Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 31 - —- 00 Einar Orn Hall- grímsson Garði Fæddur 26. febrúar 1922 Dáinn 2. júní 1986 Þann 2. júní lést Einar í Garði, eins og hann var oftast nefndur, á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann fædd- ist í Reykjavík, sonur hjónanna Hallgríms Tómassonar frá Vökum í Svarfaðardal og Guðrúnar Einars- dóttur frá ísafirði. Faðir Hallgríms var kaupmaður og veitingamaður í Reykjavík en hafði áður starfað sem verslunarmaður á Grafarósi og Hofsósi. Hallgrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hansína Hansdóttir frá Stóra-Bergi í Vindhælishreppi. Áttu Hallgrímur og Hansína tvo syni, Jónas, sem var forstöðumaður Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar en er nú látinn, og Tómas Níels, sem dó ungur að árum. Böm Hallgríms og Guðrúnar voru: Elín, sem gift er Sveini Guð- mundssyni er var um langt skeið kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, þá Einar, Dýrleif, sem gift ef Gunnari Magnússyni skipstjóra, og Tómas en hann var yngstur þeirra systkina og var um árabil deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, en er lát- inn fyrir nokkrum ámm. Hann var kvæntur Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárhóli. Einar ólst upp í foreldrahúsum, í húsinu nr. 9 við Baldursgötu, sem þá gekk ætíð undir nafninu „Garð- ur“. Ungur að árum fór hann til dvalar í sveit að Hvammi í Hruna- mannahreppi til hjónanna Eifnar Guðjónsdóttur og Helga Kjartans- sonar. Hallgrímur, faðir Einars, lést árið 1932. Æxluðust mál þá þannig að Einar gerðist Hreppamaður og átti heimili í Hranamannahreppi síðan. Reyndust Helgi og Elín honum sem eigin syni. Vorið 1939 hóf hann nám á Garðyrkjuskólanum á Reykjum og lauk prófi þaðan vorið 1941. Það kom snemma í ljós að Einar var kappsamur og fylginn sér, ágætur íþróttamaður og röskur til náms og verka. Hann kvæntist árið 1943 Sigurbjörgu Hreiðars- dóttur, dóttur Hreiðars Gottskálks- sonar, og bjó að Engi og síðar á Hulduhólum f Mosfellssveit, og konu hans Helgu Bjömsdóttir frá Grafarholti. Þau reistu garðyrkju- býli úr landi Hvamms árið 1946, er þau nefndu „Garð“ eftir bemsku- heimili Einars. íbúðarhús var þá byggt og síðar stækkað að þörfum, sfðan gróður- hús og vinnuhús. Land býlis er lítið eða alis um 6 ha en nýting þess hins vegar góð. Einar og Sigurbjörg löðu mikla alúð í ræktun, sem að veralegu leyti var útirækt, að nokkra leyti á heitu landi. Var það ætíð segin saga að aldrei brást uppskera hjá Einarí í Garði þótt misjafnlega áraði. Enda var það svo að ætíð þegar halda átti garðyrkjusýningar og sérstaklega skyldi vandað til vals á vissum tegundum útigrænmetis, þá var venja að leita til Einars í Garði um þá hluti. Fjarri hugsunarhætti hans var að bjóða neytanda vöra sem ekki stóðst gæðamat. Þessi viðhorf hans komu m.a. glöggt í ljós í störfum hans hjá „Samstarfsnefnd í flokkun og mati garðávaxta“. Einnig var hann óspar á holl ráð og leiðbeining- ar til stéttarfélaga sinna, enda mikill félagsmaður í eðli. Hann átti um árabil sæti í stjóm Sölufélags garðyrkjumanna og var þar sem annars staðar jákvæður og tillögugóður. Mér er það í minni að