Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 15 plasti og samt bæði sterkari og sveigjanlegri en stálið, um leið og kostnaðurinn við framleiðsluna lækkar verulega Risaslagnr Ekki eru bflaframleiðendur einir í baráttunni við að fínna lausn beirra vandamála sem enn hindra að bflar verði með plasti gerðir létt- ari, sterkari, ódýrari og öryggari, öðru nær. Að baki þeim standa voldugir risar sem berjast harðvít- ugri baráttu um markaðinn og kappkosta að finna fyrstir rétt efni og hentuga framleiðsluaðferð. Þessir risar eru fjölþjóðleg fyrirtæki sem hafa á að skipa sprenglærðum sérfræðingum og margreyndum í faginu auk þess sem þau ráða nægu fjármagni til að kosta dýrar tilraun- ir. Meðal þessara risa eru DuPont og General Electric, sem nýlega kynnti einmitt nýtt efni, hentugt fyrir bflhluta eins og bretti, hurðir o.þ.h. þetta efni kalla þeir GTX 900 og er blanda af PPO (polyphenylene oxide) plastefni og næloni. Með því að hfa hlutfall efnanna mismun- andi og með því að nota mismun- andi gerðir næions fást efni með margvíslega eiginleika, allt eftir þvj til hvaða nota þau eiga að vera. Með þessu plasti eru leyst þau vandamál sem talin voru hér fram- ar, t.d. þolir það hitastig á bilinu -120°C til 204°C án þess að skað- ast. Bflaframleiðendur keppast einnig við leistann og kynna hver eftir arinan tilraunabíla sem að meira eða minna leyti eru gerðir af plasti. (Ein ástæða þess hver erfitt sjálf- stæðir hönnuðir, eins og t.d. þeir ítölsku, eiga uppdráttar nú á síðustu árum, er einmitt þessi þróun. Þeir ráða einfaldlega ekki við hana, eru ofismáir og fjárvana). Einna lengst eru General Motors komnir, enda með langa reynslu af Coverettunni, og nú er jafnvel gamli góði Kádflj- ákurinn smám saman að verða plastbfll (stuðarar og húdd 1986 og meira '87). Aðrir fylgja ötullega eftir og er greinilegt að Ameríkanar ætia ekki að láta Japanina taka sig til bæna á þessu sviði. Hvað verður? Ef marka má þá þróun sem þegar er orðin að veruleika og þau teikn sem sjást á lofti um framtíðina, þá má fastlega gera ráð fyrir að á næstu árum verið smám saman þær breytingar á bflum að boddyhlutar verðá úr plasti og síðan burðar- og styrkhlutar. Einhverntíma á næsta aratugi verða komnir fram bflar sem að mestur verða úr plastefnum gerðir. Þeir verða léttari, sterkari, endingarbetri og a.m.k. með tíman- um, ódýrari en bflar dagsins í dag. Síðast en ekki síst verður hægt að endurvinna allt plastið og má þá telja að til nokkurs sé af stað farið þegar allt þetta verður til skila komið. Líffræðingur lýkur doktors- prófi í Vestur-Þýskalandi KARL Skirnisson líffræðingur lauk doktorsprófi frá Kielar- háskóla í mars siðastliðnum. Doktorsverkefnið fjallaði um lífs- hætti tegundar af marðarætt sem kallast steinmörður, en þeim hefur fjölgað mjög í Evrópu á undanförnuin áratugum. Ritgerð- in er skrifuð á þýsku og nefnist „Untersuchungen zum Raum- Zeit-System freilebender Stein- marder" og birtist hún í hefti númer 6 í ritröðinni „Beitrfige zur Wildbiologie" sem gefið er út af veiðimannasamtökum í Schles- wig-Holstein í V-Þýskalandi Rannsóknirnar voru framkvæmd- ar á ólíkum búsvæðum; annars vegar í þorpi þar sem dýrin lifa í náinni snertingu við mannlífið, hins vegar á óbyggðu skóga- og akrasvæði. Merðir voru veiddir og útbúnir með senditækjum , sem ýmist voru fest á hálsbönd dýranna eða komið fyrir í kviðarholi þeirra með skurðaðgerð. Með stefnuvirku loftneti, sem gerir staðsetningu sendanna mögulega, var meðal annars unnt að fylgjast með hreyfingum merktu einstakling- anna svo og grenjanotkun. Notaðir voru síritar til að skrá á hvaða tíma sólarhringsins dýrin voru á ferli, en það reyndist vera nær eingöngu í ljósaskiptunum og að næturlagi. Senditækin veittu ennfremur upplýs- ingar um vegalengdir, sem dýrin lögðu að baki og hvernig óðulin voru nytjuð, sem dýrin vörðu fyrir kyn- systkinum sínum með þvi að merkja þau með litarefnum. Eins var hægt að áfla margháttaðra upplýsinga um félagskerfi og atferli steinmarða, sem áður var að mestu ókannað. Karl lauk líffræðinámi við Há- skóla íslands árið 1977 og fram- haldsverkefni sem einkum beindist að fæðuvali villiminksins á íslandi, 1979. Á árunum 1979 til 1981 vann hann að athugunum á riðuveiki í sauðfé við Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum. Karl stundar nú rannsóknir á ís- lenska villiminknum við Náttúru- fræðistofnun Islands, en hann hlaut Dr. Karl Skirnisson nýverið styrk til þess úr vísindasjóði. Karl er giftur Ástrósu Gunnarsdótt- ur líffræðingi og eiga þau eina dótt- ur. Ráðstöfun menntamála- ráðherra mótmælt STJÓRN nemenda og kennara- sambands Hússtjórnarskóla Suð- urlands mótmælir þeirri ótima- bæru ráðstöfun menntamálaráð- herra að hússtjórnarskólinn að Laugarvatni verði lagður niður þótt aðsókn að skólanum hafí minnkað um stundarsakir, segir í fréttatilkynningu frá formanni síjórii.-u'iiinar, Valborgu S. Böðv- arsdóttur. Þar segir ennfremur að kennarar séu furðu lostnir og að þeim hefði þótt eðlilegra að þær breytingar yrðu gerðar sem samræmist punktakerfi annarra skóla, til dæmis fjölbrautaskólanna. Telja þeir að með þessu hafi húsmóður- störfum enn verið sýnd lítilsvirðing. jölskyldubíll^rúarbíll 'erðabíll frábærbíll lutningabíll M jórhjóladrifinn bíll Það er bókstaflega hægt að gera allt í E10 [ E10 eru þrjársætaraðir. Sætin má leggja mjög haglega niður, og er þá hægt að flytja ógrynnin öll með E10. Fjórhjóladrifið kemur þér nánast hvert sem er, hvernig sem viðrar. AKTUEKKIUTIOVISSUNA AKTUÁ $m Sýnum EIO laugardag og sunnudag" kl. 14—17 311 INGVAR HELGASON HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.