Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 29 Vangaveltur um Bandaríkin fyrir heimför til Sovétrflgamia eftír Yelenu Bonner Ég er sannfærð um að Banda- ríkjamenn vilja frið. Ég þekki ekki Bandaríkin, ég er ekki sérfræðingur eins og skólabömin, sem ferðast um heiminn í þágu friðar og geta gefíð skýringar á öllu, er varðar eldflaugar og þessháttar. En þótt ég sé ekki fær um að dæma, held ég því fram, að Bandaríkjamenn vilji ekki stríð. Það sem Banda- ríkjamenn vilja, er að eignast hús. Skiptir þar ekki máli staða þeirra í þjóðfélagsstiganum, laun þeirra, eignir, erfðir, hvort þeir hafa unnið í happdrætti eða á verð- bréfamarkaðnum. Þeir vilja eign- ast eigið hús. Þeir vilja hús og lóðina, sem það stendur á, og smá landskika umhverfís það. Það er allt og sumt. Sumir eiga smá- hús, svipuð dúkkuhúsum, og eina landið er moldin í blómakössun- um; önnur eru með fjölda svefn- herbergja, baðherbergja og víð- áttumiklar grasflatir. Löngunin til að eiga hús er ekki bundin við metnaðargimd stéttanna; hún nær til allra launaflokka, hálauna, miðlungslauna, hærri miðlungs- launa og láglauna, og lýsir ákveðnu þjóðareinkenni, löngun til að geta lifað sínu einkalífi. Jafnvel heimilisleysinginn í New York, sem hjúfrar sig í teppi á loftræstigrind á gangstéttinni, móðgast, ef einhver ætlar að tmfla einkalíf hans. Hún er tákn sjálfstæðis, ekki einu sinni efna- legs, heldur einskonar blöndu andlegs og líkamlegs sjálfstæðis. Viðhorf Bandaríkjamanna til húsa sinna lýsir helzta þjóðareinkenni þeirra, þörfínni fyrir einkalíf og sjálfstæði. En það viðhorf vekur svo þriðju tilfínninguna: „Hús mitt er stolt mitt og gleði.“ Og af því leiðin „Borg mín, ríki mitt, land mitt er stolt mitt og gleði.“ Það er engin árásarhneigð eða þröngsýni í þessu viðhorfi. Það felur í sér hreinskilni, góðvild og umhyggju í garð hússins og alls, er því fylgir, moldarinnar í blómakössunum og vel hirtrar grasflatarinnar, þótt hún sé ekki nema átta fermetrar. Þessvegna segi ég, að Bandaríkjamönnum þykir vænt um landið í heild og allan heiminn. Bandaríkjamenn vilja ekki stríð. Þeir vilja eignast hús. For- setafrúin segir, að þegar forsetinn hættir störfum, ætli þau að selja húsið, sem þau bjuggu í, áður en hann varð forseti. Bömin em orðin fullorðin og húsið er of stórt fyrir þau, svo þau ætla að kaupa minna hús. Þetta er frábær fyrirætlun. Og það er frábært, að öll þjóðin skuli vita af henni. Forsetinn vill ekki stríð, hann vill fá nýtt hús. Mig langar einnig í hús, fyrir utan sífellda löngun mína til að allir geti verið saman og heilsu- hraustir, og ekki komi til styrjald- ar. Með nægu landrými umhverf- is, en ekki of miklu, til að ég geti gróðursett blóm. Ég þarf ekki mörg svefnher- bergi, aðeins eitt fyrir okkur og eitt handa móður minni, gestaher- bergi, og eitt til viðbótar, svo ég geti alltaf tekið á móti bamaböm- um okkar. Og ég vildi gjaman herbergi, þar sem ég gæti loksins komið bókunum mínum fyrir, og þar sem Andrei gæti rótað til. Þetta er nú meiri vitleysan sem ég er að skrifa, að ég vilji eignast hús! Þetta er ég, sem ætti að vera að telja dagana, nei, stundimar, sem ég á eftir til að fá að gera það, sem ég vil, jafnvel að vélrita þetta af fúsum vilja, að skrifa um alla mína óraunhæfu drauma, eins og „mig langar í hús“. Én ég skal segja ykkur, ég er 63 ára, og ég hef aldrei átt hús. Ekki bara það, heldur hef ég aldrei átt stofuhom, sem ég gat kallað mitt. Lífhlaup mitt hófst eins og hjá öllum öðmm: ósköp venjuleg bemskuár, en þeim fylgdu sérkennilegt munaðarleysi, faðir minn og móðir vom hand- tekin og enginn vissi hvort þau vom lífs eða liðin. Ég bjó í einu herbergi með ömmu minni, bróður og systur. Handan við veginn (við heyrðum allt