Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 35
Vegaframkvæmdir í sumar
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
35
Bundið slitlag
á 200 kílómetra
í ÁR ER áætlað að verja tæpum tveimur milljörðum króna til vega-
mála hérlendis. Er það nokkru minna fé en gert var ráð fyrir í
upphaflegri vegaáætlun fyrir 1986, þar sem ráðgert var að setja 2
milljarða og 40 milljónir króna i vegina. Alls verður sett bundið
slitlag á um 200 km vega og brýr verða byggðar víða um land fyrir
samtals um 110 milljónir króna. í árslok 1986 má reikna með, að
1.350 km vega á íslandi verði lagðir bundnu slitlagi, að sögn Snæ-
bjarnar Jónassonar vegamálastjóra.
Á veginn frá Reykjavík, norður Á Vestijörðum verða byggðar
til Akureyrar, verður í sumar lagt biýr á Ósá í Patreksfirði, Hofsá í
sc
bundið slitlag á u.þ.b. 47 kílómetra.
I Hvalfirði verður lagt á eina 11
kílómetra, í Norðurárdal milli Gljúf-
urár og Hraunár um 10 km og 16
km verða þaktir á Holtavörðuheiði.
í Húnavatnssýslu og Skagafirði
verða 10 kílómetrar þaktir. Eru
þetta samtals 11—12% af veginum
milli Reykjavíkur og Akureyrar.
í Vaðlareit á Svalbarðsströnd í
Eyjafírði verða 4 km lagðir bundnu
slitlagi.
I Austurlandskjördæmi verður
lagt á u.þ.b. 60 km, þar af 20—30
km í nágrenni Hafnar í Homafírði
austur í Hamarsljörð og Álftafjörð.
Á Skeiðarársandi verða lagðir 9
km af bundnu slitlagi.
Allir þeir kaflar sem taldir eru
hér á undan, eru á þjóðvegi nr. 1
eða hringveginum svokallaða.
Auk þess, sem hér er talið, verður
lagt bundið slitlag á hluta Þing-
vallavegar, nokkra kafla á Snæ-
fellsnesi og í Dölum, Austur-Barða-
strandarsýslu, Strandasýslu og á
ýmsum stöðum á Norðurlandi
eystra.
Þá verður vegurinn úr Breiðholti
til Vífílsstaða gerður akfær í sumar
og sett á hann slitlag, og er það
eitt stærsta verkefni Vegagerðar-
innar á þessu ári.
Auk þess að leggja bundið slitlag,
mun Vegagerðin vinna að ýmsum
vegabótum öðrum í sumar.
Miklar vegabætur verða gerðar
í Helgafellssveit á Snæfellsnesi.
Haldið verður áfram lagningu vegar
jrfir Steingrímsfjarðarheiði, unnið
verður að vega- og brúargerð á
Leirum við Eyjafjarðará, Norðfjarð-
arvegur um Fagradal verður bættur
og unnið verður við Austurlandsveg
á kaflanum Hof-Össurá í Álftafirði.
Þá eru miklar vegaframkvæmdir í
gangi í Mýrdalnum og hafa verið
síðan í vetur.
Svokallaður vegskáli verður
byggður yfir 90 metra langan kafla
vegarins um Óshlíð milli Isafjarðar
og Bolungarvíkur. Vegskáli þessi á
að hlífa vegfarendum fyrir gijót-
hruni og er hinn fyrsti sem er
byggður hérlendis. Mun mannvirkið
kosta um 23 milljónir króna, og er
það fé hluti þess fjár sem hér er
talið renna til nýsmíði brúa.
Allmargar brýr verða smíðaðar í
sumar. Á Suðurlandi verður byggð
ein brú, á Varmá í Hveragerði.
Á Vesturlandi verða smíðaðar
brýr á Kirkjufellsá í Grundarfirði
og Kaldá í Hnappadal.
Arnarfirði og Sandaá í Dýrafirði.
Á Norðurlandi vestra verður
smíðuð brú á Hofsá hjá Enni í
Skagafirði.
Á Norðurlandi eystra verður lögð
brú yfir Eyjafjarðará á Leirum og
er hún dýrust brúa í ár, til hennar
verður varið um 23 milljónum
króna. Þá verða lagðar biýr á
Bröndu í Eyjafirði og Ormsá hja
Raufarhöfn. Tvær brýr verða svo
byggðar á Gæsavatnaleið uppi á
öræfum, önnur á Skjálfandafljót og
hin á Jökulsá hjá Upptyppingum.
