Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. JÚNÍ1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: - Dalvík, ein staða hjúkrunarfræðings. - Keflavík, ein staða hjúkrunarfræðings. - Sandgerði, ein staða hjúkrunarfræðings. - Húsnæði á staðnum. - Egilsstaðir, sumarafleysingar frá 1. júlí til31.ágúst1986. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2.júní 1986. Fulltrúi Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ er vinni að innheimtu opinberra gjalda, þ.e. þinggjalda, útsvara, aðstöðugjalda og fasteignagjalda. Æskilegt erað viðkomandi hafi reynslu aftölvuvinnslu. Nánari uppl. veitir innheimtustjóri á skrif- stofu sinni að Suðurgötu 14, sími 53444. Laun eru samkvæmt samningi við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknir sem greini aldur, menntum og fyrri störf sendist skrifstofu minni að Strandgötu 6. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. iMlTTlfa Egilsstaðir Góðir kennarar! Nú er tækifærið að bæta bág laun. Aldrei þessu vant eru lausar þrjár almennar kennarastöður við Egilsstaðaskóla á næsta skólaári auk þess sem sérkennara vantar í sérdeild. Flutningsstyrkur greiddur og ódýrt húsnæði í boði. Áhugasamur kennara- og nemendahópur mun taka vel á móti þér. Frekari uppl. gefur Ólafur eða Helgi í síma 97-1146 (heimasímar: Ólafur 97-1217, Helgi 97-1632). Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. Til Vestfjarða ? Já, hvers vegna ekki ? Kennarar athugið! Á Vestfjörðum eru tæp- lega 2000 nemendur á grunnskólastigi í 23 skólum. Okkur vantar enn kennara í marga þeirra. Starfslið fræðsluskrifstofunnar veitir ráðgjöf og ýmsa aðstoð en þar starfa auk fræðslu- stjóra, rekstrarfulltrúi, sálfræðingur og sér- kennslufulltrúi. Samvinna er við leiðbeinend- ur í íslensku og stærðfræði. Gagnasafn er hér ásamt útibúi frá Námsgagnastofnun með fræðsluefni á myndböndum. Meðal fríðinda sem sveitarfélög hér bjóða umfram kjarasamninga er ódýr húsaleiga, flutningsstyrkurog kaupuppbót. Hringdu til okkar í síma 94-3855 eða beint til viðkomandi skólastjóra og leitaðu upplýs- inga. Sérstaklega óskast sérkennarar, tónmennta- kennararog myndlistakennarar. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis, Pétur Bjarnason. Verslunarstjóri óskast Óskum að ráða verslunarstjóra í matvöru- verslun á Höfn. Upplýsingar gefa Hermann Hansson eða Ingi Már Aðalsteinsson í síma 97-8200. Kaupféiag A ustur-Skaftfellinga, Höfn, Hornarfirði. Véltæknifræðingur/ Verkfræðingar Fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu vill ráða til sín véltæknifræðing/verkfræðing. Viðkom- andi þarf helst að hafa einhverja reynslu af skipaiðnaði og/eða frysti- og fiskvinnslubúnaði. Skriflegar umsóknir sendist augldeild Mbl. merkt: „C - 05945“ fyrir 20.06 1986. Hrafnista íReykjavík óskar að ráða starfsfólk til að aðstoða við bað og ýmis þjónustustörf á vistheimilinu. Vinnutími 8.00-16.00 Barnaheimili á staðn- um. Uppl. í síma 30230 og 38440 á skrif- stofutíma. Vantar nú þegar Snyrtisérfræðingur eða fólk með starfs- reynslu óskast í snyrtivörudeild okkar. Hér er um að ræða heilsdagsstarf, en hlutastörf koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Miklagarðs í síma 83811. /VIIKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIDSUND fViltu kenna á Akureyri? Á Akureyri eru 6 grunnskólar. Kennara vantar í flestar kennslugreinar. i Sérkennsla fer fram í hinum almenna skóla. Þá vantar sérkennara á flestum sviðum sér- kennslu, líka til talkennslu. Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um stöðu yfirkennara við Síðuskóla er fram- lengdur til 13. júní 1986. I Flutningsstyrkur verður greiddur til kennara með kennararéttindi. kr. 12.000 v/flutninga innan Norðurlands. kr. 20.000 v/flutninga frá öðrum landshlutum. Aðstoð verður veitt um útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar gefa skólastjórar og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, vinnusími 26960, heimasími 22375. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu vill ráða kennara til starfa næsta vetur. Æskilegt er að umsækjandi geti kennt á fleiri en eitt hljóðfæri en þó sérstaklega á píanó og tréblásturshljóðfæri. Uppl. í símum 95 6232 og 95 6438. FJÖRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRt óskar að ráða fóstru að dagheimilinu Stekk. Staðan er laus nú þegar, eða eftir samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður barna- heimilisins í síma 96-22100. Fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri. Kennarar athugið! Við Heiðarskóla í Borgarfirði vantar 2-3 kennara. Kennslugreinar eru m.a.: Kennsla yngri barna, sérkennsla og handavinna. Á Heiðarskóla er ódýrt húsnæði til staðar og hitaveita, þannig að upphitun er frí. Heiðar- skóli er vel í sveit settur og greiðar samgöng- ur við Reykjavík. Komið og kynnið ykkur aðstæður. Leitið uppl. hjá Kristínu Marís- dóttur í síma 93-2171. Deildarstjórar Á skattstofur Reykjanesumdæmis eru lausar til umsóknar: 1. Staða deildarstjóra skatteftirlits- og sölu- skattsdeildar. 2. Staða deildarstjóra í atvinnurekstrardeild. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í viðskiptafræðum eða löggiltri endurskoðun eða búa yfir mikilli reynslu og þekkingu í bókhaldi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Reykjanes- umdæmis sem veitir nánari uppl. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, sími51788. Til hamingju nýju- kennarar Það er okkur í skólanefnd Grunnskólans í Bolungarvík mikil ánægja að óska ykkur sem nú eru að útskrifast frá Kennaraháskóla ís- lands til hamingju með þennan áfanga. Eflaust eru mörg ykkar þegar búin að fá vinnu en önnur að hugsa sig um og líta í kringum sig. Ef þið eruð í síðari hópnum þá bendum við ykkur á að hafa samband vestur til Bol- ungarvíkur. Þar vantar nú kennara í eftirtaldar stöður: Myndmennt, heimilisfræði, tónmennt, dönsku, ensku og íþróttir. Ennfremur nátt- úrufræði og samfélagsfræði á unglingastigi auk almennrar kennslu á barnastigi. Bolung- arvík er fallegur staður við utanvert ísafjarð- ardjúp. Samgöngur eru greiðar. Hér er fé- lagsleg þjónusta góð. Nýr leikskóli, vel búin heilsugæslustöð og einhver glæsilegasta íþróttamiðstöð landsins. Félagslíf er blóm- legt og má nefna starf kóra, leikfélags og klúbba í því sambandi. Skólanefnd sér um að útvega kennurum húsnæði ef þörf kefur. Áhugasamir kennarar snúi sér til formanns skólanefndar í síma 94-7540 og 94-7200 og skólastjóra í síma 91-27353. Skólanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.