Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986 Séð yfir frægarðinn á Taraldseyju. Stafafura í frægarðinum. Greinilega má sjá að tijánum er plantað gisið, 4 m milli trjáa. Það er gert til að þau njóti vaxtarrýmis og nægilegrar birtu. Myndirnar tók Þórarinn Benedikz. Mikilvægt fyrir skógrækt á ís- landi að eiga frægarð í Noregi Sagt frá frægarði Skógræktarfélags íslands á Taralds-ey í Skánevik-firði Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag gengst Skóg- ræktarfélag íslands fyrir hinum árlega „skógardegi" i dag og viU með þvi vekja athygU á málsstað skógræktar í landinu og þá ekki síst á störfum skógræktarfélaganna sem eru 30 talsins víðs vegar um land. Þau eru nú að heíj'a sumar- starfið en marka þennan dag hvert með sínu móti, s.s. með gróðursetningu, hvers konar fræðslu o.fl. í tilefni dagsins leitaði Morgun- blaðið eftir helstu fréttum hjá Skógræktarfélagi íslands, sem er sambandsfélag allra héraðsskóg- ræktarfélaganna í landinu, og hitti að máli formann Skógrækt- arfélags íslands og framkvæmda- stjóra, þau Huldu Valtýsdóttur og Snorra Sigurðsson, ásamt skóg- ræktarstjóra, Sigurð Blöndal. Fram kom að mikill og vaxandi áhugi er á skógrækt, ekki aðeins innan skógræktarfélaganna held- ur einnig hjá öðrum félögum, fé- lagasamtökum og almenningi eins og marka má af fréttum. Varðandi helstu fréttir af starf- seminni er þar fyrst til að taka að efnt er til skiptiferðar í sumar á milli Skógræktarfélags íslands og norska skógræktarfélagsins svo sem tíðkast hefur 3ja hvert árt að jafnaði frá árinu 1949. Ferð þessi verður farin 28. júlí nk. og komið heim 11. ágúst. íslenski hópurinn, 50 manns, mun dveljast í Inn-Þrændalögum við ýmis skógræktarstörf en Norðmennimir munu dveljast á þrem stöðum hérlendis við svipuð störf. Þessar ferðir hafa ávallt verið mjög eftirsóttar jafnt hjá jmgri sem eldri áhugamönnum um skógrækt, enda þátttakendum mjög svo viðráðanlegar hvað ferðakostnað snertir. Eins og kunnugt er hafa norsk- ir skógræktaraðilar jafnan sýnt íslendingum mikla rausn hvað varðar skógrækt hér á landi og má í því sambandi nefna rann- ' sóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafírði en hún var byggð fyrir norskt gjafafé og vígð árið 1967. Á fundinum kom einnig fram að nú í annað sinn hefur borist fræ úr frægarði Skógræktarfé- lags íslands sem er á Taralds-ey á Hörðalandi í Noregi en norskir skógræktaraðilar gáfu hann fé- laginu í tilefni 1100 ára íslands- byggðar 1974. Norðmenn annast rekstur garðsins samkvæmt gjafabréfi fram til aldamóta en þá tekur Skógræktarfélag íslands við rekstrinum. Segja má að þessar höfðinglegu gjafír norskra skógræktaraðila séu ekki síst að þakka fyrrum sendiherra Noregs hér á landi, Thorgeir Andersen Rysst, sem dvaldist hér um árabil og Thoralf Austin, sem nýlega lét af störfum sem formaður norsku skógrækt- arfélaganna, en mikið og gott samstarf tókst með þessum aðil- um og þáverandi skógræktar- stjóra, Hákoni Bjamasyni, og forsvarsmönnum Skógræktarfé- lags íslands, sem hefur haldist æ síðan. Frægarðurinn á Taralds-ey, sem áður er getið, er 4 ha að stærð og er honum fyrst og fremst ætlað að framleiða fræ af sitkagreni og stafafuru. Til glöggvunar á starfi í slíkum frægarði skal þess getið að í garðinum eru frætré sem vaxin eru upp af ágræðslukvistum, sem teknir voru hér á landi af úrvals- tijám, aðallega af stafafuru og sitkagreni. Slíkan frægarð er vart hægt að reka hér á landi vegna óblíðra veðurskilyrða en fræöflun af tijá- tegundum, sem henta í okkar veðurfari, hentar er eitt grund- vallaratriði fyrir framgang skóg- ræktar á íslandi. í okkar kalda landi líða oft mörg ár á milli góðra fræára í náttúrulegum skógi. