Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 -t Jón L. í eldlínunni um helgina ÞAÐ er ljóst að baráttan í tveimur síðustu umferðunum á alþjóðlega skákmótinu í Helsinki í Finnlandi verður æsispenn- andi. Þar mun Jón L. Árnason leika aðalhlutverkið, þvi hann er nú í efsta sæti á mótinu ásamt danska stórmeistaranum Curt Hansen með sjö vinninga af níu mögulegum. Næstir koma sovézki stórmeistarinn Timoshenko og Tisdall frá Bandaríkjunum með 6V2 vinning. Sovézki stórmeistarinn Dorfman er fimmti með 5V2 vinning og kollegi hans Lars Karlsson frá Sviþjóð hefur fimm vinninga. Jón L. verður mest í sviðsljósinu um helgina, þvi í næstsiðustu umferð átti hann að mæta Timoshenko og síðan teflir hann við Curt Hansen í þeirri síðustu. Það er ekki einungis efsta sætið sem verður í húfí fyrir Jón 1 þessum tveimur erfíðu skákum, heldur keppir hann einnig að því að ná sínum öðrum áfanga að stórmeist- aratitli. Til þess nægir honum einn vinningur úr þessum tveimur skák- um. Hann hefur svart gegn Timos- henko en hvítt á Hansen. Það blés ekki byrlega fyrir Jóni í upphafi mótsins, hann fékk aðeins hálfan vinning úr tveimur fyrstu umferðunum og ekki útlit fyrir að hann myndi blanda sér í toppbarátt- una. En þá tók hann geysilegan sprett, vann hvorki meira né minna en sex skákir í röð, en dæmi um slíkt eru fá á svo öflugum mótum. Öflugasti skákmaðurinn sem Jón lagði að velli á sigurgöngu sinni var sovézki stórmeistarinn Jozef Dorf- man, en hann var einn helsti aðstoð- armaður Garry Kasparovs í ein- vígjum hans við Karpov. Dorfman hefur orðið skákmeistari Sovétríkj- anna, en ekki fengið mörg tækifæri til að spreyta sig á alþjóðlegum mótum, fyrr en nú. Við skulum líta á þá skák, það er ekki á hverjum degi sem íslendingur leggur sovézk- an stórmeistara að velli. Hvitt: Jón L. Amason Svart: Dorfman (Sovétríkjunum) Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 — 0-0,9. h3 — Be6!? Fáséður leikur í seinni tíð. í tízku er 9. — Bb7 eins og Karpov lék gegn Sokolov í síðasta skákþætti. 10. d4 - Bxb3, 11. Dxb3 - d5, 12. exd5 - Ra5, 13. Dc2 - exd4, 14.cxd4!T Áður hefur hér svo til alltaf verið leikið 14. Rxd4, en Jón tekur óhræddur á sig stakt peð. Hann telur nægilegt mótvægi felast í þrýstingi hvíts eftir hálfopinni c lín- unni. 14. - Rxd5, 15. Rc3 - Rxc3, 16. Dxc3 - Rc4, 17. Bf4 - Bd6, 18. Bxd6 — Dxd6 Eftir mikil uppskipti virðist jafn- teflisdauðinn á næsta leiti, en nú byijar Jón að pressa eftir c línunni. 19. Hacl - Hac8, 20. b3 - Rb6, 21. Re5 - Hfe8, 22. Df3! - f6, 23. Rc6 — Dd7, Dorfman undirbýr að létta á stöðunni með uppskiptum á öllum hrókunum. 24. Kh2 - Hxel, 25. Hxel - He8, 26. Hxe8+ - Dxe8,27. Rb4! Það er ljóst að það er hvítur sem er að tefla til vinnings. Þrátt fyrir staka peðið á d4 eru svörtu peðin veikari en þau hvítu. 