Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 „Góð blanda af göml- um og nýjum lögum“ — Dave Brubeck á tónleikum Listahátíðar í Broadway annað kvöld JAZZLEIKARINN frægi, Dave Brubeck, er kominn tíl landsins en á sunnudagskvöldið klukkan 21 mun hann ásamt kvartett sínum halda tónleika í sam- komuhúsinu Broadway. Dave Brubeck er kunnur langt út fyrir raðir jazzáhugamanna; tónsmíðar hans hafa oft verið spilaðar í Ríkisútvarpinu og eins hafa menn gjaman raulað lög hans fyrir munni sér. Brubeck fæddist árið 1920 og þrettán ára gamall var hann þegar bytjaður að spila með danshljóm- sveitum þess tíma. Síðar meir nam hann tónlist hjá Daríus Milhaud og Amold Schönberg. Arið 1946 stjómaði hann framúrstefnu- oktettinum: The Jazz Workshop Ensamble, og þremur ámm síðar stofnaði hann hljómsveit sína, sem í fyrstu var einungis skipuð þrem- ur mönnum að honum meðtöldum, en árið 1951 bættist einn enn í hópinn og þar með voru meðspil- arar hans orðnir þrír. Hljómsveit hans er að þessu sinni skipuð þeim Bill Smith, klarinettuleikara, bassaleikaran- Morgunblaðið/Börkur Dave Brubeck, jazzleikarinn þekkti, er kominn hingað til lands ásamt hljómsveit sinni. um Cliff Brubeck, sem er sonur Dave Brubeck, og trommuleikar- anum Randy Jones. Á fréttamannafundi, sem hald- inn var með Brubeck á komudegi hans hingað til lands, sagði hann að sennilega yrði góð blanda af gömlum og nýjum lögum á tón- leikunum, en ekki væri fyrirfram ákveðið hvað spilað yrði. „Þeir sem ákveða slíkt fyrirfram ættu að snúa sér að sígildri tónlist," sagði Brubeck. Aðspurður um hverslags jazz það væri sem hljómsveitin spilaði um þessar mundir kvaðst hann ekki vita það. „Þegar við í hljóm- sveitinni héldum það á einum tíma að við værum einhveijir þeir „heitustu" sem spiluðu jazz vorum við sagðir með allt annan stíl, þannig að ég veit ekki hvað segja skal að þessu sinni," sagði Brubeck. Dave Brubeck og hljómsveit hans eru mikið á ferðalagi út um allan heim og upphaflega stóð til að hljómsveitin héldi héðan til annarra Evrópulanda en af því getur ekki orðið að þessu sinni, en þess í stað verður förinni heitið til Hvíta hússins í Wasington þar sem þeir félagar munu ieika fyrir Ronald Reagan. Ólafsvík: Sjálf stæðisf lokk- ur o g Alþýðuflokk- ur mynda meirihluta Á Ólafsvík hefur náðst sam- komulag milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um myndun meiri- hluta í bæjarstjórn. Kristófer Þor- leifsson, efsti maður af D-lista, verður forseti bæjarstjómar og Sveinn Þór Elínbergsson, efsti maður af A-lista, verður formaður bæjarráðs. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir bæjarstjóra. Nýr bíll frá Lada-verksmiðj- unum sýndur um helgina KOMINN er til landsins nýr þriggja dyra bíll frá Lada verk- smiðjunum. Var bifreiðin sýnd gestum í gærkvöldi. í dag og á morgun, laugardag og sunnudag, gefst almenningi færi á að skoða nýja Lödu, Samara 2108, hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvél- um hf. í bakhúsi að Suðurlands- braut 14. Sýningin verður opin frá því kl. 10 árdegis til 5 síðdegis báða dagana. Boðið verður upp á veiting- ar. Morgunblaðið/Bjami „íslenskt fjallalamb" eldsteikt fyrir gesti á blaðamannafundi Mark- aðsnefndar landbúnaðarins á Hótel Loftleiðum. „íslenskt fjallalamb“ Kynningarátak fyrir íslenska lambakjötið MARKAÐSNEFND landbúnað- arins hefur nýlega hafið sérstakt kynningarátak til þess að glæða sölu og neyslu á íslensku lamba- kjöti hér innanlands. Neysla á lambakjöti hefur farið minnk- andi undanfarna mánuði og gengur hægar á birgðir en gert var ráð fyrir. Markaðsnefndin hefur ráðið Auglýsingaþjón- ustuna GBB til að annast kynn- ingarátakið í sumar og er vonast til að með þvi takist að auka söluna verulega og grynnka á birgðunum fyrir næstu sláturtíð. Alls verður fjórum milljónum króna varið til þessa markaðsátaks í sumar og verður lambakjötið auglýst og selt undir heitinu „ís- lenskt fjallalamb". í frétt frá Mark- aðsefnd landbúnaðarins segir að herferðin miði öll að því að undir- strika þá sérstöðu lambakjötsins, að vera hrein og ómenguð „villi- bráð“, þar sem lambið nærist á villtum gróðri að stærstum hluta og er slátrað að hausti án þess að hafa nokkru sinni komið í hús. Markaðsnefnd hefur leitað eftir