Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7.JÚNÍ1986
47
Minning:
Finnur Björns- ^
son bóndi Ytri-A
Fæddur 16. september 1895
Dáinn 29. maí 1986
í dag verður tii moldar borinn
aidurhniginn bóndi, Finnur Bjöms-
son frá Ytri-Gunnólfsá á Kleifum í
Ólafsfírði. Við rætur Amfínnsfjalls,
sem setur tignarlegan svip á vestan-
verðan Ólafsflörð, bjó Finnur búi
sínu langan mannsaldur ásamt
konu sinni Mundínu Freydísi Þor-
láksdóttur. Þar unnu þau saman
fágætt ævistarf sem telja má til
afreksverka. Þau eignuðust 20 böm
og komu 16 þeirra til fullorðinsára
við þrönga landkosti, einangmn,
örðugt útræði og kröpp kjör. Bömin
urðu öll mikið mannkostafólk, enda
lærðu þau snemma að bjarga sér
og nutu ríkulega af þeirri bjartsýni
og lífsorku sem einkenndi heimili
þeirra á uppvaxtarárunum.
Finnur Bjömsson fæddist 16.
september 1896 að Ytri-Gunnólfsá.
Þaðan fór hann aldrei til langdvalar
fyrr en haustið 1983 þegar þau
hjón bmgðu búi fyrir aldurs sakir.
Hann naut engrar skólagöngu f
æsku, einungis heimakennslu.
Hann var óþreytandi við búskapinn
og svo natinn við skepnur að segja
má, að hann hafí stundað dýralækn-
isstörf í áratugi. Þá var hann lengst
af forðagæslumaður í byggðarlag-
inu. Hann rak útgerð ásamt bróður
sínum, Antoni frá Kleifum, um
aldarfjórðungsskeið. Þeir áttu bát-
inn Agnar, sem þeir keyptu árið
1925, en hann brotnaði í brimi
1950. Á þeim ámm var engin hafn-
araðstaða á Kleifum og samgöngur
erfíðar við þorpið innan í fírðinum.
Glöggt dæmi um þá framsýni,
dugnað og áræði, sem einkenndi
Finn og nágranna hans á Kleifum,
er vatnsaflsrafstöð sem þeir reistu
árið 1933 fyrir þá 5—6 bæi, sem
þar eru. Þar áttu hlut að máli
Ytri-Árbræður, Finnur og Anton,
Ámi bóndi á Syðri-Á og Gunnar á
Búðarhóli. Þetta var mikið og
óvenjulegt mannvirki á þessu sviði
í þá tíð. Til marks um það þá var
það ekki fyrr en um það bil 10 ámm
síðar, sem Garðsá var virkjuð fyrir
kauptúnið í Ólafsfírði, en fram til
þess tíma var notast við ljósamótor.
Á því apparati var slökkt á kvöldin
og var ekki laust við að ungir sem
gamlir litu þá öfundaraugum raf-
magnsljósin á Kleifum handan
fjarðarins. Þetta var á kreppuámn-
um, fískurinn óseldur frá árinu áður
og engin tæki til staðar nema
handverkfæri og pokar til að bera
steypuefni upp úr fjörunni. Samt
reis þessi minnisvarði um sjálfs-
bjargarviðleitni og framfarahug
þessara fáu einstaklinga á Kleifum.
Árið 1917 kvæntist Finnur
Mundínu Freydísi Þorláksdóttur.
Hún fæddist í Lóni í Ólafsfírði árið
1899. Þau hófu þegar búskap á
Ytri-Á eftir giftinguna með lítinn
veraldarauð milli handa og bjuggu
þar óslitið sfðan f rúm 60 ár. Þau
■
eignuðust 20 böm, sem fyrr segir.
Fjögur þeirra dóu í æsku en 16
komust til fullorðinsára. Mundína
var einstök manneskja á maigan
hátt eins og ævistarf hennar sýnir.
