Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 6
MQRGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 7. JUNÍ1986 ■'n 6 Dellu- ÚTVARP/SJÓNVARP Fimmtudagsleikritinu Ást í meinum, verk leikskáldsins Simons Moss, var lýst svo í fréttatil- kynningu leiklistarstjórans: God- frey Collins er ástríðufullur að- dáandi leikfangalesta. Þetta áhuga- mál hans veldur Annie konu hans mikilli mæðu, enda er það bæði tímafrekt, plássfrekt og að hennar mati forheimskandi. Þegar Wilson- hjónin flytjast í hverfið lfður ekki á löngu þar til Annie eignast þjánin- arsystur. Hún ákveður að hefja gagnaðgerðir en í ljós kemur að við ramman reip er að draga. Þannig lítur nú söguþráðurinn út í augum starfsmanna leiklistardeildarinnar mitt er að leggja mat á leiksýning- una. Textinn Að mínu mati er leikrit þetta frá- bærlega vel skrifað, í senn hnittið og persónulýsingar skondnar, eink- um er lýsing höfundar á þeim hjón- um Godfrey Collins og Annie konu hans, óborganleg. Godfrey er eins og sagði í fréttatilkynningunni ástríðufullur aðdáandi leikfanga- lesta, þannig þjóta iestir hans um allt húsið og jafnvel inní garðlönd nágrannanna. Hefir Godfrey stofn- að klúbb áhugamanna í hverfinu og stritar allar nætur við að leggja lestargöng inn i garðlönd meðlim- anna. En sá böggull fýlgir skamm- rifi að hann einn ræður stjómstöð- inni og líkist Godfrey þannig einna helst lénsherra. Annars vil ég ekki upplýsa söguþráðinn frekar af til- litssemi við þá hlustendur er hyggj- ast máski hlýða á leikritð næstkom- andi þriðjudagskvöld klukkan 22.20. Ekki má gleyma eiginkonu þessa hjartahreina lestaáhuga- manns, henni Önnu. Anna ber áhugamál eiginmannsins líkt og kross eða eins og hún segir við upphaf leiksins: Ég átti kost á því að eignast vinkonur. Virðist Anna reyndar fluggreind, í það minnsta er hún flugmælsk og stráir í kring- um um sig gullkomum sem er ætlað að vinna á hinum léttgeggjaða eiginmanni. Þessi gullkom njóta sín prýðlega í fimri spörun leikstjórans Karls Ágústs Úlfssonar. Dæmi: Nýir nágrannar hafa flutt í hverfið og sterkara kynið er á góðri leið með að sökkva oní jarðgöngin hans Godfreys, en nágrannakonan nýja sest við eldhúsborðið hjá Önnu og biður um sykurmola útí kaffið. Anna: Ég get boðið þér upp á blá- sýru í staðinn fyrir sykurmolann. Ánnað dæmi: Godfrey þykist grafa eftir moldvörpum þá hann hefur sóknina inni garðlönd nágrann- anna. Anna: Þú hefur nú aldrei farið í grafgötur með heimskuna í þér... Grafa eftir moldvörpuna. í örvæntingu sinni kallar Anna loks á heilbrigðisfulltrúann að fá „mold- vörpurnar" sprengdar út úr holun- um. Þegar heilbrigðisfulltrúinn sér litlu lestina hans Godfrey skjótast út úr einni holunni, segir hann vandræðalega: Faðir minn stýrði svona eimreið áður fyrr. Anna: Hann hlýtur að vara afskaplega smávaxinn. Leikararnir En það var ekki nóg með að höfundurinn Simon Moss drægi upp sprellifandi mynd af þeim Collins- hjónum. Flosi Ólafsson blómstraði svo í hlutverki Godfreys Collins að ég hafði á tilfinningunni að höfund- urinn hefði skrifað hlutverkið sér- staklega fyrir Flosa — hver veit? Bríet Héðinsdóttir smaug líka afar léttilega inní hina meinyrtu eigin- konu Godfreys. Skyggðu þau Flosi og Bríet nokkuð á aðra leikendur, þó var Steindór Hjörleifsson skemmtilega ákafur í hlutverki byltingarseggsins, en ekki orð meir um efni þessa ágæta verks er til allrar hamingju verður endurflutt næstkomandi þriðjudagskveld. Ólafur M. Jóhannesson Kjarnorkuslys ■HH Kjamorkuslys 0055 (The China Cd/L— Syndrome), bandarísk bíómynd frá 1979, er á dagskrá sjón- varps í kvöld. Eftirlitsmað- ur í kjamorkuveri kemst á snoðir um bilun sem telja má smávægilega en gæti þó valdið stórslysi. Hann fær blaðakonu (Jane Fonda) til liðs við sig að gera almenningi viðvart um hættuna en stjómendur kjamorkuversins kapp- kosta að halda öllu leyndu sem úrskeiðis fer innan versins. Skömmu eftir að blaðakonan kemur á vett- vang verður ljóst að um alvarlega bilun er að ræða. Kvikmyndahandbókin gef- ur þessari mynd þrjár stjömur og