Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986 51 Minning: Unnur Þórarins- dóttir Urriðafossi Fædd 24. desember 1926 Dáin ll.mai 1986 í bamavagni við Bergstaðastræti er hvítt ullarteppi. Upphaflega var það pijónað handa stuttum telpu- hnoðra sem ekki mátti verða kalt. Síðan er liðið rúmt ár, fjölskyldan hefur stækkað og núna nýtur litli bróðir góðs af teppinu hlýja. í sjálfu sér má segja að þetta teppi láti ekki mikið yfir sér, það er lítið og látlaust en einkar snoturt og ber fagran vott um þær hagleiks- hendur sem prjónuðu það. Umfram allt er þetta litla teppi eins og örlít- il táknmynd um þann hlýja hug sem gaf það. Haustið 1984 kom Unnur frænka færandi hendi í heimsókn með þetta litla teppi. Það var hvorki í fýrsta né síðasta sinn sem ég naut góðs frá hennar hendi. Sem lítill dreng- hnokki var ég sendur í sveit til þeirra hjóna, Unnar og Haraldar, og var mér tekið frábærlega vel af þeim báðum. Mörg næstu sumur fékk ég að dvelja hjá þeim um tíma við heyskap, kúasmölun og annað sem til féll. Sú reynsla er mér ákaf- lega mikils virði. Ég lít á það sem forréttindi að hafa sem bæjarbam fengið að komast í svo náin kynni við náttúruna, dýrin og Qölbreytileg sveitastörf. Ometanlegt er einnig að hafa kynnst svo kærleiksríkri og semheldinni fjölskyldu sem Qöl- skyldan á Urriðafossi hefur alia tíð verið. Unni þekkti ég sem kæra frænku og sem dugmikla, greinda og glað- lynda konu. Hún hafði hlýtt hjarta sem vildi miðla öðrum. Við hlið manns síns stóð hún alla tíð sem tryggur og einlægur vinur og studdu þau hjónin hvort annað í sérhveiju sem að höndum bar. Það var Unni því þung raun að missa mann sinn fyrir rúmu ári. Hún hafði lagt sig alla fram um að styðja við bak hans til hinstu stundar þó hún gengi sjálf ekki heil til skógar. Síðustu tvö árin sem Unnur lifði háði hún erfiða baráttu. Hún glímdi við óvæginn sjúkdóm og erfíðar spumingar en ætíð hafði hún sterk- an vonameista í bijósti og lagði líf sitt í hendur þess Guðs er gaf henni lífið. Rúmum mánuði áður en hún lést kom ég ásamt fjölskyldu minni í heimsókn til hennar að Urriðafossi Kór tónlistarskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði. Grundarfjörður: Tónlistarskóla Eyrarsveitar slitið Tónlistarskóla Eyrarsveitar í Á hans herðum hefur allt starf Grundarfirði var shtið í Grund- arfjarðarkirkju 19. maí. I Tónlistarskólanum vora 42 nemendur sl. vetur og í Lúðrasveit staðarins vora 13 nemendur. f kór Tónlistarskólans eru 15 nemendur og vora flestir 18. Auk þess er litli kórinn, sem samanstendur af 8 og 9 ára bömum, og einnig var starf- andi forskóli við skólann fyrir 6 og 7 ára böm, þar sem þau fengu að kynnast undirstöðuatriðum hljóð- færaleiks og söngs. — Þetta era hinir upprennandi söngvarar og hljóðfæraleikarar framtíðarinnar. Einn kennari starfaði við skófann og er hann jafnframt skólastjóri og organisti kirknanna í sókninni. Hann heitir Ronald Tumer, amer- ískur að upprana. að tónlist hvflt í vetur og hefur hann náð frábæram árangri, enda mikill hæfileikamaður. Kvenfélagið Gleym mér ei gaf þijú hljóðfæri í Lúðrasveitina í vetur og hefiir áður styrkt hljóðfærasjóð skólans af myndarskap. Við skóla- slitin afhentu Lionsmenn í Grandar- firði fjögur hljóðfæri fyrir sveitina, sem koma sér vel næstu árin. Öll blásturshljóðfæri hafa verið gefin á síðustu árum og þetta er fyrsti veturinn sem lúðrasveit er starfandi við skólann af fullum krafti. Fýrr á árinu var keyptur forláta flygill, sem er í kirkju staðarins og þegar hefur sannað ágæti sitt. Við þessi kaup naut skólinn veralegs stuðn- ings fyrirtækja og einstaklinga á staðnum. EmP þar sem hún var alvarlega veik. Þá kom í Ijós að hún hafði nýlega látið gjöra sérstaka húfu með nafni dóttur minnar á, auk þess sem önnur dóttir Unnar hafði saumað alklæðnað á Sólveigu litlu. Þannig vora kynni mín af Unni, hún var ætíð persónuleg og hlý og miðlaði af hlýju sinni til hinstu stundar. Unni og Haraldi varð ijögurra bama auðið. Þau era nú öll uppkom- in en sakna sárt yndislegra foreldra