Morgunblaðið - 07.06.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 07.06.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 flfoKgttltlllftfeUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. ó mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Umskipti á íslenskum fjármagnsmarkaði Islenskt fjármálakerfi er í mörgu ófullkomið og þjakað opinberri ofstjóm. Ymislegt bendir hins vegar til að breytinga sé að vænta. Árið 1984 var stigið stórt skref í átt að auknu frjálsræði og aftur þegar lög um viðskipta- banka og sparisjóði voru sam- þykkt á Alþingi á síðasta ári. í vor voru síðan samþykkt lög um Seðlabanka íslands, sem taka gildi 1. nóvember næstkomandi og eiga þau eftir að hafa mikil áhrif á íslensk efnahagsmál á næstu árum. Með gildistöku laganna um Seðlabankann verður vaxtafrelsi tryggt sem meginregla. Opin- berri íhlutun í ákvarðanir inn- lánsstofnana um vexti verður þar með lokið. íslendingar ættu því ekki að kvíða því að vextir verði á ný neikvæðir og sparifé þeirra brennt á báli verðbólgu og peningum sóað í Qárfestingar sem litlu eða engu skila. Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra sagði á aðalfundi Seðlabankans í síðasta mánuði, að afnám ríkisábyrgðar á skuld- bindingum ríkisbankanna væri til athugunar. Verði reyndin sú að ábyrgðin falli niður verður það enn einn liðurinn í að gera rekstur bankakerfísins sjálf- stæðari og þar með hagkvæmari. Breytingin stuðlar einnig að breyttum viðhorfum innan bankakerfísins. í skjóli ríkis- ábyrgðar hafa menn á stundum freistast til að láta önnur sjónar- mið ráða gjörðum, en þeim sem koma viðkomandi banka og þar með viðskiptavinum hans best. Frá því að frelsi var rýmkað í vaxtamálum í ágúst 1984 hefur samkeppni milli innlánsstofnana aukist og hennar hafa sparifjár- eigendur notið. Spamaður hefur komið í stað eyðslu. Bankar og sparisjóðir keppa um hylli spariíjáreigenda, með 'því að bjóða fleiri kosti og hag- stæðari til ávöxtunar. Þetta er heilbrigð þróun og sú tíð er liðin þegar þessar stofnanir kepptu um það opna flest útibú. Sam- keppni olíufélaganna nú minnir mjög á þessa keppni peninga- stofiíana. Opinber verðlags- og innflutningshöft á eldsneyti hafa leitt til þess að olíufélögin keppa fremur um að smíða glæsilegar afgreiðslustöðvar, en um þjón- ustu á lágu verði. Það er kominn tími til að umskipti verði með svipuðum hætti í olíuviðskiptum íslendinga og orðið hafa á fjár- magnsmarkaðnum. A undanfomum áratugum hefur ójafnrétti ríkt á lánamark- aðnum, en það er að hverfa. Á síðasta ári hætti Seðlabankinn endurkaupum afurðalána, en bankinn hafði um margra ára skeið endurkeypt hluta lána er bankar veittu vissum atvinnu- greinum. Á móti var binding innlána í Seðlabanka lækkuð út 28%í 18%. Um áratugaskeið hafa afurða- lánin borðið mun Iægri vexti en önnur útlán. Þau hafa verið sjálf- virk, þar sem þeir er stunda framleiðslu í ákveðnum atvinnu- greinum áttu rétt á þeim. Hér er að verða á breyting. Á aðal- fundi Seðlabankans í síðasta mánuði benti Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á slæmar af- leiðingar þess að halda niðri vöxtum á einum hluta markaðar- ins. Með því eykst eftirspum eftir þeim lánum er lága vexti bera og minna verður til skipta fyrir aðra: „Afleiðingin kemur því fram í hærri vöxtum annars staðar á markaðnum. Ömggasta leiðin til þess að lækka þá raun- vexti, sem nú em hæstir á markaðnum, er að draga sem mest úr mismunun í vaxtakjör- um og sameina alla hluta ijár- magnsmarkaðarins í eina sam- ræmda markaðsheild." Undir þessi orð skal tekið hér. Skógar- dagurinn Skógardagurinn er í dag, en tilgangur hans er að vekja athygli á málstað skógræktar hér á landi og þvf mikla starfí sem skógræktarfélög víðsvegar um landið vinna. ísland er fá- tækt af tijám, en á undanfomum