Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986 23 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum i Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins i síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Gamli bærinn. Skólavörðustígur, HallgTÍmskirkja í bakgrunni. Leiksvæði við Vestur- berg Jónas Finnbogason, Vesturbergi 69, spyr: „íbúar við Vesturberg hafa lengi beðið eftir því að leik- svæði, sem fyrirhugað er bak við bílskúra við göngustíg fyrir neðan Vesturberg, komi í gagn- ið. Skipulagið mun gera ráð fyrir því að nokkrir hópar íbúa á þessu svæði, 15 til 19 í hveij- um hóp, sjái saman um leik- svæði, hið næsta sér. Ekkert hefur hinsvegar gerst í u.þ.b. 15 ár. Málið er því í hnút. Borgarstjóri hefur á stundum höggvið á hnúta, sem stærri eru. Spurningin er sú, hvort hann, eða borgin, höggvi á þessan hnút, malbiki og gangi frá þessu svæði, annað hvort á sinn kostnað, eða geri íbúum að greiða hann, niðurdeildum?" Svar: „í skilmálum sem húsfélögin fengu við lóðarúthlutun segir svo varðandi leiksvæði: Leiksvæði, merkt 1. Leiktækja- bás: Húsfélög skulu byggja leik- tækjabás sbr. mæliblað. Hann skal girða með 70—180 sm skjól- girðingu. Þar skal setja upp leik- tæki s.s. rólur, vegasalt og klifur- grindur. Leiksvæði, merkt II. Boltasvæði (við leiktækjabás): Húsfélög hafa leyfi til að reisa þar körfuboltastengur. Eins og sést í framangreindum skilmálum eiga húseigendur að sjá um og kosta frágang leiksvæð- anna. Dæmi eru til um það að borgin ráði verktaka fyrir húseig- endur til að ljúka svona sameigin- legum svæðum, gegn greiðslu- tryggingu frá húseigendum. Æskilegt væri að t.d. fyrirspyij- andi hefði forgöngu um öflun hennar svo hægt sé að ganga frá leiksvæðunum." Göngustígnr við Ægis- síðu Bragi Guðjónsson, Grímshaga 7, spyr: „1) Stendur til að gera göngustíg á sjávarkambinum frá Ægissíðu suður í Skerja- fjörð?_ 2) Á milli Grímshaga og Lynghaga er sparkvöllur, þak- inn rauðamöl, og ónothæfur. Má ekki tyrfa hann, strax i sumar, svo hann gagnist krökk- um í hverfinu? 3) Þörf er á því að setja umferðarhindranir á Suður- götu við Grímsstaðaholt. Stend- ur það til? Þakka borgarstjóra svörin fyrirfram og árna honum góðs gengis.“ Svar: „Samkvæmt aðalskipulagi fyrir Reykjavík er gert ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg meðfram strönd- inni við Ægissíðu og inn eftir Skerjafírði og Fossvogi og áfram upp Elliðaárdal upp að Elliða- vatni. Samkvæmt tillögum Sjálf- stæðisflokksins er gert ráð fyrir að leggja safnræsi meðfram Ægissíðu og Fossvogi á árunum 1988—1989 og að leggja göngu- stíginn strax í framhaldi af þeim framkvæmdum." Leikvöllur við Reykás Ólafía Kristmundsdóttir, Rauðási 12, spyr: „Mig langar að koma þeirri spurningu á framfæri við borg- arstjóra, hvort við fáum leik- svæði fyrir börnin okkar í Efra Selási, við blokkir bak við rað- hús á þessu svæði, þ.e. við Reykás, Rauðás og Næfurás. Þá spyr ég jafnframt, hvort möguleiki sé á því að settar verði öldur í götur inn á Ásana, allt einvörðungu íbúðagötur, til þess að hægja um á of hraðri umferð?“ Svar: „í áætlun Umhverfi og útivist 1988 er gert ráð fyrir hverfisleik- velli við Reykás, en við Rauðás er gert ráð fyrir sparkleikvelli á sama ári.