Morgunblaðið - 07.06.1986, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986
AP/SImamynd
Læknir af kynflokki síkha sést hér skoða lik eins varðmanns Gullna
musterisins, en herskáir síkhar myrtu hann i átökum, sem brutust
út í kjölfar fundar, sem haldinn var í tilefni þess að nú eru tvö ár
liðin frá þvi að stjóraarher Indlands réðst inn í Gullna musterið.
Indland:
Mótmæli við musterið
Amritsar, Indlandi. AP.
LEIÐTOGAR herskárra sikha
hótuðu á mótmælafundi í Gullna
musterinu i gær að ráða háttsetta
embættismenn af dögum, þar á
meðal Rajiv Gandlii, forsætisráð-
herra Indlands.
Mótmælafundurinn var haldinn
til að minnast þess að tvö ár eru
nú liðin frá því að indverski herinn
gerði árás á Gullna musterið, sem
er mesti helgidómur síkha. Að
minnsta kosti þijú þúsund og fimm
hundruð öfgamenn síkha tóku þátt
í mótmælaaðgerðunum; meðal
þeirra voru ekkjur morðingja Indíru
Gandhí, fyrrum forsætisráðherra
landsins. í lok fundarins var ályktun
samþykkt þar sem m.a. var ákveðið
að stofna sveit sjálfboðaliða til að
standa vörð um Gullna musterið.
32 gervihnettir komast
ekki á sporbraut
Geimferðaiðnaður í Banda-
rikjunum og Vestur-Evrópu hef-
ur gengið báglega undanfarna
mánuði. Geimfeija og þijár eld-
flaugar, sem flytja skyldu gervi-
hnetti á braut umhverfis jörðu;
allt hefur þetta fuðrað upp fljót-
lega eftir flugtak. Eigendur 32ja
gervihnatta bíða þess nú, að vis-
indamönnum takist að endur-
bæta þriðja þrepið í frönsku
Ariane-flaugunum, svo að tug-
milljarðafjárfesting fari að
komast í gagnið.
Óhöppin eru dýr. Fyrir skömmu
þurfti að eyðileggja Ariane-flaug
ásamt Intelsat-fjarskiptahnetti eftir
nokkurra mínútna flug. Verð: 3500
milljónir króna. Talið er hugsanlegt,
að tryggingafélög, sem hafa geim-
ferðaiðnaðinn á sinni könnu, muni
á næstunni hækka iðgjöld sín vegna
þessara auknu útgjalda.
Aformuðum geimskotum Evr-
ópumanna og Bandaríkjamanna
Erfiðleikar i geimferðaiðnaðin-
um valda þvi, að nú safnast fyrír
fjöldi nýrra gervihnatta, sem
áttu að koma i stað úreltra hnatta
í geimnum.
hefur nu verið frestað um óákveðinn
tima. Á meðan gefst kínverskum
geimferðamönnum gott tækifæri til
að hasla sér völl á þessu sviði. Á
alþjóðlegum geimferðamarkaði eru
þeir nefnilega einir um hituna sem
stendur.
Sovétríkin:
Veður
víða um heim
Lægst Hœst
Akureyri 9 skýjaö
Amsterdam 8 13 skýjað
Aþena 20 32 heiðskfrt
Barcelona 18 léttskýjaö
Berlín 8 10 rigning
Bríissel 8 12 skýjaö
Chfcago 12 16 rigning
Dublin 6 18 skýjaö
Feneyjar 16 skýjaö
Frankfurt 8 14 rigning
Genf 7 11 heiðskfrt
Helsinkl 14 20 heiðskfrt
Hong Kong 26 27 rigning
Jerúsalem 16 25 heiöskýrt
Kaupmannah. 8 14 rignlng
Las Palmas 22 skýjað
Lissabon 16 30 helöskfrt
London 9 11 skýjað
LosAngeles 17 25 skýjaö
Lúxemborg 7 skúr
Malaga 23 skúr
Mallorca 20 skýjað
Miami 24 30 rigning
Montreal 14 18 skýjaö
Moskva 18 28 skýjað
NewYork 19 29 rignlng
Osló 11 19 helöskfrt
Parfs 9 18 skýjaö
Peklng 19 32 heiöskírt
Reykjavflt 7 akúr
RíódeJaneiro 12 25 heiðskfrt
Rómaborg 14 22 rigning
Stokkhólmur 14 19 heiðskfrt
Sydney vantar
Tókýó 14 16 rignlng
Vinarborg 8 11 rigning
Pórshöfn 8 skýjað
Fleiri
„óhrein“
svæði
Moskva. AP.
BROTTFLUTNINGUR 20.000
manns til viðbótar hefur veríð
fyrírskipaður frá þeim svæðum,
þar sem geislavirkni fannst ný-
lega fyrir norðan við fyrri hættu-
svæði í Cheraobyl i Sovétríkjun-
um. Skýrði Oleg Shchepin, að-
stoðarheilbrígðismálaráðherra
Sovétríkjanna, frá þessu í gær.
Pravda, málgagn sovézka komm-
únistaflokksins, hafði áður kallað
þessi svæði „óhreinu svæðin“ og
skýrði blaðið frá því á miðvikudag,
að ný „óhrein svæði" hefðu fundizt
og að flytja yrði fólk burt frá þess-
um svæðum.
