Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Flugleiðir kaupa Fokker-vél NÝ flugvél af gerðinni Fokker F 27-200 bættíst í flota Flug- leiða á dögunum og fór hún í fyrsta áætlunarflugið í gær. Flugvélin er 22 ára gömul, smíðuð árið 1964, og hefur hlotíð einkennisstafina TF-FLP. Flugvélin var keypt af fínnska félaginu Finnair og er markaðs- verð sambærilegrar vélar um tvær milljónir dollara, eða um 80 millj- ónir íslenskar krónur. Kristinn Halldórsson, forstöðu- maður viðhalds- og verkfræði- deildar Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að Flugleiðir hefðu selt Finnair þessa sömu vél fyrir nokkrum árum. Þá keyptu Flugleiðir 4 Fokker vélar frá Kóreu og eru tvær þeirra enn í notkun hjá Flugleiðum en hinar tvær keypti Finnair. Að beiðni Finnair framkvæmdi viðhaldsdeild Flugleiða stórskoðun á þeirra Fokker vélum fyrir fjórum árum. Kristinn sagði að þeir hefðu þurft að breyta vélinni lítilsháttar áður en hún var tekin í notkun og síðar verður m.a. settur um borð fjar- t skiptabúnaður og LORAN C sigl- ingatæki. Þar sem nýja vélin hefur hærri flugtaksþyngd en aðrar Fokker vélar Flugleiða af sömu gerð, kemur hún til með að henta sér- staklega vel á millilandaleiðum því hún getur tekið meira elds- neyti. Hámarksflugtaksþyngd hennarerum 19,7 tonn. Samtals eiga Flugleiðir nú 5 Fokker F 27 vélar og hafa auk .þess tvær á leigu, breska vél sem skilað verður eftir u.þ.b. mánuð og svo Landhelgisgæsluvélina sem var tekin á leigu til að mæta álagstoppum yfír háannatímann í sumar. o Morgunblaðið/Ólafur Bragason Fremst á myndinni er nýja Fokker-vélin sem Flugleiðir keyptu af Finnair-flugfélaginu. Nú er búið að mála einkennismerki Flugleiða á vélina sem fór í fyrsta áætlunarflugið í gærdag. Flugleiðir eiga nú 5 flugvélar af gerðinni Fokker F 27. INNLENT Laugalandsprestakall: Guðfræðideildin veitti séra Cecil ekki undanþágu Séra Hannes Örn Blandon einn í kjöri PRESTSKOSNING verður í Laugalandsprestakalli í Eyja- firði um miðjan júní, líklega um leið og kosið verður til sveitarstjórnar, það er 14. júní. Þrir guðfræðingar sóttu um embættíð á sínum tíma en að- eins einn verður i kjöri, séra Hannes Öm Blandon, þvi séra Haukur Ágústsson dró umsókn sina til baka og séra Cecil Haraldsson hefur ekki embætt- isgengi. Eftir að séra Cecil sótti um prestsembættið og ráðherra úr- skurðaði að hann hefði ekki embættisgengi voru samþykkt lög á Alþingi sem áttu að gera stjóm- völdum kleift að veita honum stöðuna ef hann yrði kosinn. Breytti Alþingi lögunum frá 1911 um forgangsrétt guðfræðikandid- ata frá Háskóla Islands til emb- ætta hér á landi þannig að ríkis- stjómin hefði heimild til að veita guðfræðingum frá háskólum á Norðurlöndunum prestsembætti hér, enda fullnægi þeir öðmm skilyrðum og guðfræðideild mæli með því. Biskup íslands óskaði strax eftir meðmælum guðfræði- deildarinnar og lagði jafnframt til að séra Cecil gæfíst kostur á að ljúka nauðsynlegum prófum síðar. Guðfræðideildin samþykkti ein- róma á fundi sínum að mæla með því að séra Cecil yrði veitt heimild til prestsembættis á íslandi að uppfylltum þeim skilyrðum að hann ljúki prófum í þessum grein- um kennimannlegrar guðfræði og kirkjusögu: 1) Sálmabókin og helstu straumar íslensks sálma- skáldskapar eftir siðbót. 2) Messuskipan eftir siðbót, saga og helstu einkenni. 3) Messuflutning- ur samkvæmt handbók íslensku kirkjunnar. 4) Starfshættir þjóð- kirlqunnar og skipan, þar með talin íslenskur kirkjuréttur. 