Alltaf kunni hún að leysa ótrúleg-
ustu úrlausnarefni. Hún gat t.d.
jafnan tekið á móti gestum þrátt
fyrir _ fjölda heimilismanna og á
Ytri-Á var t.d. ætíð efnt til jólatrés-
fagnaðar fyrir böm úr nágrenninu,
auk heimilisfólks, en þó vom húsa-
kynni á Ytri-Á ekki meiri en gerðist
hjá alþýðu manna. Hún var jákvæð
og bjartsýn og svo heilsuhraust að
fram til síðustu ára þurfti hún
aldrei á sjúkrahúsvist að halda. Hún
reyndist því manni sínum traustur
lífsfömnautur. Hún andaðist 5.
desember 1985. Það má því segja
að þau hafí nánast fylgst að allt
lífið og síðast yfír móðuna miklu.
Finnur Bjömsson var persónu-
leiki, sem setti svip á mannlífið í
Ólafsfírði á sinni tfð. Hann hafði
brennandi áhuga á öllu sem til
framfara horfði fyrir Ólafsfjörð og
sannfærður um að Kleifamar ættu
Críttall
KONUNGLEGAR SOLSTOFUR
OG GRÓDURHÚS
CRITTALL sólstofur og gróöurhús
eru konunglegt stáss. Þau hafa verið prýði bresku konungsfjölskyldunnar
alveg frá dögum Viktoríu drottningar.
CRITTALL sólstofur og gróðurhús
hafa verið framleidd og þróuð í hátt á annað hundrað ár.
CRITTALL sólstofur og gróðurhús
eru ryðfrí, létt og meðfærileg en mjög sterkbyggð.
CRITTALL sólstofur og gróðurhús
eru framleidd í öllum stærðum og gerðum,
allt frá nettum vermireitum til stórra sólstofa.
Iláttuiéla
■mnfcaðurinn
Smiðjuvegur 30 E-gata,
Kópavogur Sími 77066
e
ro
6
<
framtíð fyrir sér, einkum vegna
betri hafnarskilyrða en f fírðinum
þar sem þéttbýlið er. Hann var
duglegur, hreinskiptinn, skapmikill
en bjartsýnn atorkumaður, sem
umfram aílt gerði kröfur til sjálfs
sfn. Svo mjög vildi hann búa að sínu
og bjarga sér sjálfur að hann sagði
eitt sinn við mig í afmælisspjalli:
„Það var mikill munur að vera út
af fyrir sig með börnin. Þau lærðu
ekki illt af öðrum. Þá voru ekki bfó
og þessháttar. Allir voru samt
ánægðir, kannski ánægðari en
margur nú.“
Ég þakka Finni á Ytri-Á að leið-
arlokum fyrir lærdómsrík kjmni og
samfylgd. Bömum hans og tengda-
bömum sendum við Rúna innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi okkur
öllum minningu Finns Bjömssonar.
Lárus Jónsson
bgsw
09 *'a s6"° '
yíltu
draga
úr
nikótíninu
■jgLá|BuyU uuC tqqqQQq. VW
h5ðð!® ös >00' Joocvöö owwi ooc ■
w )w ooc ooc <xx kxx jw xx> bi
HVERT MUNNSTYKKI DUGAR FYRIR
35-40 SÍGARETTUR
TAR GARD® er mikilvæg upp-
götvun sem dregur úr hættu af reykingum og er byggð á Vent-
uri*-lögmálinu. Reykurinn dregst í gegnum örmjótt op og siðan
er hraði hans aukinn upp í u. þ. b. 300 km á klst. Þá rekst
reykurinn á haft sem stöðvar tjöru og nikótín. Reykurinn fer siðan
fram hjá haftinu og út í gegnum munnstykkiö án þess að þessi
meðferð hafi áhrif á bragð hans.
*G.B. Venturi - ítalskur eðlisfræðingur 1746-1822
Dreifingu annast Söluþjónustan - Vesturvör 27 -
Kópavogi — Simi 641644. Munnstykkin fást í versl-
unum og söluturnum um allt land.
TAR GARD* MINNKAR TJÖRU OG
NIKÓTÍN í SÍGARETTUREYK
Einkaumboð ð Islandl fyrir
\hnturi i
Pósthúlf 8910 128 Reykjavík
■t
•n