ámm og áratugum hefur áhugi almennings á ræktun trjáa auk- ist og undir fomstu Skógræktar- félags íslands og Qölmenns hóps áhugamanna hefur myndarlegt átak verið gert í þessum málum. Tijárækt fegrar umhverfí, jafn í þéttbýli sem til sveita. Morgunblaðið hvetur Iandsmenn til þess að taka þátt í átaki Skóg- ræktarfélags íslands. MeisOsSœdÉI Umsjónarmaður Gísli Jónsson 340. þáttur Stundum fæ ég bréf frá út- lendingum, þeim sem láta sér mjög annt um íslenska tungu og kunna sumir hveijir á henni furðu góð skil. Nú hefur Marlín J.G. Magnússon rithöfundur í Kanada sent mér mikið bréf, og birti ég hér nokkum hluta þess til marks um áhuga og kunnáttu höfundar. Að öðm leyti geymi ég mér efni bréfsins þar til síðar. Marlín J.G. Magn- ússon segin „Vel hefði mátt halda upp á þetta ár meðal allra íslendinga í heimi, sem ár málsins, þar sem menntamálaráðherra íslands hefír gert það að lögboði að allir eigi samtök í því að hreinsa, auka, fegra og vemda íslenskt mál. Sállaus lifír enginn maður, og mállaus lifír engin þjóð. Raunhyggja leiðir öllum til skilnings á því hversu nauðsynlegt það er að hver einn stuðli vandað íslenzkt mál eftir getu, eins og málið er orðið fullnuma og fagurt. Skáldamálið sjálft. Framfarir á íslandi hafa verið afar miklar á öllum sviðum mannfélagsins, og vitanlega útheimtist það, að ný- yrði aukist við málið. Sum nýyrði, sem ég hefí séð á prenti, eru mjög heppileg, en sum ekki, og eins eru mörg orð, sem slæðst hafa inn I daglegt meginmálið, svo slæm að það þarf að útrýma þeim sem allra fyrst. Ég hefi trú á því að yngra fólkið verði helst til þess að hreinsa málið gamla og góða, svo að það megi endast önnur ellefu hundruð ári Það verður gert með því að athuga það, sem er rangt, ogfararéttmeð". ★ Tíðrætt verður mér um málfar útvarps og sjónvarps, eða þess fólks sem þar starfar. Mér þykir að minnsta kosti sem það sé lág- markskrafa, að þeir, sem þar sjá um fasta þætti, séu sæmilega máli famir. En á því vill verða mis- brestur. Orðið eyri er algengt, bæði eitt sér og f samsetningum. Fjöldi staðanafna hefur það að síðari lið. Það er kvenkyns og beygist: eyri, eyri, eyri, eyrar. Þetta á sér ýmsar hliðstæður og ætti ekki að vera vandasamt. Heita má að þvílík orð séu daglega á hvers manns vörum. Aldrei þessu vant hlýddi ég fyrir skömmu á þátt í útvarpinu, þann sem nefnist tón- listarkrossgáta. Mér skilst að hann sé á hálfs mánaðar fiesti og hafí sami umsjónarmaður farið með hann lengi. Mér brá ónota- lega, þegar ég heyrði manninn segja „utan Akureyris". Akureyri var sem sagt haft í hvorugkyni og beygt eins og „snæri". E!ða var kannski verið að beygja karlkyns- orðið eyrir? En bærinn heitir enn Akureyri, hún Akureyrin, en ekki Akureyrir, hann Akureyririnn! Ekki miklu síðar var ung stúlka að kynna í sjónvarpinu eitt og annað, sem verða skyldi á listahá- tíð í Reykjavík. Þar á meðal voru „þrír tónleikar". Veit ég vel að til er í eintölu „tónleikur", en orðið er haft í fleirtölu, þegar það tákn- ar sama og hljómleikar (konsert). Því eru þrennir tónleikar rétt mál f þessu sambandi. Út yfír tók þó, þegar stúlkan kunni ekki að beygja orðið mær. Hún talaði um „dansmærina**. Þarna var rétt að segja dansmeyna. Kunni menn ekki að beygja orðið mær, er alltaf hægt að flýja yfír f orðið meyja (beygist eins og stúlka). Þama mátti því líka segja dans- meyjuna. En mér fínnst sterka beygingin ólíkt fegurri: mær, mey, mey(ju), meyjar; meyjar, meyjar, meyjum, meyja. Orðið mær hefúr frummerkinguna dótt- ir og samsvarar orðinu mögur = sonur, maður. ★ Úr orðabókinni: Lófaeiður. Að sveija lófaeið merkir að leggja hendur þannig saman að ekki snertist nema vöðvamir milli lófa og fingra, einnig haft um þann leik sem kallaður hefur verið að kyssa kóngsdóttur. Stynfullur = sá sem stynur af fylli, er