Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Adelsohn tók fjölskylduna fram yfir stjórnmálin Lundi. Frá Pétri Péturssyni fréttaritara Morgunbladsins. ÞAÐ ER vart hægt að segja að flokksleiðtogar séu langlifir í embættum sínum hér í Svíþjóð um þessar mundir. Ef frá eru taldir kommúnistar hafa allir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi fengið nýja foringja það sem af er þessum áratug. Formaður Moderatafiokksins, Það sem mestu hefur valdið um Ulf Adelsohn, sem aðeins hefur ákvörðun Adelsohns eru þá líklega setið í fímm ár og er ekki fímm- tugur, tilkynnti fyrr í vikunni að hann mundi segja af sér for- mennskunni og bað um að stjóm flokksins kallaði saman aukaþing í ágúst til að velja nýjan formann. Ýmsar orsakir liggja að baki þessari ákvörðun. Morðið á Olof Palme forsætisráðherra fyrir um tveim mánuðum hafði mikil áhrif á Adelsohn sem og aðra, en ekki síst hann vegna þess að um skeið var rætt um hann sem hugsanleg- an forsætisráðherra. Þá urðu afdrif Thorbjöms Fálldin for- manns miðflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra í samstjóm- um borgaraflokkanna ekki síður að umhugsunarefni, en þeir höfðu setið saman í stjóm og voru góðir vinir. Fálldin var kennt um ósigur flokks síns eftir síðustu kosningar og uppstillingamefnd þess flokks lagði það til að hann segði af sér og er hann nú kominn úr stjóm- málunum að fullu og öllu eftir að hann hafði helgað flokknum líf sitt um áratuga skeið. Þótti mörg- um þetta ósæmilegur viðskilnaður og mikið vanþakklæti. vonbrigði hans sjálfs með úrslit síðustu kosninga. Það hefur hvað eftir annað komið fram að hann hefur ekki náð sér á strik eftir þessi vonbrigði og misst þann glaðbeitta áhuga á stjómmálun- um sem einkenndi hann áður og verkaði hvetjandi á samstarfs- menn hans og fylgismenn. Ad- elsohn er þannig maður að hann vill sjá árangur verka sinna sem fyrst og hann sá fyrir sér að fá að láta til sín taka í væntanlegri stjóm borgaraflokkanna jafnvel sem forsætisráðherra. Skoðana- kannanir fyrir kosningamar í september á fyrra ári syndu að Moderataflokkurinn var þá stærsti borgaraflokkurinn og að fylgi hans jókst stöðugt. Glæsileg- ur endasprettur kosningabaráttu Þjóðarflokksins með hinn unga Bengt Westerberg í broddi fylk- ingar gerði út af við drauma Moderata, sem ef miðað við fyrri kosningar fengu þá alls ekki lítið magn atkvæða. Ekki hefur orðið vart við neina valdabaráttu innan Moderataflokksins og ekkert bendir til þess að hópar innan hans hafí unnið að því að flokkur- inn losaði sig við Adeisohn né kenndi honum sérstaklega um að flokkurinn fékk ekki það fylgi sem vonast var eftir. Hins vegar var það orðið augljóst að hann kunni ekki við sig í stjómarandstöðu- hlutverkinu og megnaði ekki að veita flokknum þá einörðu forystu sem þurfti til að komast yfír vonbrigðin og hefja nýja sókn. Hann kvartaði undan því að of mikill tími færi í stjómmálin og að hann hefði engan tíma til að sinna konu sinni og bömum. Nokkm áður en hann tók ávörðun sína hafði hann heimsótt Fálldin á bóndabæ hans og þeir rætt í trúnaði um formannshlutverkið, stjómmálin og mikiivægi einka- lífsins. Adelsohn segir að Fálidin hafi ekki beinlínis haft áhrif á ákvörðun sína, en segir að þeir hafí orðið sammála um að stjóm- málin væm ekki allt og ekki þess virði að fóma fjölskyldulífínu á altari stjómmálanna. Gösta Bohman fyrrverandi for- maður Moderataflokksins er því ekki ánægður með ákvörðun eftir- manns síns og segir að Adelsohn hafi átt eftir mikið að gefa flokkn- um. „En það er ekki hægt að vera með neitt hálfkák í þessari stöðu, sagði Bohman þegar hann var spurður um formannshlut- Ulf Adelsohn sagði af sér for- mennsku f flokki sænskra hægri- manna og er hann nú á leið út úr sviðsljósi stjómmálanna. verkið, og bætti við: „Þetta er einskonar hjónaband, það er næstum því að maður giftist flokknum og fómi sér fyrir hann.