Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 Jón Pálsson dýralæknir 95 ára í dag er það helst tíðenda, að höfuðkempan, Jóm „Dýri“ Pálsson á Selfossi er 95 ára. Óviðkomandi gæti undrast þetta 4 viðumefni Jóns. Og á þessari pen- ingaöld sjálfsagt sett það í samband við okurlánastarfsemi, hávaxtastefnu eða þannig lagað. Eitt sinn komu þeir saman á bæ, þessi Jón og Jón Guðbrandsson, eftir- maður gamla Jóns í héraðinu. Þá hnippti Jón Guðbrandsson í bónda og sagði, að nú væri betra fyrir hann að fara að passa sig og biðja fyrir sér. Því hér væru þeir komnir báðir, Jón dýri og Jón rándýri. En ég hef það fyrir satt, að þessi viðumefni hafi ekkert með peninga að gera, heldur séu þetta einskonar heiðurs- nafnbætur á landsvísu, eins og til dæmis doktorstitlar og svoleiðis eru annarsstaðar. Hvað um það, Jón Pálsson er allt í einu orðinn 95 ára og það nýbúinn að vera 90 ára, að mér finnst. Ekki sér maður teljandi mun á karli þrátt fyrir það. Hann er hinn emasti utan sjóndeyfu nokkurrar, rammpólitiskur og bölvhress í besta lagi, tekur í staupinu og reykir vindla. Það er lík- ast til, að við Sjálfstæðismenn fáum á kassann hjá honum fyrir frammi- stöðuna í kosningunum svona al- mennt, ef við hættum okkur í af- mælisfagnaðinn hjá honum í frímúr- arahúsinu á Selfossi í eftirmiðdag. En Jón féllst á það sjónarmið fóstur- dóttur sinnar, eftir að hann hafði verið með úrtölur, að það væri auðvit- að miklu skemmtilegra að vera sjálfur í erfisdrykkju sinni. Og geta þar haft alla rausn og stjóm með höndum, heldur en að aðrir væm að vesenast í því. Því ákvað Jón að standa enn í stafni og fagna vinum sínum holdi klæddur á þessum ttmamótum. Munu allir vinir hans velkomnir, og ræðu- menn sérdeilis velkomnir, að því til- skildu að þeir séu bæði skemmtilegir, stuttorðir og gagnorðir að sjálfsögðu. Ég hef áður riflað upp kynni mín af Jóni Pálssyni og ætla ekki að endurtaka það hér. Þau hafa haldið áfram með sama dýrlega hættinum og þau vom. Alltaf sækir maður sér sálubót við það að ræða við Jón, þennan mann, sem er sannur aðals- maður af landaðli, samkvæmt skil- greiningu Gunnars Bjamasonar, sem mest veit um lönd og landbúnað. Ég skal þó hér minnast einnar stundar með Jóni í vetur sem leið. Svo var mái með vexti, að Jón var gestkomandi hjá mér og fómm við saman til Jóns Ólafssonar, sonarson- ar Jóns. Við sátum þar yfir konjaks- tári lengi kvölds og spjölluðum margt. Jón sagði okkur yngri mönnunum margt af æsku sinni, skólaámm og fyrri starfsámm. Kom þar, að hann lýsti því, þegar hann þurfti að fá kallana á Rangárvöllum til að baða fé sitt. Þeir vom hortugir við, og sögðust ætla að ráða því sjálfir. Þá fór Jón til fundar með þá og hafði með sér Bjöm Blöndal í úníformi. Þar tjáði Jón þeim, að hann myndi láta baða rollumar þeirra hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Og ef þeir væm með einhvem helvítis kjaft, þá myndi hann baða þá sjálfa líka. „Og þá gáfu þeir sig. Maður varð stundum að beita svolítlu diplómatí," sagði svo Jón og glotti við tönn. Hygg ég að hann hafi stundum haft heldur litla trú á að eyða of löngum tíma í vangaveltur útaf sjálfsögðum hlutum. Enda átti hann það til að reka bylmingshögg í borðið ef eitt- hvað