Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 23 Brúðuleikhúsið byggt á sög- iinura uni Sherlock Holmes - spjallað við Paul Hansard BRETINN Paul Hansard var S óða önn að skrúfa saman sviðið fyrir brúðuleikhússýningarnar um helgina þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Hann sagðist vera hálfklaufalegur við þetta enda væri hann ekki vanur að þurfa að búta leikmynd sína niður á þennan hátt. „Eg hef aldrei farið fljúgandi í brúðuleikferð áður“ sagði hann, „venjulega ferðast ég um i litlum sendiferðabíl og get þá verið með hana i heilu lagi nokkurn veginn.“ Paul Hansard er vel þekktur í heimalandi sínu fyrir brúðuleik. Hann ferðast um með leikhúsið, fer einkum í skóla og sýnir böm- um. „Englendingar fara ekki mikið með böm sín í leikhús, svo leikhúsið verður bara að koma til þeirra. Brúðuleikhús er fyrst og fremst ætlað bömum og vegna þess hvað það er meðfærilegt er það tilvalið ferðaleikhús. Konum- ar sem gert hafa út brúðubílinn hafa einmitt verið að sýna mér hann og segja mér hvemig þær starfa. Þetta framtak þeirra er stórsniðugt og einkar hugvitsam- legt. Enda skilst mér að brúðubfll- inn sé búinn að vinna sér fastan sess á öllum bamaheimilum. Það getur vel verið að ég geri eitthvað í þessum dúr sjálfur." Morgunblaðið/Börkur Paul Hansard ásamt söguhetjunum í brúðuleikritunum. Frá vinstri Paul Hansard, Dr. Watsup, hundurinnn Toby, Sherlock Snoop og Lady Cynthia. Brúðumar hefur Hansard gert sjálfur. Sýningar Paul Hansards eru byggðar á sögunum um Sherlock Holmes. Það em brúðumar Sherlock Snoop og Watsup sem leika aðalhlutverk. „Sögumar em auðvitað mjög einfaldaðar, en söguþráðurinn er sá sami. Sagan sem ég nota í sýningunum hér heitir „The Case of the Yellow Judge". En það er ekki vert að ljóstra neinu upp um hana hér, en hún er auðvitað hefðbundin, þijóturinn fær makleg málagjöld eins og vera ber.“ Það er nokkuð af fólki sem fæst við brúðuleikhús í Englandi að sögn Hansards en sennilega heldur fátítt að það sé eina starf manna. „Eg lifi af þessu og sé fyrir fjölskyldu," sagði hann. „En til þess þarf maður auðvitað að vinna mikið og vera stöðugt á ferðinni. Eg ferðast til dæmis oft til Frakklands og Þýskalands, ég tala bæði frönsku og þýsku, svo ég get náð sambandi við bömin." Sýningar Hansards em á Frí- kirkjuvegi 11 í dag og á morgun klukkan 15.00. „En ég ætla að dveljast hér í viku og get vel hugsað mér að sýna oftar ef aðsóknin verður góð,“ sagði hann að lokum. Tveir nýir prestar sett- ir í embætti TVEIR nýir prestar verða settir í embætti af dómprófastinum í Reykjavík, séra Ólafi Skúlasyni, á morgun, sunnudag. Kl. 10 um morguninn er guðs- þjónusta að venju á Landspítalanum og þá verður séra Jón Bjarman settur í embætti sjúkrahússprests og þjónar hann fyrst og fremst Landspítalanum og hefur aðstöðu þar. Auk séra Jóns og séra Ólafs munu sóknarprestar Hallgríms- kirkju, séra Karl Sigurbjömsson og séra Ragnar Fjalar Lámsson, taka þátt í messugerðinni, en þeir hafa þjónað Landspítalanum og munu enn inna þar þjónustu af hendi. Séra Jón Bjarman hefur verið fanga- prestur undanfarin ár, sá fyrsti, sem gegnt hefur þeirri stöðu, sem nú hefur verið auglýst og verður veitt fljótlega. Er séra Jón annar presturinn, sem tekur við sjúkra- hússprestsþjónustu, en í eitt ár hefur séra Sigfínnur Þorleifsson verið í starfi á Borgarspítalanum. Hefur fengist framúrskarandi góð reynsla af starfí séra Sigfínns og sannar það skoðanir manna, að full þörf sé á sjúkrahússprestum við hina stærri spítala. Kl. 14 setur dómprófastur síðan séra Solveigu Lám Guðmundsdótt- ur í embætti sóknarprests á Sel- tjamamesi við guðsþjónustu í kirkj- unni, sem enn er í smíðum. Séra Solveig Lára hefur verið aðstoðar- prestur í Bústaðasókn um þriggja ára skeið, en fékk flest atkvæði við prestskosningamar á Seltjamamesi í síðasta mánuði og hefur verið skipuð frá 1. júní. Fram að þessu hefur Seltjamamessókn verið hluti Nesprestakalls og verið þjónað af prestum þess, séra Frank M. Hall- dórssyni og séra Guðmundi Óskari Ólasyni. Verður séra Solveig Lára því fyrsti prestur Seltjamamess- prestakalls og er að auki fyrsta konan, sem gegnir sóknarprests- þjónustu í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Er kvenfólkið mjög áberandi í forystusveit á Seltjamamesi, þar sem formaður sóknamefndar er Kristín Friðbjamardóttir og safnað- arfulltrúi Ingibjörg Stephensen. Þú svalar lestrarþörf dagsins PIIXIU GOLF Keilusalurinn Öskjuhlíð Keila Knattborð Pínu Golf OSKJUHLIÐ o.fl Nýtt fjölskylausport ífallegum skjólgarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.