Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Coldwater Seafood Corporation: Söluaukn- ing í maí — ánægjulegt að framleiðendur sinna okkur nú betur, segir Magnús Gústafsson forstjóri FRAMLEIÐENDUR heima hafa sinnt okkur betur í mai en síðustu mánuði þar á undan og þvi hefur salan gengið vel og aukizt um 15% i dölum talið og 3% í magni. Hins vegar er samdráttur á sölunni það sem af er árinu miðað við sama tima i fyrra," sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjun- um, i samtali við Morgunblaðið. Salan í maí var eins og fram kemur hjá Magnúsi 15% meiri en í Súðavík: Vonaað fyrirtækið sjálft kaupi — segir Börkur Ákason „ÉG ER BÚINN að vera i þessu í 28 ár og kominn timi til að taka lífinu rólega," sagði Börkur Áka- son, framkvæmdastjóri Frosta hf. i Súðavík, en hann hefur boðið hlut sinn í fyrirtækinu, sem er 40% til sölu fyrir eitthundrað milljónir króna. Fyrirtækið sjálft á forkaupsrétt og hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um hvort það nýti sér hann. í eigu Frosta hf. er frystihús, togarinn Bessi IS 410, sem aflaði rúmlega 3.363 tonna af fiski á síð- asta ári og var aflaverðmæti rúm- lega 97 milljónir. Þá á fyrirtækið rækjuvinnslu og fjóra rækjubáta og sagði Börkur að eignir fyrirtækisins væru nánast skuldlausar. Hlutafé fyrirtækisins er 3 milljónir og 30 þúsund að nafnverði eftir að það var hækkað upp sl. vetur úr 1.010.00, sem hafði verið skráð hlutafé frá árinu 1942. „Ég vona að fyrirtækið sjálft kaupi þennan hlut,“ sagði Börkur. „Ef ekki þá hefur hreppurinn næsta rétt en ólíklegt er að hann vilji kaupa þar sem hann er sjálfur að selja sinn hlut í fyrirtækinu og búið að samþykkja þá sölu í hrepps- nefndinni. Áður en sú ákvörðun var tekin réðu oddvitinn og sveitarstjóri menn til að verðleggja fyrirtækið, það hef ég ekki gert, ég stel bara þeirra verðlagningu." sama mánuði og 3% í fyrra í dölum talið meiri miðað við magn. í dölum talið stóð sala á unninni vöru í stað, sala flaka jókst um 14% og mikil aukning varð á sölu á rækju. Frá áramótum er samdráttur í döl- um talið 6% og í magni 19% miðað við sama tíma í fyrra. í unninni vöru er samdrátturinn 6% í dölum og 13% í magni. Flakasalan hefur dregizt saman um 4% í dölum og 13% í magni. Mestur samdrátturinn hefur orðið í sölu blokkar, sem nú er mestmegnis nýtt í eigin fram- leiðslu en var seld í fyrra í nokkrum mæli. Magnús Gústafsson sagði, að ánægjulegt væri að framleiðendur heima væru famir að sinna mark- aðnum í Bandaríkjunum betur og horfur framundan væri því bjartari en ella. Hann vonaðist því til, að framleiðendur heima nýttu með Coldwater þau tækifæri, sem væru til sóknar á markaðnum vestra. Fegrum Reykjavík FEGRUNARATAK verður gert í dag f Reykjavík og mikilvægt að sem flestir leggist á eitt um að láta borgina sína líta vel út. Þessa ungu blómarós, Maríu Gomez, rakst ljósmyndari Morgunblaðsins á í Grasagarðinum í Laugardal þar sem hún var að flytja trjáplöntur f hjólbörum, en einn liðurinn í fegrunarátakinu er að borgarbúar fái til gróðursetningar í hverfum sínum trjáplöntur sem vonandi eiga eftir að gleðja augað. Willy De Clercq í opinberri heimsókn WILLY De Clercq, einn af sljóm- armönnum Efnahagsbandalags Evrópu, sem fer með utanrikis- og viðskiptamál, er í opinberri heimsókn í boði utanríkisráð- herra, Matthíasar Á. Mathiesen. Heimsókn De Clercq stendur í dag og á morgun og mun hann m.a. eiga viðræður við utanríkis- ráðherra, forsætisráðherra og embættismenn i dag. Ræða þeir um viðskiptamál og samskipti íslands og Efnahagsbandalags- ins. Að viðræðum loknum mun De Clercq ásamt fylgdarliði fara til Vestmannaeyja, þar sem honum verður kynnt starfsemi fiskvinnslu- stöðvarinnar. Síðdegis situr De Clarcq boð forseta íslands á Bessa- stöðum. Á morgun fara gestimir í Svarts- engi og kjmna sér hitaveituna þar og síðdegis á morgun liggur leiðin í Amasafn. Willy