Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 33
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 33 Ef eftirleikurinn verður eins og upphafið lít ég björt- um augum á samstarfið - segir Gunnar Ragnars, oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, um meirihlutasamstarfið við Alþýðuflokkinn Akureyri. SAMKOMULAG um meirihluta- samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjórn Akur- eyrar næsta kjörtímabil var samþykkt einróma seint í fyrra- kvöld á fundum hjá báðum flokk- um. Ljóst er að Sig-fús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, verður næsti bæjarstjóri á Akur- eyri. Forseti bæjarstjómar verð- ur úr röðum sjálfstæðismanna. Ekki er ákveðið hver það verður en telja verður líklegt að það verði Gunnar Ragnars, efsti maður á lista flokksins. Gunnar Ragnars sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann væri mjög ánægður með að samstarfíð væri í höfn og með nýja bæjarstjórann: „Þetta er ungur og vel menntaður maður, sem hefúr staðið sig vel í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur fram að þessu, og ég tel að hann falli fylli- lega inn í þá mynd sem við gerðum um hvemig bæjarstjóra við vildum hafa hér til að framkvæma okkar stefnumál." Bæjarstjóri hefur ætíð verið og verður áfram formaður bæjarráðs. Gunnar sagði ennfremur: „Nú taka saman flokkar sem hér hafa ekki farið saman með stjóm bæjar- ins áður. Við höfum ýmsar hug- myndir sem við munum koma fram með. Það eru nokkur stór mál, sem bíða úrlausnar, til dæmis á sviði atvinnumála, sem við hyggjumst setja í gang. Við munum leggja áherslu á að taka málefni hitaveit- unnar til athugunar strax og fylgja því fast eftir að ljúka við hönnun á sundlaug í Gleráirhverfí þannig að hægt verði að byggja hana á næsta ári og við erum staðráðnir í því að koma því svo fyrir að kennsla í Síðuskóla geti haldið snurðulaust áfram í haust. Það þýðir að syðri hluti verður innréttaður í sumar og 4 nýjar kennslustofur teknar í notk- un. Þá vil ég taka fram að sérstakur áhugi er í þessum nýja meirihluta að styðja vel við hina ftjálsu íþrótta- starfsemi í bænum. Ég segi fyrir mig að ég fagna því að Alþðyðuflokkur og Sjálfstæð- Gunnar Ragnars, forstjóri, Eikarlundi 11. isflokkur hafa náð þessu samkomu- lagi og ég endurtek enn einu sinni að ég tel að þetta sé í framhaldi af því sem bæjarbúar hafa gefíð vísbendingu um í kosningunum. Þessar viðræður, sem við áttum við bæjarfulltrúa Alþýðuflokks, fóru mjög vel af stað. Andinn var góður frá byijun og flokkamir lögðu sig mjög fram um það að ná þessu samstarfí. Ef að eftirleikurinn verð- ur eins og upphafið þá lít ég mjög björtum augum til þess að starfa með þessum fulltrúum sem þarna ætla að taka höndum saman og hafa forystu í málum Akureyrar á nstu fjórum árum. Eins og er alítaf í samningum flokka með mismunandi sjónarmið verður eitthvað að gefá eftir. Okkur hefur tekist að fínna málamiðlanir í þeim efnum þar sem um ágreining hefur verið að ræða, en hins vegar fara sjónarmið okkar mjög saman í veigamiklum málum." Hvað með nýtingu tekjustofna bæjarins. Skoðanir flokkanna hafa ekki farið saman í þeim málum? „Við höfum viljað stilla fast- eignagjöldum í hóf, sérstaklega með tilliti tl þess hve við búum við dýra heitaveita. Alþýðuflokkurinn hefur viljað nýta tekjustofna að þessu leyti meira en við. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að íbúð- areigendum verði ekki íþyngt með of háum fasteignagjöldum. Það má túlka svo að við förum bil beggja. Við ákveðum svo við gerð fjár- hagsáætlunar hveiju sinni hvemig við nýtum tekjustofna," sagði Gunnar Ragnars. Rikshaw á Akureyri Sigfús Jónsson nýráðinn bæjarstjóri á Akureyri: „ Vil nýta þær hug- myndir sem ég hef “ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Málarará stjá á Akureyri VORSTEMMNING hefur ríkt á Akureyri undanfarna daga. Veður hefur verið milt og gott og sólin skinið a.m.k. hluta úr hverjum degi. Menn eru famir að dunda í görðum og snyrta til í kringum sig eftir veturinn. Ein er sú stétt manna sem sést utan dyra strax og veðrið skánar á vorin - líkt og farfuglamir koma aftur til lands- ins úr Q'arlægum löndum - en það em málaramir. Á vetmm þýðir sennilega lítið fyrir þá að stunda iðju sína utandyra í frosthörkum og