Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Vestur-Þýskaland: Nýr umhverfismála- ráðherra tekinn við Bonn, Vestur-Þýskalandi. AP. HINN nýi umhverfismálaráð- herra Vestur-Þýskalands, Walter Wallmann, sór embættiseið í gær. Eftir embættistökuna urðu snarpar deilur á Sambandsþing- inu og sökuðu þingmenn sósial- demókrata, sem ásamt umhverf- isverndarflokki græningja eru í stjórnarandstöðu, Wallmann um að hafa ekki gert nægilega grein fyrir afstöðu sinni til ýmissa umhverfisverndarmála. Skákmótið í Bugojno: Jafntefli í 9. umferð Bugojno, Júgósiavíu. AP. ALLAR skákimar í 9. umferð alþjóðlega skákmótsins í Bugojno enduðu með jafntefli og þvi heldur Anatoly Karpov, fyrrum heims- meistari, ennþá forustunni á mótinu með 5 vinninga og eina biðskák. cp8.4 Úrslit í 9. umferð urðu þau að Timman og Sokolov gerðu jafn- tefli í 37 leikjum, Spassky og Ljubojevic sömdu um jafntefli eftir aðeins 14 leiki, sem og gerðu Miles og Portisch og Karpov og Yusupov. Næstir á eftir Karpov koma Ljubojevic og Sokolov með 4 lh vinning og biðskák, þá kemur Spassky með 4 lh vinning og Miles með 4 vinninga og biðskák. Sósíaldemókratar deildu einnig á Wallmann fyrir að segja í ræðu að stjómin stefndi ekki að því að leggja niður starfsemi í kjamorkuvemm í framtíðinni, en stjómarandstaðan hefur lagt mikla áherslu á það. Helmut Kohl kanslari skýrði frá því fyrr í vikunni að nýtt umhverfis- málaráðuneytið yrði stofnað. Telja sumir fréttaskýrendur að ástæðan til þess hafí verið sú gagnrýni sem kanslarinn sætti eftir kjamorku- slysið í Chemobyl. Einnig hafa græningjar unnið á í skoðanakönn- unum að undanfömu, en kosningar til fylkisþingsins í Neðra-Saxlandi fara fram 15. júnl nk. Komatsu Zenoah BC 430_____________ Vélorfið vinsœla Með fjögurra línu nœlonhausnum • Ómissandi fyrir sumarbústaöi og annaö óslétt land. • Ómissandi til aö snyrta umhverfis kantsteina, tréeöagiröingar,. Létt, sterkbyggt, kraftmikiö og auövelt í notkun. • Margir fylgihlutir. • Góö varahluta- og viögeröarbjónusta. SláMuvéla markaðurinn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Sími77066 Alm. auglst./SlA Sárabindið „sýgur“ sýklana upp úr sárinu Úr Svenska Dagbladet. ÞAÐ ER velþekkt staðreynd að hreint sár grær fyrr en óhreint. Til þessa hafa menn notað fúkkalyf til þess að firra sár sýklum, en nú er mögulegt að „sjúga“ þá upp úr sárinu í stað þess að drepaþá. Sænskt heilbrigðisfyrirtæki, LIC, hefur hannað nýja tegund umbúða, en þær em sótthreins- andi á þann veg að þær „sjúga“ sýklana upp í sig, en drepa þá ekki í sárinu, eins og hefðbundin fúkkalyf gera. Flestir sýklar em vatnsfælnir og þá staðreynd nýttu hinir sænsku vísindamenn sér. Sýklamir dragast nefnilega að efnum sem hrinda frá sér vatni. Úr slíku efni eru umbúðimar. Þetta hefur m.a. þann kost í för með sér að sýklar, sem em ónæm- ir fyrir fúkkalyfjum dragast að efninu. Engar aukaverkanir fylgja notkun umbúðanna, þar sem þær gefa ekki frá sér nein efni, sem lfkaminn gæti orðið fyrir barðinu á. A ári hveiju fá u.þ.b. 120.000 Svíar ígerð í sár. Mörg þeirra er erfítt að lækna með hefðbundnum aðferðum, en umbúðimar hefa gefíð mjög góða raun þar sem fúkkalyfín hafa ekki dugað. Þess em jafnvel dæmi að notkun umbúðanna hafí komið í veg fyrir aflimun. Umbúðir þessar hefa verið nefndar „sýklasegullinn", en heita opinberlega SORBACT. Auk þess að koma að góðum notum við að sótthreinsa sár, hafa þær reynst mjög vel við flutning á húðvef. Þegar ný húð er grædd á sjúkling, verður húðin að vera tandurhrein. SORBACT hefur reynst kjörið til þess, þar sem að hægt er að nota það á afmörkuðum svæðum. í einu tilviki hafði fímmtán sinnum verið gerð tilraun til þess að græða húð á mann, sem fengið hafði bmnasár, en án árangurs. Eftir að húð hans var hreinsuð með SORBACT heppnaðist ágræðslan. Þessi ágæti árangur hefur vakið athygli og nú er hafín dreifing á SORBACT utan Sví- þjóðar. Siad Barre sýnt tilræði? París. AP. ARABÍSKA vikublaðið Al-Mostakbal, sem gefið er út í París, sagði { síðasta tölublaði sínu að bUslysið, sem forseti Sómaliu, Siad Barre, lenti í, í síðustu viku, hafi orsakast af morðtilræði. sem honum var sýnt. Samkvæmt opinbemm heimild- um lenti forsetinn í bílslysi nærri höfuðborginni, Mogadishu, hinn 23. maí. Hann var sagður hafa hlotið skurði, brákast og marist illa, og var flogið með hann til Saudi- Arabíu til meðferðar. Samkvæmt því tölublaði Al- Mostakbal, sem út kom í þessari viku, var haft eftir sómölskum heimildum að í raun hafí forsetinn lent í slysinu þegar bflstjórinn reyndi að forðast skotárás óþekktra tilræðismanna. Héraðsstjóri Norð- ur-Sómalíu var undir stýri og tókst með snarræði að sveigja frá árásar- mönnunum, en með þeim afleiðing- um að bifreiðin valt og forsetinn slasaðist. Stjómvöld hafa ekkert vilja segja um málið, en samkvæmt ríkisút- varpinu í Mogadishu, er líðan for- setans mjög góð og mun hann fara af spítalanum bráðlega. Siad Barre var undirhershöfðingi og næstæðsti yfirmaður hersins þegar hann kómst til valda árið 1969, eftir að þáverandi forseti landsins, Ali Shermarke, var myrt- ur. NÝTT SÍMANÚMER FRÁ 8. JÚNÍ 69 55 00 [hIhekiahf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.