Sigmundur heitinn Sigurðsson í Syðra-Langhalli sagði eitt sinn að þau hjón, Einar og Sigurbjörg, væra skemmtilegustu hjónin í sveit- inni, byggju á minnstu jörðinni en greiddu hæstu gjöldin. Þetta var að vísu málað sterkum litum, en þó af fullri meiningu. Þama mátti Sigmundur trútt um tala því að hann var oddviti Hranamanna- hrepps um þær mundir er þessi orð vora sögð. Einar var manna glað- astur, söngvinn og lék gjama með á gítar. Gat honum næsta vel að halda gleði á loft þegar svo bar til. Þau hjón vora bæði fádæma gestrisin og ég skal játa að mér varð það oft til ráða þegar ég var með útlendinga á ferð, að fá að koma með þá að Garði. Var slíku kvabbi ætíð tekið ljúf- lega og höfðu gestir af mikla ánægju, og þá ekki síst af því að skoða hinn fagra skrúðgarð við heimili þeirra hjóna en mótttökur allar og viðmót vora eins og um gamla kunningja og vini væri að ræða. Þótt Einar væri léttur í lund fór því ijarri að hann væri hvers manns viðhlægjandi. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir og undansláttur og iðjuleysi vora honum lítt að skapi. Hann gerði kröfur til ann- arra, en þó fyrst og fremst til sjálfs sín. Áðstoðarfólk höfðu þau að jafn- aði á sumram, gjama ungt fólk sem leið vel á heimilinu. Einar og Sigurbjörg áttu fjögur böm. Elst er Helga húsfreyja, bú- sett á Selfossi og gift Sigurdóri Karlssyni; Om garðyrkjubóndi að Silfurtúni í Hranamannahreppi, kvæntur Marit Einarsson frá Le- vanger í Noregi; Hallgrímur, vinnur hjá Hagvirki, búsettur í Vogum, kvæntur Elísabetu Rejmisdóttur; Bjöm Hreiðar, smiður, býr á Flúð- um, kvæntur Margréti Óskarsdótt- ur. Ennfremur ólst upp hjá þeim systursonur Sigurbjargar, Eiður Óm Hrafnsson. Einar hafði kennt vanheilsu um nokkurt skeið, en Qarri fór að á honum væri vol eða víl af þeim sökum, hnyttiyrði, spaug og gam- ansemi var honum nærtækara. Er ég kvaddi Einar á heimili hans þann 20. maí sl. var mér síst í hug að við ættum ekki eftir að sjást framar. Vaskur maður er að velli hniginn. Fari frændi og vinur vel. Sigurbjörgu, bömum þeirra og aðstandendum öllum, votta ég og mitt fólk innilega samúð. Axel V. Magnússon Við systur minnumst með gleði í hjarta þeirra stunda sem við áttum með Einari frænda. Þeirra stunda sem við hlógum saman, þeirra stunda þegar hann sýndi okkur broslegu hliðar mannlífsins, þeirra stunda þegar setið var og skegg- rætt um lífið og tilverana. Hjá Einari frænda var ládeyða enginn heimagangur, heldur kraftur, at- orka og lífsgleði. Þar sem hann kom var unnið, hlegið, rætt og sungið. Við munum minnast Einars frænda sem mikillar manneskju, sem veitti lífsgleði og krafti út í umhverfi sitt. Við vottum þér, Sigurbjörg, og fjölskyldu þinni samúð, verið sterk. Guðrún Gunnarsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir í dag verður jarðsettur frá Hrunakirkju föðurbróðir minn Ein- ar Öm Hallgrímsson garðyrkju- bóndi. Einar var sonur Hallgríms Tóm- assonar kaupmanns og seinni konu hans Guðrúnar. Hann fór ungur að áram til sæmdarhjónanna Helga Kjartanssonar og Elínar Guðjóns- dóttur sem bjuggu að Hvammi í Hranamannahreppi. Minntist hann þeirra oft og aldrei öðravísi en með mikilli virðingu og hlýhug. Til