Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 21 kosningum loknum. Annars vegar samstarf Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í sveitarstjómum víða um land. Hins vegar umræður um nauðsyn þess, að svonefnd „félags- hyggjuöfl“ snúi bökum saman og stefni að því að ná meirihluta á Alþingi í næstu þingkosningum. Innan Alþýðuflokksins em um það skiptar skoðanir, hvort ákjósan- legra sé að starfa með Sjálfstæðis- flokknum eða Alþýðubandalaginu. Samstarf við framsóknarmenn er nánast ekki til umræðu. Vinstri öflin í flokknum, sem eflst hafa á undanfömum ámm, kjósa samstarf við Alþýðubandalagið, en ætla má, að armur Jóns Baldvins Hannibals- sonar ætti auðveldara með að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin hefur raunar ekki farið í launkofa með áhuga sinn á „við- reisnarstjóm". Hér er hins vegar ekki allt sem sýnist, því það er metnaðarmál og hugsjón flokks- formannsins, að „sameina alla ís- lenska jafnaðarmenn í einn flokk", eins og það er orðað. Ég hygg, að hann sé reiðubúinn að fóma miklu til að ná þessu takmarki. Hann gerir sér á hinn bóginn grein fyrir því, að á atkvæðaveiðum er Sjálf- stæðisflokkurinn betri beita en Alþýðuflokkurinn, þótt Svavar Gestsson eigni sér fenginn að lok- um. Innan Alþýðubandalagsins er einnig áhugi á „sameiningu jafnað- armanna", þótt Svavar Gestsson kjósi fremur að tala um „félags- hyggjuöfl" og nefni þá auk Al- þýðubandalags, Alþýðuflokk og Kvennalista. Væntanlega stafar þetta af því, að margir í flokki hans vilja alls ekki kenna sig við jafnað- arstefnu. Þeir em einfaldlega kommúnistar eða sósíalistar. Nauð- synlegt er, að menn láti innan- flokksdeilur Alþýðubandalagsins ekki villa sér sýn, þegar þetta er til umræðu. Þær snúast öðmm þræði um einstaklinga og dægur- mál, og em í sjálfu sér ekki merki- legar þegar til lengri tíma er litið. Ólafur Ragnar Grímsson og fylking hans (þ.á m. Þjóðviljaliðið) em líka hlynnt auknu samstarfl og jafnvel sammna við Alþýðuflokkinn, og sömu sögu er að segja af mörgum forystumönnum flokksins í verka- lýðshreyfíngunni. Það em hins vegar margvísleg ljón í veginum, kannski ekki síst hefð og vani, og fráleitt er að ímynda sér að „félags- hyggjuöflin" geti myndað kosninga- bandalag fyrir næstu þingkosning- ar. Hins vegar er samstarf Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags í sveitarstjómum alvarlegt íhugunar- efni fyrir sjálfstæðismenn, sem trú- að hafa á viðreisnartal Jóns Bald- vins og talið hann hafa tögl og hagldir í flokknum. Það er m.ö.o. ekki hægt að treysta á „viðreisn" að loknum næstu kosningum, eins og margir sjálfstæðismenn hafa gert sér vonir um. Til þess em vinstri öflin í Alþýðuflokknum líklega orðin of sterk. Á þessu verða sjálfstæðis- menn ekki aðeins að átta sig í tíma, heldur gera hugsanlegum kjósend- um Alþýðuflokksins þetta ljóst. Þá hef ég sérstaklega í huga þann fjölmenna hóp Alþýðuflokksmanna í Reykjavík, sem kaus Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjómarkosning- unum. Tíðindasumar? í þessari grein hefur aðeins verið stiklað á nokkmm atriðum, sem í hugann koma þegar niðurstöður sveitarstjómarkosninganna em ljósar. Hér hefur t.d. ekki verið unnt að fjalla um athyglisverð úrslit í einstökum sveitarfélögum úti á landi eða víkja að málefnum flokka eins og Kvennalistans og Bandalags jafnaðarmanna, sem kunna að vera deyjandi öfl I íslenskum stjóm- málum. Sumarið er yflrleitt fremur rólegur tími á vettvangi stjóm- málanna hér á landi, en eins og fram hefur komið í þessari grein, má við því búast, að á