Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 55 Morgunblaðið/Júlfus • Guðmundur Torfason skallar hér aA marld í leiknum gegn Val í gœr. GuAmundur Kjartansson og Óttar Sveinsson reyna aA koma vömum viA. Jafnt á Hlíðarenda VALSVöLLUR 1. deild: Valur- Fram 1:1 (0:0) Marfc Vals: Hilmar Sighvatsson á 72. mín. Mark Fram: GuömundúrTorfason á 47. mín. Áhorfendur:1150 Dómari: Magnús Theódórsson og var hann frekar slakur og högnuöust Valsmenn á dóm- gæslu hans. Gult spjald: Steinn Guöjónsson, Fram. EINKUNNAGJöFIN: ValunStefán Arnarsson 2, Bergþór Magnús- son 3, Magnús Magnússon 2, Sigurjón Krist- jánsson 3, Hilmar Haröarson vm. 2, Ársæll Kristjánsson 3, Guöni Bergsson 2, Hilmar Sighvatsson 3, Valur Valsson 3, Ingvar GuÖ- mundsson 3, Guömundur Kjartansson 3, Óttar Sveinsson 2, Ámundi Sigmundsson vm. 2. Samtals: 29. Fram:Friörik Friöriksson 3, Þorsteinn Vil- hjálmsson 3, Þórður Marelsson 2, Pótur Ormslev 3, Viöar Þorkelsson 3, Kristinn R. Jónsson 2, Jón Sveinsson 2, Guðmundur Steinsson 4, Steinn Guöjónsson 2, Guömund- urTorfason 3, Arnljótur Davíösson 3. Samtals: 30. Leikurinn byrjaði fjörlega og höfðu Frammarar þá oftast frum- kvæðið. Kristinn R. Jónsson átti fysta umtalsverða tækifærið á 7. mín. er þrumuskot hans frá vfta- teig fór rétt yfir. Skömmu síðar átti Guðmundur Torfason hörkuskot í stöng eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinssonar, sem renndi laglega inn á hann. Eftir stundarfjórðung fóru Vals- menn að komast meira inn í leikinn og átti Ingvar Guðmundsson þrumuskot, sem Friðrik bjargaði vel í horn á 21. mínútu. Á 34. mín. lék Guðni Begsson, sem nú lék í fremstu víglínu, upp að marki Fram og renndi síðan knettinum út á Sigurjón, sem var einn og óvaldaö- ur og viöstöðulaust skot hans fór rétt yfir. Þarna var Sigurjón full- bráður á sér. Frammarar sóttu svo mun meira það sem eftir var hálfleiksins. Á 39. mín. komst Viðar Þorkelsson upp að endamörkum og gaf vel fyrir á Guðmund Steinsson sem átti misheppnaö skot úr góðu marktækifæri. Síðan áttu Guð- Valur-Fram mtr.aMiai'.Mi'ui—imimii Texti: Valur B. Jónatansson Mynd: Júlíus Sigurjónsson mundur Torfason og Arnljótur skot sem fóru rétt framhjá. Það voru ekki búnar nema tvær mínútur af seinni hálfleik er Frammarar höfðu skorað. Guð- mundur Steinsson, besti leikmað- ur Fram, átti þá langa sendingu inn í vítateig Vals og Stefán markvörð- ur virtist hafa knöttinn en Guð- mundi Torfasyni tókst á óskiljan- legan hátt að koma honum í netið með skalla. Eftir markið tók lan Ross þjálfari það til bragðs að setja Ámunda Sigmundsson inn á i framlínuna og færa Guðna aftur. Við þessa breytingu varð meiri broddur í sókn Valsmanna. Ámundi átti hörkuskot sem Friðrik varði meist- aralega. Sókn Vals hélt áfram og á 72. mín var brotið á Sigurjóni rétt við vítateigslínuna fyrir miðju marki. Frammarar stilltu upp varn- arvegg, Ingvar þóttist skjóta en hljóp yfir knöttinn og síðan kom Hilmar Sigurgíslason og þrumaði honum í gegnum varnarvegginn og í bláhornið, óverjandi fyrir Frið- rik. Það sem eftir lifði leiksins var jafnræði með liðunum og má full- yrða að jafntefli hafi verið sann- gjörn úrslit. Leikurinn var þó lengst af mjög fjörugur og skemmtilegur þrátt fyrir að völlurinn væri mjög háll vegna rigninga fyrr um daginn. Guðmundur Steinsson