Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 40
40 MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Minning: Sveinn Eiríksson slökkviliðsstfóri Fæddur 30. júlí 1934 Dáinn 2. júní 1986 Stórt og sárt er höggvið. Skyndi- legur atburður sem markar djúp spor. Dyggur vinur — dáinn — horfínn. Hann kvaddi okkur á kosninga- daginn, baráttuglaður og kátur að vanda, eftir að hafa staðið í eldlín- unni síðustu daga sem efsti maður D-listans. Sagðist þurfa að skreppa til London í smá aðgerð, enda var hann vanur að sendast heimsálfa á milli fyrirvaralaust vegna starfa sinna. „Ég verð kominn aftur á síð- asta bæjarstjómarfundinn," sagði hann, enginn uggði að sér og skyndilega barst harmafregnin, Sveinn Rafn Eiríksson hafði látist í sjúkrahúsi í London mánudaginn 2. júní, þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Með Sveini er genginn virtur og góður drengur. Kynni okkar hófust þegar hann rak flugfélagið Víking, þá var ég farþegi í nokkrum ferðum hans til Homaflarðar. Hann var gætinn og hugði vel að öryggismál- um, ræddi um landslagið á leiðinni og hvar mætti lenda ef eitthvað bæri út af. Síðar urðu kynni okkar nánari þegar hann var kosinn í Bygginga- nefnd Njarðvíkurbæjar 1978 og síð- an í bæjarstjóm 1982. Þar komu mannkostir hans sem stjómanda hvað best í ljós, hann kynnti sér ætíð málin vel. Tillögur og svör vom skýr og ákveðin, hann hlustaði með athygli á aðra og rökræddi málin. Vildi fá hreinar línur í hveiju máli. Eftir að það var fengið þá var ekkert hik. Hann gat verið harður í hom að taka, gerði kröfur til sín og annarra, en hin hliðin var hlý og mild. Með Sveini er fallinn mikill mannkostamaður, sem skilað hefur miklu starfí. Sveinn var gagnfræðingur frá Flensborg 1950, lauk flugnámi 1957, flugstjóraréttindi 1958 og loftsiglingafræði 1959. Stofnaði og rak flugfélagið Víking 1957—63. Nam stjómsýslu við University of Maryland og hefur sótt fjölda nám- skeiða í tengslum við störf sín er- lendis. Hann hafði starfað hjá vamarlið- inu á Keflavfkurflugvelli síðan 1951, í slökkviliði vamarliðsins frá 1952 og sem slökkviliðsstjóri þess frá 1963. Hann tók að sér stjómun snjó- mokstursdeildar flugvallarins 1975 og kom á fót farm- og flugþjónustu- deild innan slökkviliðsins, sem sér um snjó og ísvamir á flugbrautum og flugvélastæðum, þotugildrum og þjónustu við herflugvélar sem leið eiga um fíugvöllinn. Sveinn hélt fyrirlestra um ís og eldvamir í Bandaríkjunum og víðar. Hann var gerður að heiðursborgara Boston Massachusetts fyrir störf sín að eldvamarmálum og sat í stjómskipaðri neftid, sem vann að umbótum í eldvamar- og slökkvi- liðsmálum á vegum bandariska rík- isins. Slökkvilið Keflavíkurflugvall- ar hefur undir hans stjóm hlotnast §öldi viðurkenninga og margoft verið kosið besta slökkvilið í sfnum flokki. Sveinn hlaut afreksorðu Borgar- þjónustu bandarfska rfkisins og flölda annarra viðurkenninga fyrir björgunar- og stjómunarstörf. Hann stjómaði björgunaraðgerðum í Vestmannaeyjagosinu 1973. Fyrir þau störf og önnur var hann sæmd- ur riddarakrossi Hinnar fslensku fálkaorðu. Sveinn flutti til Njarðvíkur frá Seyðisfirði 6 ára gamall með for- eldrum sínum þeim Lárettu Bjöms- dóttur og Eiríki Ingimundarsyni, merkishjónum sem lengst af bjuggu í Njarðvíkum. Sveinn byggði glæsilegt heimili á æskuslóðum með sambýliskonu sinni. Heimili hans stóð ætfð opið vinum og vandamönnum og var þar oft gestkvæmt. Sveinn lætur eftir sig þijú böm frá fyrra hjónabandi, sambýliskonu og fósturböm. Ég kveð vin minn með trega og virðingu. Við hjónin þökkum góð kynni og flytjum öllum hans ástvin- um innilega samúð. ÁkiGrSnz í dag verður Sveinn R. Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug- velli, jarðsettur. Sveinn hafði um skeið átt í stríði við skæðan sjúk- leika, en hélt utan til hjartaaðgerðar sl. laugardag. Honum hafði samt ekki fallið verk úr hendi, og var fullur bjartsýni um skjótan bata. Viðbrögð Sveins við sjúkdómi sínum voru hin sömu og við flestum þeim vandamálum er hann fékkst við um dagana. Hann skoðaði vandamálið, leitaði upplýsinga, krafðist svara og tók síðan ákvörð- un, sem hann framkvæmdi um- svifalaust og fylgdi síðan fast, þétt og ákveðið eftir. Sveinn hafði starfað hjá Vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli í tæp 35 ár, er hann lést. Hann komst skjótt til frama í slökkviliði Kefla- víkurflugvallar, og ungur að árum tók hann við starfi slökkviliðsstjóra vamarliðsins. Hann var eini ein- staklingurinn í slíku starfí hjá flota Bandaríkjanna, sem ekki var bandarískur borgari. Með einstök- um metnaði, stjómsemi, kjarki, einbeitni og fylgni tókst Sveini að gera slökkvilið Keflavíkurflugvallar og rekstur þess slfkan, að almennt var viðurkennt, af ábyrgum aðilum, að jafngildi fyndist ekki, hvorki innan Bandarflq'anna, né á her- stöðvum þeim er Bandaríkjamenn reka utan þeirra. Það væri löng saga, að rekja allar þær viðurkenn- ingar og verðlaun er féllu í hlut slökkviliðsins í tfð Sveins Eiríksson- ar. En verðugustu verðlaunin eru að sjálfsögðu fólgin í árangri þeim er slökkviliðið hefur náð við að bjarga verðmætum og forða slys- um. Slfkan árangur er erfítt að meta f tölum og fjölda mannslífa. En óumdeilt er, að verðmætin em mikil og mannslífín mörg. Auk yfírstjómar slökkviliðs veitti Sveinn einnig forstöðu deildar þeirr- ar er annast allar snjó-, hálku- og umhverfisvamir flugbrauta, auk afgreiðslu flugfraktar vamarliðs- ins. Sama reglusemi, ákveðni og útsjónarsemi einkenndi þennan hluta starfa Sveins, sem í slökkvi- liði. Svo einstæðum árangri, sem þeim er Sveinn náði á starfsferli sfnum, verður ekki náð án góðra, hæfra og trúrra starfskrafta. Enda var og er þar valinn maður í hveiju starfí, og þótt á stundum væri greint á um aðferðir var hópurinn hans jafnan samstilltur og störfuðu allir sem einn, ætíð er á reyndi. í starfí mínu átti ég oft samskipti við Svein. Það var alltaf ánægjulegt og hressandi að starfa með Sveini. Það fylgdi honum ákveðinn og þróttmikill blær. Það þurfti engar vangaveltur um skoðanir hans á vandamálum líðandi stundar. Hann naut virðingar og trausts allra þeirra er áttu við hann samskipti, Islendinga sem Bandaríkjamanna. Hann var samlöndum sfnum oft til mikils álitsauka og starfí sfnu til mikils sóma. Ég og eiginkona mfn vottum Sigrúnu, bömum og öðmm að- standendum Sveins Eiríkssonar okkar innilegustu samúð. Guðni Jónsson Sárt er, þá hníga í hættunnar val hraustir og mannvænir drengir. Ef fregnin sú berst oss um dimman dal, daprir þá óma við strengir. - Lífið er hverfult sem leiftur-ský, logandi