De Clercq hefur undan- fama daga setið sameiginlegan fund EFTA og Efnahagsbandalags- ins og er heimsókn hans í framhaldi þess. (Fréttatilkynning) INNLENT Stj ómarflokkamir ræða þingkosningar; Mat á stöðu kjara- mála vegur þyngst — úrslit sveitarstjórnarkosninganna ekki tilefni haustkosninga STJÓRNMÁLAMENN ræða nú í sinn hóp næstu stórátök á stjóm- málavettvangi, alþingiskosning- ar, og hvort efna beri til þeirra í haust. Innan stjómarflokkanna ber þau viðhorf hæst, að úrslit Morgunblaðið/EFI Mikill fögnuður KRISTJÁNI Jóhannssyni var ákaft fagnað á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói í gær- kvöldi. Áhorfendur ris'i þrívegis úr sætum til að hylla stórsöngvarann Kristján Jóhannsson, eins og Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, orðaði það í gærkvöldi. „Það gerir Htið til þó við missum af einum heimssöngvara þegar við eigum mann sem Krislján Jóhanns- son,“ sagði JónÁsgeirsson. Á myadinni bregður Kristján á leik við þau Jean-Pierre Jacquillat, hljómsveitarstjóra, og Salvöru Nor- dal, framkvæmdastjóra Lástahátíðar, fyrir tónleikana í gærkvöldi. Kristján hljóp í skarðið fyrir rússneska bassasöngvarann PaataBurchuIadze, sem á síðustu stundu afboðaði komu sfna á Listahátíð. kosninganna á laugardaginn gefi í sjálfu sér ekki tilefni til að rjúfa þing. Á hinn bóginn bíði ýmis vandasöm verkefni úrlausnar, sem yrðu auðveldari viðfangs ef meiri festa ríkti á hinum póli- tiska vettvangi. í því efni er einkum rætt um næstu kjara- samninga, sem kynnu að falla saman við kosningabaráttuna ef kosið yrði I apríl á næsta ári þegar kjörtímabilið rennur út. Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman til fundar á fimmtudag og miðstjóm hans á föstudag. A fundunum var rætt um horfumar í stjómmálum nú. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var það almenn skoðun, að úrslit sveitar- stjómarkosninganna gæfu ekki til- efiii til þess að taka ákvörðun um að stefiia að haustkosningum. Á hinn bóginn var talið, að með hlið- sjón af þeim verkefnum, sem við blasa á vettvangi stjómmálanna, hljóti menn að velta þvi fyrir sér hvort betri lausna sé að vænta með því að efna til kosninga fyrr en síð- ar. Engar ákvarðanir vom teknar í þessu efni, hvorki af þingflokki némiðstjóm Sjálfstæðisflokksins. í forystugrein Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, á miðviku- dag kemur þetta tvíþætta viðhorf einnig fram. I fyrsta lagi hnígi engin skynsamleg rök að því, að ríkisstjómin ijúfi þing og segi af sér vegna úrslitanna á laugardag- inn. í öðm lagi sé ekkert hægt að fullyrða um það hvort aðrar ástæð- ur verði þess valdandi, að þing- kosningar verði fyrr en lög mæla fyrir um. Meðal framsóknarmanna heyrast þær raddir, að staða Fram- sóknarflokksins sé svo veik, að hann þurfi lengri tíma en til haustsins til að sækja í sig veðrið. Þau málefni, sem ráða mestu hjá stjómarliðum, þegar þeir gera upp hug sinn í þessu efiii, em afgreiðsla fjárlaga fyrir áramót og staða kjaramála um áramót þegar samningar um þau renna út. Er á það bent, að aldrei hafi gefist vel að efna til þingkosninga í sömu andrá og tekist sé á um kaup og kjör; og meira sé í húfi í því efni nú en oft áður þegar um það sé að tefla að setja verðbólgu varan- legar skorður. Ekki sé unnt að vænta skynsamlegra kjarasaminga, nema þeir standi á traustum póli- tískum gmnni. Samkvæmt samkomulagi milli stjómarflokkanna verður þing ekki rofið og boðað til kosninga nema með samþykki þeirra beggja. Síðast var kosið til Alþingis 23. apríl 1983. Um það hefur einnig verið rætt meðal stjómmálamanna við val á kosningatíma hvort halda þurfi þingkosningar fyrir 23. apríl 1987, eða hvort nægi, að þing verði rofið fyrir 23. apríl 1987 og kosningar ákveðnar innan tveggja mánaða frá þeim degi. Hér er um túlkun á ákvæðum stjómarskrárinnar að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.