Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 5 Hreinsunarvika í Hafnarfirði UM ÁRABIL hefur verið efnt til sérstakrar hreinsunarviku í Hafnarfirði í byrjun júní. Oft hafa bæjarbúar tekið virkan þátt í þrifum á opnum svæðum og jafnframt hafa bæjarstarfsmenn fjarlægt rusl sem húseigendur setja út á götu. í ár fer hreinsun þessi fram dagana 9. til 13. júní nk. Unglingar úr vinnuskóla HafnarQarðar og starfsmenn áhaldahúss bæjarins vinna við þrif á opnum svæðum. Bæjarbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri og hreinsa lóðir sínar og næsta umhverfi. Tilkynningum um rusl, sem þarf að fjarlæga, og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu vinnuskólans f síma 651899. Lýst eftir strokufanga LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir strokufanganum Tryggva Bjarna Kristjánssyni, sem strauk úr Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg þann 29. maí sl. Tryggvi er 26 ára gamall, rauð- hærður með rautt alskegg, ljósar augabrúnir og græn augu. Hanner um það bil 185 cm á hæð. Er hann strauk var hann klæddur í bláar gallabuxur, ljósgráa peysu og hvíta skó. Þeir sem vitneskju hafa um ferðir eða dvalarstað Tryggva Bjama eru beðnir að koma þeirri vitneskju á framfæri við lög- regluna. NMT 4111 PHILIPS Og þú ert frjáls eins og fuglinn Lítill og léttur Lipur og fjölhæfur Ný tækni, nútímaleg hönnun 16 stafa láréttur skjár Stærri stafir Svo þægilega auðveldur og öruggur í notkun LÉTTARA GETUR ÞAÐ EKKIVERIÐ Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8 - Sími 27500. Daihatsuumboðið s. 685870 — 681733

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.