Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 félk í fréttum Söngsýklar, poppveirur og gysberar Faraldrar og flensur hafa aldr- ei þótt neinir aufúsugestir og í gegnum aldimar hafa menn beitt hinum ýmsu brögðum til að fæla burt og verjast vágestum þeim. En það er með þetta sem annað — á ekkert er að treysta. Ef marka má síðustu fregnir slást nefnilega hreppstjórar og oddvitar nú um að ná inn fyrir sýslumörk sín nýj- um og allóvenjulegum faraldri. Faraldur sá, sem hér urn ræðir, samanstendur af poppveirum og hijómsveitarbakteríum, sem á máli sérfróðra kallast: Pálmi Gunnarsson, Eiríkur Hauksson, Helga Möller, Tryggvi Húbner, Sigurður Einarsson, Pétur Hjalte- sted, Jens Hansson og Engilbert Jensen. Til þess að styrkja þessa flensu enn frekar eru í veiruhópn- um afbrigði sem kallast gysberar, nánar tiltekið þeir Eggert Dalalíf og löggulíf Þorleífsson og Amar Jónsson. Áreiðanlegar heimildir herma að faraldsins hafl fyrst orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, en er nú mest áberandi austur í Grímsnesi. Hefur hann tekið sér bólfestu í samkomuhúsinu Borg, safnar þar kröftum og hyggst breiðast út um allt land, áður en langt um líður. Reyndar hefur það flogið fyrir að þeir muni heija fyrst á heimamenn, láti til skarar skríða á Borg í Grímsnesi eigi síðar en í kvöld. Rétt er að benda fólki á að gysberamir ráðast til atlögu kl. 11 og áhrifanna gætir í klukkustund. Til að forvitnast ögn nánar um eðli þessarar flensu renndum við austur fyrir fyall, náðum taki á tveimur söngsýklum og skelltum þeim undir smásjána. Rannsóknir leiddu f Ijós að faraldurinn hefúr tvö megineinkenni. Annars vegar er það sprell og spaug, sem gys- beramir sjá um auk hinna al- ræmdu Icy-gerla, hins vegar tón- list og trylltur dans. Það ætti því að vera Ijóst að enginn er óhultur, bóluefni eru engin til en þó er ekki ástæða til að örvænta því flensan ku vera kætandi og allt að því mannbætandi. Söng«ýklarlU rEiríkurogPálnu- Undarlegt uppátæki að er alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að gera — til þess eins að vera öðruvísi. Til að mynda fannst henni Lee Redmond það ógnvænleg tilhugsun að falla bara í fjöldann, vera samkvæmt formúl- unni bæði í fasi og framkomu. Til þess að koma í veg fyrir það ákvað hún að búa sér til eitthvert sérein- kenni — gera eitthvað sem vekti athygli. Ekki sat hún við orðin tóm heldur tók til við að láta neglumar vaxa og það svo um munaði. Ák- vörðunin var tekin árið 1979 og nú, 7 árum síðar, em þær orðnar hvorki meira né minna en 22 sm á lengd. En ætli sé ekkert erfítt að halda þeim heilum? „Jú, maður verður að passa sig ofsalega vel,“ viðurkennir Lee, „og læra alveg nýja tækni við hversdagslegustu hluti eins og uppvask og svefn. Ég verð t.d. að sofa með hendumar niðri á gólfl, sitt hvomm megin við rúmið. Það er að vísu ekkert þægilegt, en ýmis- legt er nú á sig leggjandi fyrir „fegurðina", ekki satt?“ Er hún var innt eftir því hvað fjölskyldu hennar fyndist _um þetta uppátæki svaraði hún: „Ég er sjálfstæð kona, sem gerir það sem hún vill og það virðir maðurinn minn. En ekki er hann hrifínn af nöglunum, svo mikið er vfst, því hann hefur margbeðið mig að klippa þær.“ — Og lái honum hver sem vill. Lee Redmond og hennar dýr- asta djásn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.