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri sagði í sambandi við þetta að frægörðum mætti líkja við kynbótastöðvar í kvikfjárrækt, þar sem yxu úrvals einstaklingar við bestu hugsanlegu skilyrði. Eins og áður sagði er þetta í annað skipti sem Skógræktarfé- lagi íslands fær fræ frá Tar- alds-ey. Árið 1983 bárust 9 kg af sitkagrenifræi og í vor V2 kg tii viðbótar en von er á innan tíðar að fyrsta stafafurufræið berist. Rannsóknarstofnun Skógrækt- ar ríkisins á Mógilsá annast dreif- ingu þessara úrvalsfræja til hinna ýmsu uppeldisstöðva víðs vegar um land og hafa nú þegar verið gróðursettar sitkagreniplöntur í girðingar skógræktarfélaganna og Skógræktar ríkisins, sem vaxið hafa upp af þessu fræi. Til marks um það hve mikil- vægt það er að eiga aðgang að slíkum frægarði skal á það bent að skógrækt hvarvetna í heimin- um byggist á öflun fræja af úr- valstijám úr frægörðum. Þannig telja t.d. Svíar að þeir geti aukið timburframleiðslu sína allt að 30% með þessum hætti. Af þessu leiðir að fræ af úr- valstijám er dýrt og má t.d. geta þess að verð á 1 kg af lerkifræi er verðlagt á kr. 40.000 hið minnsta. Má því nærri geta að þegar skógardauðinn í iðnríkjum Evrópu og víðar verður verulega farinn að segja til sín verður úr- valsfræ dýr og eftirsótt vara. í þessu sambandi má geta þess að reiknað er með að upp vaxi um 100 þúsund úrvalsplöntur af 1 kg sitkagrenifræs. Á síðastliðnum vetri keypti Skógræktarfélag íslands tijá- gróður samkvæmt mati á 17 ha lands úr jörðinni Ingunnarstöðum í Hvalfírði sem er að hluta eign Landgræðslusjóðs. Skógrækt rík- isins hefur plantað í þetta svæði og ræktað um árabil. Þama er að mestu leyti um að ræða stafa- furðu, rauðgreni og sitkagreni en þennan tijágróður keypti Skóg- ræktarfélag Islands fyrir gjafafé, sem félaginu barst frá skógrækt- araðilum á Norðurlöndum í tilefni 40 ára afmælis félagsins 1980. Félagið hyggst rækta þama tré til jólatrésframleiðslu sér til tekju- öflunar en gjöfín var við það miðuð. Þá skal enn á ný vakin athygli á „skógardeginum“ í dag og eru landsmenn hvattir til að ganga til liðs við skógræktarfélagið í sínu heimahéraði. Tnmmdagar ISI: Kynningarnámskeið fyrir þjálfara og leiðbeinendur Frá námskeiði fyrir leiðbeinendur í örvunarleikfimi á vinnustöðum. Sjómannadagnrinn í Eyjum: Tveggja daga há- tíðahöld Vestmannaeyjum. SAMKVÆMT venju verður sjó- mannadagurinn haldinn hátíð- legur um helgina í Vestmanna- eyjum með tveggja daga hátíða- höldum. Annað þykir ekki til- hlýðilegt í þessari stærstu ver- stöð landsins. Á laugardaginn hefjast hátíða- höldin kl. 13 með því að liprir Ijalla- peyjar sýna sprang við Fiskhella en hálftíma síðar hefst keppni í hinum hefðbundnu íþróttum sjó- mannadagsins í Friðarhöfn, kapp- róðri, tunnuhlaupi, stakkasundi, reiptogi milli bryggja og koddaslag. Á laugardagskvöldið verða dans: leikir á fjórum stöðum í bænum. í Samkomuhúsinu sér hljómsveitin Bogart um §örið, í Hallarlundi leik- ur hljómsvein Lífsmark og þaðan verður opið yfír í Mylluhól þar sem haldið verður uppi