Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986 63 Jón Páll vann málið gegn ÍSÍ Á FÖSTUDAGINN fóll dómur fyrir Bæjarþingi Reykjavikur í máli, sem Jón Páll Sigmarsson höfðaði gegn ÍSÍ til að fá niðurfellt tveggja ára keppnisbann, sem nefnd innan fSI setti hann í. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lög- frœðings Jóns Páls, fœr hann dóminn í hendur í dag, en sam- kvæmt dómsorði hefur Jón Páll verið leystur úr keppnisbanni og það dæmt ógilt. „Þetta er sigur fyrir Jón Pál og þann málstað, sem hann hefur barist fyrir og um leið staðfesting á því að staðið var að ólöglegum aðgerðum gegn einum af okkar bestu íþróttamönnum, en réttlætið hefur náð fram að ganga og það verður ekki troöið á æru manna,“ sagði Ólafur Sigurgeirsson, for- maður Kraftlyftingasambands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið ígærkvöldi. Hvorki náðist í Jón Pál, en hann tekur nú þátt í Hálandaleikunum í Skotlandi, né forráðamenn fSf. Jafnt hjá Dönum • Ludek Miklosko, markvörður Tókka, stóð sig vel í ieiknum og varði m.a. vftaspymu. Hór er hann á róttum stað sem oftar f leiknum. Reykjavíkurleikarnir: Frá Gunnari Gunnaruynl, fréttaritara Morgunblaðalns (Danmöricu. I gærmorgun lóku Danir sinn síðasta æfingaleik áður en heimsmeistarakeppnin f knatt- spymu hefst f Mexfkó. Leikurinn var gegn Kolumbfu og lyktaði honum með jafntefli, hvoru liði tókst að skora tvö mörk. Danir voru fyrri til að skora og gerðu þeir reyndar bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Fyrst Ælkjer og síðan Simonsen en í síðari hálfleik skorðu heimamenn tvívegis og jöfnuðu þar með leikinn. Fyrri hálf- leikur þótti vel leikinn og skemmti- legur en sá siöari var slakur. Sér- staklega voru Danir slakir þá. Morten Olsen var tekinn útaf í síðari hálfleik vegna magakvilla og við það riðlaðist vörnin algjörlega, einnig vegna þess að Nilsen var ekki með i leiknum af sömu ástæðu og Olsen vartekinn útaf. Það hefur annars komið mikið á óvart hversu vel litlu leikmennirnir, Jesper Olsen og Alan Simonsen, hafa komið út í hinu þunna lofti. Stóru mennirnir í liðinu eins og Jan Mölby eiga hinsvegar mun erfiðara með að ná tökum á loftstaginu. Dönsku leikmennirnir eru orðnir dálítið þreyttir á dönskum blaða- mönnum því það eina sem þeir vilja fá að vita er hvernig þeim gengur að aðlagast loftinu og hvort ekki sé vont fyrir þá að leika í svona þunnu lofti. Sören Lerby brást hinn versti við í gær er hann var spurður að þessu af dönskum blaðamanni og sagði: „Ég nenni nú ekki aö svara þessari spurningu einu sinni enn. Þið fjalliö sífellt um loftsiagið hér og geröuð þaö einnig fyrir ári. Loftiö var þunnt þá og það er enn jafn þunnt og ég held það eigi eftir að vera svona næstu 100 árin. Þið ættuð frekar að snúa ykkur að því aö skrifa um knatt- spyrnuna en ekki veðrið." Þrekþjálfari danska liðsins, Hol- lendingurinn Ritchard Schmith, er ekki ánægður með þá Laudrup og Ælkjer. Hann segir þá ekki í neinni líkamlegri æfingu og reyndar séu þeir í slakasta forminu af öllum leikmönnum liðsins. Þess má geta í lokin að Laudrup lék ekki með í leiknum í gær vegna þess að hann hafði ofkeyrt sig á þrekæfingu. „Hann er ( allt of lítilli þjálfun," sagði þjálfarinn. Tékkar betri en írar unnu Þurrkað f sólinni MorgunDiaoio/cmar raiur •írsku áhorfendumir sem fylgdu llðl slnu hingað til lands hafa notið veðurfolfðunnar f Reykjavfk á milli þess sem þeir hafa verið á vellinum að hvetja sfna menn. í gær vom þeir niður á Austurvelli þar sem þeir voru að þurrka fánana sfna og veifumar fyrir leikinn f gærkvöldi gegn Tókkum. írar unnu leikinn og þvf geta áhorfendumlr farið hamingjusamir heim f dag með sigurverðiaunin en írska liðið heldur einnlg heim f dag. ÍRAR TRYGGÐU sór efsta sætiA á Reykjavikurteikunum f knattspymu í gærkvöldi, þegar þeir unnu Tókka 1:0 á aðalleikvanginum