27. - a5, 28. Rd5 - Dd7, 29. Rxb6 - Dd6+, 30. g3 - Dxb6, 31. Dd5+ - Kf8, 32. Dd8+ - Kf7, 33. Dd7+ - Kf8, 34. h4 - h5T Svartur hafði ærinn starfa við að halda peðum sínum á drottning- arvængnum völduðum og mátti alls ekki við einum veikleika til viðbótar. Eftir 33. — h6 á hann möguleika á að halda í horfínu, þó hvítur geti t.d. reynt að koma kóngi sínum í sókn eftir leiðinni h3-g4-f5-g6. 35. Kgl - b4, 36. Df5 - Dxd4, 37. Dc8+ - Kf7, 38. Dxc7+ - Kg6, 39. Dxa5 - Kh6, 40. Df5 - g5, 41. hxg5+ — fxg5, 42. De6+ — Kg7,43. a4! Hér fór skákin í bið, en Dorfman ákvað að gefast upp án frekari taflmennsku. Biðleikur hans var 42. — bxa3 (framhjáhlaup), en eftir 43. De7 — Kg6, 44. Dxa3 vinnur hvítur á frípeðinu sem hann hefur yfír, þó Dorfman hafí að sjálfsögðu sparað sér og Jóni mikla vinnu með uppgjöfínni. Edduhótel hefja starf- semi sína EDDUHÓTEL víðsvegar um landið eru nú óðum að hefja sumarstarf sitt. 20 Edduhótel verða starfrækt í sumar. í Valhöll, Flókalundi og Laugum í Sælingsdal hafa Edduhótel þegar tekið til starfa. Rekstur Hótel Eddu verður hafinn á eftirtöldum stöðum næstu daga: í Reykholti 8. júní, á Skógum 9. júní, Hrafnagili og Hús- mæðraskólanum Laugarvatni 11. júní, Menntaskólanum Laugarvatni 12. júní, Stóru Tjömum, Eiðum og Reykjum 13. júní, Hallormsstað 14. júní, Húnavöllum 15. júní, Akureyri 18. júní, Laugabakka 20. júní. Gisting á Eddu hótelum kostar frá 600 til 1500 kr. Fyrir tveggja manna herbergi borga menn 1500 krónur, 1950 ef herbergið er með baði. Eins manns herbergi kostar 1150 krónur, 1500 með baði. Þriggja manna herbergi fæst fyrir og kostar það 250 krónur á mann. Sumarblóma-rabb Nú stendur sumarblómakaup- tíðin sem hæst og af þvi tilefni brá ég mér á dögunum i nokkrar gróðrarstöðvar í borginni til þess að forvitnast um hvað væri á boðstólum af sumarblómum. Ekki gat ég séð að nokkrar ný- ungar væru þar á ferðinni, en svo virðist að flestir sem kaupa sumarblóm bindi sig við sömu tegundimar ár eftir ár og er það e.t.v. heilladrýgst þvi þá eru valin þau sem harðgerðust era og blómsælust. Plöntumar eru fal- legar og kröftugar og virðast svo ámóta að gæðum og verði að vart er hægt að taka einn stað fram yfir annan hvað það snert- ir. Ekki fer milli mála að enn sem fyrr eru stjúpur og fjólur fyrir- ferðarmestar á þessum markaði. Sumarblóm má nota á margan hátt svo fjölbreytt sem þau eru að lit, lögun og allri gerð og ætti enginn að vera í vandræðum með að velja eitthvað við sitt hæfí. Það má planta þeim í raðir og þyrpingar, einum sér í beð eða þá innan um annan gróður, þau geta lífgað upp á steinhæðina ef því er að skipta og gott er að grípa til þeirra þegar laukblómin hafa lokið hlutverki sínu á vorin. Þá hefur mjög færst í vöxt á síðari árum að planta í allskonar ker og kassa og hafa helst á skýld- um stöðum. Þá eru jafnan valdar hinar stórvaxnari tegundir svo sem tóbakshom (petuniur) og dalíur, einnig begóníur, salvíur og pel- argóníur og e.t.v. fleira til að hafa í miðju en svo lágvaxnari tegundir utan með t.d. nálablóm (alyssum)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.