sumarstarfa að Hvammi kom ung stúlka Sigurbjörg Hreiðars- dóttir frá Hulduhólum í Mosfells- sveit. Sumrin hennar í Hrana- mannahreppi urðu mörg, því þau giftust Einar og Sigurbjörg og byggðu nýbýlið Garð fyrir neðan Hvamm á bökkum Litlu-Laxár. Er sá staður fegursti blettur í mínum augum utan Reykjavíkur. Þegar ég var unglingur var ég svo Iánsöm að fá að dvelja tvö sumur á þessum indæla stað hjá slíku ágætisfólki og var það gott veganesti fyrir framtíðina. Eg vil nú ekki segja að frændi minn tæki því með ró og stillingu þegar borgarbamið sem ekkert kunni til verka og hafði aðeins notað hendumar til að fletta skólabókum þekkti varla mun á kálblöðum og kartöflugrösum. Oft hafa komið í huga minn laugardagskvöldin þegar bömin íjögur vora sofnuð og vinnu var lokið. Einar tók þá gítarinn og þau sungu saman hjónin. Þau sungu mjög vel bæði en nú vandaðist málið, ungfrúin úr Reykjavík átti að syngja með, en í ljós kom að hún var líka laglaus ofan á allt annað. Þá sagði frændi í gríni að nú yrði ég send með næstu ferð til Reykjavíkur. Það var margs að minnast frá dvöl hjá þeim Einari og Sigurbjörgu f tvö sumur. Það hafa margir ungl- ingar dvalið hjá þeim síðan ég var þar og býst ég við að þau séu mér sammála mér um ágæti staðarins og fjölskyldunnar í Garði. Að minnsta kosti get ég staðhæft að sonur minn sem dvaldi hjá þeim nokkur sumur er mér sammála. Einar hafði ákveðnar skoðanir og gat verið fastur fyrir en það var grunnt á mildi og hlýju. Ég er viss um að hann hefði ekki kosið mikið lof látinn. Því vil ég aðeins þakka og geymi góðar minningar frá öllum okkar samverastundum. Ég bið Guð að gefa Sigurbjörgu styrk í sorginni og við Sæmundur vottum henni og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Hrafnhildur Jónasdóttir Dauðinn er erfiðastur þeim sem eftir lifa, sagði heimspekingurinn, og hvað snertir fráfall Einars í Garði hygg ég að það sé nokkuð rétt. Þegar hann var kistulagður á miðvikudaginn var' komst prestur- inn svo fallega að orði að nú væri hann laus við að þurfa að horfa aðgerðalaus upp á aðra vinna. Ég giska á að dugmanni og hugmanni eins og Einari hafi ekki verið lausn- in á móti skapi. Einar Öm fæddist 26. febrúar 1922, sonur Hallgríms Tómasar Hallgrímssonar frá Stærra- Árskógi, kaupmanns og veitinga- manns, í Reykjavík, og síðari konu hans Guðrúnar Einarsdóttur frá ísafirði. Þannig stóðu að honum stórar ættir, annars vegar Jónsætt en hins vegar Amardalsætt. Einar var níu ára þegar hann kom til sumardvalar að Hvammi í Hrana- mannahreppi, til hjónanna Helga Kjartanssonar og Elínar Guðjóns- dóttur. Segja má að þar hafi heim- ili hans svo verið upp frá því, þar til hann stofnaði sjálfur sitt eigið heimili þar í túnfætinum. Þar réðust örlög hans einnig á flesta aðra vegu, því þar kynntist hann ræktunarmál- um undir handleiðslu Helga í Hvammi, sem var mikill ræktunar- maður. Upp frá því var ræktun jarðar og gróðurs í senn áhugamál Einars og atvinna. í Hvammi kynnt- ist hann líka konuefninu, sem réðist þangað kaupakona eitt sumar. Nú, þegar hann er horfínn til sígrænna garða,_ leitar hugurinn aftur í tímann. Ég var ekki hár í lofti þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Fimm ára var ég þegar hann gekk að eiga systur mína, Sigurbjörgu Hreiðarsdóttur. Þá skemmti hann sér við að leiða mig, pattann, sér við hönd og segja: „Þetta er mágur minn.