gekk fram af honum. Nú orðið er þetta sjaldgæfara. En það er lík- lega varlegra ennþá að hrósa Fram- sóknarflokknum ekki alltof mikið í hans eym. Ég hef ekki trú á, að þessi fagnað- ur hjá Jóni sé síðasta erfisdrykkjan hans, enda er góð vísa aldrei of oft kveðin. Ég óska honum því ámaðar og heilsu á þessum tímamótum og þakka honum fyrir góð kynni að fomu og nýju. Og ég vildi óska þjóðinni þess, að hún eignaðist fleiri svona sanna höfðingja, sem virkilega kunna að fara með vín án þess að úr verði stórmál á annanhvom veginn. Til hamingju Jón! Halldór Jónsson verkfr. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar - ------------------------------------------------------—- — ■ ■ - - .'I Dyrasímaþjónusta Nýlagnir — viðgerðir. S. 19637. Sumardvöl Getum bætt við okkur börnum til sumardvalar. Upplýsingar í sima 93-5679. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir 7. og 8. júní: Laugardaginn 7. júnf er fyrsta Esjugangan af fjórum, sem Ferðafélagið efnir til i tilefni 200 ára afmælis Reykjavikur og verða hinar þrjár 14., 17. og 21. júni. Allar ferðirnar hefjast frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, kl. 13, nema síðasta ferðin sem er sólstöðuferð og hefst kl. 20. Fólk á eigin bílum er velkomið i feröirnar, en lagt er á fjallið frá Esjubergi. Pátt- takendur fá viðurkenningarskjal aö göngu lokinni og einnig happ- drættismiða og eru vinningar ferðir á vegum félagsins. Borg- arbúar sem vilja gera eitthvað sjálfir til aö minnast 200 ára afmælis Reykjavikur velja rétt meö því að leggja á sig göngu- ferð á Esju með Feröafélagi Is- lands. Verð kr. 200. Sunnudagur 8. jún(: 1) kl. 10.30 Skógfellaleið - gömul þjóðlelð. Gengið frá Hagafelli varðaða leið í átt til Voga á Vatnsleysuströnd. Gengið á sléttlendi i um 4 klst. á leiöarenda. Verð kr. 500. 2) kl. 13 Selatangar, gömul verstöð milli Grindavikur og Krfsuvlkur. Þama er stórbrotið umhverfi og allmiklar verbúðarrústir og tófu- byrgi. Verð kr. 500. Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Helgarferðir 13.-15. júní: Mýrdalur — Höfðabrekkuheiðl — Kerlingardalur. Gist i svefn- pokaplássi. Forvitnilegar göngu- leiðir í sérstæðri náttúru. Þórs- mörk. Glst í Skagfjörðsskála. Salernisaðstaða á staðnum. Heimsækið ferðafélagið i Þórs- mörk, þaö er ánægjuleg tilbreyt- ing. Sumarleyfisferðir: 18.-22. júnf (5 dagar). Látra- bjarg — Barðaströnd. Gist í svefnpokaplássi í Breiðu- vik. Ekið um Rauðasand, Barða- strönd og viðar. Stuttar göngu- ferðir m.a. aö Sjöundá. Ferðafélag (slands. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferðin verður sunnudag- inn 15. júni. Farið verður um Borgarfjaröardali. Nánari uppl. í sima 23630. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudagskvöld. UTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 8. júní 1. kl. 8 Þórsmörk, einsdagsferð. Stansaö 3-4 klst. i Mörkinni. Verð 850 kr. 2. kl. 10.30 Esja-Hábunga (914 m) Gengið um Gunnlaugsskarð á hæsta hluta Esjunnar. Verð 350 kr. 3. kl. 13 E8ja-Þverfellshom- Kambshorn. Gengin ein auð- veldasta gönguleið á Esjuna upp með Mógilsá. Ca. 1 'h klst. upp- ganga. Tilvalin fjölskylduferð. Verð 350 kr. Frftt f. börn m. fullorðnum. Þátttakendur fá afmælisferðakort Útlvistar en ferðimar eru tll kynningar á gönguleiðum á Esju f tllefnl 200 ára afmælis Reykjavfkurborgar. Brottför úr Grófinni (bílastæöi v. Vesturg. 