kráarstemmn- ingu. í Alþýðuhúsinu sér hljómsveit Stefáns P. um stuðið og á Skansin- um leikur hljómsveitin 7und. Þá mun hljómsveitin Hvísl troða upp á Skansinum. Dansleikimir standa yfír fram til kl. 4 og opið verður milli húsa eftir kl. 2. Á sunnudaginn hefst hátíðin kl. 13 á Stakkagerðistúni og þaðan verður farin skrúðganga með Lúðrasveit Vestmannaeyja í broddi fylkingar að Landakirkju. Fánum verður dreift til bama í göngunni. Sjómannaguðsþjónusta verður í Landakirkju kl. 14 og að henni lokinni verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og dmkkn- aðra á kirlcjulóðinni. Einar J. Gísla- son annast þá athöfn sem jafnan fyrr. Útihátíð verður á Stakkagerðis- túni kl. 16. Þar verða verðlaun afhent fyrir íþróttaafrek laugar- dagsins, aldnir sjómenn verða heiðr- aðir og viðurkenningar veittar fyrir björgunarafrek. Hátíðarræðu dags- ins flytur Sveinn Tómasson. Þá verður boðið upp á skemmtidag- skrá. Kvölddagskrá verður í Sam- komuhúsinu kl. 20.30. Aflakóngar verða heiðraðir og boðið verður upp á vandaða skemmtidagskrá með þekktum skemmtikröftum. Um kvöldið verður síðan stiginn dans í tveimur húsum til kl. 3. -hkj. Ráðstefna um upplýs- ingatækni DAGANA 9. og 10. júní næstkom- andi verður haldin ráðstefna um söfnun upplýsinga, geymslu þeirra og notkun. Að ráðstefn- unni standa Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar ásamt samsvarandi fyrirtækjum á hin- um Norðurlöndunum. Ráðstefna sem þessi hefur verið haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Frummælandi á ráðstefnunni verður Bandaríkja: maðurinn Dr. Herbert Grosch. í framsöguerindi sínu mun hann m.a. fjalla um þjóðfélagið, þegna þess 0g upplýsingatæknina. Þá mun borgarfulltrúi f Sandvik- en í Svíþjóð, Carl-Gerhard Sjöland- er, einnig §alla um upplýsingaþjóð- félagið en af sjónarhóli sveitar- stjóma. Ráðstefnan verður haldin í Þjóð- leikhúsinu og á Hótel Loftleiðum og þáttakendur verða um 350. f TILEFNI af trimmdögum, sem ISÍ gengst fyrir á Jónsmessu, hefur Fimleikasamband íslands ákveðið vegna „Dags fimleik- anna“ að bjóða fram kynningar- námskeið þar sem kynntir verða nokkrir þættir fimleikanna. Námskeiðið verður haldið mánu- daginn 9. júní næstkomandi og. hefst kl. 17.00 í íþróttamiðstöð ISÍ, 2. hæð. Dagskrá: 1. Leikfimi fyrir aldraða. 2. Leikfimi fyrir foreldra og böm. 3. Teygjuæfingar. 4. Aerobic. 5. Orvunarleikfími á vinnustöðum. 6. Kynning á fímleikum, áhalda-, nútíma- og fleira. Dagskrá námskeiðsins miðast við að sem flestir geti fengið kynningu, á degi fímleikanna 20. júní, þama verða kynnt aðgengileg prógrömm, sem allstaðar er hægt að fram- kvæma, til dæmis í rúmgóðri stofu, félagsheimili eða íþróttahúsi. Þess- ar æfíngar höfða sérstaklega til þeirra sem sjaldan eða aldrei hafa stundað fímleika. Þátttakendur geta fengið keyptar snældur með tónlist fyrir æfíngar, ásamt fjölrit- uðu efni með myndum. Námskeiðið er þáttakendum að kostnaðarlausu. Allar upplýsingar um námskeiðið eru veittar í síma 83402. Framhaldsnámskeið fyrir leið- beinendur í örvunarleikfimi á vinnu- stöðum var nýlega haldið í íþrótta- miðstöð ÍSÍ í Laugardal. Námskeið- ið var vel sótt og færist það í vöxt að fólk vinnustöðum taki hlé frá vinnu eða nýti 5-7 mfnútur af kaffí- og matartíma til að gera léttar lík- ams- og slökunaræfíngar sér til hressingar og ánægju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.