telur hana ágæta. Sögnslóðir í Suður-Þýskalandi ■■■■ Söguslóðir í 1 ít 30 Suður-Þýska- Aö—■” landi, þáttur í umsjón Arthúrs Björgvins Bollasonar, er á dagskrá rásar eitt í kvöld. Er þetta fyrsti þáttur í þáttaröð um merka staði í Suður-Þýska- landi, sem verða hálfsmán- aðarlega næstu vikur. Fyrst verður sagt frá Reg- ensborg í Bæjaralandi, uppmna íbúanna, sem tald- ir eru vera blanda af kelt- um, Rómveijum og germ- önum. Greint er frá trúar- deilum fyrr á öldum ásamt öðmm fróðkeik, sem sögu- fróðir menn og sagnaþulir létu umsjónarmanni í té. Hann lítur inn á söfn og Arthúr Björgvin Bollason skoðar merkar byggingar, og leitast við að miðla hugblæ sögunnar í töluðu orði. ' yuljy Kjamorkuslýs, bandarísk bfómynd frá 1979, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Sumardagskrá Rásar 2 Um síðustu mánaða- mót tók dagskrá rásar 2 á sig sumarsvip og em helstu breytingar þessar: Dagskrá morgunþáttar lengdist um eina klst. dag hvem frá mánudegi til föstudags. Þá hefur skipu- lagi þáttarins verð breytt, en stjómendur hans em nú Ásgeir Tómasson, Páll Þorsteinsson, Kristján Sig- uijónsson, Gunnlaugur Helgason og Kolbrún Halldórsdóttir, en þijú þeirra sjá um Morgunþátt hveiju sinni. Inn í þáttinn verður skotið bamaefni fjómm sinnum í viku sem Guðríður Haraldsdóttir annast. Morgunþátturinn verður sem fyrr settur saman út tónlist og stutt- um atriðum talmáls. Má nefna fasta liði eins og getraunir, afmælisdagbók, stutt yfirlit menningar- og íþróttaviðburða dagsins, bamadagbók o.fl. Fréttatímum á klukku- stundar fresti hefur verið fjölgað um tvo á dag, þ.e. kl. 9 og kl. 10. Sérstakur íþróttafréttatími verður svo kl. 17 á laugardögum. íþróttum er annars einkum ætlaður staður í þættinum Við rásmarkið, sem er á dagskrá á laugardögum kl. 14-16. Að jafnaði verður tveim- ur þáttum á viku útvarpað frá Akureyri í beinni út- sendingu frá útvarpshús- inu þar um dreifíkerfi rásar 2. Athygli skal vakin á því að á laugardagskvöld- um kl. 22 verður útvarpað framhaldsleikriti í saka- málastíl í sumar sem frum- flutt hefur verið á rás eitt sunnudaginn á undan kl. 16.20. í kvöld kl. 22 verður fluttur fyrsti þáttur fram- haldsleikritsins „Villidýrið í þokunni" eftir Margery Allingham. UTVARP LAUGARDAGUR 7. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunglettur. Létt tónlist. B.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttirá ensku. 8.36 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóðsdóttir skemmtir ungum hlustendum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ól- afsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. a. Tilbrigöi eftir Frédéric Chopin um stef úr óperunni „Don Givovanni", eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Alexis Weissenberg og hljómsveit Tónlistarháskólans f París leika; Stanislav Skrowac- zewski stjórnar. b. „Bac- hinanas Brasileiras", tón- verk fyrir sópran og strengjasveit eftir Heitor Villa-Lobos. Anha Moffo syngur með strengjasveit undir stjórn Leopolds Stokovskís. 11.00 Frá útlöndum — þáttur um erlend málefni. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.40 Af stað. Ragnheiður Dvíösdóttir stjórnar umferð- arþætti. 13.50 Sinna Listir og menningarmál lið- andi stundar. Umsjón: ÞorgeirÓlafsson. 14.00 Sinna. Um iistir og meningarmál líðandi stund- ar. Umsjón: Þorgeir Ólafs- son. 15.00 Miödegistónleikar. a. „Adagio" eftir Samuel Barb- er. Hljómsveitin Fflharmónía leikur; Efrem Kurtz stjornar. b. Píanókonsert nr. 2 eftir Alan Rawsthome. Clifford Curson leikur með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna. Sir Malcom Sargent stjórnar. c. "The simple Symphony" eftir Benjamin Britten. St. Martin-in-the-Fields-hljóm- sveitin leikur. Neville Marrin- erstjórnar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 16.30 Söguslóöir í Suöur- Þýskalandi. Fyrsti þáttur: Regensburg. Umsjón: Arth- úr Björgvin Bollason. Lesar- ar: Kolbeinn Árnason og Rósa Gisladóttir. 