Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28.MAÍ1986 19 H- Hafin er uppbygging á nýju iðn- aðarsvæði við Reykjanesbraut. Svæði þetta liggur vel við aðalsam- gönguæð til höfðuborgarsvæðisins og nálægðin við Reykjanesbrautina, flugvöllinn og höfnina, gerir það eftirsóknarvert. Gluggaverksmiðjan Rammi hf. hefur þegar byggt þar stórt og myndariegt verksmiðjuhús. Bæjarfélagið hefur þegar keypt land það sem iðnaðarsvæðið er á og á sú framsýni sjálfstæðismanna á eftir að skila sér vel í framtíðinni. Land þetta er samtals 134 hektarar, til samanburðar má geta þess að land í Ytri-Njarðvík frá Grænás að Keflavík er liðlega 90 hektarar. Gatnagerð og umhverfismál Þeim langþráða áfanga var náð á síðasta ári, að leggja slitlag á síðustu íbúðargötumar. Nú eru all- ar íbúðargötur í Njarðvík með bundnu slitlagi og þrátt fyrir að gatnakerfi bæjarins sé með því lengsta pr. íbúa, eða 14,5 kílómetr- ar, er slitlag komið á tæp 83% gatna og vega. I umhverfísmálum hefur verið gert stórátak, sérstaklega í sambandi við Landsmót UMFÍ sem haldið var 1984. Þá lögðust bæjar- yfirvöld og bæjarbúar á eitt um að gera góðan bæ betri. Skólamál Bæjarfélagið hefur staðið vel að skólamálum og telja kunnugir að Grunnskólinn í Njarðvík sé með betur útbúnum skólum með búnað og tækjakost. Áhugi skólastjóra, kennara og nemenda er aðdáunar- verður og sáu bæjarbúar það best á stórkostlegri sýningu sem nem- endur og kennarar stóðu fyrir nú í lok skólaárs f tilefni af tíu ára afmæli bæjarins. Tónlistarskólinn er öflugur, með 130 nemendur, og er nú unnið að stækkun húsnæðis skólans. Samstarfsmál Samvinna sveitarfélaganna á Suðumesjum er til fyrirmyndar. Suðumesjamenn reka sameiginlega nokkur fyrirtæki, stórvirki vom unnin á síðasta kjörtímabili í ýmsum málum og má nefna sameiningu rafveitna á svæðinu og hitaveitunn- ar og kaup á eignum RARIK. Þetta mun færa og hefur þegar fært Suðumeqamönnum lægra orku- veið. Ný heilsugæslustöð var byggð á síðasta kjörtímabili og nú er unnið af krafti að því að halda áfram uppbyggingu D-álmu sjúkrahúss- ins. Fjölbrautaskólinn er í stöðugri framþróun og fleira mætti telja. Fjármál Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á undanfömum ámm og mikla verðbólgu, sem farið hefur illa með fjárhag margra sveitarfélaga, er Qárhagsstaða Njarðvíkur góð, heildarskuldir bæjarins, langtíma- og skammtímaskuldir, em tæpar 20 milljónir, en útistandandi hjá gjaidendum em um 42 milljónir. Innheimta er þokkaleg, en erfið- leikar fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustufyrirtækjum hans gera innheimtuna erfiða. Aðlokum í kosningunum á laugardag er tekist á um tvö öfl, annars vegar styrka stjóm sjálfstæðismanna og hins vegar fímm sundraða flokka vinstri manna, sem fátt eiga sam- eiginlegt annað en að gagnrýna, nudda og rífa niður. Valið er þitt, ágæti Njarðvfldngur. Höfuodur er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins ÍNjarðvfk. Morgunblaðið/Bjami Eldri borgarar þáðu veitingar i boði Hótels Loftieiða i tilefni 20 ára afmælis hótelsins. Hótel Loftleiðir: Um 600 manns þáðu veit- ingar í tilefni 20 ára afmælis ELDRI borgurum var boðið að skoða Hótel Loftleiðir á sunnu- dag og kynna sér starfsemina þar, í tilefni 20 ára afmælis hót- elsins áþessu ári. „Ég sá ekki betur en að allir væm mjög ánægðir," sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri. „Hingað komu um 600 manns og þáðu veit- ingar undir dynjandi harmonikku- músík. í ráðstefnusal var kvik- myndasýning og farið var í skoðun- arferðir um hótelið. Þá vom kynnt- ar íslenskar landbúnaðar og sjávar- afurðir sem við notum hér á hótel- inu þegar útbúnir em matarbakkar til flugvéla sem fljúga til Græn- lands, Færeyja og eins fyrir einka- þotur." Haft var samráð við félags- málastofnanir Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjamamess sem sáu um að aka gestum að hótelinu. Einar sagði að ákveðið hefði verið að minnast afmælisins aftur í haust með grillveislu fyrir yngri borgar- anna og velja til þess góðan dag. Innilegar þakkir til hinna mörgu vina og vanda-manna er heimsóttu mig, hlý handtök, góÖar gjafir og skeyti, á 85 ára afmceli mínu 17. maísl. GuÖ blessi ykkur öll. Þórður Þórðarson, Háukinn 4, Hafnarfirði. Nú lyftist brúnin á þeim, sem þurfa að endurnýja sjónvarpstækið sitt. TATUNG „Quartz Colour" litsjónvarpstækin eru komin aftur. 22“ stereo, fjarstýrt kr. 47,405.- stgr. 20“ fjarstýrt kr. 35.950.- stgr. 22“ mono, fjarstýrt kr. 37.905.-stgr. 26“ fjarstýrt kr. 42.900 (væntanl.) 40.755.- stgr. Þetta er góður skellur — skelltu þér á eitt. Það margborgar sig strax. Takmarkað magn. Ars ábyrgÖ — GóÖ kjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 íiiiiihiE Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduð og með endingargóðum ullaráklæðum. HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjuvegi 2 Kópavogi simi 44444 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.