smáblys og dvínar þvi. Stórbrotinn maður og kær vinur er fallinn f valinn, langt um aldur fram. Þegar okkur barst sú harma- fregn að Sveinn Eirfksson, slökkvi- liðsstjórí á Keflavíkurflugvelli, hefði látist skyndilega f hjartaaðgerð á sjúkrahúsi f London þann 2. þ.m. var sem dökkur skuggi legðist yfír allt. Hvemig gat það gerst að ein- mitt þessi lífsglaði og atorkumikli maður skyldi falla fyrir ljá sláttu- mannsins mikla, aðeins 51 árs að aldri og í blóma lífsins, það er sem óráðin gáta. Þegar litið er til baka er margs að minnast frá fyrstu kynnum í slökkviliðinu á Keflavfk- urflugvelli fyrir rúmlega 30 ámm, þar sem Sveinn var potturinn og pannan bæði í starfí og leik og hreif okkur hina félagana með sér með eldmóði og lifandi áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hann. Ásamt slökkvistarfí lærði Sveinn til flugs og lauk atvinnuflug- mannsprófí og stundaði hann flug- rekstur um tíma ásamt sínu aðal- starfí og var það ekki ósjaldan að hann tæki okkur félagana með í styttri og lengri ferðir og era okkur ógleymanlegar nokkrar ánægjuleg- ar veiðiferðir á afskekkta staði þar sem við nutum samverannar í faðmi íslenskrar náttúra. Árið 1963 hefðu getað orðið þáttaskil f lífí Sveins þar sem hann varð að ákveða hvort hann ætlaði að hasla sér völl sem atvinnuflug- maður eða halda áfram í slökkvilið- inu. Bauðst honum nú staða slökkviliðsstjóra flugvallarins og að vel hugsuðu máli valdi hann þann kostinn, þó það væri auðsýnt að þar væri við ramman reip að draga, þar sem liðsmenn vora sambland af íslendingqm, amerískum borg- aralegum starfsmönnum og her- mönnum og var þetta fyrsta tilraun ameríska sjóhersins að skipa út- lending í stöðu slökkviliðsstjóra. En Sveinn sannaði ótvfrætt að hann t Maðurinn minn og faðir okkar, HALLDÓR ÁRNASSON, Birkivöllum 1, Satfossi, lést að morgni 5. júní. Fanný Sigurðardóttir, Asdfs Halldórsdóttir, Ema Halldórsdóttir, Ómar Þ. Halldórsson. t Bróðir okkar, ELf INGVARSSON, frá ísafirði, vistmaður á Hrafnistu f Reykjavfk, andaðist 4. júní í Landsspítalanum. Jarðarförin fer fram miöviku daginn 11. júni kl. 13.30 í Fossvogskapellu. Fyrir hönd aöstandenda, Inga Ingvarsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, BRYNJAR GUÐMUNDSSON, Selvogsgötu 7, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala þann 4. júní. Hólmfrfður Ragnarsdóttir og börn. t Systir okkar, SIGURRÓS EYJÓLFSDÓTTIR LARAMY, frá Laxnesi, lést 29. maí s.l. í Niles, Michigan, U.S.A. Friðmey Eyjólfsdóttir, Kristófer Eyjólfsson. t Þökkum af alhug vinsemd og samúö við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS SIGURÐSSONAR, Álfhól8vegi 10A, Kópavogl. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landspitalanum. Unnur T rygg vadóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. var vandanum vaxinn. Með öraggri stjóm tókst honum að samhæfa og endurskipuleggja starfíð og byijaði þegar á því að ráða íslenska starfs- menn f liðið sem stuðlaði að meiri festu og styrkleika þegar til lengri tíma var litið. Með þessum hætti myndaði Sveinn þann kjama sem slökkviliðið hefur þróast úr. Sveinn stjómaði slökkviliðinu af mikilli festu og röggsemi og góður agi var honum mikilsverður sem segja má að sé nauðsynlegur í slíkri björgun- ardeild. Það er samdóma álit