5) Is- lensk kirkjusaga. Með þessu svari guðfræðideild- arinnar varð ljóst að séra Cecil hefur ekki embættisgengi þó hann næði kosningu í Laugalands- prestakalli þar sem embættis- gengi manna miðast við þann tíma sem þeir skila umsóknum sfnum og guðfræðideildin treysti sér ekki til að mæla með honum gegn því að hann lyki nauðsynlegum prófum síðar. „Ég hef reynt að greiða götu þessarar umsóknar eins og mögu- legt hefur verið. En það hefur ekki gengið þrátt fyrir þá laga- breytingu sem samþykkt var á AJþingi. Lagabreytingin hefur því ekki náð tilætluðum árangri," sagði biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, í samtali við Morg- unblaðið. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Nýlagnir — viðgerðir. S. 19637. Verðbréf og víxlar í umboðssölu. Fyrirgreiösluskrif- stofan, fasteignasala og veró- bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja húsiö viö Lækjargötu 9. S. 16223. Málingarverk Annast alla alhliða málningar- vinnu. Upplýsingar í síma 42882. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð í Þórsmörk 30. maí-1. júní Helgarferö í Þórsmörk er góð hvfld. Léttar gönguferöir. Gisti- aðstaða i Skagfjörðsskála er eins og best verður á kosið í óbyggðum. Farmiðasala á skrif- stofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. UTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 30. maí til 1. júní 1. Þórsmörk. Brottför föstud. kl. 20. gist í skála Útivistar Bás- um. Gönguferöir við allra hæfi. 2. Hekla-Hraunteigur 2 d. Brott- för laugard. kl. 8. Gist í tjöldum. Munið sumarleyfisferðir 13,- 17. júní: 1. Látrabjarg - Ket- ildalir-Rauðisandur. Svefnpoka- gisting. Óvenju fjölbreytt ferð. 2. Bakpokaferð frá Þingvöllum um Hlöðuvelli og Brúarárskörð. Ath. aðeins einn virkur dagur. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. UTIVISTARFERÐIR Fimmtudagur 29. maí kl. 20.30. Myndakvöld — Horn- strandakynning Síðasta myndakvöldið fyrir sumarið verður fimmtudaginn 29. mai kl. 20.30 í Fóstbræðra- heimilinu Langholtsvegi 109. Komið og kynnist skemmtilegum ferðamöguleikum innanlands. Kaffiveitingar í hléi. Dagskrá: Ferðakynning með myndbandasýningum. 1. Hvftasunnuferðlmar. Sýndar myndir m.a. af f rábærum feröum Útivistar um hvítasunnu m.a. á Snæfellsjökul og Öræfajökul. 2. Breiðafjarðareyjar. Útivist mun taka upp reglulegar helgar- feröir þangað i sumar, strax og aöstæöur leyfa. 3. Sumardvölí skálum Útivistar Básum Þórsmörk. 4. Trimmdagar fSf 20.-22. Júnf. Sagt frá þátttöku Útivistar i þeim með Reykjavíkurgöngu, göngu um Elliðaárdal og Viöeyjarferð- um. 5. Sumarjeyfisferðlr á Hom- strandir. Útivist fer alls 6 ferðir á Hornstrandir í sumar. Farið verður 8. júli, 16. júli, 18. júli og 31. júlí. Aukaferð verður 6. ágúst. Þetta eru 8-10 daga ferð- ir. Allir ættu að geta fundið ein- hverja ferð við sitt hæfi. Ath. myndakvöldið er öllum opið. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. ÚTIVISTARFERÐIR Miðvikudagur 28. maí kl. 20 Esjuhlíðar (kvöld). Létt ganga um Þverfellið i Esj- unni og leitaö „gulls". Verö 300 kr. frítt f. börn m. fullorönum. Brottför úr Grófinni (bílastæöinu v. Vesturg. 2) kl. 20 og frá BSÍ, bensínsölu kl. 20.50. Sjáumst. Hörgshlíð12 Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 8. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar bátar — skip \ Búrfell hf. Rifi óskar eftir viðskiptum við togveiðiskip í sumar. Kaupum einnig færa- og dragnóta- fisk. Upplýsingar í síma 93-6761 og 93-6679. Til sölu er notuð stálgrind í 1000 fm skemmu. Upplýsingar í síma 99 3327. [ Blikksmíðavélar Blikksmíðavélar óskast keyptar. Tilboð sendistaugld. Mbl. merkt: „I — 05623“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.