næstu vikum og mánuðum geti orðið óvenju tíð- indasamt. Útvarp NÍL, gott kvöld! A - fylgst með kosningaútvarpi Islendinga í Lundi Stefán Jóhann Stefánsson, nær, og Eggert Eggertsson, fjær, í miðri útsendingu. Uppistaðan í kosningaútvarpi þeirra í Lundi var bein útsending frá Reykjavík, en annað veifið skutu þeir inn athugasemd- um, vel valinni tónlist eða viðtölum við hressa íslendinga í Lundi. Þama er Stefán einmitt að ræða við einn þeirra. Rétt áður en útsending á að hefjast gerist dálStið óvænt. Fjórir piltar, klyfjaðir kössum fullum af plötum, koma askvaðandi inn í stúd- íóið. Greinilegt að þeir hyggjast fara að varpa músík út í skánsku sumamóttina. Af þessu verður eðli- lega rekistefna nokkur; þeir sænsku höfðu talið sig eiga bókaða að- faranótt sunnudags, en á veggtöfl- unni stendur skýrum stöfum að Svensk-islánska föreningen hafl stúdíóið til umráða frá miðnætti þann 1. júnS fram í dagrenningu. Eftir nokkra umræðu féllust Svíamir á þau óvefengjanlegu rök að frá og með miðnætti væri júní genginn S garð og hurfu vonsviknir á braut með bjrrðar sínar. Þá vant- aði klukkuna nokkrar sekúndur S tólf og án allra vifilengja vatt Stef- án Jóhann Stefánsson sér í stól tæknimanns og hóf útsendingu með þvi að bjóða Islendingum í Lundi og Málmey gott kvöld. Við erum stödd S kosningaútsend- ingu hjá Nærútvarpi íslendinga í Lundi, skammstafað NÍL. Rejmdar gekk stöðin fyrst undir nafninu „Ella“, en þegar umsjónarmönnum hennar fór að aukast fæmi þótti við hæfi að gefa henni virðulegra nafn. Þeir í Lundi virðast annars hafa gaman af að búa til félög með skondnum nöfnum, þannig er talað um Félag íslenskra félagsfræðinga í Lundi, skammstafað FIFL. Menn em sem sagt léttir S Lundi og það er léttleiki sem einkennir dagskrá þeirra hjá NÍL. í vetur hefur íslendingafélagið S Lundi gengist fyrir útsendingum einu sinni S viku, laust fyrir hádegi á sunnudögum. Framan af útvörp- uðu þeir eingungis í hálftima f einu, en eftir áramót var þátturinn lengd- ur um helming. Það er fímm manna útvarpsnefnd sem sér um útsend- ingar og útvarpsstjóri er Eggert Eggertsson ljrQafræðingur. Hann sagði þá félaga skipta á milli sSn umsjón þáttanna, en ávallt væm þó þrír í studíói í einu. Kostnað við stöðina kvað hann óvemlegan, ís- lendingafélagið ætti aðild að stúd- entasamtökum námsmanna S Lundi og fengi þvS afnot af útvarpsstöð samtakanna gegn vægu gjaldi. Ekki þarf að taka fram að ánægjan er eina þóknunin sem útvarpsnefnd- in tekur fyrir stöf sín. „Það tók dálitinn tfma að festa útvarpið svo í sessi héma að menn mjmdu eftir að opna fyrir okkur, en nú held ég að hefð sé komin fyrir því að menn setjist við tækin klukkan ellefu á sunnudagsmorgn- um,“ sagði Eggert útvarpsstjóri. Stefán Jóhann Stefánsson, sem einnig er fréttaritari íslenska Ríkis- útvarpsins og að sögn Eggerts helsti lærifaðir þeirra hjá LÍN, upplýsir blm. um það, að samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var ný- lega séu nærútvörpin á Lundar- og Málmeyjarsvæðinu þau nærútvörp, sem flestir hlusti á f Svfþjóð, á þau hlusti allt að 20% fbúa. Á þessu svæði búa um 500 íslendingar og hafa þeir átt kost á að hlusta á Sslenskt útvarp í tvær klst. á viku frá áramótum, því Málmeyingar starfrækja einnig útvarpsstóð og næst hún i Lundi og öfugt. íslend- ingar reka nærútvarp í tveimur öðrum borgum Svíþjóðar, Stokk- hólmi og Gautaborg. Allar þessar stöðvar fá nú sendan fréttaannál liðinnar viku frá útvarpinu í Reykja- vfk og hefúr Bjami Sigtryggsson séð um hann. Ríkir mikil ánægja með þessa þjónustu fréttastofunn- ar. „Áður