sinna sem þau hafa misst með svo stuttu millibili. Bamabömin sem nú era fímm talsins sjá sömuleiðis á bak ástríkum afa og ömmu. Ég og ijölskylda mín vottum þeim innilega samúð og felum þau kærleiksríkum Guði. Hann vemdi þau og styrki á hverri tíð. Þórarinn Björnsson Liney Harðar- dóttir - Minning Fædd 16. október 1963 Dáin 19. maí 1986 Nú er hún dáin, elsku vinkonan mín, hún Líney. Af hveiju, spyr maður sjálfan sig, af hveiju? En það er sama hvað maður hrópar, ekkert svar berst. Vegir Guðs era órannsakanlegir og það er víst ekki okkar mannana að skilja þá. Við Líney kynntumst í æsku og vinátta okkar var sérstök. Sérstök vegna þess að við áttum okkur sömu áhugamál og sömu drauma. Þegar ég sit hér og skrifa þessar línur fyllist hugurinn af minningum um alla þá gleði og allar þær sorgir sem við áttum saman. Já, minningamar era eftir og við þær getum við yljað okkur um ókomna daga. Það kom að því að við Líney stofnuðum okkar eigin fjölskyldu og varð þá samband okkar stopulla en áður. Þrátt fyrir það fann ég alltaf þessa sömu hlýju, skilning, ástúð og vináttu í minn garð þegar að við hittumst. Nú er Líney horfin. Það er svo margt ógert og ósagt. En ég veit að við eigum eftir að hittast aftur °g þá getum við tekið upp þráðinn aðnýju. Núna á þessum erfiðleikatímum þegar sorgin leggst yfir okkur eins og hula eigum við þó lítið ljós sem lýsir skært í myrkrinu. Guð tók hana Líney til sín en hann gaf okkur líka litlu stúlkuna hennar sem verð- ur okkur huggun og styrkur á þessum sára stundum. Nú kveð ég elskulega vinkonu í síðasta sinn. Eg mun alltaf geyma minningamar um samverastundir okkar sem gáfu mér svo mikið. Mín kveðja til hennar er „þar til við sjáumst aftur“. Elsku Eddi, Hörður, Sigríður, systkini og fjölskylda, minningam- * ar lifa og ég vona að þær verði ykkur styrkur í þessari miídu sorg. Elin Aðalstræti 10: Vafi hvort húsið er byggt 1752 eða 1763 segir Ragnheiður H. Þórarinsdóttir „Það hefur löngum legið vafi á því hvort húsið við Aðalstræti 10 er byggt 1752 eða eftir brunann 1763,“ sagði Ragnheiður H. Þórar- insdóttir borgarminjavörð- ur en Lýður Björnsson sagn- fræðingur telur, samkvæmt upplýsingum sem hann hef- ur aflað um byggingarsÖgu Reykjavikur, engan vafa leika á að húsið sé byggt 1763. Ragnheiður sagði að í skýrslu sem Arbæjarsafn vann um Gijóta- þorp og gefín var út 1976, segi að nokkur óvissa ríki um aldur hússins. „Hefur það löngum verið talið byggt 1752. Sumir hafa talið, að það hafi verið dúkvefnaðarhús innréttinganna, sem hafi brunnið 1764, og húsið sem nú stendur sé reist á grunni þess," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Húsunum í Aðalstræti hefur alltaf fylgt nokk- ur þjóðsaga að sögn Ragnheiðar og nefndi hún sem dæmi að löngum hefði verið talið að skáli, sem innréttingamar nýttu og stóð þar sem nú er Gijótagata 4 hafi upp- haflega verið skáli Víkurbæjarins til foma. „Ég held að það hafi verið Reykvíkingafélagið sem setti skilti á Áðalstræti 10 á sínum tfma, þar sem stendur að það sé elsta hús í Reykjavík en ég er ekki svo gjör- kunnug því eða sögu þess félags og veit ekki hversu mikil könnun liggur að baki þess að skiltið var sett upp,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að á meðan ekki væri búið að sanna neitt um aldur hússins væri óþarfi að taka skiltið niður. Auðvitað væri ánægjulegt ef hægt væri að sanna aldur þess því alltaf væri betra að hafa það sem sann- arra reyndist. „Hinsvegar rýrði það ekki varðveislugildi hússins hvort það er ellefu áram eldra eða yngra, það era svo fá hús sem standa enn frá þessum tíma,“ sagði Ragn- heiður. ER BÍLLINN AGÓÐUVERÐI- KÚPLINGSDISKAR OG PRESSUR Original japanskir varahlutir í flesta japanska bíla. BILVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Á GÓÐU VERÐI - BENSÍNDÆLUR ACDelco Nr.l BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Beckers m Vörumarkaðurinn hi. jÁrmúla 1a. Sími 91-686117. Allar vikur verða fegrunarvikur með Beckers málníngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.