alltof saddur, stendur á blfstri. ★ Samhenda hringhend kallast á máli bragfiæðinnar hag- kveðlingaháttur. Öm Amarson fór með hann af minnisstæðri snilld í Rímum af Oddi sterka: Öls við teiti söngur svall, sólskinsleitur kotajarl, gjam að veita gekk í hjall, gróf upp feitan skyrhákarl. eða Hætti förum hetjan slyng, hafði á vörum þjóðnýting, ræðuskömngs hófst í hring, hugðist kjörinn verða á þing. Og svo framvegis. Úr gömlum „KA-kabaretti“ rifíaðist upp fyrir umsjónarmanni eitt og annað sem hagyrðingar góðir ortu með þessum hætti, svo sem: Oft em kýr í úthögum, oft er spíri á bjórflöskum, kostur lýr á kotbýlum og kameldýr í sandbyljum. ★ í prófahrinunni í skóla nokkr- um var mikið um val milli við- fangsefna í verkefnum. Var þá löngum prentað á prófblöðin: Veldu annað af tveimur osfrv. Einhveijum nemanda, eða þá kennara sem yfír sat, hefur víst tekið að leiðast allt þetta val, því að innan úr úrlausna bunka einum valt miði með þessari limm: Val Ef þú hugsaðir aðeins um annað, og ekki hitt (sem er bannað) verður tilveran grá eins og glámur á skjá og margt gimilegt látið ókannað. N.N. Helgi Hálfdanarson: Afram, Bjarni! Um skeið hef ég búið í allstóru bæjarhverfí, þar sem talsvert er um leilcvelli fyrir böm og ungl- inga. Ég hef lagt það í vana minn að rölta mér til hressingar um hverfí þetta, helzt daglega. Þá hefur það vakið athygli mína, að hvar sem þess er kostur hafa krakkar hópazt saman til bolta- leikja, og þar sem bezt til hagar bregzt það varla, að fyöldi ungl- inga á ýmsum aldri hamast í knattspymu af miklum móði. Á þessum ferðum mínum er fátt sem betur hefur glatt augað en þetta tápmikla ungviði, sem greinilega leitast við að tileinka sér listir þeirra snillinga sem sýndir em í sjónvarpi og frá er sagt í útvarpi og blöðum. Ég hygg að vandfundin sé betri tóm- stundaiðja handa ungmennum en knattleikur; og fátt virðist betur til þess fallið að beina athyglinni frá ýmislegum ófögn- uði, sem nú á tímum er við að stríða. Hæfílega mikil og fjöl- breytt hreyfíng í hollu útilofti, samfara heilbrigðri keppni eftir settum reglum, þar sem enginn þarf að óttast þátttöku vegna lítillargetu! Varla fer dult hvað það er, sem vekur svo almennan áhuga og heldur honum við. Þess vegna hefur mér sámað að sjá í blöðum að undanfömu harkalegar árásir á þá menn sem hafa lagt sig fram um að efla þessar mætur ungs fólks á knattspymu; en það verður naumast með öðm betur gert en að sýna Ijóslifandi tilþrif þeirra sem þar kunna mest fyrir sér og verða sakir afburða sinna unglingum eftirlæti og fyrir- mynd. Skyldi það ekki teljast æskilegra en að hleypa frat- menningarpostulum upp með sí- vaxandi moðreyk? Því hefur verið haldið fram með þjósti, að fólki í hærri ald- ursflokkum sé knattspyma í sjónvarpi lítt bærileg plága. Ekki veit ég hvað talið er styðja þá kenningu. Og jafnvel þótt sönn reyndist, held ég að gamla fólkið sé fjandann ekkert of gott til að umbera þessa viðleitni til hollra áhrifa á vanræktan og rótlausan æskulýð í eiturmeinguðu þjóð- félagi hinna fullorðnu. Ekki kalla ég, sem á skammt í nírætt, til of mikils mælzt, og skal ég þó játa, að sjálfur get ég naumast hugsað mér hundleiðinlegra sjón- varpsefni en knattspymu. Eg vil því eindregið skora á Ríkisútvarpið að slaka í engu á íþrótta- áróðri sinum og láta einmitt knattspymu hafa for- gang fyrir næstum hveiju sem er. írlands- ferð kynnt AHUGAFÓLK um keltneska menningu og írland mun í ágúst- mánuði efna til ferðar til írlands. Ferðast verður um hin svoköll- uðu „keltnesku“ svæði þ.e.a.s. Aran-eyjar, Gal way og Donegal. Þeir sem áhuga hefðu á að taka þátt í þessu ferðalagi eru velkomnir á kynningarfund í veitingahúsinu Duus í Fischersundi næstkomandi sunnudag8.júnf kl. 17.00. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.