sem gerðist) bjó maður að nafni Fyodorov með konu sinni og fjórum bömum. Þegar hann var dmkkinn barði hann þau. Ef þau komust undan, dvöldust þau næturlangt hjá okk- ur, sitjandi á gömlu ferðakistunni. síðan Sakharov. Ég held, að ég hafí fyrst orðið húsmóðir á mínu eigin heimili, þótt ótrúlegt megi virðast í Gorkí, í útlegð. Það er ekki það, sem ég vil. Mig langar til að eignast hús. Dóttir mín á hús í Newton, Massachusetts í Bandaríkjunum. Mér þykir svo gott að hugsa til þess, að hún eigi hús. Fjölskylda hennar hefur áhyggjur af ógnum okkar og þjáningum í Gorkí og erfiðleikum okkar. Hún hefur gleymt ánægjunni af að eiga húsið sitt. Ég vil, að þau geti aftur farið að njóta þess. Það hefur gert svo mikið fyrir þau, dóttir mín og maður hennar og bömin þeirra tvö hafa búið í húsinu frá komu þeirra árið 1977. Sonur minn kom þang- að, síðan kona hans, og dóttir þeirra er fædd þama. Tvær Qöl- menguðu borgarlofti. Húsið þyrfti að vera nálægt vinnustöðum þeirra, báðir foreldramir vinna úti og bíllinn er aðeins einn. Það ætti að standa á háum granni með kjallara. (Ég hafði aldrei, ímyndað mér að svona valkostir væm til.) Svefnherbergin ættu að vera þijú, svo að móðir mín geti verið hjá þeim, að minnsta kosti komið í heimsókn. Það ætti að vera vinnustofa, Alyosha þarf meira en íbúðarhús, hann þarf vinnustofu fyrir stærðfræðina sína. Ó, mig langar, mig langar, mig langar. Ég á mér fleiri óskir en bömin. En það er kominn tími fyrir mig að fara að pakka niður í töskumar. Ekki á morgun, en fljótlega. Bömin eiga heima hér, ég þama fyrir handan. Dvöl mín hér hefur verið há- Yelena Bonner og Margaret Thatcher. Á leið sinni til Sovétríkjanna hitti Yelena breska forsætisráð- herrann í London. Fyodorov mddist aldrei inn í her- bergið okkar. Hann var hræddur við ömmu, allir vom hræddir við hana nema ég. Sjálf var ég að sjálfsögðu óttaslegin, en allt frá því er foreldrar mínir vom hand- teknir, hef ég aldrei látið það eftir mér að sýna ótta við neitt. _ Svo var það herinn. Ég býst við, að á þeim tímum hafí „húsið“ mitt verið klefí í sjúkraflutninga- lestinni, þar sem ég var yfirhjúkr- unarkona. Stríðinu lauk, og þeir vom margir, sem deildu með mér herbergi, eins og vinkonumar í Leningrad, eftir að mannflutning- um þaðan var hætt. Seinna höfð- um við herbergi í félagsíbúð, fyrri eiginmaður minn, tvö böm, móðir mín og ég; oft gistu vinir okkar þar næturlangt. í einni íbúðinni bjuggu 48 manns með eitt salemi. Seinna, í Mosvku, fengum við tvö herbergi, þar sem móðir mín, börnin og ég bjuggum, svo fluttist tengdasonur minn til okkar og skyldur bjuggu saman i húsinu á mjög óamerískan hátt, þetta líkt- ist nærri því félagsíbúð, og við lá að þriðja fjölskyldan bættist í hóp- inn: móðir mín kom og þar sem útilokað var fyrir hana að snúa aftur til Sovétríkjanna dvaldist hún þar í nærri sex ár. Hvert annað átti hún að fara, að búa í útlegð í Gorkí? Draumur minn, um eigið hús, rætist ekki fyrir mig og fjölskyldu mína, það er fyrir manninn minn og mig, það er jafn útilokað og himnaníci á jörð. En mig langar í hús. Ef ekki fyrir sjálfa mig þá fyrir son minn og fjölskyldu hans. Við sonur minn höfum í hyggju að kaupa hús. Og ég hef lært margt. Húsið þyrfti að vera ná- lægt góðum skóla; sonardóttir mín er þriggja ára og það líður ekki langur tfmi, þar til hún fer í skóla. Það ætti að standa í úthverfi, skólafríin em stutt, og böm ættu ekki að þurfa að vaxa upp í punktur ævi minnar allrar. Ég fór til dæmis til Jómfrúareyja. Ég hef aldrei verið í öðm eins loftslagi, undir pálmatijám, kókokshnet- urnar detta svo sannarlega af þeim. Berir fætur mínir höfðu aldrei fyrr komizt í snertingu við svona sand. Hlýr og kyrr sjórinn skvettist aðeins tuttugu