“ Nærri má geta að ég hækkaði nokkuð í loftinu við mágsemdimar, því Einar var glæsilegur og snagg- aralegur í fasi og framkomu, vin- sæll og virtur, hrókur alls fagnaðar í góðum hópi. Honum fylgdi alltaf hressandi blær. Lognmolla þreifst ekki í hans návist. Þar við bættist að hann varð fyrsti mágurinn sem ég eignaðist, og það gaf honum í mínum huga sérstakt gildi sem entist alla tíð. Rúmlega tvítugur reisti hann ásamt Sigurbjörgu konu sinni garð- yrkjubýli úr landi Hvamms og nefndi Garð. Þar kom strax fram dugnaður og harðfylgni Einars. Garður reis á skömmum tíma og allt yfirbragð þar einkenndist af ötulleika og snyrtimennsku. Það varð mér engu minna ævintýri að fá að fara austur að Garði og dvelja þar nokkra daga en bömum nútím- ans að fara í sólarlandaferð. Frá þeim heimsóknum, svo og þeim dögum er fjölskyldan að austan kom suður og dvaldi nokkra daga í senn á heimili foreldra minna, á ég sumar mínar bestu bemskuminningar og mínar bestu minningar um Einar. Þá var ekki síður eftirminnilegt að sjá Einar vinna og fylgjast með honum við störf. Hann var kominn á fætur fyrir allar aldir og búinn að skila dijúgu verki þegar væra- kæram mági tókst að koma fyrir sig morgunfótunum. Hann vann hratt og öragglega og skipulagði vinnulagið fyrirfram, þannig að honum varð mikið úr verki. Hjá honum fór saman verklagni og afl. Einar og Sigurbjörg eignuðust §ögur böm: Helgu Ragnheiði, Öm, og tvíburana Hallgrím og Bjöm Hreiðar. Tvö elstu bömin fæddust heima hjá mér og það varð enn til þess að treysta tengslin við Einar og hans fólk, ekki síst sú hugulsemi þeirra hjóna að eignast Öm á afmælisdaginn minn þegar ég varð sjö ára. Enda var lengi svo að mér fannst þessir krakkar, einkum þó Helga og Öm, vera systkini mín fremur en frændsystkin. Auk bama sinna fjögurra tóku þau ungan í fóstur og ólu upp systurson okkarf Sigurbjargar, Eið Óm, sem er eins ogeinn af þessum systkinahópi. Eins og oft vill verða strjáluðust samskiptin nokkuð með tímanum. En samfundimir vora engu minna ánægjuefni, þó að þeir yrðu strjálli. Á síðastliðnu sumri fóram við þrjú systkin saman ásamt nokkra af okkar fólki í lítið ferðalag austur í + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför SIGRÍÐAR J. THORODDSEN, Kvígindisdal, Fyrir hönd aðstandenda, Friöa Guðbjartsdóttir, og Valur Thoroddsen. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ZOÉGA HENREKSDÓTTIR. Einar Sigurðsson, Nanna Haraldsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Magnfna Sveinsdóttir, börn og barnabörn. Landeyjar til að merkja þar nokkur leiði forfeðra okkar. Þetta var góður dagur og eftirminnilegur og Einar sjálfum sér líkur. Mér er það ánægjuefni að eiga minninguna um þennan dag sem síðasta daginn með Einari, meðan hann var enn sjálfum sér líkur og sá félagi sem ég minnist, og öragg vora handtök hans að vanda þegar við komum krossunum fyrir á leiðunum. Lítið granaði okkur þá að næstu samfundir þessa góða hóps yrðu í öðram kirkjugarði