Þá verður ein brú byggð á Aust-
urlandi, á Bleiksá í Eskifirði.
Eins og áður er sagt, verður 110
milljónum króna varið til nýsmíði
brúa í sumar og er þá talinn með
vegskálinn í Óshlíð.
Helstu verkefni hvað varðar við-
hald brúarmannvirkja eru sem hér
segir:
Á Suðurlandi verður unnið að
steypuviðgerðum og ryðvöm á
brúm á Þjórsá og Hvítá á Iðu.
Lagfærð verða gólf brúa á Hólmsá,
Ulfarsá og Leirvogsá í nágrenni
Reykjavíkur.
Á Vesturlandi verður sett nýtt
brúargólf á brúna á Kjallaksstaðaá
á Klofningsvegi.
Á Vestfjörðum verður unnið að
steypuviðgerðum á brúnni á Mjólká
í Arnarfírði.
Á Norðurlandi vestra verða ryð-
varðar brýmar á Þverá í Blönduhlíð
og Hjaltadalsá á Hólavegi.
Á Austurlandi verður breikkuð
akbraut brúar á Hofsá í Vopnafírði
auk þess sem gert verður þar við
steypuskemmdir.
34 milljónum króna verður varið
í viðhald brúa.
Á undanfömum ámm hefur
minna fé verið veitt til vegafram-
kvæmda á fjárlögum, en áætlað var
í svokallaðri langtímaáætlun um
vegagerð. Ef farið hefði verið eftir
þeirri áætlun í ár, hefði fram-
kvæmdaféð verið um 2,8 milljarðar
króna, þegar tekið er mið af vísi-
töluhækkunum síðan áætlunin var
gerð. Snæbjöm Jónasson vega-
málastjóri sagði, að þrátt fyrir
þennan niðurskurð á seinni ámm,
hefði tekist að vinna flest það, sem
áætlunin gerði ráð fyrir, og er það
vegna hagstæðra tilboða, sem hafa
fengist í hin ýmsu verk, auk ýmiss
konar hagræðingar hjá Vegagerð-
inni sjálfri.
Steinullarverksmiðjan:
Kortið sýnir þá vegi sem áætlað er, að verði komnir með bundið slitlag í lok þessa árs. Alls eiga það
að vera 1.350 kílómetrar. Til samanburðar má geta þess, að hringvegurinn allur er rúmir 1.400 kOó-
metrar að lengd.
— Áætluð bundin
slitlög í
árslok 1986
Fyrsti viðræðufundur
um galla á bræðsluofni
FYRSTI viðræðufundur stjórnar
Steinullarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki og norska fyrirtæk-
isins Elkem um bætur vegna
galla á bræðsluofni verksmiðj-
unnar sem Elkem framleiddi.
Árni Guðmundsson stjómarfor-
maður Steinullarverksmiðjunnar
sagði að málin hefðu verið rædd
og ákveðið að halda annan við-
ræðufund innan tíðar.
Stjómendur Steinullarverksmiðj-
unnar telja að bræðsluofninn eyði
meira rafmagni en gert var ráð
fyrir auk þess sem hann væri af-
kastaminni. Ami sagði að sjálfsagt
yrði þetta erfitt mál að sækja, en
forráðamenn norska fyrirtækisins
viðurkenndu þó viss atriði.
Hann sagði að verksmiðjan væri
í gangi fjóra daga vikunnar, eins
og gert hefði verið ráð fyrir í upp-
hafi, og dygði það til að anna eftir-
spum á innanlandsmarkaði. Fram-
leiðslan væri mjög góð og markaðs-
setningin hefði tekist vel. Sagði
Ámi að verksmiðjan væri að þreifa
fyrir sér með útflutning til að geta
aukið framleiðsluna. Væri ýmislegt
í sigtinu sem gæfi góðar vonir.
Stórar sendingar af veggskápum eru teknar í hús. Á myndinni hér
fyrir ofan er tegund Oslo í mahoní. Verð 34.450,- Ljósa-
kappi 3.370,-
Útborgun 10.000,- — rest á 6 mánuðum.
HLISGÖCIM
húsgagna höllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK -91-681199 og 681410