“ En Adelsohn vildi ekki giftast flokknum. Hann valdi konuna sína sem beið þögul í anddyri sjón- varpsstúdíósins á meðan eigin- maðurinn tilkynnti þjóðinni ákvörðun sína. Síðan stigu þau á bak reiðhjólum sínum og hjóluðu að þvi er virtist himinlifandi út í hlýja vomóttina. Alnæmi: Um 10.000 Afríkubúar álitnir smitast árlega I NYRRI skýrslu frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni segir, að verið geti að rúmlega 2 milljónir Afríkubúa hafi smitast af alnæmi og séu margir þeirra smitberar án þess að þeir hafi nein ein- kenni. Skýrslan, sem lögð verður fram á ráðstefnu um ainæmi í Genf þ. 28. júní nk., byggist á athugunum, sem fram fóru í nokkrum Afríku- ríkjum, að sögn Dr. Fakhry Assaad, yfirmanns smitsjúkdómadeiidar WHO. Þar kemur fram að áiitið er, að um 10.000. Afríkumenn smitist af þessum ólæknandi sjúkdóm ár- lega og að tilfelium hafí ijölgað mjög mikið í Mið-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er talinn upprunninn. Mun mikill fyöldi bama m.a. hafa smitast í fasðingu. Alnæmi hefur einnig breiðst út í öðrum hlutum Afríku, en stjómvöld þar í álfu hafa yfírleitt ekki viljað birta neinar tölur og hafa aðeins 9 ríki gefíð upplýs- ingar um samtals 378 tilfelli, að því er fram kemur í skýrslunni. Þar er bent á að auk þess að safna upplýsingum um útbreiðslu sjúk- dómsins um allan heim þurfí hvert Iand að gera sérstaka áætlun um hvemig hefta megi útbreiðslu hans. Byrja verði á því, að gera sér grein fyrir ástandinu í viðkomandi landi og síðan að hefja áróðurs- og upp- lýsingaherferð, þannig að almenn- ingur geti brugðist rétt við. Bandaríkin: Sovéski sendi- herrann kominn til Washington Washington. AP. NYR sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, Yuri Dubinin, kom til Washington á fimmtudag og fuilvissaði blaðamenn um, að hann hefði ekki uppi neinar áætl- anir um að skáka 24 ára dvalart- íma forvera síns, Anatoly Do- brynins. Dobrynin, sem sneri heim til Moskvu í marsmánuði sl. og tók við starfí aðalritara sovéska komm- únistaflokksins, var orðinn eins konar stofnun í bandarísku höfuð- borginni. Dubinin sagði, að erfítt mundi reynast að feta í fótspor hans. Sovéskur liðhlaupi með heimþrá San Francisco. AP. EINN af fyrstu liðhlaupun- um úr sovéska hernum i Afganistan lét á miðviku- dagskvöld í Ijósi ósk um að fá að snúa heim, en síðan runnu á hann tvær grímur. Bandaríska blaðið The San Francisco Chronicle, sagði á föstudag að liðhlaupinn, Alex- ander Voronov, hefði haft samband við sovésku ræðis- mannsskrifstofuna þar í borg á miðvikudagskvöld og sagt að hann vildi komast aftur til síns heimalands. Síðan hefði hann ekki viljað fara til fundar við landa sína þegar hann átti að hitta þá aftur. Voronov var 18 ára gamall árið 1983, þegar hann og félagi hans ákváðu að stijúka úr sovéska hemum í Afganistan. Þeir voru um skeið í haldi hjá afgönskum upp- reisnarmönnum, en héldu síðan til Pakistan og Belgíu, þar sem Voronov hafði samband við bandarísk yfirvöld og bað um hæli sem pólitískur flóttamað- ur. Áskriftarshnirm er 83033 sKon luminium NORDISK ORGAN FOR ALUMINIUMINDUSTRIEN Styrkþegaverkefni/vinnsla doktorsritgerðar um notkun á Hinn norræni áliðnaður mun úthluta um NOK 14 millj. á þrem árum til rannsókna og kennslu við tækniháskólana. Tilgangurinn með þessari miklu og einstöku úthlutun er að afla sér þekkingar til kennslu á notkun áls innan ýmissa hagnýtingarsviða. Rann- sóknarstörfin munu vera styrkþegastörf við tæknihá- skólana, fyrst í stað við Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi (NTH) og Kungliga Tekniska högskolan í Stockhólmi (KTH). Sex styrkir verða veittir innan eftirfarandi sviða: Efnistækni KTH Byggingaraðferð NTH Byggingartækni KTH og NTH Sjávarmannvirki NTH Skanaluminium er samtök áliÖnaÖar á Noröurlöndunum fimm, Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og SvíþjóÖ. Allar málmbrœÖsluverksmiÖjur, völsunarverksmiðjur og þrýstivölsunarverksmiöur (presksverk) í þessum löndum eru meölimir. Hentugt er að inna starfið af hendi jafnframt því, sem unnið er að doktorsritgerð. Æskilegt er að viðkom- andi hafi námuverkfræöi eða verkfræðipróf eða hlið- stæða menntun. Hagkvæmt væri að viðkomandi hafi reynslu frá iðnaði og kennslu í æðri tækni. Starfað verður við háskólastofnanir og við iðnfyrir- tæki okkar. Náið samstarf verður milli hinna ýmsu verkefna, og milli háskólastofnanna og iðnaðarins. Dvöl við fleiri tilraunastofur getur komið til greina. Umsóknirsendist innan 30. júni til: Universitetet í Trondheim NorgesTekniske Högskole Institutt for Maskinkonstruksjon N-7034 Trondheim NTH Att.: Prof. RolfSandström Kungliga Tekniska Högskolan Institution for Materialteknologi S-100 44 Stockholm Att.: Prof. Rolf Sandström Nánari upplýsingar gefa: Prófessor Karsten Jakobsen, NTH. sími 477594000 (593772 bein lína) PrófessorRoIfSandström, KTH, sími 4687877000 (7878321 bein lína) Ivar C. Walseth, forstjóri, Skanaluminium, tlf. 472440840.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.