f Laugar- dal, eftir að staðan hafði verið 0:0 f hálfleik. Tókkar voru mun betri f fyrri hálfleik og sköpuðu sór nokkur góð marfcfæri eftir hraðan og góðan samleik, en þeim brást bogalistin þegar nálgaðist marfc íra og tókst ekld að skora. Frekar dofnaði yfir leiknum f sfðari hálfleik, en á 61. mfnútu fengu frar dæmda vafesama vftaspymu, en marlcvörð- ur Tókka, Ludek Miklosko, varði lólegt skot Mick McCarthy. Eftir þetta lifnaði aftur yflr Tókkunum og enn fengu þeir góð færi, en mistókst að skora. A 83. mfnútu kom sfðan eina mark leiksins. Frank Stapleton, sem kom inn á sem varamaður á 56. mfnútu, fókk knöttinn rótt innan við miðlfnu á vallarhelmingi Tékkanna, lók hratt upp miðjan völlinn og skaut sfðan hörkuskoti af rúmlega 20 m færi og hafnaði knötturínn f þaknetinu fyrir miðju marki, algjöríega óverjandi fyrir Ludek Miklosko, marfcvörð Tókka. Tókkar reyndu árangurslaust að jafna leiklnn en höfðu ekki árangur sem erfiði. Fyrstu mínútur leiksins sóttu liðin á víxl án þess að skapa sér umtalsverð færí. Á 12. mínútu kom fyrsta marktækifæríð í leiknum. Mick McCarthy gaf góða sendingu inn í vítateig Tékka, en John Aldrídge skallaði beint í fangið á tékkneska markverðinum. Tékkar brunuðu upp, Miroslav Siva, besti maður Tékka, lék á tvo íra, en ír- arnir náðu að bjarga í hom. Tékk- amir héldu áfram að sækja og sérstaklega áttu írar í erfiðleikum með Siva, sem stakk þá af hvað eftir annað. Paul McGrath komst í gott færí á 25. mínútu, en Tékkar björguðu í hom, og skömmu síðar átti hann gott skot frá vítateig, en markvörð- ur Tékka var á réttum stað og átti ekki í erfiðleikum með skotið. Á 36. mínútu léku Tékkar hratt upp vinstrí kantinn, Josef Chovanec gaf á Karel Kula, sem framlengdi sendinguna á Ivan Hasek sem var í góðu markfærí, en í stað þess að skjóta gaf hann knöttinn fyrir markið, þar sem enginn Tékki var fyrir, og sóknin rann út í sandinn. Skömmu síðar var Siva enn á fullri ferð, en Payton tókst að verja hörkuskot hans frá vítateigshorni. Á 41. mínútu fengu írar fríspark á miðjum vallarhelmingi Tékka, Qu- inn fékk góða sendingu inn í víta- teiginn, en skot hans fór framhjá markiTékka. Síðari hálfleikur var daufari, en þó fékk Hasek gott færí á 48. mín- útu, en skaut yfir. Á 61. mínútu dæmdi Óli P. Olsen vafasama víta- spymu á Tékka. Frantisek Straka Texti Steinþór Guðbjartsson Einar Falur handlék knöttinn, en var hann innan eða utan vítateigsins? Mick McCarthy tók vitaspymuna og varði markvörður Tékka auöveld- lega í hom. Á 63. mínútu fékk Siva góða sendingu frá Berger, en hörkuskalli hans fór naumlega framhjá. Sókn Tékka hólt áfram og á næstu mínútu komst Siva aftur í dauðafærí, en sendi knött- inn út í teiginn, og írar bægðu hættunni frá. Tékkar sóttu stíft næstu mínútumar, en þaö kom í hlut íra að skora eina mark leiks- ins. Stapleton skoraði glæsilegt mark á 83. mínútu af rúmlega 20 m færí, óverjandi fyrír markvörð Tékka. Tékkar reyndu að jafna metin, en tíminn var of naumur. Lið íra var nokkuð jafnt í þessum leik og var ekki eins mikill kraftur í leikmönnunum eins og á móti íslandi. Bestir voru Paul McGrath og Ray Hughton. Hjá Tékkum var Siva langbestur meðan hans naut við, en hann fór út af þegar 15. mínútur voru eftir. Hinn leikreyndi Ladislav Vizek var einnig mjög góður og Ivan Hasek átti góða spretti. Gunnartil Malmö GUNNAR Gunnarsson hand- knattleiksmaður í Danmörku mun að öllum liklndum ganga fró samningi viö handknattleiksliðið Malmö f Svfþjóð á morgun. í samtali við Morgunblaðið f gær sagðist hann fera til Sviþjóðar á morgun og ganga frá samningi. „Það er að vísu ekki alveg búið að ganga endanlega frá öllum endum en líkurnar eru svo til 100%. Ég mun þá búa í Danmörku fyrsta hálfa áríð og Ijúka námi þar en síðan flyt ég til Lundar," sagði Gunnar í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.