margra ungra manna, sem hófu starf í slökkviliðinu, að þessi agi og skólun hefði reynst gott vega- nesti út í lífíð. Á liðnum áram hefur Sveini verið veittur flöldi viðurkenn- inga fyrir störf sín í þágu slökkvi- liðsins, bæði innlend og erlend. Þrátt fyrir mikið og erilsamt starf sem slökkviliðsstjóri var leitast eftir því við Svein að hann tæki að sér stjóm snjóraðnings- og flugaf- greiðsludeilda vamarliðsins, sem hann og gerði af sama dugnaðinum og með sama eldmóði og önnur störf og hafa þessar deildir í dag fengið mikið lof fyrir starfshæfni. Sveinn lá ekki síður á liði sínu þegar að félagsmálum var komið og var hann meðal annars hvatamaður að stofn- un starfsmannafélags slökkviliðs- ins, lífeyrissjóði slökkviliðsins, þar sem hann sat í stjóm framan af, einnig var hann sfðar stofnandi að félagi stjómenda slökkviliðsins og var hann ætíð góður liðsmaður í þessum félögum. Ekki skulu tíund- uð önnur félagsmálastörf Sveins en þau munu hafa verið allmörg. Árið 1955 giftist Sveinn heitmey sinni, Sigrúnu Siguijónsdóttur, og stofnuðu þau heimili fyrst í Máva- hlíð 13, en fluttust síðar á Lauga- teig 44, þar sem þau komu sér upp fallegu heimili. Þau eignuðust þijú mannvænleg böm, Hafdísi, Ómar og Sigrúnu Lóu, sem öll era upp- komin og myndarlegasta fólk. Það var gott að koma á Laugateiginn á þessum áram og nutum við þar og flölskyldur okkar margra góðra samverastunda. Sigrún og Sveinn slitu samvistir árið 1975 og flutti Sveinn þá á heimaslóðir í Njarðvík- um þar sem hann keypti land og byggði sér hús ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur, og uppeldisdóttur, Silvíu. í veikindum Sveins reyndist Sigrún honum mikil hjálparhella og fór hún með honum til London, þar sem hann lést. Er við ljúkum þessum örfáu orðum um vin okkar, Svein Eiríks- son, vonum við og eiginkonur okk- ar, Anna og Ásta, að minningin um hann verði aðstandendum hans huggun í harmi. Við biðjum hinn hæsta að blessa minningu þessa öðlingsdrengs og þökkum honum samfylgdina. HaUdór og Stefán Sveinn R. Eiríkssoii slökkviliðs- stjóri er látinn. Við þessa miklu sorgarfregn er fátt hægt að segja, slíkt er áfallið. Sveinn hefur verið félagi minn og yfírmaður í meira en þijá áratugi þegar leiðir skilur svo mjög óvænt. Hann skilur eftir sig spor sem aldrei verða stigin aftur, spor sem lofa góðan dreng, risa á meðal manna og afburða stjómanda. Síðasta áratuginn hefí ég verið þess aðnjótandi að hafa starfað við hlið Sveins sem aðstoð- armaður hans dagsdaglega. Við höfum átt allskyns stundir saman við að leysa vanda starfsins, þar sem föst, réttlát og raungóð forasta Sveins hefur ráðið ferðinni, honum og okkur öllum til mikils sóma. Það var unun að því að fylgjast með verkum Syeins og elju við allt sem hann tók sér fyrir hendur, slíkur var krafturinn að enginn gat annað en hrifíst með og þroskast af og eflst. Eitt mesta gæfuspor mitt í lífínu var þegar ég hóf störf í slökkviliðinu, og varð þess aðnjót- andi að kynnast Sveini, og sérstak- lega hin síðustu ár þegar kynni okkar vora nánust við hin ýmsu störf. Það er nú svo, að það sem við eigum er oft hulið okkur þangað til að ekki nýtur lengur við. Ég mun sakna Sveins um ókomna tíð, ég mun sakna mikils drengskapar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.