þurftum við sjálfír að vinna fréttimar upp úr fréttaskejA- um til sendiráðsins í Stokkhólmi, en nú getum við einbeitt okkur að annarri dagskrárgerð, þannig að þessi þjónusta fréttastofúnnar hef- ur gert okkur kleift að bæta dag- skrána," sagði Eggert. Fyrir utan fréttimar kvað hann þá aðallega vera með bamaefni, viðtöl og ís- lenskatónlist. í umræddu kosningaútvarpi, sem blm. fékk að fylgjast með, var beint samband við fréttastofuna S Reykja- vfk. Þama var Ríkisútvarpið í Reykjavfk í fyrsta skipti samtengt nærútvarpi erlendis og tókst til- raunin vel. Stöðvamar í Gautaborg og Stokkhólmi vom einnig tengdar inn á sömu línu, þannig að mjög margir íslendingar í SvSþjóð áttu kost á að fylgjast með glænýjum kosningatölum í_ beinni útsendingu ofan af íslandi. í Lundi var algengt að menn vektu fram undir morgun og var ekki annað að hejra en fólk hefði kunnað vel að meta þetta kosningaútvarp. Gamansöm og afslöppuð innskot strákanna í NÍL, þeirra Jóhanns Haukssonar, Þórólfs Jónssonar, Stefáns og Eggerts, og hlustenda á beinni línu, gerðu dagskrána líka persónulegri og líf- legri. Það er greinilegt að nærútvörp sem þessi auka samkennd með ís- lendingum erlendis og eiga þátt í að halda þeim í tengslum við ís- lenskan menningararf. Þess má geta í lokin að nú er verið að undir- búa nærútvarp í stærstu íslending- anýlendunni erlendis, Kaupmanna- höfn. Grein og myndir Rúnar Helgi, Vignisson, Kaupmannahöfn. Jóhann Hauksson, til vinstri, og Þórólfur Jónsson, íbyggnir á svip. Jóhann er að skjóta inn hugleiðingum um stöðuna i Borgarnesi, meðan Þórólfur situr í sæti tæknimanns, en strákarnir skiptust á að verma það. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurborgar: Tæplega 1000 hafa sótt um atvinnu og 762 fengið starf hjá borginni Starfsmenn Atvinnumiðlunar stúdenta, þær Soffía Karlsdóttír og Ásdís Guðmundsdóttir, önnum kafnar við störf sín i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut — Rúmlega 500 manns eru á skrá hjá Atvinnu- miðlun stúdenta TÆPLEGA þúsund manns hafa sótt um vinnu hjá Ráðningaskrif- stofu Reykjavíkurborgar og þar af 762 fengið atvinnu hjá borg- inni. Rúmlega 500 manns hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun stúdenta. Á sama tima i fyrra voru 1.138 umsóknir um atvinnu hjá Ráðningarskrifstofu borgar- innar en hjá Atvinnumiðlun stúd- enta voru þær tæplega fjögur hundruð. Þá hefur í sumar rúm- lega 1.250 ungmennum á aldrin- um 14—15 ára verið útvegað starf á vegum vinnuskóla borg- arinnar. Hjá Atvinnumiðlun stúdenta fengust þær upplýsingar að tölu- verð aukning væri á umsóknum frá því fyrra, en allan þann tíma sem miðlunin var starfandi þá bár- ust 544 umsóknir. Þegar hefur um 120 manns verið útveguð atvinna hjá atvinnumiðluninni til ýmissa starfa. Soffía Karlsdóttir, starfsmaður atvinnumiðlunarinnar, sagði að mun meira væri um að karlmenn leituðu til þeirra en áður og sæktust talsvert eftir skrifstofustörfum. Þá sagði hún að um 200 atvinnurek- endur væru á skrá hjá Atvinnumiðl- uninni og að yfirleitt tækist að út- vega umsækjendum vinnu. Hjá ráðningarskrifstofunni fen- gust þær upplýsingar hjá Gunnari Helgasjmi, forstöðumanni, að þegar væri búið að útvega um 800 manns vinnu og þar af hefðu 762 fengið vinnu hjá Reykjavíkurborg síðan skólunum lauk um miðjan maí. Sagði hann að venjulega gengi vel að útvega fólki vinnu á þessum árstíma ef sótt væri um fyrir miðjan júni. Hann kvað þó milli 70 og 80 umsóknir skólafólks bíða úrlausnar ráðningarskrifstofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.