Vuri Izrael, formaður umhverfís-
málanefndar Sovétríkjanna, sagði í
gær, að haldið yrði áfram að mæla
geislavirkni af nákvæmni í matvæl-
um í Sovétríkjunum og að næsta
haust yrði unnt að skera úr um,
hvort epli og kartöflur, sem ræktuð
hefði verið á þeim svæðum, er orðið
hefðu fyrir geislun, innihéldu skað-
lega geislavirkni.
Talið að ísrael muni berjast
gegn afhendingu AWACS-véla
Jerúsalem. AP.
RÍKISSTJÓRN ísrael mun beijast harðlega gegn þvi að Saudi-
Arabia fái i hendur háþróaðar njósnavélar frá Bandarikjunum,
en gert er ráð fyrir að þær verði afhentar seinna á árinu.
Önafngreindar heimildir sögðu þá, að ísraelsmenn séu að spara
að afhending vélanna, sem eru af
AWACS-gerð, væri litin mun al-
varlegri augum en vopnasölu-
samningur Bandaríkjanna og
Saudi-Arabíu, sem var staðfestur
nú á fimmtudag. Þá mistókst
andstæðingum vopnasölunnar að
hnekkja neitunapaldi forsetans.
Ríkisstjóm ísraels mótmælti
atkvæðagreiðslunni ekki, en úrslit
hennar höfðu í för með sér að
Saudi-Arabía mun kaupa flug-
skeyti fyrir 265 milljónir banda-
ríkjadala. Háttsettur starfsmaður
ísraelska utanríkisráðuneytisins
sagði þó, að það væri skoðun
manna að vopnasala til ríkja, sem
eiga í stríði við ísrael, væri ekki
til þess fallin að stuðla að öryggi
og friði í þessum heimshluta.
ísrael gaf engar opinberar yfir-
lýsingar um málið á meðan málþóf
stóð í öldungadeild Bandaríkja-
þings og málsvarar ísraels við
þingið höfðu ekki hátt um sig.
Heimildir segja ástæðu þess vera
púðrið þar til baráttan gagn af-
hendingu AWACS-vélanna hefst.
Samningurinn um sölu vélanna
var gerður í október 1984, eftir
snarpa hríð milli Bandaríkjafor-
seta og þingsins. Bandarískar
AWACS-vélar, sem ætlaðar eru
til eftirlits og herstjómunar úr
lofti, hafa verið staðsettar í
Saudi-Arabíu um nokkurt skeið,
samkvæmt hemaðarsamningi ríkj-
anna tveggja um öryggi við Persa-
flóa.
ísraelska útvarpið sagði á
fímmtudag að e.t.v. yrði ekki af
afhendingu vélanna, þar sem
saudi-arabísk yfirvöld hefðu neitað
að undirrita samning þess efnis
að Bandaríkjaher fengi aðgang að
öllum upplýsingum, sem vélamar
öfluðu. Haft var eftir ónafngreind-
um embættismanni, að ísraelska
ríkisstjómin myndi beijast gegn
afhendingu vélanna á þeirri for-
sendu að saudi-arabísk stjómvöld
hefðu hvorki reynst jafnhófsöm
og vonast hafði verið til, né hefðu
þau beitt sér fyrir friðarviðræðum
milli ísrael og Arabaríkjanna.
ísraelskur fréttaskýrandi, Zui
Rafíah, sagði þó að hann teldi ólík-
legt að Bandaríkin hættu við af-
hendinguna. „Þetta er gamall
samningur. Eg held ekki að þingið
fari að mótmæla afhendingunni
nú . . .“ Rafiah sagði að pening-
ar skiptu þar máli. Endurgreiða
þyrfti Saudi-Aröbum og á tímum
niðurskurðar í Qárlögum yrði erfitt
að réttlæta slíkt, þar sem búið
væri að gera ráð fyrir þessum
tekjum.
SUMAR á Vesturlandi
í sumri og sól streymir fólk í sumarbústaði sína til að njóta
sveitalífs og útiveru og bæta sálartetrið. Á þjónustusvæði okkar eru
fjölmennar byggðir sumarbústaða.
En enginn lifir á loftinu einu þótt það sé tært og bjart. Það sem á
vantar útvegum við ykkur.
Það þarf að fúaverja og mála, girða og negla og þiggja góð ráð.
í BYGGINGAVÖRUDEILDINNI fæst allt sem þarf til að vinnan verði
leikur.
MATVÖRUDEILDIN er fullt hús matar. Við erum sérstaklega
stoltir að geta boðið Ijúffengar Borgarnespizzur, samlokur og
salöt og ávallt nýgrillaða kjúklinga. Og Brauðhornið okkar ilmar af
nýbökuðum brauðum og kökum.
Og þegar tíminn líður hægt og stundirnar
verða langar þá er tilvalið að líta við í
GJAFAVÖRUDEILDINNI. Þar eru spil
og bækur, blöð og leikföng.
Við viljum að lífið sé leikur.
Vöruhús Vesturlands Borgamesi sími 93-7200
Sumarbústaða-
eigendur...