Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 16
-16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Ábendingar um orðanotkun Békmenntir Jóhann Hjálmarsson íslensk samheitaorðabók. Ritstjórí: Svavar Sigrnundsson. Styrktarsjóður Þórbergs Þórð- arsonar og Margrétar Jóns- dóttur. Háskóli íslands 19S5. íslensk samheitaorðabók er fyrsta sýnilega verkefni Styrktar- sjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, en í skipu- lagsskrá sjóðsins frá 6. nóvember 1970 segir m.a. svo: „Tilgangur sjóðsins er að styrkja samningu og útgáfu ís- lenskrar samheitaorðabókar, rím- orðabókar og íslenskrar stílfræði, svo og að styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við út- hlutun úr sjóðnum skal samheita- orðabók sitja í fyrirrúmi." Eins og formaður sjóðsins, Jón Aðalsteinn Jónsson, bendir á í formála sjóðsstjómar er sam- heitabókin „frumraun sinnar teg- undar í íslenskri orðabókargerð". Það sem mestu varðar að dómi formannsins er að bókin „stuðli sem mest og best að því að auka fjölbreytni í máli og stíl manna". í formála ritstjóra, Svavars Sigmundssonar, er lögð áhersla á að bókin kennir ekki „rétta mál- notkun, heldur bendir á orð sem kæmu til greina eða hjálpar til að muna eftir orði sem notandi kann, en man ekki eftir í svipinn". Þess vegna getur bókin stuðlað að því „að gera óvirkan orðaforða virkan" eins og ritstjórinn kemst aðorði. Ekki var rúm fyrir skýringar orða eða ráðleggingar um notkun þeirra, en bókin gefur ákveðnar vísbendingar eins og líka kemur fram í formála ritstjóra. Að auka fjölbreytni í máli og stíl er vissulega nauðsyn og sama er að segja um það að gera óvirk- an orðaforða virkan. Menn nota yfirleitt þau orð sem þeir muna eftir í svipinn, að minnast kosti f daglegu tali, en gera má þær kröfur til þeirra sem tjá sig í rit- uðu máli að þeir hugi að blæbrigð- um málsins og grípi ekki alltaf til þeirra orða sem fyrst koma í hugann. Mörg gömul orð í málinu eru fullgild og ástæða er til að endurvekja sum þeirra. Svo að við förum ekki langt frá orðinu, þá skulum við til dæmis líta á hvemig íslensk samheitaorðabók gerir orðrómi skil: „afspum, almannarómur, ávæningur, diktur, flugufregn, flugufrétt, flökkukvis, hviksaga, kvis, kvittur, lausafregn, mæli, orð, orðasveimur, orðspor, pati, rykti, + lymtur, slæður, + spraki, spum, sveimur, sögusögn, umtal, ymtur; heyra orðróm um e-ð heyra hop á e-u.“ Það skal tekið fram að sum orð em skáletruð og merkir það að vísað er til þess orðs til nánari skýringar. Merkið + merkir sjald- gæft málfar, fomt eða staðbund- ið. íslensk samheitaorðabók verð- ur ekki talin nein allshetjarlausn fyrir þá sem þurfa eða telja sig Þórbergur Þórðarson þurfa að koma hugsun sinni til skila í vönduðum búningi. En það em margar góðar ábendingar í henni og valið er frjálst eins og tilvitnun að ofan gefur til kynna. íslensk orðabók Menningarsjóðs er enn í fullu gildi þegar um skýr- ingar á orðum og orðasamböndum er að ræða. Eg tel að íslensk samheitaorðabók eigi vel heima við hlið íslenskrar orðabókar. Hún mun fyrst og fremst koma þeim að gagni sem fást við ritstörf af ýmsu tagi. Og síðast en ekki síst fá krossgátuáhugamenn hér prýðilega bók í hendur. Að ráða krossgátur er eins konar iðkun máls. Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Brennu-Njáls saga. Myndirnar gerðu Gunn- laugur Scheving, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason. Umsjónarmaður útgáfunn- ar: Matthías Viðar Sæ- mundsson. Almenna bókafélagið 1986. Matthías Viðar Sæmundsson, umsjónarmaður útgáfu Brennu-Njáls sögu, gerir grein fyrir útgáfunni með þessum hætti: „Þessi útgáfa Brennu-Njáls sögu er byggð á útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar, sem út kom á sínum tíma hjá Hinu íslenzka fomritafélagi. Textinn hefur hins vegar verið lagaður að nú- tímastafsetningu. Við gerð orða- og vísnaskýringa hefur mikið verið stuðst við íslendinga- sagnaútgáfu Gríms M. Helga- sonar, og Vésteins Ólasonar. Kunnum við þeim þökk fyrir.“ Lengri er greinargerðin eða formálinn ekki og er reyndar alveg nógu langur því að bókin segir sjálf sína sögu. Aftur á móti kemur það á óvart að ekki skuli greint frá því hvar myndir þeirra Gunnlaugs Schevings, Snorra Arinbjamar og Þorvalds Skúlasonar birtust fyrst. Þær eru úr Brennunjálssögu sem Halldór Laxness gaf út 1945 á vegum Helgafells og kom út á ný offsetprentuð 1980. Hin nýja útgáfa Brennu-Njáls sögu er í veglegu broti og hin eigulegasta að allri gerð. Orða- skýringar em prentaðar jafnóð- um neðanmáls, en vísnaskýring- ar em í bókarlok ásamt nafna- skrá og myndaskrá. Útgáfan er með þeim hætti að hún ætti að koma að gagni víða, ekki síst er hún til þess fallin að laða að sér nýja lesendur úr hópi yngri kynslóðar. Myndir listamannanna vom brautryðjendaverk á sínum tíma því að myndskreyttar íslend- ingasögur var þá helst að fá í Noregi. Halldór Laxness sagði um myndimar í eftirmála Brennunjálsútgáfu sinnar: „Ég þykist þess fullviss, að ýmsar þær teikningar, sem hér sjá fyrst dagsins ljós, muni standa um aldur listræn afrek, jaftivirð hinum ódauðlega texta, sem þau vom sköpuð að þjóna.“ Þessi spá hefur að vísu ekki komið fram, en teikningamar em margar hveijar góðar, misgóðar að vísu, þó í öllum fengur. Það er út af fyrir sig viðburður að fá að sjá með hvaða hætti snjall- ir listamenn túlka fomsögur, fólk og atburði í þeim. Brennu-Njáls saga er síung í vitund þjóðarinnar. Nægir að minna á skrif um líklegan höf- und hennar. Margir hafa tekið þátt í þeirri umræðu og allir haft nokkuð til síns máls. Lang- merkust á undanfömum ámm em þó skrif Matthíasar Johann- essen um höfund Njálu, en þau má lesa í Bókmenntaþáttum hans sem Almenna bókafélagið gaf út í fyrra. í síðari hluta Bókmenntaþátta sem nefnist Umhverfís Sturlu Þórðarson rökstyður Matthías þá skoðun sína að Sturla Þórðarson sé höfundur Njálu. Það gerir hann af skáldlegum þrótti hvað sem öllum ágreiningi líður með það að leiðarljósi að líf og skáldskap- ur séu eitt og hið sama, að úr lífínu sjálfu sé allur skáldskapur sprottinn, hvort sem hann heitir ritstýrð sagnfræði eða eitthvað annað. Það skal að lokum rifjað upp hér að í upphafí Njálu er sagt frá Merði gígju og Unni dóttur hans og er sú lýsing fáeinar lín- ur. Þá þykir höfundi ástæða til að halda vestur á bóginn til móts við þá bræður Höskuld og Hrút og dóttur hins fyrmefnda, Hall- gerði: „Nú víkur sögunni vestur til Breiðafjarðardala.