var besti leikmaður Fram í þessum leik og fór oft illa með varnarmenn Vals með leikni sinni. Hjá Val voru Ár- sæll og Ingvar bestir. ÍBK óð ítækifærum en skoraði aðeins eitt mark KEFLAVÍKURVÖLLUR 1. DEILD: ÍBK-ÍBV1:0 Áhorfondur: 634 Dómari: Gísli Guömundsson og dæmdi sæmilega Gul spjöld: Viðar Elíasson ÍBV og ÞórÖur Hallgrímsson ÍBV EINKUNNAGJÖFIN: LiA ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Valþór Sigþórsson 3, Rúnar Ge- orgsson 2, Sigurður Björgvinsson 3, Gunnar Oddsson 2, Einar Ás- björn Ólafsson 3, Freyr Sverrisson 2, Óli Þór Magnússon 4, Sigurjón Sveinsson 3, Skúli Rósantsson 2, Gísli Grétarsson 2, (Sigurður Guðnason vm. á 46. mín. 1), ivar Guðmundsson vm. lék of stutt. Samtals: 29 LiA ÍBV: Hörður Pálsson 3, Jón Bragi Arnarson 2, Þórður Hall- grímsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Viðar Elíasson 3, Elías Friðriks- son 2, Lúðvík Bergvinsson 2, Páll Hallgrímsson vm. á 65. mín. 1, Jóhann Georgsson 2, Ómar Jó- hannsson 2, Ingi Sigurðsson 2, Jón Atli Gunnarsson vm. á 65. mín,- 1, Karl Sveinsson 2. Samtals: 24 Keflvíkingar sóttu mun meira í fyrri hálfleik en Vestmanneyingar. áttu eina og eina skyndisókn inni ÍBK-ÍBV 1:0 á milli. Á 21. mínútu komst Elías Friðriksson einn inn fyrir eftir mistök hjá vörn IBK en Þorsteinn Bjarnason bjargaði glæsilega í horn. Þetta var eina marktækifæri Eyjamanna sem talandi er um i leiknum. Á 25. mínútu átti Skúli Rósants- son hörkuskot frá vítateigshorni sem sleikti stöngina aö utanverðu. Síðustu 15 mínútur hálfleiksins sótti ÍBK látlaust. Á-34. mínútu átti Skúli góðan skalla aö marki ÍBV en Hörður varði. Á næstu mínútu komst Freyr einn í gegn en Herði tókst að verja fremur laust skot í horn. Á 39. mínútu fékk Óli Þór knöttinn frír á markteig en enn varði Hörður í horn. ÍBK hreinlega óð í marktækifærum en tókst ekki að skora. Keflvíkingar hófu síðari hálfleik með stífri sókn og á 50. mínútu töldu margir að Óli Þór hefði átt að fá vítaspyrnu þegar fótunum var spyrnt undan honum, en ekkert var dæmt. Mínútu síðar var Siguröur Björgvinsson í góðu færi en skallaði rétt yfir mark ÍBV. Skömmu síðar komst Freyr einn inn fyrir vörn ÍBV en skaut laflaust beint á markvöröinn. Gunnar Oddsson átti hörkuskot rótt fram- hjá og á 62. mínútu fékk Freyr góða fyrirgjöf, skallaði að marki ÍBV yfir markvörðinn, en þar kom Þórður Hallgrímsson og ætlaði að skalla til Harðar markvarðar, en knöttur- inn hafnaði í netinu. Keflvíkingar slökuðu aðeins á eftir markið, en þó komust Eyja- menn aldrei nálægt Keflavíkur- markinu. Þeir reyndu nokkur lang- skot, sem Þorsteinn átti auðvelt með. Síðustu 20 mínútumar sótti ÍBK nær stansiaust en tókst ekki aðskora. Úthristanrika á vegum skátafélagsins Skjöldunga fyrir börn á aldrinum 8—12 ára. 1. námskeið 2.júr»'— 6.júm'. 2. námskeið 9.júnf— 13.júni'. 3. námskeiA 16. júní-20. júní. 4. námskeiA 23. júní — 27. júní. 5. námskeiA 30. júní— 4.júk'. 6. námskeiA 7.júk — H.júk'. 7. námskeiA 14. júk'-18. júk. 8. námskeið 21. júk'— 25. júk'. 9. námskeiA 11. ágúst — 15. ágúst. 10. námskeiA 18. ágúst — 22. ágúst Námskeiðin standa frá kl. 10—16 og haegt er iað leita allra upplýsinga og innrita á sama tíma í síma 686802 allan námskeiðstímann. Skátafólagið Skjöldungar, Sólheimum 21a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.