17.00 „Frá Listahátíð í Reykja- vík 1986: Paata Burchul- adze og Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í Há- skólabíói kvöldið áður. Síð- ari hluti. Stjórnandi: Jean- Pierre Jacquillat. Á efnisskrá eru forleikir og óperuaríur eftir Verdi, Glinka og Rach- maninoff. Kynnir: Sigurður Einarsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.38 Smásaga „lcemaster" eftir Sveinbjörn I. Baldvins- son Höfundurles. Kynning: Sveinbjörn I. Bald- vinsson hlaut fyrstu verð- laun fyrir smásögu sina „lcemaster" í smásagna- samkeppni sem Listahátíð i Reykjavík 1986 efndi til með stuðningi Reykjavíkur- borgar, Landsbanka íslands og Seðlabanka íslands. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sfna. 20.30 „Frá listahátiö í Reykja- vík 1986: „The New Music Concort" á Kjarvalsstööum fyrr um daginn. Fyrri hluti. Frank Cassara, Kory Gross- man, Michael Pugliese, William Trigg, Gísli Magnús- son og Halldór Haraldsson leika verk eftir John Cage og Béla Bartók. Kynnir. Yrr Bertelsdóttir. 21.20 „( lundi nýrra skóga." Dagskrá í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavík- ur. Umsjón: Árni Gunnars- son. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka. Þáttur í umsjá Sigmars b. Hauks- sonar. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 7. júní 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son og Gunnlaugur Helga- son. 12.00 Hlé 14.00 Viörásmarkiö Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Einar Gunnar Ein- ársson ásamt iþróttafrétta- mönnunum Ingólfi Hannes- syni og Samúel Erni Erlings- syni. SJÓNVARP 18.00 (talía — Argentlna Heimsmeistarakeppnin ( knattspyrnu. 17.50 Spánn —Norðurfrland. Bein útsending frá Heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og véður. 20.26 Auglýsingar og dag- skrá. 20.36 Listahátíð í Reykjavík 1986 20.48 Kvöldstund með lista- manni — Steingrímur Guð- mundsson. Þorgeir Gunnarsson ræðir við Steingrim Guðmunds- son tónlistarmann sem starfar I New York. ( þættin- um kemur faðir hans, Guð- LAUGARDAGUR 7. júní mundur Steingrimsson trommuleikari, einnig fram og flytur með honum tón- verk. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 21.20 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Fjórði þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur í 24 þáttum. Aöal- hlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.60 Herbie Hancock á Broadway. Frá hljómleikum Herbie Hancocksk á Listahátíö f Reykjavík 1986. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.55 Kjamorkuslys (The China Syndrome) Bandarísk bíómynd frá 1979. Leikstjóri: James Bridges. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Jack Lemmon og Michael Douglas. Eftirlitsmaður í kjarnorkuveri uppgötvar smávægilega bil- un sem gæti valdið stór- slysi. Hann reynir með að- stoð blaðakonu að vekja athygli á hættunni en á í vök , að verjast þar sem yfirvöld kappkosta að halda slíkri hættu leyndri fyrir almenn- ingi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.65 Dagskrárlok. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Skuggar Annar þáttur af fjórum þar sem stiklað er á stóru í sögu hljómsveitarinnar The Shadows. Umsjón: Einar Kristjánsson. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson kynna framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Vernharður Linnet sér um þáttinn. 22.00 Framhaldsleikrit: „Villi- dýrið i þokunni" eftir Marg- ery Allingham í leikgerð eftir Gregory Evans. Þýðandi: Ingibjörg Þ. Steph- ensen. Leikstjóri: Hallmar Sigurðs- son. Fyrsti þáttur. Leikendur: Gunnar Eyjólfs- son, Pétur Einarsson, Arnar Jónsson, Ragnheiður Arnar- dóttir, Rúrik Haraldsson, Viðar Eggertsson, Eggert Þorleifsson, Kristján Frankl- ín Magnús, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Hjartar- son og Kjartan Bjargmunds- son. (Endurtekið frá sunnudegi á rás eitt.) 22.32 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Jóni Axel Ólafssyni. 03.00 Dagskrárlok. (þróttafréttir eru sagðar í þrjármínúturkl. 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.16—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.