skrefum frá mér. Ég gæti kallað þetta paradfs, en paradís felur ekki aðeins í sér gott loftslag, sand eða sjó, eða jafnvel epli (eða pemr, þessar sögulegur deilur frá aldin- garðinum Eden sem enn ekki verið leystar). Paradís er að vera með þeim sem maður elskar og metur og hafa ekki áhyggjur af þeim. Ég vildi óska, að Andrei væri hér. Ég vildi, að móðir mín gæti setið hér í mggustól í skugganum og fundið svæfandi ilminn af lárviðarrósun- um, og ég vildi, að ég gæti einu sinni í viku lyft upp símanum og heyrt óttalausar raddir bama minna. Paradís er þegar allt kemur til alls, svo látlaus og þegar allt kemur til alls of fíarlæg fyrir mig. Ef til vill er ég orðin rólegri héma. Ég er þakklát fyrir, að mér var boðið til þessarar eyju og að það var svona einfalt að gefa mér fímm daga til að hvílast, til að vinna, og til að vera í friði. Senni- lega náði ég aftur áttum þama á eyjunni, eftir dvölina þar hef ég stjóm á skapi mínu gagnvart fíöl- skyldunni; ég sé, að ég fæ engu breytt, get ekki ráðið bót á neinu; ég hætti að særa eigið hjarta (það er ekki víst að það sé óhætt eftir sex æðaskipti) eða hjörtu annarra, hjörtu sem mér em kær. Maðurinn minn sagði mér fyrir réttum fímm mánuðum (Drottinn minn, ég hef ekki séð hann í fímm mánuði og mig langar svo að vera hjá honum): „Minni hætta er á stríði í heiminum en verið hefur um langt skeið.“ Ég trúi honum, og að því leyti er ég ókvíðin. Sér- staklega þar sem ég á sjálf við nægar áhyggjur, kvfða og ógæfu að stríða. Hveiju skiptir það hvort Gor- bachev og Reagan hittast í júní eða einhveijum öðmm mánuði? Hvaða máli skiptir það, hvor þeirra það er, sem er afundinn? Fyrst lætur Gorbachev ganga á eftir sér eins og stúlka sem boðið er út, og segir með fylusvip: „Ég veit það ekki, ég verð að hugsa málið, sennilega ekki.“ Svo hljóm- ar Reagan eins og afbrýðissöm stelpa, „Það er hún eða ég. Nú eða aldrei." Nýbirt blaðagrein vakti þessar hugrenningar hjá mér. Reyndar er þetta þrennt mér framandi, blaðið og ríkisstjómim- ar tvær. Ég hlýt, að vera ein þeirra, sem minnstan áhuga hafa á þeim vandamálum, sem Reagan og Gorbachev hóta að ræða eða ræða ekki, þegar og ef þeir hittast eða hittast ekki. Mig langar að eignast hús. Ég er á móti stríði. Bandaríkjamenn vilja einnig hús. Bandaríkjamenn vilja ekki stríð. Svo núna þegar búið er að gera við það líffæri mitt, sem stjómar tilfínningu og blóðrás, með skurð- aðgerð, sit ég við skriftir á hóteli í New York, sem er í senn borg, ríki og heimur. Ég er á áttundu hæð í homherbergi. Úr einum glugganum sér niður á 61. Stræti, úr hinum yfír í Central Park. I tvær áttir er óhindrað útsýni, sem engu þarf við að bæta. Með bláma himinsins í bakgmnni teygja sig gráar útlínur háhýsanna (ljós- gráar sólarmegin, dekkri í skugg- anum), línur, línur, línur. Hvemig getur nokkuð haldið því fram, að New York sé ekki falleg? í mínum augum er þetta borg borganna, til reiðu fyrir framtíðina. í dag sá ég nokkuð stórkostlegt út um gluggana á þessu herbergi. Ég fór snemma á fætur, klukk- an rétt rúmlega sex. í móðu grillti á bmmin að því komin að springa út á tijánum, og grasið var enn ekki orðið grænt. Það var enn gulleitt eins og grassprotar. Og nú er komið hádegi, og það er mildur grænn blær yfír tijánum, og grasið er orðið grænt, dauf, dauf grænt. Svona skyndilega, vorið kom á sex klukkustundum. Guð gefí, að öllum heiminum líði svona vel. Sagt er, að bezt sé að vera í New York á vorin. Og nú er ég farin niður og út f borgina. (Grein þessi birtist í Washing- ton Post fjórum dögum áður en Yelena Bonner hélt frá Bandaríkj- unum heim til Sovétríkjanna, og í útlegð með eiginmanni sínum, Andrei Sakharov.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.