yfir moldum Einars, en þetta er staðreynd lífsins. Hann verður nú í dag til moldar borinn í kirkjugarðinum í Hrana. í rauninni er það fallegt, að fela hann jörðinni sem hann eijaði og unni, einmitt í gróandanum þegar frjó- magn moldar og byrjandi sumars er hvað mest. Af jörðu var hann kominn, jörðu og lífi helgaði hann ævi sína, að jörðu skal hann aftur verða. Þegar nú leiðir skiljast um sinn er mér ljúft að færa honum þakk- læti okkar mágfólksins fyrir sam- fylgd og vináttu í rúma fjóra ára- tugi. Megi björt minning okkar um hann verða honum gott veganesti inn á ódáinsakur. Fólkinu hans biðjum við blessun- ar. Sigurður Hreiðar Einar í Garði er allur. Góður fé- lagi og vinur er genginn langt um aldur fram. Með Einari er horfínn af sjónar- sviðinu einn af okkar traustustu og virtustu félögum í Sölufélagi garð- yrkjumanna. Maður, sem lagði jafn- an metnað sinn í vandaða ræktun og góða meðferð framleiðslu sinnar, enda löngu viðurkenndur af félög- um sínum sem frábær ræktunar- maður, er fór mildum höndum um viðkvæman gróður, sem hann lét sér mjög annt um á öllum þroska- og meðferðarstigum. Garður, heimili þeirra hjóna, Sigurbjargar Hreiðarsdóttur og Einars, er löngu héraðsfrægur og raunar mörgum iandsmönnum og erlendum gestum vel kunnur. Ekki aðeins fyrri hið ytra yfirbragð, sem ber fegurðarskyni og elju þeirra hjóna fagurt vitni, heldur og ekki síður, fyrir það einstaka lag sem fáum er gefið í svo ríkum mæli, að taka á móti jafnvel bláókunnugu fólki með þeim hætti að þvf finnst sem um endurfundi við aldagamla vini sé að ræða. Hið trausta og jafnframt hlýja og glaðværa viðmót Einars átti þar ríkastan þáttinn. Hann var jafnan hrókur alls fagnað- ar, heima sem heiman, músíkalskur og söngvinn, og veitti hveijum sem þess kunni að njóta ómælt af þeim náðargáfum sínum, leiftrandi lífs- gleði og jákvæða hugarfari hins sanna og alhliða ræktunarmanns. Af þessum sökum og annarra mannkosta sinna var Einar ávallt aufúsugestur hvar sem hann bar að garði. Þau skipti era ófá sem hann veitti okkur stjómendum og starfsfólki Sölufélags garðyrkju- manna ómælda ánægju með þátt- töku í okkar gleðifundum, og þótti jafnan mikið á skorta ef þau hjónin gátu ekki komið því við að vera með, sem þó sjaldan skeði. Ég mun jafnan minnast Einars sem hins trausta, glaða og jákvæða manns, sem með þéttu, hlýju hand- taki bauð mönnum að ganga í bæinn sinn, í þessara orða víðustu merkingu, og þiggja og njóta höfð- inglegra veitinga. Í þessum efnum sem öllu öðra vora þau Sigurbjörg mjög samhent enda leitun að sam- rýndari og elskulegri hjónum í allri viðkjmningu. Einar sat um árabil í stjóm Sölu- félags garðyrkjumanna. Rejmdist hann á því sviði sem öðrum traust- ur, íhugull, tillögu- og ráðagóður. Með honum var gott að starfa. Fyrir þetta allt, farsæl störf í þágu félagsheildarinnar, þroskaðan og traustan félagsanda, þakkar að leiðarlokum stjóm og starfsfólk Sölufélags garðjrrkjumanna af heil- um hug og biðja eftirlifandi eigin- konu, íjölskyldu og öðram ástvinum okkar góða félaga og vinar allrar blessunar í nútíð og framtíð. Einari óskum við fararheilla. Þorv. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.