- mæla fyrirhuguðum neyðarráð- stöfunum ríkisstjóraar landsins í efnahagsmálum. Verkfall kennaranna fer saman við verkfallsaðgerðir fólks sem vinnur við samgöngur í Belgíu en það hefur verið með aðgerðir und- anfamar vikur. Hefur það truflað jámbrauta- og strætisvagnasam- göngur síðustu þijár vikur og orðið til þess að póstsamgöngur hafa ekki verið sem skyldi. Umræða fór fram í gær í belgíska þinginu um neyðarráðstafanir ríkis- stjómarinnar. Þær gera ráð fyrir að opinber útgjöld verði skorin niður um 200 milljarða franka, um 170 milljarða íslenskra króna, á þessu ári og því næsta. Verkalýðssamtök- in halda því fram að ráðstafanimar verði til þess að þúsundir atvinnu- tækifæra glatist og er þó atvinnu- leysi í landinu ærið fyrir. Boris Gulko fer frá Sovétríkj- unum á morgun Moskvu, AP. BORIS Gulko, fyrrverandi skákmeistari Sovétríkjanna, hefur fengið brottfararleyfí frá Sovétríkjunum og mun fara þaðan á morgun, fimmtudag, ásamt konu sinni og syni. Sovézk yfirvöld skýrðu Gulko frá því fyrr í þessum mánuði, að hann og fiölskylda hans fengju vegabréf8árítun til þess að fara úr landi, ef hann hætti mótmælaað- gerðum þeim, sem hann hefur haldið uppi. Gulko var handtekinn Qórum sinnum í apríl sl. í grennd við styttu skáldsins Nikolais Gogol fyrir að halda þar á loft skilti, þar sem á stóð: „Leyfið okkur að fara til ísraeis." Gulko, sem er 38 ára gamall, varð skákmeistari Sovétríkjanna 1977. Honum hefur verið neitað um leyfi til að taka þátt í skákmót- um bæði heima og erlendis, allt frá því að hann sótti fyrst um leyfi til að flytjast burt frá Sovét- ríkjunum. Gulko, Anna Akhsharumova kona hans og Davíð sonur þeirra munu halda til ísraels með við- komu í Vínarborg á morgun, fímmtudag. Á síðasta ári veittu Sovétríkin 1.140 gyðingum leyfí til þess að fara úr landi og var það aðeins meira en 1984, en þá fengu aðeins 904 gyðingar að yfírgefa Sovét- Boris Gulko ríkin og hafa aldrei verið færri. Brottflutningur gyðinga frá Sov- étríkjunum náði hámarki 1979, er 51.330 gyðingar fengu að fara þaðan. Árásir skæru- liða í Kabúl Víðtæk verk- föll í Noregi Osló, frá fréttaritara Morgunblaðsins, J.E. Laure. Grænland: Japanir hefja veiðar sínar N. J. Bruun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.