vætu en þegar veður skánar fara þeir á kreik og hefur verið töluvert af þeim við vinnu í miðbæ Akureyrar undanfama daga. Þessa þijá festi blaðamaður á fílmu í vikunni - þeir vom önhum kafnir við að fegra eitt af gömlu húsunum í miðbænum. Akureyri. MIKIÐ verður um að vera i kringum 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga, sem er 19. þessa mánaðar. Þeir hjá Kaupfélaginu hafa ekki gleymt yngri kynslóðinni og unglingar Akureyrar og ná- grennis ættu að geta glaðst - því laugardagskvöldið 21. júní verður hljómsveitin Rikshaw með hljómleika i íþróttahöll- inni. Þess má geta að aðalfundur KEA verður haldinn 18. júní og daginn eftir verður síðan haldinn hátíðarfundur í tilefni af af- mælinu og um kvöldið verður síðan 1.000 manna veisla í íþróttahöllinni vegna afmælis- ins. Akureyri. SIGFÚS Jónsson, nýráðinn bæj- arsíjóri á Akureyri, er fæddur hér i höfuðstað Norðurlands en flutti til Reykjvikur er hann var fimm ára. „Síðan var ég oft þarna á sumrin hjá ömmu og afa þannig að ég þekki vel til á staðn- um,“ sagði Sigfús í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigfús er sonur hjónanna Jóns Þorsteins- sonar lögfræðings og Jónínu Bergmann. Sigfús starfar nú sem sveitar- stjóri á Skagaströnd. „Ég hef verið hér í tvö ár. Það er allt of stuttur tími því hér er mjög gott að vera. Að vísu er alltof erilsamt að vera sveitarstjóri — ef holræsi stíflast eða vandræði eru með villiketti eða mýs er alltaf hringt í mann! Heldurðu að starfið hér á Akureyri verði ekki öðruvísi að þessu leytinu? „Jú, ég ætla að reyna að hafa það þannig. Ég vil nýta þær hug- myndir sem ég hef. Stjóma og láta aðra vinna fyrir mig — fá tíma til að sitja og hugsa, þó ég ætli alls ekki að fara að setjast í einhvem hægindastól og gera ekki annað!" Þú nefnir hugmyndir þínar — gætirðu nefnt dæmi um þær? „Ég er með mikið af hugmynd- um, bæði á sviði atvinnumála, við- skipta og þjónustu svo eitthvað sé neftit. Ég vil til dæmis að Akureyri verði miðstöð viðskipta og þjónustu á Norðurlandi. Fólk á norðvestur- landi sækir ekki til Akureyrar í dag heldur suður. Akureyri hefur að því leyti orðið undir í samkeppninni við Reykjavík. Ég nefni lögfræð- inga, endurskoðendur og alls kyns þjónustu sem einstaklingar og fyrir- eyri má ekki eingöngu byggjast upp á þjónustu við Akureyringa heldur verður að laða utanbæjarfólkið til bæjarins. En þetta er auðvitað atriði sem verður áð vinna að hægt og rólega í samvinnu við kaupmenn og aðra sem hlut eiga að máli. Þesu verður ekki breytt á einni nóttu!“ Sigfús sagðist einnig vilja vinna af metnaði að háskólamálinu. „Ég vil ekki stofna útibú frá Háskóla íslands á Akureyri heldur alvöru háskóla. Það ætti að byija með 1—2 greinar og reyna að fá fólk hvað- anæva af landinu til að sækja skól- ann. Ég vil ekki stofna háskóla bara til þess að Akureyringar þurfí ekki að fara suður!" Sigfús __ er landfræðingur að mennt. „Ég lærði til BS-prófs í landafræði í háskólanum hér heima, tók síðan MA í landafræði og borg- arskipulagsfræðum f Durham á Englandi og doktorspróf í New- castle. Þar skrífaði ég um sjávarút- veg og byggðaþróun," sagði hann. Sigfús er 35 ára. Hann starfaði hjá Framkvæmdastofnun í 3 ár, var við rannsóknir í 1 ár á Nýfundna- landi þar sem hann fékk stöðu við háskólann; kortlagði þá fiskimið Nýfundnalands og rannsakaði. Þá starfaði hann tvö sumur, 1979 og 1980, í Nova Scotia á austurströnd Kanada — kenndi þar um sjávarút- veg. Sigfús var kunnur hlaupari hér á árum áður. Hann var spurður hvort hann væri nokkuð hættur að hlaupa. „Nei, nei, ég er alltaf trimmandi. Maður verður að hreyfa sig. þetta er eins og með alkóhólistann og brennivínið — maður verður að fá skammtinn sinn!“ sagði Sigfús. Sigfús Jónsson tæki ættu að nýta sér. Nú, í sam- bandi við verslun og þjónustufinnst mér að verslanir á Ákureyri verði að hafa opið á laugardögum allt árið um kring þannig að laugardag- urinn yrði verslunardagur í bænum og utanbæjarfólkið kæmi til að versla. Þá eru líka á dagskrá íþróttakappleikir, bfósýningar og leikhús sem fólk gæti farið á í leið- inni. Búðir gætu alveg eins verið lokaðar á mánudögum eða miðviku- dögum í staðinn — en það sem ég er að meina er að verslun á Akur- V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.