“ Umferð við Skóear- hlíð Guðrún Harðardóttir, fyrir hönd starfsmanna og viðskipta- vina Krabbameinsfélagsins, spyr: „Ástandið á Skógarhlíðinni hefur verið afleitt, bæði hvað varðar bílaumferð og umferð gangandi vegfarenda. Eftir að brúin á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut var tekin í notkun hefur umferðin um Skógarhliðina aukist mikið. Hvenær verður reynt að laga Skógarhlíðina, leggja gang- stéttir og gera gangfært frá strætisvagnastöðvum? Hvenær verða gatnamót Skógarhlíðar og Vatnsmýrarvegar Iöguð?“ Svar: „í sumar er gert ráð fyrir að setja kanta á Skógarhlíðina fyrir neðan Litluhlíð, leggja gangstéttir og ganga frá ræktun eftir því sem tími vinnst til. Kantar við gatna- mót Skógarhlíðar og Vatnsmýrar- vegar ættu að bæta úr ástandinu þar.“ Skipulag í Fossvogi Charlott Þórðardóttir, Markar- vegi 15, spyr: Mig langar til að vita hvort ekki standi til að malbika veg- inn meðfram húsi okkar, með- fram skógræktinni og upp að Borgarspítala. Eða stendur til að loka þessum vegi? Svar: Skipulag á þessu svæði er í endurskoðun, svo þessi vegur verður ekki malbikaður í bili. Til- lögur eru í undirbúningi sem lúta að því að halda þessari leið opinni sem aðkomu að landi Skógræktar- félags Reykjavíkur en koma þvi þannig fyrir að ekki verði hætta á of mikilli gegnumumferð. Kjarnorkuvopnalaust svæði Jón Valur Jensson, 5152-7518, spyr 1A) „Er ekki æskilegt, að þínu mati, að tryggja að aldrei verði leyft að geyma eða fara með kjarnorkuvopn um höfuð- borgarsvæðið, t.d. höfnina og flugvöllinn? 1B) Ert þú reiðubúinn að ýta á eftir því við ríkisstjórnina, að Reykjavík verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði, gegn því skilyrði, að það sama verði gert í einhverri borg austan- tjalds, t.a.m. í Póllandi? Svar: A) „Um það eru víst flestir sammála, að kjamorkuvopn eru hvergi æskileg, en borgarstjóm Reykjavíkur er ekki réttur aðili til að fjalla um þau mál. B) Ég tel það fjarstæðu, að gefa yfirlýsingar um kjarnavopn í Reykjavik í trausti þess að ein- hver borg í einræðisríkjum austan jámtjalds geri hið sama og standi viðþað." Dagvistarmál Foreldrasamtökin (Samtök foreldra barna á dagvistar- heimilum og leikskólum í Reykjavík) vilja koma eftirfar- andi spurningum á framfæri við borgarstjóra. Sendandi Edda Hauks. 1. Þrátt fyrir miklar umræð- ur og smávægilegar aðgerðir í menntunar- og launamálum starfsmanna á barnaheimilum er málið enn í miklum ólestri. Hvað hyggst þú gera til þess að koma þessum málum í viðun- andi horf? 2. Þörf fyrir fleiri dagvist- arheimili er mikil. Þessu til staðfestingar má nefna að bið- tími einstæðra foreldra (for- gangshópur) er allt að 1 ár, svo augljóst er að neyðin er mikil. Forgangshópar geta ekki nýtt sér leikskólana vegna þess að þar er aðeins vistað hálfan daginn. Hefur þú í hyggju að breyta einhveiju til batnaðar? 3. Hinn daglegi rekstur bamaheimilanna er fjármagn- aður með eins litlu og hægt er, og er aðbúnaður margra barna- heimila til háborinnar skamm- ar. Hvenær má búast við því að borgin geti hætt að skamm- ast sín fyrir barnaheimilin. 4. í stjórnarnefnd dagvistar hafa fóstmr og foreldrar sitt- hvora fulltrúann. Lítill fugl hvíslaði því að Foreldrasamtök- unum að þessir fulltrúar ættu að fjúka úr nefndinni verði hún gerð pólitísk. Er þetta satt, Davíð? Svar: Eins og lesendur sjá, stingur þetta bréf mjög í stúf við þær ijölmörgu fyrirspumir, sem mér hafa borizt og ég hef reynt að svara að undanfömu. Margar hafa þær falið í sér gagnrýni, en hún hefur nær undantekningar- laust verið málefnaleg og lýst raunverulegum áhuga á því sem um er spurt. Ég dreg í efa, að samtök foreldra standi að baki þessum skrifum, en ef hin til- greindu samtök gera það, bendir það til þess að þau séu frekar fámennur hópur með sérskoðanir en fulltrúar foreldra þúsunda bama á öllum bamaheimilum borgarinnar. Þrátt fyrir þetta vil ég svara þeim spumingum, sem em svaraverðar. 