Morgunblaðið - 07.06.1986, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, LAU GARDAGUR 7. JÚNÍ1986
LISTAHATIÐ 1986
Tveir leikarar Dramaten leikhússins í Stokkhólmi við komuna
til landsins.
Aukasýning á
Fröken Júlíu
Ingmar Bergman viðstaddur fyrstu
sýningu á leikritinu
LEIKRITIÐ Fröken Júlía eftir August Strindberg verður sýnt
i kvöld í Þjóðleikhúsinu. Ingmar Bergman er leikstjóri og svið-
setti verkið fyrir Dramaten í Stokkhólmi.
Fröken Júlía er eitt þekktasta heiðursgestur Listahátíðar og
verk Strindbergs og hefur verið verður hann viðstaddur sýninguna
sýnt víða um heim. f kvöld ásamt konu sinni.
Með stærstu hlutverkin á sýn- Tvær sýningar voru upphaflega
ingunni fara Maríe Göranzon, fyrirhugaðar á leikritinu en fljót-
Peter Stormare og Gerthi Kulle. lega varð uppselt á þær báðar.
Búningar og leikmynd eru eftir Varð þá gripið til þess ráðs að
Gunnilla Palmstiema-Weiss og efna til aukasýningar sem verður
tónlist er eftir Daniel Bell. í Þjóðleikhúsinu klukkan 16.00 á
Ingmar Bergman er sérstakur sunnudag og er miðasala í Gimli.
Hljómsveitin The New Music Consort er skipuð sextán hljóðfæraleikurum að öllu jöfnu en að þessu
sinni koma einungis fjórir slagverksmenn hingað til lands.
Samtímatónlist á Kjarvalsstöðum
í DAG klukkan 14.00 verður flutt samtímatónlist _ Á tónleikunum verða meðal annars flutt verl. eftir
á Kjarvalsstöðum. Flytjendur eru fjórir slagverks- Áskel Másson og Guðmund Hafsteinsson.
menn úr bandarísku hljómsveitinni The New Music Tónlistarmennimir í The New Music Consort hafa
Consort: Frank Cassara, Kory Grossman, Michael sérhæft sig f tuttugustu aldar tónlist og hefur sveitin
Pugliese, William Trigg. Þeir hafa fengið til Iiðs hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir flutning sinn á
við sig tvo íslenska píanóleikara, þá Gísla Magnús- slíkum verkum. Þetta er bandarísk sveit og hefur
son og Halldór Haraldsson. starfað í ellefu ár. Fréttatakvnninir
Klúbbur Listahátíðar:
Vonazt eftir Dave Brubeck
ÞAÐ vakti að vonum fögnuð
gesta í Klúbbi Listahátíðar á
Hótel Borg sl. miðviku- og
fimmtudagskvöld þegar Herbie
Hancock kom og tók í hljóð-
færið ásamt Ófétunum sem
fyrir voru á staðnum. Eins og
fram hefur komið í fréttum.er
Dave Brubeck nú kominn til
landsins og standa yfir at-
huganir á því hvort hann er
fáanlegur til að líta við í
klúbbnum nú um helgina.
Annars er dagskrá klúbbsins á
laugardags- og sunnudagskvöld á
þá leið að hljómsveitin Danssporið
leikur og Kvartettinn Emil og
Anna Sigga, sem skipaður er
Önnu Sigríði Helgadóttur, Berg-
steini Björgúlfssyni, Sigurði
Halldórssyni, Snorra Wium og
Ingólfi Helgasyni kemur fram um
hálftólfleytið. Á sunnudagskvöld
verður endurtekið Tangó-atriði á
vegum Kramhússins, en það vakti
slíka hriftiingu gesta klúbbsins
fyrr í vikunni að áherzla var lögð
á endurflutning.
Á mánudagskvöldið leikur
hljómsveit Grétars Örvarssonar
og þá kemur Diddú líka fram en
undirleikari hennar er Anna
Guðný Guðmundsdóttir.
Sænski baritonsöngvarinn,
Thomas Lander, sem kemur
fram í Gamla bíói og syngur
Ijóðalög.
Ljóðasöngur
ungs bariton-
söngvara
Á sunnudag klukkan 15 verða
tónleikar i Gamla bíó. Sænski
baritonsöngvarinn Thomas
Lander syngur ljóðalög. Undir-
leikari er Jan Eyron. Á efnis-
skránni eru meðal annars lög
eftir Gabriel Fauré og Richard
Strauss en helmingur tónleik-
anna er helgaður Robert Schu-
mann, en fæðingardagur hans
var einmitt 8. júní.
Sænski barintosöngvarinn
Thomas Lander fæddist 1961 í
Stokkhólmi og stundaði nám við
Tónlistarháskólann þar í borg og
síðan eftir burtfarapróf þaðan við
Óperuskólann í Stokkhóimi. Þar er
hann enn við nám. Hann hefur tekið
þátt í óperusýningum Vadstepa
akademíunnar og Drottningholm
hirðleikhússins. Einnig hefur hann
sungið með fflharmóníusveit Stokk-
hólms og útvarpshljómsveitinni,
bæði í sjónvarpi og hljóðvarpi. Fyrir
skömmu söng hann sem gestur í
Belini-óperu á Ítalíu. Hann hefur
einnig haldið marga kirkjutónleika
og ljóðatónleika.
Fréttatilkynninff
-/DAIZF
BRUBECK
JAZZTDfy LEIKAPt í BROADWAY MED HINUM HEIMSFRÆGA JAZZLEEKARA
Húsið opnað ki.
19.00 fyrir matar-
gesti, kl. 20.30 fyrir
aðra gesti.
Matseðill
kvöldslns
Rækjukokteill
Sinnepssteiktur lambahryggur
Jarðarber með rjóma
Miðasala og borða-
pantanir í Gimli frá kl.
2-7 í dag, sími 28588
og í Broadway frá kl.
2-5, sími 77500.
SUNNUDAGSKVÖLD 8. JÚNÍ
Dave Brubeck fæddist árið 1920
og byrjaði þréttán ára að leika
með danshljómsveitum. Hann
nam seinna tónlist, m.a. hjá
Darius Milhaud og Arnold Schön-
berg. Árið 1946 stjórnaði hann
framúrstefnu oktett: The Jazz
Workshop Ensemble og þremur
árum seinna lék hann með tríói
er varð að kvartett árið 1951 er
Paul Desmond bættist í hópinn.
Þessi kvartett lék mikið í bandarí-
skum mennta- og háskólum og
ferðaðist einnig um Evrópu. Brátt
varð hann ein vinsælasta jazz-
hljómsveit heims. Trommarinn
Joe Morello gekk til liðs við kvart-
ettinn árið 1956. Eftir að Desm-
ond og Brubeck hættu að leika
saman lék Gerry Mulligan um
tima með kvartettinum. Þeirsem
leika með Brubeck á Listahátið
eru klarinettuleikarinn Bill Smith,
bassaleikarinn Cliff Brubeck,
sonur hljómsveitarstjórans, og
trommarinn RandyJones.
Dave Brubeck hefur alltaf verið
mjög umdeildurtónlistarmaður.
Evrópsk áhrif hafa verið sterk í
tónlist hans og hann hefurflest-
um jazzleikurum oftar gert tilraun-
irmeðólíkartakttegundir. Það
eru mikil og góð tíðindi að þessi
mikli jazzleikari skuli nú koma til
íslands.
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK