Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986 43 Þættir umævi Lönu Turner Vestan hafs er nú unnið að sjónvarpsþáttum, sem Qalla eiga um líf og störf kvikmyndaleikkonunnar Lönu Tumer. Eftir mikið þóf og máiamiðlanir hefur nú verið ákveðið að með hlutverk Tum- er fari Charlene Tilton, sem lesendur kannast eflaust betur við sem Lucy í Dallas. En framinn krefst víst sinna fóma og til þess að hreppa þetta hnoss varð Tilton að léttast um ein 25 kíló, hvorki meira né minna. Aðalleikona þáttanna, Charlene Tilton. Ungur nemur, gamall temur Yngsti sonur forsetahjóna Bandaríkjanna, Ron Reagan jr., hefur nú fengið tilboð um að leika í kvikmynd, sem ber heitið „Soul Man“. Ekki er enn afráðið hvort hann tekur hlutverkið að sér, en svo mikinn áhuga hefur hann þó að hann hefur þegar spreytt sig á prufu-upptöku. Þegar hann er hins vegar spurður að því hvort hann ætli kannske að feta algerlega í fótspor föðurins, svarar hann venjulega á þessa leið: „Nei, stjóm- mál vekja sko engan áhuga hjá mér og eftir því sem ég fæ best séð hlýtur forsetastarfið að vera basði þreytandi og hundleiðinlegt." Ron Reagan jr. Næturdrottningin Mariana Fjölmiðlar hafa löngum haft það hlutverk með höndum, svona meðal annars, að fylgjast með hverju fótmáli hinna frægu. Að upplýsa almenning um allar gerðir stórstimanna, vandræði þeirra og vonbrigði er hlutverk, sem sumir þeirra hafa líka tekið æði hátíðlega og gott betur en það. Meðal þeirra, sem fengið hafa sinn skammt af afskiptasemi af þessu tagi, em Mariana og Bjöm Borg. Skilnaður þeirra hjóna vakti á sínum tíma gífurlega athygli út um allan heim og vom margir óþreytandi við að velta sér upp úr vesæld Mariönu en hampa hinum hamingjusama Bimi og hinni nýju og ungu unnustu hans. En hvemig svo sem fortíðin kann að hafa verið, þá fullyrða þeir, sem til'þekkja, að nú hafí birt til í lífi Mariönu og hún geisli af fjöri og lífskrafti. Fýrir u.þ.b. ári setti hún á fót næturklúbb í Món- akó, þar sem hún er nú búsett, og ekki nóg með það, heldur opnaði hún einnig, ekki alls fyrir löngu, skóbúð við götu, sem kennd er við furstafrúna Grace. Rekstur nætur- klúbbsins hefur frá upphafí gengið með eindæmum vel, enda er Mar- iana nú orðið bæði vel þekkt og vinsæl í Mónakó. Sjálf segir Mar- iana að velgengni sín hafí verið framar öllum vonum. „Ég elska að hafa hóp af fólki í kring um mig, svo ég er afskaplega ánægð með að mér skuli hafa tekist að skapa stað, þar sem fólki líður vel,“ segir hún. Aðspurð kveður Mariana sig aldrei hafa skort peninga. „En þeir hafa bara svo sáralítið með ham- ingjuna að gera,“ bætir hún við. „Hins vegar á ég góða vini auk þess sem starf mitt er bæði skemmtilegt og áhugavert, og í því em mín forréttindi fólgin. Pen- ingamir einir og sér veita manni enga lífsfyllingu." Illgjamar tungur hafa haldið því á lofti að þessi framtakssemi Mariönu sé bara enn ein tilraun hennar til að yfírvinna sorgina sem skilnaðinum fylgdi. „Vissulega er mikil vinna gott ráð til að yfirvinna vandræði," segir hún, „en það er ekki mín aðferð. Skilnaðurinn var erfíður, því neita ég ekki. En erfíð- asti þáttur hans var samt allur kjaftagangurinn, sem fylgdi í kjöl- farið. Sem betur fer á ég þó góða vini, sem studdu mig alla leið og það er fyrst og fremst þeim að þakka að ég þori að leggja út í lífið á ný. Enn þykir mér afskaplega vænt um Bjöm, en ástfangin er ég ekki lengur. Við hittumst enn af og til og tölum mikið saman í síma. Hann er hamingjusamur og stoltur faðir og auðvitað samgleðst ég honum heilshugar. Sjálf á ég ömgg- lega eftiri að giftast á ný, en slíkt er ekki hægt að skipuleggja, það bara gerist ósjálfrátt. Af skilnaðin- um hef ég mikið lært, ég er orðin sterk, tilbúin til að takast á við alls kyns mál.“ í fyrravor trúlofaðist Mariana manni að nafni Jean Pierre Marsan en það samband stóð aðeins í nokkra mánuði. Um það hefur hún þetta að segja: ^,Því fór sem fór, sem betur fer. Eg var einfaldlega ekki undir annað samband búin á þeim tíma.“ Nýlega festi Mariana kaup á nýrri íbuð, stórri og bjartri, í mið- borg Monte Carlo. „Ég hef ejrtt Með Jean-Pierre Marsan, meðan allt lék í lyndi. miklum tfma í að innrétta hana,“ upplýsir hún. „Ég vil skapa eitthvað nýtt og hef þegar fleygt megninu af mínu gamla dóti. Fortíðin heyrir fortfðinni til og nú einbeiti ég mér að því að byggja upp varanlega framtíð á stað þar sem mér líður vel, með öðmm orðum nákvæmlega héríMónakó." COSPER — Þú áttir að koma að klukkunni kl. 3, en hana vantar 10 mínútur ennþá. Innilegt þakkloeti til þeirra sem minntust mín á 75 ára afmœlisdaginn. Arinbjðrn Kúld. nrLTL .—L jJjj intematíoaa/Holo/and ! II n II ! r f Tourism TnHng Instítutes Ltd. Swltzerimnd —------------------------------ Spennandi starf i alþjóð- leffurn og sívaxandi iðnaði HÓTELSTJÓRNUNAR- NÁM í SVISS IHTTI býður2 valkosti: • ÞRIGGJA ÁRA FULLT NÁM í HÓtELSTJÓRNUN. PRÓFSKÍRTEINI í LOK NÁMS fyrir námsfólk sem uppfyllir inntökuprófskröfur i háskóla. Námið hefst mánudaginn 6. október 1986. Námskostnaður 22.000 svissneskir frankar — á ári, fœði og húsnæði innifalið. •4 Va ÁRS ÁFANGANÁM f HÓTELREKSTRI. PRÓF- SKÍRTEINI í LOK NÁMS fyrir starfsfólk í hóteliönaöi. Þeir sem hafa viðurkennda starfs- hæfileika á sérsviðum geta lokiö þessu sveigjanlega nómi á skemmri tíma. Námiö hefst á mánudegi 6. október 1986, eöa mánudegi 5. janúar 1987, eða mánudegi 16. mars 1987. Námskostnaður 8.000 svissneskir frankar fyrir fyrstu 3 áfangana, fæði og húsnæði innifalið. Kennsla fer fram á ensku. Skrifiö eftir bækling til: IHTTI, Intemational Hotel and Tourism Training Institutes Ltd. P.O.Box 95, CH-4006 Basel/ Switzerland. HITTIÐ FULLTRÚA OKKAR, HERRA MONTEFORTE Á: Hótel Sögu, Hagatorgi, sími 29900, föstudag 13.júníkl. 14—18, laugardag 14. júnf kl. 10—18. Hótel Holti, Bergstaðastræti 37, sími 25700, sunnudag 15.júníkl. 10—16, mánudag 16. júníkl. 14—18. Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.