samstarfi við dreifingaraðila og verslunarmenn og er gert ráð fyrir því að sveit sérfróðra manna í meðhöndlun og framleiðslu lamba- kjöts heimsæki verslanir um allt land í sumar, vinni þar með kaup- mönnum og kjötiðnaðarmönnum að sölu lambakjöts. Á sama tíma verð- ur kjötið auglýst sem hráefni á úti- grillið sem og í hefðbundna mat- reiðslu. Útvarpsþátturinn í loftinu: „Hrikalegur munnsöfnuður“ um lista- mennina sem studdu Davíð Oddsson — Munstrið ruglast og maður er ekki lengur gott skáld, segir Þórarinn Eldjárn YFIRLYSING um stuðning við Davið Oddsson, borgarstjóra, sem níu listamenn sendu frá sér og birt var í Morgunblaðinu á föstu- dag fyrir kjördag, hefur „heldur betur farið fyrir bijóstið á mennta- og listafólki á vinstri væng stjómmálanna“, eins og komist var að orði í útvarpsþættinum í loftinu sl. þriðjudag, þar sem rætt var við einn níumenninganna, Þórarin Eldjárn, rit- höfund. í upphafi þáttarins skýrði Hall- grímur Thorsteinsson, stjómandi þáttarins, frá því, að ástæðan fyrir ijaðrafokinu væri sú „að meiri hluti níumenninganna hefur ein- hvem tíma verið orðaður við vinstri vænginn, ef ekki stigið eða þótt stíga svolítið í við hann“. Hann kveðst síðan hafa heyrt „aldeilis hrikalegan munnsöfnuð" viðhafðan um listamennina. Þeir væru kallaðir „svikarar" og talað um að þeir væm að „svíkja mál- stað“ eða „selja sig“. Þórarinn Eldjám sagði að margir hefðu haft samband við sig vegna yfirlýsingarinnar. Yfir- leitt væri það fólk í tengslum við Alþýðubandalagið og það væri sammerkt því öllu, að það teldi sig hafa a.m.k. jafnmikinn ef ekki meiri ráðstöfunarrétt yfir atkvæði sínu en hann sjáifur. Hann kvað ávarpið í Morgun- blaðinu ósköp einfaldlega yfirlýs- ingu um stuðning við hæfan ein- stakling, sem níumenningamir teldu rétt að gegndi starfi borgar- stjóra næstu fjögur árin. Það skipti miklu minna máli í hvaða flokki hann væri. Þórarinn sagði, að fólk, sem hefði haft samband við sig, virtist fyrirfram hafa talið hann alþýðu- bandalagsmann. Hann kvaðst hins vegar aðeins tvisvar hafa haft tækifæri til að kjósa í Reykja- vík og í fyrra skiptið, 1982, hefði hann kosið Kvennaframboðið. Þá sagði Þórarinn, að hann og fleiri úr hópi níumenninganna hefðu orðið varir við það, að yfír þeim væri eins konar eignarréttur, sem rekja mætti til gamalla hugmynda stjómmálamanna um listamenn sem „okkar menn“ og „hina“. Pólitík væri sett fremst og um hana spurt fyrst af öllu. það væri miklu minni áhugi á því, hvað menn væm í rauninni að gera, hvað þeir væru t.d. að skrifa. Hann og fleiri listamenn væm settir inn í eitthvert munstur og þegar svo atvik, eins og stuðn- ingsávarpið við Davíð Oddsson, yrði fyndist fólki að búið væri að eyðileggja munstrið, mgla hlut sem væri allt í einu orðinn öðm- vísi en hann ætti að vera og hefði verið áratugum saman. Þórarinn Eldjám sagðist hafa verið spurður að því, hvað hann hefði fengið borgað fyrir ávarpið. „Þetta fólk getur ekki hugsað sér, að maður taki afstöðu út af neinu öðm en maður fái eitthvað fyrir. Og um leið er það gefið upp, hver er valútan, sem það lætur í stað- inn. Það er t.d. hylli og það er skrifað vel um mann og það er sagt, að maður sé gott skáld. Munstrið ruglast og þá er maður það ekki lengur." Stór hluti Reykjavíkur án vatns í dag STÓR hluti Reykjavíkur verður vatnslaus S dag, en vonast er til að vatn verði aftur komið i hús um kvöldmatarleytið. Vatnsleysið stafar af breytingu á aðalæð vegna gerð gangna undir Miklubraut norðan nýja miðbæjar- ins. Þau svæði sem vatnslaus verða í dag liggja vestan Kringlumýrar- brautar og norðan Suðurlands- brautar, allt að Elliðaám. Að sögn Jóns Óskarssonar, deild- arverkfræðings hjá Vátnsveitu Reykjavíkur, vonast menn þar til að framkvæmdum verði lokið fyrir kvöldið, en í versta falli verður vatnslaust fram að miðnætti ef óvæntar tafir verða. „Háaleitishverfí, Smáíbúðar- hverfí, Fossvogur, Breiðholt og Árbær fá sitt vatn í dag eins og venjulega, en íbúar annarra hverfa verða að sýna þolinmæði. Þó eiga íbúar húsa, sem liggja á lægstu svæðum vatnslausu hverfanna, möguleika á að fá inn eitthvað vatn í dag, en í þeim húsum sem hærra liggja, t.d. í Laugarásnum, verður vatnslaust með öllu,“ sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.