1. Fóstmmenntun er ekki á vegum Reykjavíkurborgar, en borgin hefur ásamt Starfsmanna- félaginu Sókn haft forgöngu um starfsþjálfun og menntun almenns starfsfólks bamaheimilanna. í vetur var undirbúið nýtt átak á þessu sviði og hrint í framkvæmd og þessa dagana er fjöldi starfs- manna á bamaheimilum að ljúka viðbótamámi. Áfram verður hald- ið á þessari braut. 2. Margthefurbreytzttilbatn- aðar í dagvistarmálum á þessu kjörtímabili og hefur rækileg grein verið gerð fyrir því í kosn- ingaumræðum að undanfömu. Því má treysta að áfram verða breytingar til batnaðar, ef sjálf- staeðismönnum verður falið að stjóma borginni. Grettisgata — Njáls- gata Ólafur Bergmann, Njálsgötu 81, spyr: Ég þakka borgarstjóra svör við fyrirspuraum sem birtust í Morgunblaðinu 15. mai sl., m.a. um stíg milli Grettisgötu og Njálsgötu. Hugmynd sú, sem borgarstjóri ræðir, um útivist- arsvæði, eða skrúðgarðj á bak- lóðum er mjög góð. Ég hefi hinsvegar ekki heyrt hana fyrr. Ég hefi og rætt við nágranna, sem hér hafa búið marga ára- tugi og hugmyndin er þeim ekki fyrr kunn. Þess vegna vil ég spyrja borgarstjóra: Mun hann eða starfsmenn hans hafa forgöngu um að kynna þessa hugmynd íbúum i hverfinu, sem hlut eiga að máli og taka það frumkvæði í málinu er til þarf. Ef þessi hugmynd hefur ekki fylgi eða langt sýnist í fram- kvæmd mun borgin þá beita sér fyrir að gera umræddan stíg viðunandi nú á sumri komanda. Mig langar ennfremur til að spyrja borgarstjóra, vegna lítt þolandi bílaumferðar um Njáls- götuna, hvort ekki væri hægt að hemja umferðina eitthvað, til dæmis með einstefnu i göt- unni, í áttina að Snorrabraut, a.m.k. á kaflanum milli Baróns- stígs og Snorrabrautar. Eða með öðrum hætti, svo sem umferðarhindrunum, sem gef- ist hafa vel á Þórsgötu. Skipu- lag gerir ráð fyrir því að bilum sé lagt öðru megin Njálsgöt- unnar. Vegna vöntunar á bíla- stæðum leggja bílstjórar stans- laust bílum sínum upp á gang- stétt, hinum megin götunnar, upp við dyr okkar, íbúanna. Má ekki taka þennan kaleik frá okkur t.d. með þvi að hækka gangstéttarkant eða setja gangstéttarbretti, likt og eru í Hafnarstræti. Ég þakka enn borgarstjóra fyrir að gefa okkur, borgurunum, kost á að koma erindum okkar á fram- færi við hann milliliðalaust. Svar: Hugmyndina að útivistarsvæði eða skrúðgarð á svæðinu milli Njálsgötu og Grettisgötu hafa nokkrir íbúar við Grettisgötu sett fram við borgaryfirvöld. Fyrir- hugað er að borgarskipulag geri tillöguuppdrátt að hugmyndinni og kynni hana fyrir viðkomandi íbúum. Hvort niðurstaða fæst í þessu máli á þessu sumri er erfítt að segja til um, en ólíklegt er að um framkvæmdir verði að ræða fyrr en á næsta ári. Á síðasta ári var ákveðinn 30 kin hámarkshraði í austurbænum þar á meðal á Njálsgötunni. Ráðgerð er sérstök kynning í sumar. Tillaga um ein- stefnuakstur á Njálsgötu hefur verið til umræðu í umferðamefnd en ekki hlotið afgreiðslu. Víða hafa verið settar umferðargrindur eða bogar á gangstéttarbrúnir til þess að hindra að bílum sé lagt ólöglega á gangstéttir m.a. á nokkrum stöðum á Njálsgötu. Þetta er yfirleitt gert skv. beiðni frá íbúum viðkomandi húsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.