2) og frá BS(, bensín- sölu 5 mín. síðar. Sjáumst I Útivist, feröafélag. KROSSINN ALFHÓLSVF.GI 32 - KÓPAVO' I Samkomur á sunnudögum kl. 16.30. Samkomur á laugar- dögum kl. 20.30. Biblíulestur á þriðjudögum kl. 20.30. Allir vel- komnir. . raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar - > Tollskjöl verðútreikningar Getum bætt við okkur verkefnum við frágang tollskjala og verðútreikninga. Fljót afgreiðsla. Upplýsingar í síma 38083. húsnæði i boöi Atvinnuhúsnæði Veitingarekstur Mjög gott húsnæði fyrir alhliða starfsemi til leigu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Húsnæðið er 240 fm. á jarðhæð, ný endurnýjað og innréttað með 120 fm. sal og eldhúsi, ásamt góðri skrifstofuaðstöðu og nægum bílastæð- um. Leyfi er til veitingarekstrar að uppfylltum ákv. skilyrðum. Nánari upplýsingar veittar í síma 621310 og 651633 frá 9.00.-17.00. Verslunarhúsnæði Til leigu er 220 fm verslunarhúsnæði með álíka geymslurými á 1. hæð í nýju húsi í gamla bænum. Upplýsingar í síma 24321 á skrifstofutíma og 23989 eftir kl. 19.00. Til leigu er 3ja herbergja íbúð í sambýlishúsi í Vestur- bænum. Tilb. sendistaugld. Mbl. merkt: „Vesturbær — 5822“ fyrir 20. júní. húsnæöi óskast 3-4 herbergja íbúð óskast Barnlaus eldri hjón óska eftir 3ja-4ra herb. nýlegri íbúð til leigu á Stór-Reykjavíkursvæð- inu í 3-5 ár eða lengur. Til greina kemur árs fyrirframgreiðsla fyrir rétta eign. Upplýsingar í síma 44808 um helgina. íbúðarhúsnæði ívestur- borginni óskasttil leigu Óska eftir að taka á leigu einbýlis- raðhús eða íbúð frá og með 1. ágúst nk. Uppl. gefnar í síma 12799 á kvöldin og um helgar. ýmisiegt Flóamarkaður — kaffisala Frábær flóamarkaður og kaffisala verður haldin laugardaginn 7. júní frá kl. 14.00-19.00 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Tómbólu- borð og uppboð á góðum munum og fleiri uppákomur. Ferðasjóður uppeldis- og með- ferðaheimilis Sólheimum 7. Strauvél óskast Fjölbýlishúsaeigendur eða aðrir sem vildu selja strauvél með keflislengd 160 cm t.d. tegund Nýborg. Uppl. í síma 92 4377. Skautbúningur Til sölu skautbúningur með handsmíðuðu víravirki. Einnig möttull. Upplagt fyrir félaga- samtök eða bæjarfélög. Upplýsingar í símum 666877 og 14974. Jörðtilsölu Jarðbrú, Svarfaðardal er til sölu. Á jörðinni er ágætt íbúðarhús fyrir tvær fjölskyldur, peningshús og hlöður. Á jörðinni er unnt að hafa hænsnarækt, svínarækt og loðdýra- rækt. Einnig hentar staðurinn vel fyrir hesta- menn. Fjarlægð frá Dalvík 5 km. Örstutt í skóla. Unnt er að taka seljanlega eign upp í kaupverð jarðarinnar. Uppl. gefur Pétur Jósefsson í síma 96 25566 og heima í síma 96 24485. Hjallaefni til sölu Landeigendur, sumarbústaðaeig- endur, verktakar, hestamenn Grandi hf. er að taka niður og selja hluta af fiskhjöllum sínum á Korpúlfsstöðum. Um er að ræða þrjár stærðir grenitimburs. 1. Spírur6,5-7,0 m langar. 2. Uppistöður 3,0-3,5 m langar. 3. Ásar 10 m langir. Upplýsingar gefur Baldur Halldórsson í síma 44271 eða í bílasíma 2322. Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.