“ Hugur o g hönd List oq hönnun Bragi Ásgeirsson Einu sinni á ári kemur út vandað og fagurt rit, sem er málgagn Heimilisiðnaðarfélags íslands. Stundum hefur það borist upp f hendur mínar og jafnan hef ég dáðst að þessu framtaki íslenzkra kvenna, því hér er til alls vandað af fremsta megni, innihalds, máls, umbrots og mynda. Þá er blaðið ákaflega fróðleg lesning á breiðum grundvelli því hér er ekki um neina einstefnu að ræða er byggir á uppskriftum á hvers konar föndri með pijónana eða saumanálina á lofti. Nei, hér er verið að miðla hvers konar ekta og handföstum fróðleik um íslenzkan heimilisiðnað og listiðnað eins og hann gerist bestur, í fortfð og nútíð. Að þessu sinni eru nokkur tíma- mót í sögu ritsins því þetta er tut- tugasti árgangurinn. Fyrsti ár- gangurinn kom þannig út árið 1966 og var aðalforgöngumaður að út- gáfunni Sigrún Stefánsdóttir, sem lengi var framkvæmdastjóri verzl- unarinnar „fslenzkur heimilisiðnað- ur“ og þar einnig brautryðjandi. Blaðið fékk strax í upphafí hið fagra útlit sitt, sem hefur haldist óbreytt allar götur síðan, þannig að hvar- vetna hefur verið prýði að því. Hér var að verki Hafsteinn Guðmunds- son er hannaði ritið og sá um uppsetningu og prentun, teiknaði einnig merki sem enn er notað og á heiðurinn af hinni vel viðeigandi og sláandi nafngift. Eins og að líkum lætur hafa orðið nokkur samskipti í ritnefnd á þess- um tuttugu árum, þó störfuðu þar þijár konur frá upphafí og til ársins 1985, sem voru þær Auður Sveins- dóttir Laxness, Gerður Hörleifs- dóttir og Vigdís Pálsdóttir. Allt vel menntaðar og kröfuharðar list- og heimilisiðnaðarkonur og lands- þekktar persónur. Á aðalfundi Heimilisiðnaðarfé- lagsins 1985 tók við nýi ritnefnd, sem sá um útkomu þessa sfðbúna en vandaða eintaks. Hana skipa þau Fríða Björnsdóttir, Hulda Jósefs- dóttir, Rúna Gísladóttir, Sigriður Halldórsdóttir og Þórir Sigurðs- son. Hér er um mannval að ræða og er ekki að efa að hin nýja ritnefnd mun halda merki fyrirrennaranna hátt á lofti, þótt hún hafí mikla ábyrgð að axla. Af efni ritsins að þessu sinni má nefna: Tóvinnulist, eftir Sigríði Halldórsdóttur, Endurheimt kirkju- list eftir Rúnu Gísladóttur, Um pijón á íslandi eftir Elsu E. Guð- jónsson, Lífið og listin (um Guðnýju Magnúsdóttur) eftir Huldu Jósefs- dóttur, Vorkoma Rúnu eftir Fríðu Björnsdóttur, Gunnar Klængsson eftir Þóri Sigurðsson, Fom Spjald- vefnaður eftir Sigríði Halldórsdótt- ur... Af þessari upptalningu má ráða að núverandi ritnefnd hefur verið mjög virk á fyrsta starfsári og allar greinamar eru hinar fróð- legustu. Þá er í ritinu grein um hina miklu fínnsku listiðnaðarkonu Dóru Jung eftir Þóm Kristjánsdóttur, kynning á Rögnu Róbertsdóttur eftir Huldu Jósefsdóttur ásamt fjölbreyttu öðm efni er lýtur að almennum upplýs- ingum og uppskriftum. Þetta er rit, sem hver einasti, er ber hag íslenzk listiðnaðar og heimilisiðnaðar fyrir bijósti, þarf að nálgast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.